Morgunblaðið - 30.04.2010, Qupperneq 11
»Ef ég verð jafn slæm afbrjóstaþokunni einn
daginn mun ég gleyma
barninu úti í búð og setja
melónu í bílstólinn í stað-
inn án þess að blikka auga.
nota til að sturta úr viskubrunni mín-
um.
Pabbi er á speed dial og hug-
hreystir mig hvað hann getur. En
hvað ef ég man ekki neitt? Hvað ef ég
gubba á gólfið af stressi? Hvað ef ég,
ég vil ekki einu sinni íhuga það, fell?
En svo gerist dálítið undarlegt. Ég
pakka saman ógeðsgallanum, dríf
mig í sturtu, klæði mig upp á og set
fjölbreytta flóru bætandi efna á and-
litið á mér. Svo svíf ég inn í prófstof-
una og skil helst stressið eftir í
blómapottinum fyrir utan, eins og
mamma ráðlagði alltaf í gamla daga,
sest niður og prófið byrjar.
Fyrst gerist ekkert en síð-
an allt í einu byrja orðin að
gusast fram, eins og ein-
hver æðri máttur sé að
skrifa í gegnum mig og
penninn hefur varla við.
Þá loksins, loksins, eftir
margra daga svitakóf,
uppgötva ég það. Ég
get þetta alveg ! Ég
má bara ekki láta
þetta viðbjóðslega
prófastress draga
svona úr mér mátt-
inn og hafa á mig
lamandi áhrif. Af öllu
sem ég hef lært í
gegnum tíðina hve-
nær í ósköpunum
ætli mér takist að
læra það?
María Ólafs-
dóttir |
maria@mbl.is
Ég er búin að vera ómáluð ínáttfötunum í samtalsþrjá daga. Ég er úti áþekju, get ekki haldið
uppi vitrænum samræðum, fæ reglu-
leg hjartsláttaköst og svitna. Ég sef
illa, dreymir algjöra vitleysu, hrekk
upp allt of snemma, get ekki sofnað.
Dreymir um að drekka svo mikinn
bjór að ég get ekki meira. Hverfa í
áfengisþoku og gleyma morgundeg-
inum. Í huganum er óttinn lamandi
en í hjartanu þó gleðin að bráðum,
bara bráðum, verði þetta búið og allt
verði betra. Einkennin eru vissulega
svipuð en nei, ég er ekki í ástarsorg.
Ég er einfaldlega í vorprófum og
þau reyna svo mikið á líkama minn
og sál að það hálfa væri miklu meira
en nóg. Hver dagur líður hjá í hálf-
gerðri móðu og hvert einasta litla
skref sem tekið er nær takmarkinu
fær sálartetrið til að lyftast upp. Það
dugir samt ekki nema í kannski hálf-
tíma, þá er allt orðið svart aftur og
prófaþokan svokölluð tekin við.
Henni fylgir að ég fer út í
búð og kaupi kvöldmat en
gleymi hádegismatnum.
Þetta er fyndið eftir á en
um leið hugsa ég með hryll-
ingi til brjóstaþokunnar.
Ef ég verð jafn slæm
af henni einn daginn
mun ég gleyma
barninu úti í búð og
setja melónu í bíl-
stólinn í staðinn án
þess að blikka
auga.
Þar sem ég sit
við skrifborðið og
mæni ofan í ring-
ulreiðina fyrir
framan mig sé ég
ekkert nema svart-
nætti. Holt og
dimmt, í formi
margra blaðsíðna
prófarkar sem ég þarf að
Engin geðlurða Hún Carmen er ekki skaplaus kvenmaður. Það ólgar í henni blóðið og hún ærir alla karlmenn sem
fá hana augum litið. Hér tekur Elín Arna á í söngnum þar sem hún túlkar þessa senjórítu söngsögunnar.
Margir gætu haldið að það fólk
sem leggur fyrir sig mjög krefjandi
nám í háskóla, hefði ekki mikinn tíma
aflögu til að stunda annað nám, eins
og til dæmis söngnám, en Elín er á
þriðja ári í læknisfræði og vænt-
anlega nóg að gera við að sinna því.
„Auðvitað hafa verið stífar æfing-
ar undanfarið vegna óperuuppsetn-
ingarinnar, en þetta er allt hægt með
góðu skipulagi. Það er líka hvíld í því
fyrir mig að sinna söngnum. Vissu-
lega er söngnámið krefjandi, en það
er krefjandi á allt annan hátt en
læknanámið. Mér finnst gott að geta
gleymt mér í söngnum og loka alveg
á allt sem viðkemur læknisfræðinni
á meðan. Það er líka félagslega
nærandi að taka þátt í svona sýn-
ingu og vinna með öllu þessu
skemmtilega fólki. Mér finnst
gaman að fá að stíga á svið,
ég neita því ekki. Þó því fylgi
alltaf smá stress, þá nýt ég
þess.“
Dansað frá því hún var lítil
Elín nýtur þess
líka að dansa og
æfir salsadans
á fullu hjá Salsa Iceland. „Dansinn
hefur alltaf heillað mig og er eitt af
mínum aðaláhugamálum. Ég lærði
ballett þegar ég var lítil stelpa og síð-
an hef ég ekki hætt að dansa. Þegar
ég finn smugu þá fer ég stundum í
tíma hjá háskóladansinum,“ segir El-
ín og bætir við að vissulega komi
tímar þar sem nám og áhugamál
skarast. „Þá þarf ég kannski að taka
spá pásu, en mér tekst þetta alltaf
einhvern veginn,“ segir hún og hlær.
Hún þvertekur fyrir að hún sé ein-
hver ofurkona þó hún sé í lækna-
námi, tónlistarnámi og
stundi dansæfingar.
Nautabaninn tann-
læknanemi
„Ég ætla ekkert að
neita því að þetta er mikil
vinna. En það eru margir
skapandi einstaklingar í
læknadeildinni og alltaf
einhverjir sem eru að
sinna einhverju öðru með-
fram námi. Mér
finnst vera al-
mennur tónlist-
aráhugi
meðal
samnemenda minna. Hann Sigurjón
Örn Böðvarsson sem tekur þátt í
Carmen-uppfærslunni með mér og
leikur og syngur hlutverk nautaban-
ans, hann er til dæmis í tannlækna-
námi,“ segir Elín og neitar því ekki
að það komi fyrir að hún og nauta-
baninn ræði saman um læknis-
fræðilega hluti á söngæfingum.
Hún segist sannarlega vonast til
að geta sinnt söngnum áfram og að
hún verði syngjandi læknir þegar
fram líða stundir.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2010
Daglegt líf 11
HeimurMaríu
Á frumsýningu Jennifer
Aniston í hlutlausum kjól.
Hlutlaus Í nude frá toppi til tá-
ar. Hönnun Stellu McCartney.
–– Meira fyrir lesendur
PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Þann 14.maí gefur Morgunblaðið út
sérblað Ferðasumar 2010
ferðablað innanlands.
Ferðablaðið mun veita upplýsingar
um hvern landshluta fyrir sig.
Ferðablaðið höfðar til allrar
fjölskyldunnar, þannig að allir ættu
að finna sér stað eða skemmtun
við hæfi.
MEÐAL EFNIS:
Fjölskylduvænar uppákomur um land allt.
Hátíðir í öllum landshlutum
Gistimöguleikar.
Ferðaþjónusta.
Útivist og náttúra.
Uppákomur.
Skemmtun fyrir börnin.
Sýningar.
Gönguleiðir.
Tjaldsvæði.
Skemmtilegir atburðir.
Ásamt fullt af öðru
spennandi efni.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, föstudaginn 7. maí.
Ferðasumar 2010
ferðablað innanlands
Frumsýningin á Carmen var í gær-
kvöldi en önnur sýning á óperunni
verður á sunnudagskvöld í Salnum
Kópavogi kl. 20:00
Sonia
Rykiel
Flottur
vetrarklæðn-
aður.