Morgunblaðið - 30.04.2010, Side 16
16 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2010
Kristín Ágústsdóttir
Þrír listar hafa staðfest framboð
sitt til sveitarstjórnar í Fjarða-
byggð. Þeir eru Sjálfstæðisflokkur,
Framsóknarflokkur og Fjarðalisti,
listi félagshyggjufólks sem að sögn
aðstandenda er ótengdur öðrum
stjórnmálaöflum í landinu.
Töluverðar breytingar eru á öll-
um listunum. Mismiklar þó. Á öllum
listum eru nýir oddvitar, þar af tveir
sem skákuðu fyrrverandi oddvitum
listanna í prófkjörum eða póstkosn-
ingu. Oddvitar Sjálfstæðisflokksins
og Framsóknarflokksins frá síðasta
kjörtímabili taka annað sæti á list-
unum. Framvarðarsveit Fjarðarlist-
ans er alveg endurnýjuð og þar rað-
ar sér fólk sem ekki hefur áður látið
mikið til sín taka í sveitarstjórn-
armálum hér eystra.
Athygli vekur að stærsti stjórn-
málaflokkurinn í kjördæminu,
Vinstri grænir er ekki í framboði
sem sjálfstætt stjórnmálaafl í tveim-
ur stærstu sveitarfélögunum á Aust-
urlandi: Fjarðabyggð og Fljótsdals-
héraði. Sömu sögu er að segja um
Samfylkinguna.
Rekstur FSN gengur vel þrátt
mikinn niðurskurð á árinu 2009 þeg-
ar stofnuninni var gert að spara um
200 milljónir sem voru um 10-11% af
rekstrarfé á fjárlögum. Á þessu ári
er stofnunni svo gert að spara 4-5
prósent. Eftir mikla starfsem-
isaukningu á uppgangstímum ár-
anna 2003-2007 er starfsemin að
komast í jafnvægi, nema á fæðing-
ardeild og endurhæfingardeild þar
sem nú er vaxtarbroddur.
Mun betur gengur að manna allar
stöður sérfræðinga við sjúkrahúsið
nú en undanfarin ár. Á það einkum
við um hjúkrunarfræðinga, en einnig
lækna, geislafræðinga og ljós-
mæður.
Barnamet er í uppsiglingu á
fæðingardeildinni. Það sem af er ári
hafa fæðst 37 börn, en allt síðasta ár
fæddust 82 börn. Ljósmæðurnar
láta ekki sitt eftir liggja og hyggjast
nú báðar leggjast í barneignir.
Mikill aukning er í starfsemi end-
urhæfingar-deildarinnar. Hjarta- og
lungnahópar, lífstíls- og offituhópar
og sykursýkishópar eru til skiptis í
endurhæfingu og kemur fólkið víða
að af landinu. Auk þess er önnur al-
menn endurhæfing í vexti. Mikil
breyting hefur orðið á deildinni eftir
stækkun og endurbætur og hefur
hún nú hlotið viðurkenningu SÍBS.
Norðfirðingar kættust þegar
ljóst varð að Norðfjarðargöng eru á
samgönguáætlun næstu þriggja ára
samkvæmt tillögu samgöngu-
ráðherra sem lögð var fram á þingi
fyrir skemmstu. Í gildandi áætlun
var gert ráð fyrir að framkvæmdir
við Norðfjarðargöng hæfust á síð-
asta ári en nú er gert ráð fyrir að
þær hefjist á næsta ári. Gert er ráð
fyrir að áfram verði unnið að und-
irbúningi og að 220 milljónir fari til
verksins árið 2011 og 1.174 milljónir
árið 2012. Áætlaður heildarkostn-
aður við göngin er nú um 9,5 millj-
arðar.
Blakbærinn stendur undir nafni. Á
dögunum bættust fjórir Íslands-
meistaratitlar í safn blakdeildar
Þróttar Neskaupstað þegar fjöl-
mennt lið Þróttara ók með rútum til
Reykjavíkur til að spila á Íslands-
meistaramótinu í blaki. Flest liðin
komu frá Þrótti, eða alls um 14 og
tókst þeim að landa fjórum titlum í
3, 4 og 5. flokki stúlkna. Eru íbúar að
vonum stoltir af ungviðinu.
NESKAUPSTAÐUR
Nýir oddvitar eru á öllum
listum í Fjarðarbyggð
Morgunblaðið/ Kristín Ágústsdóttir.
Heilbrigði Hress hjarta- og lungnahópur á göngu um Norðfjörð.
HEILDARKOSTNAÐUR við bygg-
inu Lækningaminjasafns, við hlið
Nesstofu á Seltjarnarnesi, er nú
áætlaður um 600 milljónir kr. sam-
kvæmt uppfærðri kostnaðaráætlun.
Þegar upphaflegar áætlanir voru
gerðar um safnbygginguna í árs-
byrjun 2008 var heildarkostnaður
áætlaður um 345 milljónir króna.
Kostnaður við byggingu Lækn-
ingaminjasafnsins hefur því tæplega
tvöfaldast á tveimur árum.
Sunneva Hafsteinsdóttir, sem sit-
ur í stjórn Lækningaminjasafnsins
fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar, segir
að kostnaðaraukninguna megi fyrst
og fremst rekja til þess að aðföng
hafi hækkað mikið í verði.
„Þar sem þetta er safn verður það
að lúta ákveðnum tæknilegum kröf-
um sem gerðar eru um geymslur,
eins og loftræstingu og hitastig.
Þetta eru viðkvæmir hlutir sem þarf
að geyma á ákveðinn hátt og þessi
aðföng hafa hækkað rosalega.“
Hún segir hins vegar að litlar sem
engar breytingar hafi verið gerðar á
innra byrði hússins eða teikningum,
sem standa óbreyttar frá 1996.
Auk Seltjarnarnesbæjar koma
menntamálaráðuneytið, Þjóðminja-
safn Íslands, Læknafélag Íslands og
Læknafélag Reykjavíkur að gerð
safnsins, en bygging þess hefur taf-
ist nokkuð vegna kreppunnar. „Við
ætluðum að vera komin miklu
lengra, en við verðum bara að sjá
hvernig árið í ár gengur til að vita
hvað við getum sett mikið í þetta á
næsta ári og þarnæsta. Við erum að
útskýra fyrir ríkinu hvað hefur
gerst og reyna að fá að sækja meira
til menntamálaráðuneytisins.“
Í millitíðinni verður reynt að búa
svo um hnútana að húsið geti verið
opið Seltirningum við sérstök tilefni
í sumar. „Svo verður þetta eins og
var með Þjóðminjasafnið, mjatlað
eftir föngum.“ una@mbl.is
Kostnaður við
safnið tvöfaldast
Aðföng hafa hækkað eftir hrunið
Morgunblaðið/Ómar
Nesstofa Kostnaður rauk upp.
Árlega veitir Öldrunarráð Íslands viðurkenningu fyrir
frábær störf í þágu aldraðra.
Nú er óskað eftir ábendingum um einstaklinga,
stofnanir eða félagasamtök, sem víðast af landinu
sem verðskulda slíka viðurkenningu árið 2010.
Ábendingar sendist til starfsmanns Öldrunarráðs Pálínu
Sigurjónsdóttur, Hverahlíð 20, 810 Hveragerði eða í
tölvupósti, pala@dvalaras.is, fyrir 15. maí.
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
LÍTIL breyting mældist á flestum
undirflokkum vísitölu neysluverðs
milli mars- og aprílmánaðar. Vísi-
talan hækkaði um 0,25% á tíma-
bilinu samkvæmt mælingum
Hagstofunnar og virðist hafa dreg-
ið umtalsvert úr hækkunum miðað
við undanfarin misseri. Mest er
hækkunin að þessu sinni á mat og
drykkjarvörum og nemur hún
1,1%.
Síðustu 12 mánuði hefur vísitalan
hækkað um 8,3% en án húsnæðis
um 11,3%. Undanfarna þrjá mánuði
hefur vísitala neysluverðs hækkað
um 2% sem jafngildir 8,1% verð-
bólgu á ári en 11,1% án húsnæðis.
Breytt innkaupamynstur
Neyslumynstur fólks hefur hins
vegar tekið umtalsverðum breyt-
ingum frá bankahruninu og hefur
innbyrðis vægi dagvöruverslana því
verið endurskoðað og tillit tekið til
breytts innkaupamynsturs sem fel-
ur í sér 0,03% lækkun á vísitölunni.
„Í venjulegu árferði eru ekki
miklar breytingar á milli ára því
neyslubreytingar eru yfirleitt hæg-
ar. Verulegar breytingar urðu þó í
fyrra,“ segir Guðrún Ragnheiður
Jónsdóttir, deildarstjóri vísitölu-
deildar Hagstofunnar. „Og þá
þurftum við að fara að skoða þessi
mál og finna nýrri heimildir.“
Þróunin áratugina á undan hafi
verið sú að vægi nauðsynja á borð
við dagvöru fór minnkandi í
útgjaldapakka fjölskyldunnar. Á
meðan fór vægi utanlandsferða,
sjónvarpskaupa og -áhorfs, líkams-
ræktar og annarra tómstunda vax-
andi. „Nú hefur þetta gengið svolít-
ið til baka og það hefur umtalsverð
áhrif.“
Nefnir hún sem dæmi að vægi
matar og drykkjar hafi þannig auk-
ist úr 12% í 15,1% af vísitölu
neysluverðs frá því í mars 2008.
Viðhald og viðgerð húsnæðis hafi
lækkað úr 4,6% í 3,5% og verulega
hafi dregið úr vægi kaupa á öku-
tækjum sem hafi farið úr 7,4% í
2,1%.
Vægi nauðsynjavöru
eykst í neysluvísitölu
Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 8,3% síðasta árið
Neyslumynstur fólks hefur tekið töluverðum breytingum
Vísitala neysluverðs eftir eðli og uppruna 2010
Grunnur janúar 2008=100.Vísitalanmiðast við verðlag í aðminnsta kosti vikutíma í kringummiðjanmánuð.Allir útreikn-
ingar erumiðaðir við tölurmeð fullumaukastöfum. Vegna styttingar aukastafa kannað skapast ósamræmimilli birtra talna.
Vísitala neysluverðs, undirvísitölur frá 2008
Apríl
2008 2009 2010 %
Brauð og kornvörur 108,8 137,2 152,3 40,0
Hrísgrjón 109 169,1 165,4 51,7
Sætabrauð og kökur 110,7 122,6 149,5 35,0
Flatbrauð, hrökkbrauð og kex 106,9 139,9 163,3 52,8
Kjöt 105,2 110 109,6 4,2
Lambakjöt, nýtt eða frosið 99,7 111,6 104,2 4,5
Fiskur 103,8 112,4 129,3 24,6
Mjólk, ostar og egg 111,1 131,8 137,9 24,1
Ávextir 119,6 149 169,1 41,4
Epli 128,9 157,6 150,1 16,4
Kál 121,1 149 182 50,3
Sykur 108,2 160,8 201 85,8
Vatn 102,2 109,7 132,1 29,3
Gosdrykkir 102,9 124,3 151,9 47,6
Ávaxtasafar 114,5 130,1 132,7 15,9
Undirvísitölur mars 1997=100 - Breyting síðustu 12 mánuði
Áhrif.
Mars Apríl % á vísit
Vísitala neysluverðs 203,3 203,8 8,3 8,3
Þar af:
Innlendar vörur 179,6 181, 5 9,3 1,3
Búvörur og grænmeti 164,5 168,1 4,7 0,3
Innlendar vörur án búvöru og grænmetis 191,4 191,8 13,1 1,0
Innfluttar vörur alls 188,2 188,0 14,8 5,4
Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks 181,8 181,6 14,3 4,7
Dagvara 184,3 186,1 9,3 1,7
Morgunblaðið/Golli
Nauðsynjar Matur og drykkur vegur nú þyngra í neyslukörfunni en áður.
ÚR BÆJARLÍFINU