Morgunblaðið - 30.04.2010, Síða 17
Morgunblaðið/RAX
Heppni Happdrætti DAS hefur afhent óteljandi
vinninga í rúmlega 50 ára sögu sinni.
HAPPDRÆTTI D.A.S. er að byrja sitt 56. starfs-
ár en happdrættið hefur á þessari rúmu hálfu öld
lagt rúma 4 milljarða á núvirði til uppbyggingar
dvalarheimila aldraða.
„Happdrætti D.A.S. hefur því verið lífæð í allri
uppbyggingu Hrafnistuheimilanna auk þess sem
það lagði fram 40% af hagnaði þess til uppbygg-
ingar dvalarheimila um land allt í 25 ára sögu
þess. Allur ágóði Happdrættis D.A.S. rennur
óskiptur til uppbyggingar enda mikil þörf á úr-
lausnum í húsnæðismálum aldraðra,“ segir í
fréttatilkynningu frá happdrættinu. Um þessar
mundir standa yfir framkvæmdir á Hrafnistu í
Reykjavík en þar er verið að sameina tvö her-
bergi í eitt. Framkvæmdin er fjármögnuð að
stórum hluta með ágóðanum frá Happdrætti
D.A.S.
Í ár mun Happdrætti D.A.S. bjóða upp á fjölda
vinninga í hverjum mánuði. Samtals verða dregn-
ar út 769 milljónir króna á árinu.
Aðalvinningar í hverri viku eru ýmist 4 millj-
ónir, 6 milljónir eða 14,6 milljónir króna ef við-
komandi á tvöfaldan miða.
Fjórir Audi A4 verða dregnir út á árinu og er
verðmæti 7,3 milljónir króna hver. Ef viðkomandi
á tvöfaldan miða fær hann 7,3 milljónir að auki í
peningum sem verða í skotti bifreiðarinnar.
Ennfremur verða 10 aðalvinningar á 6 milljónir
og 38 vinningar á 4 milljónir hver á tvöfaldan
miða.
Heildarfjöldi vinninga er nálægt 50 þúsund.
Allir vinningar í Happdrætti D.A.S. eru skatt-
frjálsir. Miðaverð er enn óbreytt eða 1.000 krónur
einfaldur miði og 2.000 krónur tvöfaldur miði.
Milljónavinningur í skottinu
Fréttir 17INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2010
FERÐASÝNINGIN Íslandsperlur
verður haldin í Perlunni dagana 1.
og 2. maí, kl. 10-17.
Á sýningunni verður fjölbreyti-
leiki íslenskrar ferðaþjónustu
kynntur. Gestum verður boðið að
ganga hringinn í kringum landið og
fá nasasjón af því besta sem ferða-
löngum stendur til boða í sumar.
Hvort sem fólk hefur áhuga á
fugla-, sela-, eða hvalaskoðun,
gönguferðum um fjöll og fjörur,
nýjungum í matvælaframleiðslu,
söfnum eða sýningum, að spila golf,
renna fyrir fisk eða skella sér á
skíði, heimsækja heilsulindir, blóm-
lega bæi eða iðandi borg.
Ferðasýning
Í ÁR fagnar
Hundarækt-
arfélagið Rex 5
ára afmæli. Af
því tilefni efnir
félagið til afmæl-
issýningar á
laugardag og
sunnudag nk. í
Reiðhöll Gusts í
Álalind í Kópavogi. Sýningin stend-
ur kl. 12-17 báða dagana.
110 hundar af 15 tegundum
verða til sýnis. Hinar ýmsu hunda-
tegundir verða kynntar gestum og
getur unga kynslóðin fengið að
klappa og skoða. Einnig verða sýn-
ingarbásar með vörum sem tengj-
ast hundum og hundamenningu. Í
veitingasölunni verða svo hægt að
fá sér kaffi og meðlæti.
110 hundar verða
sýndir um helgina
STUTT
SANYL
ÞAKRENNUR
• RYÐGA EKKI
• PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN
• STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR
• AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU
• ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR
Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.
Úrval getur verið misjafnt milli verslana.
TAX FREE!
ÖLL GARÐHÚSGÖGN!
TAX FREE!
Afnemum
virðisaukaskatt
AF ÖLLUM
Garðhúsgögnum
um helgina
10%
afsláttur
af garð- og
gestahúsum
149.000
169.000
4.4 m
2
TAX FREE!
ÖLL ÚTILEGUHÚSGÖGN!
Opið til 21:00 í Skútuvogi alla daga
Að sjálfsögðu stendur Húsasmiðjan
skil á virðisaukaskatti til ríkissjóðs.
FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ Fríkirkj-
unnar í Hafnarfirði verður í Kald-
árseli næsta sunnudag og hefst dag-
skráin kl. 11. Þetta er í 20. skiptið
sem slík vorhátíð er haldin á vegum
safnaðarins í Kaldárseli og alltaf
verið fjölmennt. Dagskráin er fjöl-
breytt að venju; tónlist, gönguferð
og hestar mæta á svæðið fyrir unga
fólkið. Kaffiveitingar verða í sum-
arbúðunum og grillaðar pylsur fyr-
ir börnin. Rútuferð er frá kirkjunni
kl. 10.30 fyrir þá sem ekki koma á
eigin bílum. Allir eru velkomnir.
Morgunblaðið/Ásdís
Skemmtun Nóg um að vera á veg-
um Fríkirkjunnar í Hafnarfirði.
Fjölskylduskemmt-
un í Kaldárseli