Morgunblaðið - 30.04.2010, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2010
10 Daglegt líf
Hin blóðheita Carmen
er verðandi læknir
Hún dansar salsa á kvöldin en á daginn liggur hún yfir námsbókum í læknis-
fræði. Hún sækir líka söngtíma allan veturinn og lætur sig ekki muna um að
syngja og leika sjálfa Carmen í óperuuppfærslu skólans. Henni finnst ögrandi að
túlka manneskju sem er alls ólík henni sjálfri.
Morgunblaðið/Kristinn
Syngjandi kátir Þessir sígaunar sýningarinnar eru léttir í lund.
Carmen eftir Georges Bizet er ein vinsælasta ópera allra tíma. Hún var
fyrst sett á svið í París árið 1875. Óperan gerist í borginni Sevilla á Spáni
og segir frá hinni íðilfögru Carmen, sígaunastúlkunni sem vinnur í tób-
aksverksmiðju og er fremur óstýrilát. Ástin, segir hún að sé eins og villt-
ur fugl. Hermaðurinn Don José fellur fyrir henni en þegar hún snýr baki
við honum og flýgur í faðm nautabanans Escamillo, nær afbrýðisemin
slíkum heljartökum á José að hann drepur Carmen, ástina sína.
Allir vildu þeir eiga hana
Hinn ódauðlegi og undurfagri tónlist-
armaður Elvis Presley lifir vissulega í
tónlist sinni um ókomin ár.
Ekki er verra að helguð honum er
ofangreind vefsíða: elvis.com, en þar
má nálgast nánast alla þá tónlist sem
hann hefur komið nálægt, gerast
meðlimur í aðdáendaklúbbum, kynna
sér Graceland og viðburði tengda Elv-
is, sem og gramsa í upplýsingum um
allt það sem snýr að þessum snillingi
rokksins.
Undir þættinum biography (ævi-
ágrip) geta þeir sem ekki nú þegar
þekkja bakgrunn hans kynnt sér sögu
kóngsins frá því hann leit þennan
heim fyrst augum.
Þar segir meðal annars að Elvis
Aaron Presley hafi fæðst þeim Ver-
non og Gladys Presley í tveggja her-
bergja húsi í Tupelo, Mississippi,
þann 8. janúar árið 1935. Elvis átti
tvíburabróður, Jessie Garon, sem
fæddist andvana, svo rokkarinn var
einn um athygli foreldra sinna.
Ef Elvis hefði lifað lengur, þá hefði
hann fagnað 75 ára afmæli snemma á
þessu ári og gera má ráð fyrir að
hann hefði þá stigið á svið og rifjað
upp gamla takta.
En hann féll frá árið 1977 og varð
því ekki nema fjörutíu og tveggja ára.
Vefsíðan: www.elvis.com
AP
Elvis Hann er og verður óumdeildur kóngur rokksins. Ómótstæðilegur.
Rokkkóngurinn lifir á netinu
Að sprikla á dansgólfi veitir gífurlega
góða útrás, ekki aðeins líkamlega,
heldur líka andlega. Nú þegar vor er í
lofti færist fjör í útlimina og fólk
verður óþreyjufullt í sál og hjarta.
Því er um að gera að fá útrás í
dansi, hverrar tegundar sem hann er,
sjálfsprottinn eða eftir uppskrift.
Eitt af því frábæra við dans er að
hann er hægt að framkvæma hvar
sem er. Ekki þarf formlegt dansgólf
til þessarar frelsandi iðkunar. Hægt
er að dansa í eldhúsinu heima, úti á
túni eða uppi á borðum. Förum eftir
því sem Stuðmenn hvetja okkur til:
Teygjum búkinn og hristum.
Endilega....
...djöflist á
dansgólfinu
Morgunblaðið/Ómar
Útrás Dans er meinhollur fyrir alla.
Það hefur líklega ekki farið framhjá
þeim sem fylgjast aðeins með tísku
að nude eða húðlitur verður einn sá
heitasti í vor og sumar. Einnig eru
ljósgrár og kampavínsgylltur áber-
andi. Virðist sem þetta litleysi verði
líka áberandi í haust og vetrartísk-
unni 2010/2011, miðað við það sem
hönnuðir hafa þegar lagt fram fyrir
þann árstíma.
Þessir hlutlausu litir eru oft á tíð-
um vandmeðfarnir nema að húðin á
þeim sem litnum klæðist sé þeim
mun brúnni og jafnari. Húðlitur get-
ur nefnilega dregið fram hverja bólu
og bauga í andlitinu. Svo gæta verð-
ur að því að klæðast rétta tóninum
fyrir sinn húðlit og ekki hafa húðlit-
uðu flíkina eina og sér næst andlit-
inu. Gaman er að hressa upp á þessa
liti með skemmtilegum fylgihlutum
og skóm sem eru í sterkari litum.
Þónokkuð hefur borið á því að fólk
klæðir sig í þetta litleysi frá toppi til
táar. Það heppnast sjaldan vel.
Stjörnurnar sjást mikið í þessum
lit nú um stundir og hann hefur verið
ráðandi á tískupöllunum eins og sjá
má á meðfylgjandi myndum.
ingveldur@mbl.is
Húðliturinn er málið
Hlutlaust
litleysi
Flott Jennifer Lopez á hátíð Us
Weekly - tímaritsins í apríl.
Reuters Geisp Litlaus Gwyneth
Paltrow.Töff Kjóll eftir John Galliano.
Haust og vetur Eftir
breska hönnuðinn Peter
Copping fyrir tísku-
húsið Nina Ricci.
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Það gustar af henni þar semhún fer syngjandi um svið-ið í hlutverki suðrænnarsnótar sem smellir kast-
aníettum með ögrandi handahreyf-
ingum og lætur engan segja sér fyrir
verkum. Carmen er blóðheit.
Ástríðufull. Skapmikil.
„Ég held að ég sé nú ekki eins
rosalega frek og hún. Við erum ólík-
ar manneskjur og þess vegna er
mjög ögrandi fyrir mig að takast á
við hana, en um leið einstaklega
skemmtilegt. Það er gaman að grafa
upp þessa eiginleika sem leynast
þarna,“ segir hin 24 ára Elín Arna
Aspelund sem syngur og leikur Car-
men í óperuuppfærslu söngdeildar
Tónlistarskóla Kópavogs.
Elín hefur verið í söngnámi við
skólann frá því hún var 16 ára. „Anna
Júlíana Sveinsdóttir og Krystyna
Cortes, sem stýra óperuuppsetning-
unni, hafa verið mínir kennarar
gegnum árin og núna er ég á fram-
haldsstigi,“ segir Elín sem er messó-
sópran og því kjörin í hlutverk Car-
menar.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún
tekur þátt í uppfærslum skólans, í
fyrra söng hún til dæmis aðalhlut-
verkið í Orfeó.
Óskarinn Demi
More mætti í
mjög flottum
nude-kjól á Ósk-
arsverðlaunin.