Morgunblaðið - 30.04.2010, Síða 14
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2010
Hótel í miðbænum. Góður aðbúnaður.
295 dkr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með
wc og sturtu
Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V.
Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk
Sofðu vel! Í Kaupmannahöfn
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
„ÉG er opin fyrir því að endurskoða
hvernig borginni er stjórnað, en
þjóðstjórn gagnast náttúrulega ekki
neinum ef allir innan stjórnarinnar
eru ósammála,“ segir Sóley Tóm-
asdóttir, oddviti Vinstri grænna í
borgarstjórn.
Líkt og greint var frá í Morg-
unblaðinu í gær hefur Hanna Birna
Kristjánsdóttir borgarstjóri viðrað
þá skoðun sína að farsælast væri að
þeir flokkar sem ná kjörnum fulltrú-
um í borgarstjórn starfi í sameiningu
eftir kosningar.
Flokkarnir hafa ekki átt í neinum
viðræðum um myndun þess háttar
„þjóðstjórnar“ í borgarstjórn en þeir
oddvitar sem blaðamaður náði sam-
bandi við tóku jákvætt í hugmynd-
ina.
„Ég ætla ekki að útiloka neitt og
mér finnst einboðið að endurskoða
alla starfshætti, ekki bara hjá
Reykjavíkurborg heldur í öllu sam-
félaginu, eftir það sem á undan er
gengið,“ segir Sóley. „Auðvitað þurf-
um við að vera gagnrýnin og það
þyrfti að ráðast í gagngera endur-
skoðun á því hvernig við stjórnum
borginni, en ég er ekki endilega á
þeirri skoðun að þjóðstjórn sé besta
lausnin.“
Dagur B. Eggertsson, oddviti Sam-
fylkingarinnar, segir að þessi hug-
mynd Hönnu Birni sé „ósköp kosn-
ingaleg“. Sjálfstæðisflokkurinn hafi
haft heilt kjörtímabil til að mynda
þjóðstjórn en þess í stað sýnt að hann
geri nær allt til að halda völdum í
borginni.
„Fyrir vikið er meirihlutinn kolfall-
inn samkvæmt könnunum og hug-
myndin verður að skoðast í því ljósi,“
segir Dagur. Hann segir flokk sinn
jafnan hafa lagt áherslu á málefnaleg
vinnubrögð bæði í meiri- og minni-
hluta og m.a. lagt til að sett yrði á
laggirnar þverpólitísk sparnaðar-
nefnd. Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki
haft áhuga á þátttöku og samstarfi
nema á eigin forsendum og látið „öll-
um illum látum“ í minnihluta. Sé að
verða breyting þar á verði hann fyrst-
ur til að fagna því.
Falleg hugmynd
Einar Skúlason, oddviti Framsókn-
arflokksins í Reykjavík, segir n.k.
þjóðstjórn í borgarstjórn athygl-
isverðan möguleika.
„Þetta gæti verið raunhæfur mögu-
leiki en auðvitað þarf þá að gæta þess
að áherslur allra skíni í gegn og eins
og við vitum getur það auðvitað verið
flókið að ná saman með öll mál. Þann-
ig að hugmyndin er falleg, en við
þurfum að sjá hvernig hægt er að út-
færa hana.“ Einar segir að Hanna
Birna hefði gjarnan mátt vekja máls á
þessari hugmynd fyrr þar sem nú sé
aðeins mánuður í kosningar, en hins-
vegar sé full ástæða til að skoða mál-
ið eftir kosningar þegar hugur borg-
arbúa til framboðanna sé ljós.
„Allir flokkarnir eru með markmið
um betri borg, en menn hafa oft á
tíðum ólíkar leiðir til þess,“ Einar er
hinsvegar ekki sannfærður um að
þjóðstjórn sé endilega lausnin. „Ef
vilji er til að auka vægi kjósenda og
auka mögulegt samstarf þá held ég
að við þyrftum fyrst og fremst að
taka upp persónukjör og gefa kjós-
endum möguleika á að velja fólk
óháð flokkum.“
Engar óþarfa málamiðlanir
Jón Gnarr, oddviti Besta flokks-
ins, segist alls ekki útiloka mögu-
leikann á þjóðstjórn, en hann muni
ekki gera neinar málamiðlanir að
óþörfu. Hann sé þeirrar skoðunar að
því minni ítök sem stjórnmálaflokk-
arnir hafi, því betra.
„Við munum reyna að ná eins
miklum völdum og við mögulega
getum, það er bara stefna okkar, en
við viljum samt ekki skapa neina
stjórnarkrísu.“ Nái Besti flokkurinn
hinsvegar ekki nógu mörgum kjörn-
um fulltrúum til að mynda hreinan
meirihluta sé þjóðstjórn hinsvegar
álitlegur kostur.
„Við verðum að spila úr því sem
við höfum og ef við höfum góða hönd
reynum við auðvitað að nýta það en
annars erum við alveg til í að semja
ef við þurfum þess.“
Morgunblaðið/Golli
Reykjavík Meirihluti og minnihluti hafa starfað náið saman þvert á flokkslínur síðan 2008 og borgarstjóri vill ná enn betra samstarfi eftir kosningar.
Útiloka ekki „þjóðstjórn“
Þörf á því að endurskoða starfshætti í borgarstjórn með gagnrýnum hætti
Vandséð að málefnasamningur náist í ljósi ólíkrar hugmyndafræði flokka
Sóley
Tómasdóttir
Einar
Skúlason
Jón
Gnarr
Í HNOTSKURN
»Hanna Birna Kristjáns-dóttir borgarstjóri hefur
viðrað þá hugmynd að kjörn-
ir fulltrúar komi sameig-
inlega að stjórn mála án
stjórnarandstöðu, eða nokk-
urs konar „þjóðstjórn“ eins
og í landsmálum.
»Borgarstjórnarkosningarverða haldnar 29. maí.
Dagur B.
Eggertsson
HÆSTIRÉTT-
UR hefur staðfest
dóm Héraðsdóms
Reykjavíkur þess
efnis að þrotabú
Insolidum, félags
sem áður var í
eigu Daggar Páls-
dóttur, lögmanns
og varaþingmanns
Sjálfstæðisflokks-
ins, og Páls Ágústs Ólafssonar, sonar
hennar, skuli greiða Saga Capital
Fjárfestingarbanka tæpar 300 millj-
ónir króna auk dráttarvaxta.
Hæstiréttur staðfesti einnig dóm
héraðsdóms um að hafna kröfu Dagg-
ar og Páls um að rifta kaupsamningi
við Sögu Capital um kaup á stofn-
fjárbréfum í SPRON árið 2007. Mála-
ferlin spretta af veðkalli sem Saga
Capital gerði hjá Insolidum 24. októ-
ber 2007 eftir að stofnfjárbréf í
SPRON, sem Insolidum keypti af
Saga Capital og fékk lán fyrir hjá
bankanum, féllu í verði. Insolidum
ákvað að verða ekki við veðkallinu og
Saga Capital gjaldfelldi kröfuna sam-
kvæmt lánasamningi 8. nóvember
2008.
Greiði Saga
Capital 300
milljónir
Hæstiréttur stað-
festir héraðsdóm
Dögg Pálsdóttir
ÖSSURI Skarp-
héðinssyni utan-
ríkisráðherra er
meðal annars lýst
sem óútreikn-
anlegum, blað-
urskjóðu og lím-
inu sem heldur
ríkisstjórn Sam-
fylkingar og
Vinstri grænna
saman í svip-
mynd í ritinu European Voice. Yf-
irskrift greinarinnar er „Explosive
politician“, sem mætti útleggja sem
„Sprengifimur stjórnmálamaður“.
Í greininni sem Bjarni Brynjólfs-
son skrifar er meðal annars rætt við
Magnús Skarphéðinsson, bróður
Össurar, sem segir að Össur sé nú
„aðalrefurinn á Alþingi“. Að sögn
Magnúsar er þörf á ref til að gæta
allra kattanna á þingi, en hann er að
vísa til frægra ummæla Jóhönnu
Sigurðardóttur forsætisráðherra.
„Sprengifim-
ur stjórn-
málamaður“
Össur
Skarphéðinsson
SAMÞYKKT var á prestastefnu í gær að vísa tillögum og
umfjöllun um lagafrumvarp dóms- og mannréttinda-
málaráðherra um ein hjúskaparlög til biskups og kenn-
ingarnefndar þjóðkirkjunnar.
Þrjár tillögur vegna lagafrumvarpsins voru lagðar
fram en sú sem samþykkt var og lögð fram af sr. Gunn-
laugi Garðarssyni, sóknarpresti í Glerárkirkju á Akur-
eyri, var borin upp fyrst og hún samþykkt með 56 at-
kvæðum gegn 53 atkvæðum. Þar með var hinum
tillögunum vísað til biskups og kenningarnefndar. Í
nefndinni sitja biskup Íslands og vígslubiskupar, pró-
fessor í trúfræði frá Háskóla Íslands, fulltrúi kirkjuþings
og fulltrúi prestastefnu.
Fjölmargt fleira bar á góma á prestastefnu og sam-
þykktar voru ályktanir um ýmis mál. Þannig var ályktað
að tekin verði saman skýrsla um þjóðkirkjuna og banka-
hrunið. Í skýrslunni verði m.a. leitast við að greina styrk-
leika og veikleika í störfum kirkjunnar „gagnvart anda
og iðju sem hér þreifst fyrir bankahrunið og þeim áföll-
um sem dundu á þjóð og einstaklingum“ eins og þar
stendur. Er lagt til að í skýrslunni verði tillögur um
hvaða starfsþætti þjóðkirkjunnar þurfi að styrkja og
hverju þurfi að breyta til að starf kirkjunnar verði í sam-
ræmi við köllun kirkju og hag samfélagsins. sbs@mbl.is
Hjúskaparlög til kenn-
ingarnefndar kirkju
Prestastefna vill skýrslu um hrunið Styrkur og veik-
leiki kirkjunnar gagnvart iðju og áföllum verði greindur
Morgunblaðið/Kristinn
Prestastefna Hjúskaparlög hafa verið í brennidepli.
FRÍSTUNDAMIÐSTÖÐIN Miðberg
í Breiðholti í Reykjavík fékk á dög-
unum að gjöf 20 reiðhjól sem verður
útdeilt til frístundaheimila í hverf-
inu. Hjólin eru notuð en eru sem
spánný, uppgerð af ungmennum í
Fjölsmiðjunni í Kópavogi. „Send-
ingin kemur sér vel og gefur okkur
tækifæri til að fara í hjólaferðir með
börnunum í sumar,“ segir Árbjörg
Ólafsdóttir, yfirþroskaþjálfi í Mið-
bergi. Til viðbótar fylgdu tuttugu
reiðhjólahjálmar sem Kiwanisklúbb-
urinn Katla í Reykjavík gaf.
Miðberg fékk tuttugu hjól og
hjálma að gjöf fyrir sumarið
Hjól Frá afhendingu reiðhjólanna
og hjálmanna í Miðbergi.