Morgunblaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2010 FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ENGIN ákvörðun liggur fyrir um hvort stjórn Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins ætlar að koma á meira jafnvægi milli eigna og skuld- bindinga A-deildar sjóðsins með hækkun iðgjalds, en sjóðurinn hefur frest fram á næsta ár til að taka slíka ákvörðun. Tryggingafræðileg staða A-deildar er verst af öllum lífeyris- sjóðum á landinu. Samkvæmt lögum um lífeyrissjóði á meginreglan að vera sú að hrein eign lífeyrissjóða sé jafnhá skuld- bindingum. Ef munur á hreinni eign og skuldbindingum er meiri en 10% ber lífeyrissjóðnum að gera breyt- ingar á samþykktum, sem í flestum tilvikum þýðir skerðingu á rétt- indum. Ef munur á eignum og skuld- bindingum er meiri en 5% samfellt í fimm ár í röð ber sjóðnum einnig að breyta samþykktum. Eftir að bankarnir hrundu var sett bráðabirgðaákvæði í lögin sem heimilar sjóðunum að hafa allt að 15% mun á milli eignarliða og fram- tíðarskuldbindinga á árinu 2009. Verði lögum ekki breytt þurfa sjóð- irnir sem verða með halla umfram 10% að grípa til aðgerða í síðasta lagi á næsta ári. Nær allir lífeyrissjóðir á almenna markaðinum hafa neyðst til að lækka lífeyrisréttindi í kjölfar fjár- málahrunsins. Sumir lækkuðu rétt- indi strax í fyrra, en aðrir ákváðu að sjá til. Hafa þarf í huga að margir sjóðir hækkuðu lífeyrisréttindi þeg- ar ávöxtun sjóðanna var sem best fyrir hrun. Lífeyrissjóður verzl- unarmanna hækkaði t.d. lífeyrisrétt- indi sinna sjóðsfélaga á tímabilinu 1997 til ársins 2009 um 21,1% um- fram verðlagsbreytingar. Lífeyris- réttindi hjá Gildi voru hækkuð um 10% árið 2007 og 7% árið 2006 um- fram vísitöluhækkanir. Fleiri sjóðir hafa einnig hækkað réttindi. Lög um LSR kveða á um að ef nei- kvæður munur er á eign og skuld- bindingum beri ríkinu að greiða hærra iðgjald, en það er í dag 11,5%. Atvinnurekendur greiða hins vegar 8% iðgjald í almennu lífeyrissjóðina. Lögin kveða á um að ekki megi skerða lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna líkt og almennu sjóð- irnir þurfa að gera. Ekki er víst að LSR nái að komast niður fyrir 10% markið á þessu ári. Sjóðurinn varð fyrir tapi á þessu ári vegna falls sparisjóðanna. Staða LSR er verst  Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hefur frest fram á næsta ár til að taka ákvörðun um hækkun iðgjalds ríkisins Morgunblaðið/Golli Skerða Lífeyrissjóðir á almennum markaði hafa flestir þurft að skerða lífeyrisréttindi vegna slakrar afkomu. Flestir lífeyrissjóðir hafa neyðst til að skerða réttindi til að ná jafnvægi milli eigna og skuld- bindinga. Líklegt er að ríkið þurfi að hækka iðgjaldagreiðslur í Líf- eyrissjóð starfsmanna ríkisins. Staða nokkurra af stærstu lífeyrissjóðum landsins Trygginga- fræðileg Skerðing Skerðing staða í lífeyris lífeyris Raunávöxtun árlok 2009 2010 2009 Lífeyrissjóður verzlunarm. 1,10% -10,80% -10% LSR 2,90% -13,20% Gildi -1,50% -11,60% -7% -10% Stapi -6,20% -10,80% * Sameinaði lífeyrissjóðurinn -1,40% -9,70% * -10% Festa - lífeyrissjóður -5,10% -9,90% -5% Lífeyrissjóður bankamanna 3,1%** -5,80% Almenni lífeyrissjóurinn 0%*** -11,10% -16,70% -10% *Lífeyrisgreiðslur verða frystar í óbreyttri krónutölu. ** Aldurstengdadeildin var með 3,6% halla. ***RaunávöxtunÆvisafns 1-4 var á bilinu -15% til 6%. FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur gert tillögur um bann við veið- um í dragnót á grunnslóð í sjö fjörð- um. Tillögunar snúa að Önundar- firði, Hrútafirði/Miðfirði, Húnafirði, Skagafirði og Seyðisfirði/Loðmund- arfirði. Ráðuneytið mun óska eftir athugasemdum frá sveitarfélögum og öðrum hagsmunaaðilum á við- komandi svæðum og skulu þær ber- ast fyrir 20. maí. Jón Bjarnason, sjávarútvegsráð- herra, boðaði í ársbyrjun að kann- aðar yrðu veiðar afkastamikilla skipa á grunnslóð og þær takmark- aðar frekar en nú er. Þannig mætti treysta grunnslóðir sem veiðisvæði smærri báta með umverfisvænni veiði samhliða verndun sjávarbotns og lífríkisins á þessum hafsvæðum. Í samtali við Morgunblaðið sagði Jón að hann hefði fengið fjölda af- dráttarlausra áskorana frá heima- mönnum á þessum slóðum og fólki sem vel þekkti til um að takmarka dragnótaveiðar. Hann segist viss um að aðgerðunum verði vel tekið. Þekkt frá öðrum löndum „Þessi ákvörðun er í samræmi við samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar um verndun viðkvæmra svæða á grunnslóð fyrir stórvirkum veiðar- færum,“ sagði sjávarútvegsráð- herra. „Þetta er ákveðið upphaf og það er brýnt að við umgöngumst grunnslóðina út frá vistfræði- og líf- fræðilegum forsendum. Þessi nálgun er víða í öðrum löndum þar sem við- kvæmir firðir eru lokaðir fyrir stór- virkum, dregnum veiðarfærum.“ Samkvæmt upplýsingum ráðu- neytisins var dragnót upphaflega ætluð til þess að veiða aðallega flat- fisk, einkum skarkola, en á seinni ár- um verið þróuð til þess að vera al- hliða veiðarfæri á bolfisk. Sem dæmi má nefna að í Skagafirði hefur hluti flatfisks á síðustu árum verið innan við 8% af aflanum. Í Húnafirði hefur skarkolaafli verið um 5,8%, sam- kvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu. Þessar tillögur um friðun innri hluta flóa og fjarða fyrir veiðum með dragnót eru að mati ráðuneytisins áfangi á þeirri leið að leggja mat á hvar heppilegast er að draga línur um takmörkun veiða með dragnót, með það að markmiði að auka friðun grunnslóðar fyrir dregnum veiðar- færum. Dragnót verði bönnuð á grunn- slóð í sjö fjörðum Fjöldi áskorana frá heimamönnum Morgunblaðið/Ásdís Takmarkanir Á dragnótaveiðum. Í HNOTSKURN »Boðaðar breytingar takamið af því, að veiðum með dragnót verði haldið áfram á vissum svæðum. »Með breytingunum erreynt að fara bil beggja, þeirra sem vilja stöðva veiðar alfarið næst landi með dregn- um veiðarfærum og þeirra sem vilja veiðar með dragnót alls staðar í flóum og fjörðum. Vistfræðileg rök eru fyrir þeirri ákvörðun sjávarútvegsráðherra að leggja til bann á veiðum í dragnót í sjö fjörðum. Jafnframt er hún í samræmi við samstarfs- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjár- málaráðherra hefur ákveðið að setja lífeyrismálin í heild sinni í skoðun innan fjármála- ráðuneytisins. Starfshópur er að hefja störf sem skipaður er fulltrúum opin- bera og almenna lífeyriskerfisins. „Það skiptir máli að horfa yfir mál- ið í heild og horf- ast í augu við hvað er í vændum hjá opinbera líf- eyrissjóðakerfinu og sambúð þess við almenna lífeyrissjóðakerfið,“ sagði Steingrímur. Halli er á A-deildinni sem Stein- grímur sagði að menn yrðu að takast á við. „Það er ljóst að við verðum að grípa til ráðstafana að óbreyttum horfum. Það má segja að menn hafi aðeins verið að kaupa sér tíma og fleyta sér í gegnum þessa erfiðleika. Menn verða að horfa ábyrgt til framtíðar í þessu efni og það verður gert. A-deildin á auðvitað að standa undir sjálfri sér og það liggur nokk- uð ljóst fyrir að úrræðin eru þau að auka iðgjöldin eða skerða réttindin.“ Steingrímur minnti á að almennu lífeyrissjóðirnir hefðu fyrir hrun aukið réttindi sjóðsfélaga, en það hefði LSR ekki gert. Staðan núna hjá opinbera og almenna kerfinu væri því líkast til svipuð og hún var árið 2006. egol@mbl.is Steingrímur J. Sigfússon  Skipar starfshóp um lífeyrismál Skoða málefni líf- eyrissjóða í heild MIKIÐ var að gera hjá hótelunum á Akureyri á meðan millilandaflugið var rekið þaðan. „Það hefur verið líf- legt hjá okkur en þó ekki alveg fullt,“ segir Hrafnhildur Karlsdóttir, verk- efnastjóri hjá KEA hótelum, sem reka þrjú hótel á Akureyri. „Það er mikið umleikis þegar tvö flugfélög færa sig. Þau þurfa að koma áhöfnum flugvélanna og öðru starfsfólki fyrir,“ segir Hrafnhildur. Mikið hefur verið að gera í kring- um Akureyrarflugvöll frá því fyrir helgi að Icelandair og Iceland Ex- press fluttu afgreiðslu millilanda- flugvéla til Akureyrar eftir að flug- vellirnir á Suðvesturlandi lokuðust vegna ösku í hálofunum. Hrafnhildur segir raunar að að- sókn hafi verið ágæt um helgar í vet- ur. Margir hafa farið í skíðaferðir til Akureyrar og sótt ýmsa aðra við- burði þar. Lítið hafi hins vegar verið að gera á hótelunum í miðri viku, eins og venjulega á þessum árstíma. Umferðin sem fylgdi millilandaflug- inu var því kærkomin búbót, þótt hún stæði stutt. Áhafnir flugvélanna og starfsmenn við afgreiðsluna þurftu gistingu. Eitthvað var um að flugfarþegar gistu á hótelum en flestum stóð til boða að taka rútu til Reykjavíkur. „Öll viðskipti eru vel þegin,“ segir Hrafnhildur. Vantar stærri flugstöð Hún segir gott að hægt hafi verið að bjarga millilandafluginu með þessum flugvelli. „Þetta hefur sýnt okkur og vonandi öðrum að við höf- um það sem til þarf enda hefur verið beint flug hingað. Það kom einnig skýrt í ljós að okkur vantar stærri flugstöð,“ segir Hrafnhildur. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Annir Mikið var um að vera á Akur- eyrarflugvelli um tíma. Óvæntum annatíma lokið á hótelum Akureyrar  Hótelin hýstu flugáhafnir og annað starfsfólk flugfélaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.