Morgunblaðið - 30.04.2010, Qupperneq 4
Allt útlit fyrir góða
grassprettu í sumar
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„ÞAÐ held ég að fari að gerast
mjög hratt í næstu viku, upp úr
helginni. Nú eru hlýindi fram-
undan, sýnist mér,“ segir Páll
Bergþórsson, fyrrverandi veður-
stofustjóri, um hvenær gera megi
ráð fyrir að tún og garðar fari að
grænka í ár.
Páll leggur nú venju samkvæmt
fram grassprettuspá en hún er í
stuttu máli sú að útlit er fyrir góða
grassprettu í sumar. Það sé einkum
afar mildum vetri að þakka.
Vetrarhitinn veitir vísbendingu
„Það er vetrarhitinn sem gefur
þessa bendingu, en í Stykkishólmi
hefur meðalhitinn í október-apríl
nú verið 1,8°. Aðeins 9 vetur hafa
verið hlýrri þar síðan mælingar
hófust 1845. Frost er því lítið í
jörðu svo að hún hlýnar fljótt, og
kalskemmdir ættu að verða litlar. Í
erfiðum efnahag er tilvalið fyrir
bændur að spara áburðarkaup og
nýta sem best öll tiltæk tún til
slægna,“ segir Páll og setur vet-
urinn í sögulegt samhengi.
„Þetta er með því besta sem hef-
ur verið. Þetta er þó nokkuð hlýrra
en var að jafnaði til dæmis á hlý-
skeiðinu frá 1930-60. Og þetta er
þriðji hlýjasti veturinn síðasta ára-
tug. Mín reynsla sýnir að þegar
loftslagið hlýnar um eina gráðu þá
eykst grasvöxtur um svona 15%.“
Horft til vetrarins
Að sögn Páls veitir hitastig að
vetri góða vísbendingu um gras-
sprettu að sumri og er þá einkum
horft til veðurfars á tímabilinu frá
október til apríl ár hvert.
Aðspurður hvenær hinir hlýju
vetur hafi komið segir Páll að tveir
þeirra hafi komið 2003 og 2004, á
áratug sem hafi verið sá hlýjasti frá
því farið var að mæla hitastig hér
með reglubundnum hætti. Þá hafi
tveir hinna hlýju vetra komið á
fimmta áratugnum.
Páll hefur fylgst með öskuskýinu
yfir landinu en hann segir útlit fyr-
ir vestlægar áttir næstu viku. Því
megi að óbreyttu gera ráð fyrir að
gjóskan frá Eyjafjallajökli muni
ekki raska flugi frá Keflavík.
Græn tún á
næsta leiti Með
mildari vetrum
Morgunblaðið/Kristinn
Betri tíð með blóm í haga Senn verða yngismeyjar við slátt á Klambratúni.
Bændur eiga gott í vændum því flest bendir til góðrar sprettu.
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2010
Árni Johnsen,
þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, tók
mál hjónanna á
Skáldabúðum
upp á Alþingi í
gær. „Í íslensku
bönkunum í dag
eru framin níð-
ingsverk. Það
sama á við um
fjármögnunarleigurnar,“ sagði
Árni. Hann spurði Björn Val Gísla-
son, formann samgöngunefndar Al-
þingis, hvað honum fyndist um það
að bankar komist upp með að
„keyra fólk ofan í svaðið“ eins og
hann orðaði það.
„Það hafa verið uppi sögusagnir
um að fulltrúar banka gangi um
sveitir og bjóði bændum upp-
stokkun á skuldamálum, en að
bankarnir ætli sér að loka skuldug-
ustu búunum,“ sagði Björn Valur.
Sér þætti rétt að leita svara við því
hvort flugufótur sé fyrir þessu.
Talaði um
„níðingsverk“
Árni Johnsen
Lilja Mósesdóttir,
þingmaður VG,
tók mál ábúenda
á Skáldabúðum
líka upp á þingi í
gær og sagði:
„Það er orðið
brýnt að Alþingi
standi vörð um
skuldug heimili,
hrægammarnir
bíða í röðum og það er erfitt fyrir
réttindalítið fólk að verjast árás
þeirra,“ sagði Lilja og bætti við:
„Við erum rétt að byrja að sjá af-
leiðingar réttindaleysis skuldara.
Hræðsla við gjaldþrot fær þá til að
samþykkja nauðasamninga á for-
sendum lánastofnana,“ sagði Lilja.
Ásmundur Einar Daðason, al-
þingismaður VG, hefur óskað eftir
sameiginlegum fundi viðskipta-
nefndar og sjávarútvegs- og land-
búnaðarnefndar hið fyrsta til að
ræða málefni skuldugra bænda.
Hann vill að fyrir fundinn verði kall-
aðir forsvarsmenn viðskiptabank-
anna og að þeir geri grein fyrir
þeim vinnubrögðum sem viðhöfð
eru.
Afleiðing réttinda-
leysis skuldara
Lilja Mósesdóttir
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
ÍSLANDSBANKI segir að jörðin
Skáldabúðir í Árnessýslu hafi verið
auglýst til sölu hjá Lögmönnum Suð-
urlands á Selfossi frá því í mars 2008.
Bankinn hafi unnið með ábúendum á
jörðinni í tvö ár og leitast við að af-
stýra gjaldþroti.
Í viðtali við Sigurgeir Runólfsson,
bónda á Skáldabúðum, í Morgun-
blaðinu í gær gagnrýnir hann vinnu-
brögð bankans og segist hafa verið
beittur þvingunum.
Mýkri leið
„Bankinn fór þá leið í þessu máli
að gefa eigandanum kost á því selja
jörðina vegna þess að hann var búinn
að skoða þann kost og setja jörðina á
sölu á árinu 2008. Við töldum réttast
að hann myndi selja sjálfur. Með
þeirri leið hefði bóndinn borið meira
úr býtum en ef nauðasamningsleið
hefði verið farin,“ sagði Birna Ein-
arsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Birna sagði að þetta væri mýkri
leið en sú leið að fara með málið í
nauðasamninga. Hún sagðist hins
vegar viðurkenna að nauðungarsala
væri gagnsærri leið. Sú leið hefði
hins vegar ekki leitt til betri niður-
stöðu fyrir bóndann.
Í yfirlýsingu sem Íslandsbanki
sendi frá sér í gær vegna málsins er
því mótmælt að jörðin hafi ekki verið
auglýst. Hún hafi verið auglýst hjá
Lögmönnum Suðurlands. Jafnframt
er lögð áhersla á að ábúendum hafi
verið gefinn kostur á að selja jörðina
í frjálsri sölu.
„Starfsmenn Íslandsbanka hafa
unnið að úrlausn mála mjólkurbús-
ins að Skáldabúðum frá því árið 2008
í nánu samráði við eigendur,“ segir í
yfirlýsingu Íslandsbanka.
„Í þeirri viðleitni var ákveðið að
eiganda yrði áfram gefinn kostur á
að selja eignina í frjálsri sölu og taldi
bankinn að með því fengi eigandinn
besta verð fyrir jörðina. Samhliða
myndi bankinn vinna með eiganda að
úrlausn skulda hans og leitast við að
afstýra gjaldþroti.
Því er ranglega haldið fram í
greininni að Íslandsbanki hafi selt
umrædda eign án auglýsingar þar
sem bankinn hafði ekki leyst til sín
umrædda eign. Þá skal þess getið að
eignin hefur verið auglýst til sölu op-
inberlega, m.a. á hjá Lögmönnum
Suðurlands, síðan 19. mars 2008 án
þess að eignin seldist.
Lánamál eru viðkvæm og flókin í
meðförum og þess eðlis að bankinn
er bundinn trúnaði varðandi ein-
staka þætti þeirra og á því erfitt með
að taka þátt í opinberri umfjöllun um
einstök mál.
Í því ljósi hefur Íslandsbanki farið
þess á leit við eftirlitsnefnd sem
skipuð er af ráðherra efnahags- og
viðskiptamála að hún fari yfir öll
gögn og feril málsins.
Þá skal þess getið að blaðamaður
Morgunblaðsins kallaði ekki eftir
sjónarmiðum Íslandsbanka við
vinnslu fréttarinnar.“
Vildu afstýra gjaldþroti
Íslandsbanki óskar eftir að eftirlitsnefnd fari yfir sölu jarðarinnar Skáldabúða
Bankinn segir að jörðin hafi verið auglýst til sölu hjá fasteignasala frá 2008
Morgunblaðið/RAX
Bændur Sigurgeir Runólfsson og Þórey Guðmundsdóttir á Skáldabúðum gagnrýna framgöngu Íslandsbanka.
Stjórn Samtaka ungra bænda
hefur sent frá sér ályktun þar
sem fordæmd eru vinnubrögð Ís-
landsbanka við sölu á jörðinni
Skáldabúðum í Skeiða- og Gnúp-
verjahreppi. Stjórnin telur að
staðið hafi verið að sölunni með
mjög vafasömum hætti.
„Tími klíkuskapar og einka-
vinafyrirgreiðslu innan bankanna
ætti að vera liðinn. Í skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis sem
birt var nýverið kemur fram að
starfsemi íslensku bankanna allt
frá einkavæðingu þeirra hafi oft
á tíðum verið verulega vafasöm.
Svo virðist sem starfsfólk og yf-
irstjórn bankastofnana á Íslandi
ætli ekki að láta það efnahags-
hrun sem dundi yfir okkur Íslend-
inga sér að kenningu verða. Í
stað þess halda bankarnir
ótrauðir áfram á braut spillingar
og siðleysis, skorar því stjórn
Samtaka ungra bænda á bankana
að standa heiðarlega að sölu
þeirra eigna sem vera kann að
bankarnir muni selja í framhaldi
af uppgjöri þrotabúa, að allar
eignir muni fara í gagnsætt og
sanngjarnt söluferli en ekki út-
hlutað til vildarviðskiptavina með
verulegum afsláttum eins og
virðist vera í þessu tilviki. Vinnu-
brögð sem þessi munu ekki vera
til þess fallin að styrkja byggð í
sveitum landsins né heldur efla
nýliðun í landbúnaði.“
Vilja vinnubrögð sem styrkja byggð í sveitum
JÓN Ásgeir Jóhannesson fékk tvö
kúlulán upp á 440 milljónir króna í
síðasta mánuði. Þetta kom fram í
fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi og
einnig að lánveitandi Jóns Ásgeirs
væri óþekktur. Lánin eru til tíu ára
og ber að greiða með einni afborgun
31. desember árið 2020. Þau eru með
veði í tveimur fasteignum.
Að því er kom fram í frétt Stöðvar
2 hefur fréttastofan undir höndum
gögn sem staðfesta lánveitinguna.
Um er að ræða tvö veðskuldabréf,
óverðtryggð á meðalvöxtum. Þau
eru með veði í fasteignum í eigu Ingi-
bjargar Pálmadóttur, eiginkonu
Jóns Ásgeirs. Eignirnar eru, að sögn
Stöðvar 2, yfirveðsettar.
Fékk 440 millj-
óna kr. kúlulán
Veð í húsum eiginkonu Jóns Ásgeirs
Morgunblaðið/Eggert
Kúlulán Ingibjörg Pálmadóttir og
Jón Ásgeir Jóhannesson.
BORGARRÁÐ samþykkti tillögu
Vinstri grænna um 20 milljóna króna
aukafjárveitingu til skapandi sumar-
starfa á vegum Hins hússins á fundi
sínum í gær. Með framlaginu verður
hægt að fjölga starfsmönnum við
sumarstörf um 70, eða úr 40 í 110.
Áhersla verður lögð á að veita 17 ára
ungmennum vinnu þar sem atvinnu-
leysi í þeim aldurshópi er mikið, seg-
ir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Haft er eftir Hönnu Birnu Krist-
jánsdóttur borgarstjóra að framtak-
ið sé enn einn liður í því að tryggja
sem flestum ungum Reykvíkingum
verkefni við hæfi í sumar.
Auk áðurnefndra 110 starfsmanna
ræður borgin um 1.500 manns til sér-
stakra sumarstarfa, hefðbundinna
afleysinga og atvinnuátaksverkefna.
Jafnframt er áætlað að um 3.100
unglingar á aldrinum 13 til 15 ára
starfi á vegum Vinnuskólans í sum-
ar.
Aukafé til sumarstarfa