Morgunblaðið - 30.04.2010, Side 12
100 millj-
ónir í mark-
aðsátak
BORGARRÁÐ Reykjavíkur ákvað
einróma á borgarráðsfundi í gær að
verja 100 milljónum króna til sam-
eiginlegs mark-
aðsátaks í ferða-
þjónustu með
helstu
hagsmunaaðilum
í greininni vegna
gossins í Eyja-
fjallajökli.
Ákvörðunin
var tekin í ljósi
þeirrar alvarlegu
stöðu, sem nú er komin upp í ís-
lenskri ferðaþjónustu og hjá fjöl-
mörgum fyrirtækjum í Reykjavík
sem treysta á viðskipti erlendra
ferðamanna. Er menningar- og
ferðamálasviði falið að sjá um þátt
Reykjavíkurborgar í verkefninu.
Í fréttatilkynningu frá Reykjavík-
urborg segir að borgin hafi brugðist
hratt við og að menningar- og ferða-
málasvið Reykjavíkurborgar og
Höfuðborgarstofa vinni náið með
rekstraraðilum í ferðaþjónustunni.
„Með sameiginlegu markaðsátaki
næst vonandi að sporna við fyr-
irséðum samdrætti þannig að tjónið
á núverandi ferðatímabili verði lág-
markað,“ er haft eftir Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur borgarstjóra.
Borgin sporni við sam-
drætti í ferðaþjónustu
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2010
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
SÉRSTÖK framkvæmdanefnd vinnur nú að því
að kanna áhugann á sameiginlegu átaki ríkis,
sveitarfélaga og ferðaþjónustufyrirtækja vegna
þeirra neikvæðu áhrifa sem eldgosið í Eyja-
fjallajökli hefur haft á ferðaþjónustu hér á
landi. Ríkisstjórnin samþykkti á þriðjudag að
veita allt að 350 milljónum kr. í upplýsinga- og
landkynningarátak og eru uppi hugmyndir um
að annað eins framlag komi frá fyrirtækjum í
ferðaþjónustu og sveitarfélögum.
Lagðar hafa verið fram meginhugmyndir
markaðsátaksins og snúast þær, að sögn Einars
Karls Haraldssonar, fulltrúa iðnaðarráðherra í
framkvæmdanefndinni, um að kynna Ísland í
heild sem spennandi og öruggan áfangastað þar
sem hlutirnir gangi vel fyrir sig.
Þarf snöggt markaðsátak
Útflutningsráð og Ferðamálastofa undirbúa
nú vissa þætti átaksins, en auk þess hefur
framkvæmdanefndin óskað eftir tillögum frá
fimm auglýsingastofum og eru það stofurnar
Fíton, EnnEmm, Íslenska auglýsingastofan,
Jónsson og Le’Macks og Hvíta húsið.
Reynist grundvöllur fyrir samstarfi opin-
berra aðila og einkafyrirtækja, sem Einar Karl
telur nokkuð góðar líkur á, þá mun iðnaðar-
ráðherra kynna hugmyndir að markaðsátakinu
á ferðamálaþingi nk. þriðjudag.
„Það þarf snöggt átak,“ segir Einar Karl, en
gert er ráð fyrir að markaðsátakið verði í maí
og júní. „Við höfum engu að síður lagt áherslu á
að ekki verði farið af stað fyrr en samgöngur
eru komnar í eðlilegt horf og horfurnar á að
samgöngur geti haldist þannig séu taldar góð-
ar.
Það verður að taka á málinu af fullu raunsæi
og þess vegna erum við í fullu samstarfi við vís-
indamenn.“ Verið sé að gera ýmislegt til að
sannreyna stöðu mála, t.d. með komu þýsku
rannsóknarþotunnar til landsins í gær sem not-
uð var til að greina gjóskuna frá gosinu.
„Það skiptir máli að menn séu að gera þetta
á traustum grunni og þess vegna verður mark-
aðsátakið unnið í samstarfi við Almannavarnir
og með vísindalegri ráðgjöf.“
Verði byggt á traustum grunni
Markaðsátak í ferðaþjónustu verður unnið í samstarfi við Almannavarnir og vísindamenn
Ekki verður farið af stað með kynningarherferð fyrr en samgöngur eru komnar í eðlilegt horf
Í HNOTSKURN
»Áætlað er að ferðamönn-um til Íslands fækki um
allt að hundrað þúsund á
þessu ári
»Sú fækkun ferðamannahefði í för með sér 25-30
milljarða kr. tekjutap.
»Þegar hefur mikill kostn-aður hlotist af röskun á
flugsamgöngum vegna eld-
gossins í Eyjafjallajökli.
»Meðal þeirra sem hafaskaðast eru flugrek-
endur, ýmsir þjónustuaðilar
og opinberar stofnanir.
»Hugmyndir eru uppi umsameiginlegt átak hins
opinbera og ferðaþjónustu-
fyrirtækja og standa vonir til
að verja megi 600-700 millj-
ónum kr. í markaðsátak nú í
maí og júní.
Morgunblaðið/Golli
Íslandsferð Ekki eru allir á því að Íslandsferð sé góð hugmynd í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli.
BLESSAÐ vorið hefur nú tyllt tánum tindana á og ljósið fyllir loftin sem
orðin eru blá. Í þessum anda orti Þorsteinn Gíslason, áður ritstjóri Morgun-
blaðsins, endur fyrir löngu og vísan er fyrir margt löngu orðin sígild. Ljós
og langir dagar vekja bjartsýni meðal allra, ekki síst barnanna og útileikir
komast aftur á dagskrá þeirra á meðal. Freistandi er að klifra í trjánum,
þar sem fikra má sig upp af einni grein yfir á þá næstu. Í slíku príli er samt
afskaplega mikilvægt að fara varlega og kunna fótum sínum forráð, því
fall er alls ekki fararheill þótt máltækið segi annað. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Príla grein af grein og fall
er alls ekki fararheill
Vorið tyllir tánum tindana á
ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn-
ismála hefur staðfest þá niðurstöðu
Samkeppniseftirlitsins að Síminn
hafi brotið samkeppnislög gagnvart
fjarskiptafélaginu TSC í Grundar-
firði. Samkeppniseftirlitið gerði Sím-
anum að greiða 150 milljónir kr. í
sekt sem áfrýjunarnefndin lækkaði í
50 milljónir.
Síminn segir að farið verði yfir
forsendur úrskurðarins og metið
hvort tilefni sé til frekari mála-
rekstrar, en vísa má niðurstöðu
nefndarinnar til dómstóla.
TSC starfar eins og Síminn á
markaði fyrir sölu á nettengingum
og netþjónustu og hafa bæði fjar-
skiptaleyfi frá Póst- og fjarskipta-
stofnun. TSC kvartaði til Samkeppn-
iseftirlitsins fyrir um tveimur árum
og taldi sig hafa misst viðskiptavini í
kjölfar samruna Símans og Íslenska
sjónvarpsfélagsins. Hefði Síminn
boðið þeim, sem keyptu nettengingu
hjá fyrirtækinu, sjónvarp um netið
án endurgjalds. Þá taldi TSC að Sím-
inn hefði komið í veg fyrir að fyrir-
tækið fengi aðgang að merki Ís-
lenska sjónvarpsfélagsins.
Samkeppniseftirlitið taldi Símann
hafa brotið gegn tveimur skilyrðum,
sem sett voru fyrir samruna Símans
og Íslenska sjónvarpsfélagsins árið
2005. Úrskurðarnefndin staðfesti
þetta.
Samkeppniseftirlitið taldi hæfi-
legt að leggja á Símann sekt að fjár-
hæð 150 milljónir króna. Var þar
m.a. horft til eldri brota Símans á
samkeppnislögum. Áfrýjunarnefnd-
in lækkaði þessa sekt í 50 milljónir
og vísaði til versnandi fjárhagsaf-
komu Símans og að hugsanlegir
tæknilegir annmarkar hafi verið
samverkandi þáttur í hluta brotsins.
Síminn brotleg-
ur í samkeppni
Þarf að greiða 50 millj. kr. í sekt
Í HNOTSKURN
» Brotið á fjarskiptafyr-irtækinu TSC í Grund-
arfirði. Fengu ekki aðgang að
merki Skjásins hjá Símanum.
» Samkeppniseftirlitið taldiSímann brjóta gegn tveim-
ur skilyrðum, sem sett voru
við yfirtöku á Skjánum.
» Sekt lækkuð í 50 millj.vegna versnandi afkomu.
„ÞAÐ er ágætis tímasetning,“ sagði
Kristján L. Möller samgönguráð-
herra um þá tillögu Árna Johnsen al-
þingismanns að undir lok næsta ár
yrðu teknar ákvarðanir um nýja
Vestmannaeyjaferju. Þá yrði komin
ágæt reynsla á siglingar á milli Vest-
mannaeyja og Landeyjahafnar.
Við umræður um samgönguáætl-
un á Alþingi í gær staðfesti ráðherra
að framkvæmdir við hringtorg á
Reykjanesbraut við Grænás yrðu
boðnar út eftir fjórar vikur. Undir-
göng fyrir gangandi fólk verði síðan
gerð á næsta ári. „Ég hefði að vísu
viljað ganga lengra, fá þarna mislæg
gatnamót strax,“ segir Árni en tekur
fram að þetta sé spor í rétta átt.
Við umræðurnar staðfesti ráð-
herra að síðasti áfangi Suðurstrand-
arvegar milli Grindavíkur og Þor-
lákshafnar yrði boðinn út á
haustdögum þannig að framkvæmd-
ir gætu hafist í byrjun næsta árs.
Hugað að nýrri ferju
undir lok næsta árs
Ferja Herjólfur verður notaður út
næsta ár, eða lengur.
Röng mynd
Þau mistök urðu í
blaðinu í gær við
birtingu grein-
arinnar Skulda-
söfnun heimil-
anna eftir
Guðmund Har-
aldsson fram-
kvæmdastjóra, að
birt var mynd af
alnafna Guð-
mundar. Hér
birtist rétt mynd
af höfundi greinarinnar, Guðmundi
Haraldssyni framkvæmdastjóra.
Eru viðkomandi sem og lesendur
beðnir velvirðingar á þessum mis-
tökum.
Leiðrétt
Guðmundur
Haraldsson