Morgunblaðið - 30.04.2010, Side 8

Morgunblaðið - 30.04.2010, Side 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2010 Háskóli Íslands hefur að mörguleyti tekið myndarlega á eftir- leiknum um rannsóknarskýrslu Al- þingis. Nú síðast var fundur um meinsemdir stjórnmálalífsins. Þar höfðu aðallega fjórir fræðimenn sig í frammi. Sjónarmið þeirra voru að vísu nánast hin sömu og fyrir hrun og rannsóknarskýrslu. Þeir voru Ólafur Harðarson, Sigurbjörg Sig- urgeirsdóttir, Stefán Ólafsson og Gunnar Helgi Kristinsson. Allt þetta ágæta fólk hefur lengi barið pólitísk- ar trommur Sam- fylkingarinnar.     Það var því tilmikils hag- ræðis að fá það til að fjalla á hlut- lausan hátt um áhrif stjórnmál- anna á „hrunið“.     Það var eðlilegt að Ólafur Harð-arson sleppti að fjalla um trún- aðarsamband sitt við kratana í Hafn- arfirði. Það var ágætt að Sigurbjörg sleppti að fjalla um Ingibjörgu Sól- rúnu, sem hún kallaði trún- aðarvinkonu sína í Háskólabíói, og gott var að Gunnar Helgi sleppti að ræða um skrímslin í Sjálfstæðis- flokknum og núverandi störf í nefndinni hennar Jóhönnu. Stefán Ólafsson sleppti að fjalla um uppá- komur sínar fyrir hverjar kosningar til að sanna að Sjálfstæðisflokkurinn ofsækti gamalt fólk.     Stefán sleppti reyndar að gagn-rýna rannsóknarnefndina sem gagnrýnt hafði skattalækkanir Sjálfstæðisflokksins, en Stefán hafði áður „sannað“ að sami flokkur hefði þvert á móti hækkað skatta.     Það er notalegt að þessir fræði-menn geri ekki sömu kröfur til sín um hlutlæg vinnubrögð og þeir gera til annarra.     Það er líka flott að gefa mönnumkost á samfylkingarfundum í HÍ. Háskóli Íslands HÍ fylkir saman liði Veður víða um heim 29.4., kl. 18.00 Reykjavík 6 alskýjað Bolungarvík 4 skýjað Akureyri 4 alskýjað Egilsstaðir 2 skýjað Kirkjubæjarkl. 5 alskýjað Nuuk 3 léttskýjað Þórshöfn 10 skúrir Ósló 15 heiðskírt Kaupmannahöfn 20 heiðskírt Stokkhólmur 18 heiðskírt Helsinki 7 alskýjað Lúxemborg 23 heiðskírt Brussel 24 heiðskírt Dublin 13 skýjað Glasgow 13 skýjað London 18 léttskýjað París 24 heiðskírt Amsterdam 22 heiðskírt Hamborg 24 heiðskírt Berlín 24 heiðskírt Vín 23 skýjað Moskva 12 heiðskírt Algarve 23 léttskýjað Madríd 24 heiðskírt Barcelona 19 léttskýjað Mallorca 20 léttskýjað Róm 22 léttskýjað Aþena 17 heiðskírt Winnipeg 11 skúrir Montreal 9 léttskýjað New York 17 heiðskírt Chicago 18 alskýjað Orlando 24 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR 30. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:03 21:48 ÍSAFJÖRÐUR 4:53 22:08 SIGLUFJÖRÐUR 4:35 21:52 DJÚPIVOGUR 4:29 21:21 ÞJÓÐARBÓKHLAÐAN er þétt setin þessa dag- ana enda standa vorprófin sem hæst í Háskóla Íslands og er því keppst um bestu sætin í þöglum lessalnum. Í hverjum kolli sem grúfir sig yfir bækurnar ríkja nú mikil átök við að ná heild- arsýn yfir námsefnið og festa það í minninu að minnsta kosti fram að prófi. Við slíkar aðstæður getur hver minnsta hreyfing raskað einbeiting- unni og sakleysislegasta umhverfishljóð orðið ærandi truflun. Þá skiptir miklu að geta útilokað umhverfið og eins og sést veittu þessir stúdentar ljósmyndara enga athygli þegar hann smellti af. ATHYGLIN ÖLL Á BÓKUNUM Morgunblaðið/Ernir Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „VERKEFNI nefndarinnar var tví- þætt. Annars vegar að endurskoða lögin með hliðsjón af þeirri reynslu sem hefði fengist af framkvæmd þeirra og svo hins vegar þeim til- mælum sem höfðu borist frá Greco, samtökum ríkja sem berjast gegn spillingu,“ sagði Ágúst Geir Ágústs- son, skrifstofustjóri í forsætisráðu- neytinu og formaður nefndar um endurskoðun laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóð- enda og upplýsingaskyldu þeirra. Þingmenn Hreyfingarinnar gagn- rýna breytingartillögur í frumvarp- inu harðlega og átelja að framlög fyrirtækja skuli áfram verða heimil og að „einstaklingar geti áfram styrkt stjórnmálasamtök og stjórn- málamenn í skjóli leyndar“. Gengið lengra en annars staðar Inntur eftir þessari gagnrýni seg- ir Ágúst Geir frumvarpið ganga lengra en löggjöf nágrannaþjóða. „Framlög frá lögaðilum eru heimil eins og þau hafa alltaf verið en voru takmörkuð mjög með setningu lag- anna 2006. Þá voru sett inn ákvæði um hámarksframlög, bæði frá lög- aðilum og einstaklingum, og var miðað við 300.000 krónur. Ef þetta er borið saman við löggjöf í öðrum ríkjum, t.d. á Norðurlöndunum, eru í öllum þeim löndum heimil framlög frá lögaðilum og ekki heldur sett nein hámörk á upphæðir þeirra.“ Spurður um það sjónarmið að hér beri að ganga lengra í ljósi gagnrýni á tengsl atvinnulífs og stjórnmála segir Ágúst Geir gengið „miklu, miklu lengra“ en í flestum þeim ríkj- um sem Ísland beri sig jafnan við. „Við erum í raun fremst í flokki í heimi […] Ég veit ekki um land sem er komið með strangari reglur.“ Ágúst Geir rifjar því næst upp að samfara setningu strangari reglna um hámark fjárstuðnings frá lög- aðilum 2006 hafi verið ákveðið að hækka ríkisframlögin á móti. Hann vísar því næst í rannsóknir á þessu sviði og til þeirra útbreiddu viðhorfa að æskilegt sé að tiltekið jafnvægi sé í hlutfalli ríkisframlaga og einkafjármögnunar flokka. Hvað snerti þá gagnrýni Hreyf- ingarinnar að áfram sé hægt að styðja stjórnmálasamtök í skjóli leyndar segir Ágúst Geir að sam- kvæmt gildandi lögum hafi öll fram- lög frá einstaklingum undir 300.000 krónum verið undir nafnleynd. Upphæðin lækkuð í 200.000 „Það er verið að leggja til að þetta verði lækkað niður í 200.000 kr.,“ segir Ágúst Geir og bendir á að hér takist tvö sjónarmið á. Annars vegar persónuverndarsjónarmið og hins vegar mat á því hvenær upphæð sé orðin það há að „það sé eðlilegt, með hliðsjón af öðrum hagsmunum, eins og óeðlilegum hagsmunatengslum, að almenningur hafi þessar upplýs- ingar“. Skýrt sé að óheimilt sé í öll- um tilvikum að veita framlögum frá óþekktum gefanda viðtöku. Spurður um tillögurnar sagði Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, þær sýna svart á hvítu að stjórnin hygðist ekki gera róttækar breyt- ingar á kerfi sem byði upp á „mút- ur“. Niðurstaðan sé sú að stjórnar- flokkarnir hafi ekki efnt loforð sín. Setji strangari skorður en á Norðurlöndunum Morgunblaðið/Ómar Á Alþingi Framlög til stjórnarmálaflokka hafa vakið tortryggni.  Deilt um tillögur um breytingar á lögum um framlög til flokka Í HNOTSKURN »Formenn stjórnarflokk-anna og helstu stjórnar- andstöðuflokka leggja fram breytingartillögurnar. »Frumvarpið er aðgengi-legt á vef Alþingis undir liðnum þingmál. STAKSTEINAR Í frumvarpinu er að finna sam- antekt á helstu breytingum og eru nokkrar þeirra raktar hér:  Lagt er til að reglur laganna um framlög til frambjóðenda frá einstaklingum og lögaðilum og um upplýsingaskyldu þeirra taki einnig til frambjóðenda í forsetakosningum. Samhliða er lagt til að kveðið verði á um leyfilegan hámarkskostnað frambjóðenda í forsetakjöri af kosningabaráttu (35 millj. kr.).  Lagt er til að hámarks- fjárhæð framlaga frá ein- staklingum og lögaðilum til stjórnmálasamtaka og fram- bjóðenda verði hækkuð úr 300.000 kr. í 400.000 kr.  Lagt er til að nöfn þeirra ein- staklinga sem styrkja stjórn- málaflokka eða frambjóðendur um meira en 200.000 kr. verði gerð opinber.  Til að auka jafnræði milli stjórnmálasamtaka og til að greiða fyrir því að ný stjórn- málasamtök geti boðið fram í kosningum til Alþingis er lagt til að stjórnmálasamtök geti, án tillits til niðurstöðu kosning- anna, sótt um fjárstyrk úr rík- issjóði til að standa straum af útlögðum kostnaði vegna kosn- ingabaráttunnar, allt að 3 millj.  Lagt er til að kveðið verði á um það í lögunum hvaða upp- lýsingar úr reikningum stjórn- málasamtaka og frambjóðenda skuli gerðar opinberar.  Lagt er til að Ríkisendur- skoðun fái sambærilegar heim- ildir til að kalla eftir gögnum frá frambjóðendum til að stað- reyna að framlög og kostnaður þeirra af kosningabaráttu sé í samræmi við ákvæði laganna og hún hefur til að kalla eftir gögn- um frá stjórnmálasamtökum.  Lagðar eru til breytingar á viðurlagaákvæði laganna. Miða þau að því að gera refsiábyrgð einstaklinga og lögaðila skv. lögunum skýrari. Refsirammi þótti óeðlilega hár en hann var sektir eða fangelsi allt að 6 ár- um. Verður hámarksrefsing 2 ár. Þak sett á framlög til forsetakosninga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.