Monitor - 30.06.2011, Blaðsíða 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011
Stál og hnífur – Bubbi Morthens
Nína – Stebbi og Eyfi
Fram á nótt – Nýdönsk
Lífið er yndislegt – Hreimur
Wonderwall – Oasis
Rangur maður – Sólstrandagæjarnir
Bahama – Ingó og Veðurguðirnir
Þú komst við hjartað í mér - Hjaltalín
Sódóma – Sálin hans Jóns míns
Hjálpaðu mér upp – Nýdönsk
Rómeó og Júlía – Bubbi Morthens
Án þín – Sverrir Bergmann
Don‘t Stop Believing – Journey
ÚTILEGULÖG
SEM ÞÚ ÞARFT AÐ KUNNA
Taktu með þér pylsur eða
hamborgara og allt tilheyrandi
sem þú nennir að hafa með
þér. Svo er rosalega gott að eiga
eitthvað til að narta í það sem
eftir er kvölds eins og til dæmis
saltstangir. Drykkir fara eftir
hverjum og einum en flestum
finnst gott að eiga að minnsta
kosti smá appelsínudjús til að fá
sér í morgunsárið.
Það er kannski augljóst en í
útilegu er mjög mikilvægt að
hafa með sér tjald til að gista í.
Lítil tjöld eru yfirleitt auðveldari
í uppsetningu en þau stærri svo
byrjendur gætu til dæmis keypt
sér ódýrt þriggja manna tjald
til að lenda ekki í vandræðum.
Fyrir lengra komna eru tjöld með
svefnálmum algjör snilld ef
rigna fer því þá er hægt að
sitja inni í fortjaldinu og
hafa það notalegt.
MIKLA
Það er komið að því! Um helgina þyrpast Íslendingar á
tjaldstæði landsins og gera það besta úr íslenska veðrinu.
Það er ekkert sumarlegra en að gista í tjaldi, sitja og syngja
útilegulög, borða grillmat og hafa gaman með vinum sínum
úti í íslensku náttúrunni. Núna er tíminn. Farðu í útilegu um
helgina! Hér er listi yfir það sem þú þarft að taka með þér til
að gera upplifunina sem besta. Listinn er alls ekki tæmandi.
TJALD
ÚTILEGUHELGIN
Ekki stoppa á leiðinni og fá þér
sjoppuhamborgara, grillaðu þinn
eigin úti í miðri náttúrunni á einnota
grilli. Grillin eru einföld í notkun og
geta líka myndað skemmtilegan mið-
punkt á tjaldstæðinu þar sem fólk
safnast saman og hefur gaman.
EINNOTA GRILL
Ullarnærfötin eru nauðsynleg
fyrir allar íslenskar útilegur.
Klæddu þig í þessi hlýju
undirföt og helgin verður frábær.
Kuldi kemst ekki að þér og þú
getur valsað áhyggjulaus um
tjaldstæðið án þess að vera
kappklædd/ur í snjógalla eða
dúnúlpu. Góð samsetning
fyrir útileguna eru ullarnærföt,
lopapeysa, þægilegar buxur og
góðir ullarsokkar. Aukasokkar
hafa aldrei skaðað neinn svo
Monitor viti til.
FATNAÐUR
GÍTAR
Það er ekki nauðsynlegt að allir taki með sér
gítar í útilegu en gott er að ganga úr skugga
um að einhver félaga þinna geri það. Af ein-
hverjum ástæðum finnst fólki mjög gaman
að syngja í útilegum þegar kvölda tekur enda
fátt skemmtilegra á björtum sumarnóttum.
Fáðu gítarleikarann til að læra nokkur góð
lög fyrir ferðalagið svo það skapist ekki
vandræðaleg þögn eftir tvö lög. Einnig er
hægt að nálgast söngbækur með gítargripum
á bensínstöðvum.
Góður svefnpoki kemur manni langt í að halda góðum hita í líkam-
anum yfir nóttina. Flestir vilja einnig taka með sér kodda til að sofa
á og svo er þægileg dýna æskileg til að bakið eyðileggist ekki á einni
nóttu. Vindsængur eru mjög sniðugar og þægilegar að sofa á en
það getur verið mikil þolinmæðisvinna að pumpa í þær. Reyndar er
hægt að kaupa uppblásara sem blæs upp vindsængina á nokkrum
mínútum en sá er algjör lúxusgræja.
SVEFNPOKI, KODDI OG DÝNA
MATUR
DRYKKUR
FYRSTA HELGIN Í JÚLÍ ER
VINSÆL TIL FERÐALAGA
FÁTT ER BETRA EN AÐ
NJÓTA NÁTTÚRUNNAR
Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP
Monitor tók saman nokkur góð
ráð fyrir ferðalanga helgarinnar
sem ætla að skella sér í útilegu.