Morgunblaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 3 0. A P R Í L 2 0 1 0
STOFNAÐ 1913
99. tölublað
98. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
DAGLEGT LÍF»10-11
BLÓÐHEITA CARMEN
ER VERÐANDI LÆKNIR
FÓLK»42
HEIMILDARMYNDIR
UM HREYFIÓÐA
6
Til að vernda
grunnslóð hefur
sjávarútvegsráð-
herra kynnt til-
lögur um bann
við veiðum í
dragnót í sjö
fjörðum. Um er
að ræða Önund-
arfjörð, Hrúta-
fjörð/Miðfjörð,
Húnafjörð, Skagafjörð og Seyðis-
fjörð/Loðmundarfjörð.
Jón Bjarnason sjávarútvegsráð-
herra segist hafa fengið fjölda af-
dráttarlausra áskorana um aðgerð-
ir sem þessar. Þær séu byggðar á
vistfræðilegum rökum og séu í sam-
ræmi við samstarfsyfirlýsingu rík-
isstjórnarinnar. Víða erlendis sé í
auknum mæli gripið til aðgerða
sem þessara. »6
Takmarkanir á veiðum
í dragnót í sjö fjörðum
Jón Bjarnason
Hraun heldur
áfram að renna
til norðurs í upp-
tökum Gígjökuls.
Af gufu sem
leggur upp af
jöklinum ráða
vísindamenn hjá
Veðurstofu og
Jarðvísinda-
stofnun Háskóla
Íslands að hraun-
ið sé komið í hallann til norðurs.
Kvikustreymi og gosmökkur er
með svipuðum hætti og undanfarna
daga. Ekki sjást merki um að gosi
sé að ljúka. »2 og 9
Hraunið virðist vera
komið í hallann á Gígjökli
Eldur Svipaður
kraftur er í gosinu.
Í yfirlýsingu sem Íslandsbanki
sendi frá sér í gær vegna jarðar-
innar Skáldabúða í Árnessýslu er
því mótmælt að jörðin hafi ekki ver-
ið auglýst. Hún hafi verið auglýst
hjá Lögmönnum Suðurlands. Einn-
ig leggur bankinn áherslu á að ábú-
endum hafi verið gefinn kostur á að
selja jörðina í frjálsri sölu. Unnið
hafi verið með ábúendum í tvö ár
og leitast við að afstýra gjaldþroti.
Hefur bankinn farið þess á leit
við eftirlitsnefnd, sem skipuð er af
ráðherra efnahags- og viðskipta-
mála, að hún fari yfir öll gögn og
feril málsins. »4
Eftirlitsnefnd fari yfir sölu
jarðarinnar Skáldabúða
SAMANBURÐUR á trygginga-
fræðilegri stöðu stærstu lífeyris-
sjóða landsins sýnir að staða A-
deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna
ríkisins er verst. 13,2% munur er á
skuldbindingum og eignum deildar-
innar. Staða annarra sjóða sýnir um
eða innan við 10% neikvæðan mun.
Sjóðirnir ætla flestir að minnka
þennan mun með því að skerða rétt-
indi.
Maríanna Jónasdóttir, formaður
stjórnar lífeyrissjóðsins, segir ekki
ákveðið hvernig sjóðurinn bregðist
við þessari stöðu, en samkvæmt lög-
um á ríkið að
hækka iðgjald ef
munur er á eign-
um og skuldbind-
ingum umfram
15%. Á næsta ári
má munur á eign-
um og skuldbind-
ingum ekki vera
umfram 10%.
Steingrímur J.
Sigfússon fjár-
málaráðherra hefur ákveðið að skipa
starfshóp til að fara yfir lífeyrismál í
heild sinni. Í hópnum verða fulltrúar
opinbera og almenna lífeyriskerfis-
ins. „Það skiptir máli að horfa yfir
málið í heild og horfast í augu við
hvað er í vændum hjá opinbera líf-
eyrissjóðakerfinu og sambúð þess
við almenna lífeyrissjóðakerfið,“
sagði Steingrímur í samtali við
Morgunblaðið.
Steingrímur minnti á að almennu
lífeyrissjóðirnir hefðu fyrir hrun
aukið réttindi sjóðsfélaga, en það
hefði LSR ekki gert. Staðan núna
hjá opinbera og almenna kerfinu
væri því líkast til svipuð og hún var
árið 2006. egol@mbl.is | 6
Fjármálaráðherra skipar starfshóp um lífeyrismál
Staða A-deildar LSR verst
Steingrímur J.
Sigfússon
„Ég heyri að þeir eru ekki sáttir og geri ráð fyrir því
að tekist verði á um þetta mál fyrir dómi, ef þannig
verkast vill,“ segir Árni Tómasson, formaður slita-
stjórnar Glitnis, um þá kröfu Gildis lífeyrissjóðs að
víkjandi kröfu hans á þrotabú Glitnis verði breytt í al-
menna kröfu á þeirri forsendu að sjóðurinn hafi verið
blekktur.
Árni kveðst lítið geta tjáð sig um þetta mál. „Það eru
ákveðin skjöl sem liggja þessari kröfu til grundvallar
og virðist nokkuð ljóst samkvæmt þeim hvað þetta er.
Hvað hefur verið sagt á fundum á árunum 2008 eða
2007 veit ég hins vegar ekki,“ segir hann.
Fer fyrir dómstóla
Árni Tómasson
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
STJÓRN Gildis lífeyrissjóðs telur að
Glitnir hafi blekkt sjóðinn í útboði á
víkjandi skuldabréfum bankans á
árinu 2008. Stjórnin mun fara með
málið fyrir dómstóla ef slitastjórnin
samþykkir ekki að breyta kröfunni í
almenna kröfu.
Lífeyrissjóðir keyptu víkjandi
skuldabréf í útboði Glitnis. Þannig
keypti Gildi lífeyrissjóður bréf fyrir
3,7 milljarða króna. Almenni lífeyr-
issjóðurinn hefur afskrifað að fullu
2,9 milljarða króna víkjandi lán til
Glitnis.
Líta má á víkjandi lán sem eins
konar blöndu af skulda- og hluta-
bréfi og gat Glitnir notað það til að
hækka eigið fé sitt. Við gjaldþrot
fara slíkar kröfur hins vegar aftur
fyrir almennar kröfur. Stjórn Gildis
lífeyrissjóðs hefur krafist þess að
kröfunni verði breytt úr víkjandi í al-
menna en slitastjórnin fer eftir orða-
lagi skuldabréfanna og flokkar þau
sem víkjandi kröfur.
„Þegar okkur býðst í ársbyrjun
2008 að taka þátt í þessu útboði gerð-
um við það í góðri trú,“ segir Vil-
hjálmur Egilsson, formaður stjórnar
Gildis lífeyrissjóðs. „Kjörin voru
mjög góð, eða átta prósenta verð-
tryggðir vextir. Allar upplýsingar
sem við fengum, bæði opinberar
upplýsingar og þær sem okkur voru
afhentar á þessum tíma, sýndu fram
á sterka eiginfjárstöðu Glitnis og
gott tekjustreymi.“
Raunveruleg staða bankans var
hins vegar öllu verri, eins og vitað er
nú, og segir Vilhjálmur að þeir sem
sjóðurinn átti samskipti við hjá
Glitni hafi vitað eða hafi mátt vita
hvernig málum var háttað hjá bank-
anum. Sjóðurinn hafi með öðrum
orðum verið blekktur.
Lífeyrissjóðurinn blekktur | 18
Telja sig hafa
verið blekkta
í útboðinu
Stjórn Gildis fer í mál við Glitni ef
víkjandi kröfum verður ekki breytt
» Víkjandi krafa Gildis
nemur 3,7 milljörðum
» Almenni lífeyrissjóð-
urinn afskrifar 2,9 millj-
arða víkjandi lán Glitnis
SNÆFELL úr Stykkishólmi varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í körfuknatt-
leik karla í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þar með rauf félagið einokun liða
frá Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, en ekkert landsbyggðarlið hefur
landað þeim stóra áður. Fimmti úrslitaleikurinn gegn Keflavík var aldrei
spennandi þar sem Snæfell hafði gríðarlega yfirburði. Lokatölur 105:69 og
Snæfell vann samanlagt 3:2. Mikil hátíðarhöld voru fyrirhuguð í Stykkis-
hólmi í nótt enda uppskeran ríkuleg á leiktíðinni: Bikar- og Íslandsmeist-
aratitill. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, lyftir hér Íslandsmeist-
arabikarnum á loft við mikinn fögnuð leikmanna. | Íþróttir
Morgunblaðið/hag
SÖGULEGUR ÁFANGI
DAVID Cameron, leiðtogi Íhalds-
flokksins í Bretlandi, er álitinn
sigurvegari þriðju og síðustu sjón-
varpskappræðna leiðtoga þriggja
stærstu flokka landsins í gærkvöldi,
samkvæmt tveimur skyndikönn-
unum.
35-41% aðspurðra töldu Cameron
hafa staðið sig best en 32-33%
nefndu Nick Clegg, leiðtoga Frjáls-
lyndra demókrata. Aðeins 25-26%
töldu Gordon Brown standa sig bet-
ur en keppinautarnir og honum
tókst því ekki að vinna kjósendur á
sitt band eftir klúður hans í fyrra-
dag þegar hann var staðinn að því
að baktala kjósanda. | 19
Cameron þótti bestur
Lokalotan Frá þriðju sjónvarps-
kappræðunum í gærkvöldi.
Brown tókst ekki að snúa vörn í sókn
Reuters