Morgunblaðið - 30.04.2010, Page 20

Morgunblaðið - 30.04.2010, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ríkisstjórninfékk heldurneyðarlega útkomu úr skoð- anakönnun sem MMR gerði og Við- skiptablaðið sagði frá í gær. Í könn- uninni kom fram að 86% stjórn- enda í 300 stærstu fyrirtækjum landsins styðja ríkisstjórnina ekki, en aðeins 14% treysta sér til að lýsa yfir stuðningi við hana. En þótt niðurstaðan sé neyð- arleg fyrir ríkisstjórnina og um leið sláandi við fyrstu sýn, þá þarf hún við nánari umhugsun ekki að koma á óvart. Rík- isstjórninni hefur algerlega mistekist að hleypa lífi í efna- hag landsins og atvinnulíf. Þrátt fyrir að hafa haft meira en ár til að færa hluti til betri vegar hefur nánast ekkert verið gert af því tagi. Á hinn bóginn hefur heilmikið verið aðhafst til að draga máttinn úr atvinnulíf- inu. Þetta finna stjórnendur í fyr- irtækjum landsins vel. Þeir kannast til að mynda við skatta- hækkanir, aðför að einstökum atvinnugreinum, háa vexti og gjaldeyrishöft í bland við alls- herjar aðgerðaleysi. Þessi at- riði hafa í sameiningu átt ríkan þátt í að viðhalda því erfiða efnahagsástandi sem hrundi yf- ir landið fyrir hálfu öðru ári. Annað í niðurstöðum fyrr- nefndrar könnunar er ekki síð- ur umhugsunarvert fyrir rík- isstjórnina. Meira en helmingur stjórnenda stærstu fyrirtækja lands- ins, þeirra sem á annað borð taka af- stöðu, lýsir and- stöðu við inngöngu í Evrópusambandið. Þetta stað- festir mikla og almenna and- stöðu landsmanna við inngöngu og ætti að verða til þess að rík- isstjórnin endurskoðaði afstöðu sína til umsóknarinnar. Nið- urstaðan í þessari nýju könnun er enn ein staðfesting þess að umsóknarferlið er ekkert annað en sóun á takmörkuðum fjár- munum og slæm framkoma gagnvart þjóðum Evrópusam- bandsins, sem átta sig ef til vill ekki á að verið er að draga þær út í viðræður sem engan tilgang hafa. Ríkisstjórnin hefur enn tíma til að taka sig á og snúa af þeirri braut sem hún hefur verið á. Hún getur hætt við aðild- arumsóknina, fallið frá til- raunum til að fá að greiða Ice- save-skuld annarra, hætt við frekari skattahækkanir, lækk- að vexti og fellt niður gjaldeyr- ishöftin svo nokkuð sé nefnt. Óvinsældir ríkisstjórnarinnar eru ekkert náttúrulögmál ef hún tekur sig saman í andlitinu og fer að vinna að hagsmunum fólksins og fyrirtækjanna í landinu. Haldi hún sig við sama heygarðshornið eru aftur á móti litlar líkur á að nokkur breyting verði á vinsældunum. Ríkisstjórnin getur enn snúið af mark- aðri braut og farið að vinna að hags- munum Íslands} Ríkisstjórn í vanda Tveir bankarsem enn eru á forræði ríkisins, annar beint og hinn óbeint, eru nú að brjóta allar sið- ferðisreglur til að ganga erinda mannsins sem hljóp frá 1.000 milljarða skuldum (þrenn fjár- lög íslenska ríkisins) og hafði étið innan frá drjúgan hluta hins íslenska bankakerfis og haft lífeyriskerfi landsmanna í eftirrétt. Þetta eru Lands- banki Íslands og Arion banki. Gerðir þess sama og fáeinna annarra varð til þess að bank- ar hrundu sem voru þó á papp- ír stórríkir fáum mánuðum fyrr. Því fylgdi fall hinnar ís- lensku krónu. Þá varð efna- hagslegt snjóflóð og þá urðu margir undir sem áttu sér einskis ills von. Mikið er talað um hjálparaðgerðir fyrir minni skuldara en treglegar gengur að koma orðum í verk. Við slíkar aðstæður er varasamt að knýja menn til að ljúka sín- um málum með erfiðum kost- um. Komi síðar til aðgerðir sem aðrir njóta, sem hefðu mátt duga hinum fyrr- nefndu til að kom- ast yfir sínar þrengingar, er um hróplega mis- munun að ræða. Ung hjón í Árnessýslu lýstu hremmingum sínum hér í blaðinu í gær. Þar lýstu þau hvernig þau soguðust niður í efnahagslegar ógöngur og töldu að viðskiptabanki þeirra ætti á því nokkra sök. Bankinn á eftir að skýra sína hlið og verður því enginn dómur kveð- inn upp um verk hans. En álitaefnið sem sækir á er hin æpandi mismunun. Þessi ungu bændahjón, sem áttu ald- argamla rót á sinni jörð, höfðu ekki með atferli sínu lagt efna- hag landsins í rúst. Það gerðu þeir sem bankakerfið, með leiðsögn eða þegjandi sam- þykki norrænu velferð- arstjórnarinnar, er að hjálpa, í skjóli alræmdrar bankaleynd- ar og með því að brjóta blygð- unarlaust allar siðferðisreglur og eigin starfsreglur að auki. Meðan almennar hjálparreglur liggja ekki fyrir má ekki þröngva mönnum í þrot} Æpandi mismunun V ið erum háð alls konar hráefnum til að viðhalda þeim lífsgæðum sem við erum vön. Á þetta sérstaklega við Vesturlandabúa, sem kemur svo sem engum á óvart. Við slíkar aðstæður, þar sem aðgengi að ákveðnum vörum getur skipt sköpum fyrir vel- sæld þjóða, er kannski ekki skrýtið að menn hafi áhyggjur af því hvort við verðum uppi- skroppa með vöruna og hvaða afleiðingar slíkur skortur myndi hafa í för með sér. Það segir sig sjálft að þegar um er að ræða takmarkaða auðlind þá kemur að því á end- anum að síðasti kolamolinn er grafinn úr jörðu eða síðasti olíudropinn soginn upp af hafsbotn- inum. Fleira má nefna, eins og Ronald Bailey skrifar um í tímaritinu Reason. Liþíum er mikið notað í rafhlöður núorðið og mun eftirspurn eftir málminum aðeins aukast þegar fram- leiðsla á raf- og tvinnbílum fer almennilega af stað. Sama á við um neódymíum, sem er notað í rafsegla af ýmsu tagi. Sumir eru haldnir hreint merkilegri áráttu sem lýsir sér í því að benda á atriði sem þessi og velta sér upp úr öllum mögulegum skelfilegum afleiðingum fyrir samfélög heimsins þegar olían, kolin eða liþíumið hverfur. Raunar má henda þeim í sama hóp sem endalaust kveina yfir því að mannfólkinu fjölgi of hratt. Við getum ekki – segja þeir – brauðfætt allt þetta fólk sem vogar sér að fæðast í fá- tækari ríkjum! Það kemur ekki á óvart að í mörgum tilfellum vilja þess- ir sömu dómsdagsspámenn iðulega að ríkið grípi inn í með einhverjum hætti og dragi úr neyslu á viðkomandi hrávöru til að hún endist lengur. Sumir horfa meir að segja aðdáunar- augum á stefnu Kínverja um eitt barn á fjöl- skyldu og líta þar framhjá þeim skelfilegum af- leiðingum sem sú stefna hefur haft fyrir almenning í Kína. En það skiptir ekki máli hversu oft menn sem þessir hafa spáð hörmungum og skorti – hvort heldur sem er á mat eða öðrum hrávör- um – spár þeirra hafa aldrei ræst. Mannkyn- inu hefur fjölgað um milljarða á skömmum tíma, en alltaf tekst okkur að fæða langflesta. Olían tók við af kolum og þegar olíuna þverr mun eitthvað annað koma í staðinn fyrir hana. Neódymíum-rafseglar voru fundnir upp eftir að kadmíum nánast hvarf af markaðnum vegna átaka í Kongó, sem þá hét Zaire. Hæfileiki mannsins til að leysa alvarlegustu vandamál er nær takmarkalaus. Nú þegar eru tilraunir hafnar með sinklofts-rafhlöður, sem gætu haldið fjórum sinnum stærri hleðslu en liþíum-rafhlöður og kostað aðeins um helming af því sem síðarnefndu rafhlöðurnar kosta. En það er hægt að hefta þessa uppfinninga- og sköp- unargleði mannsins. Það sem hefur drifið áfram uppfinn- ingar af þessu tagi er frelsi til athafna og ekki síður mikil- vægar upplýsingar sem markaðurinn gefur um eftirspurn og framboð. Ef þær upplýsingar eru bjagaðar af ríkisvald- inu þá verður framþróunin hægari. Bjarni Ólafsson Pistill Skortur og sköpunargleði STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is M eiri líkur en minni eru á því að aðild- arríki Evrópusam- bandsins og Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn samþykki útfærslu og framkvæmd á neyðarlánum til grískra stjórnvalda á næstu dögum. Talið er að lánveitingin muni nema um 120 milljörðum evra og á það að tryggja að stjórnvöld í Aþenu geti fjármagnað hallarekstur og afborg- anir á gjalddögum næstu þrjú árin. Nái þetta fram að ganga verður að teljast líklegt að lánveiting afstýri greiðslufalli gríska ríkisins í fyrir- sjáanlegri framtíð, en fjárfestar hafa að undanförnu metið hættuna á slíku á markaðnum með grísk ríkis- skuldabréf. Slík lánveiting mun þó ekki leysa þann skuldavanda sem við er að etja í Grikklandi og stjórnvöld í Aþenu standa enn frammi fyrir feiki- lega miklu verkefni sem snýr að því að endurreisa samkeppnishæfni hag- kerfisins. Grísk stjórnvöld, rétt eins og stjórnvöld á Spáni, í Portúgal og á Ítalíu, nýttu sér ekki kjöraðstæður á mörkuðum til þess að styrkja stoðir samkeppnishæfni hagkerfa sinna. Í kjölfar fjármálakreppunnar standa þau því frammi fyrir skuldsettum ríkissjóðum, miklum hallarekstri hins opinbera og einkageira sem hef- ur glatað samkeppnishæfni sinni á útflutningsmörkuðum. Grundvallarvandinn óleystur Eini möguleikinn fyrir þessi ríki til þess að endurreisa samkeppnishæfni er niðurskurður á útgjöldum ríkisins til þess að stemma stigu við skulda- söfnun hins opinbera og svo almenn- ar launalækkanir til þess að styrkja samkeppnishæfni. Í tilfelli Grikkja breytir neyðarlán frá öðrum evruríkjum og AGS engu um þennan grundvallarvanda. Evru- aðild útilokar styrkingu samkeppn- ishæfni gegnum gengisfellingu og þar af leiðandi er niðurskurður og verðhjöðnun einu færu leiðirnar. Þetta þýðir því með öðrum orðum að grísk stjórnvöld verða að treysta á hagvöxt í kjölfar lækkunar launa og verðhjöðnunar til þess að standa undir skuldabyrðinni þó svo að verið sé að grípa til meiriháttar niður- skurðaraðgerða í rekstri hins op- inbera. Neyðarlán til þriggja ára dregur töluvert úr því svigrúmi sem er til staðar fyrir þessa atburðarás. Í þessu samhengi má nefna að í nýlegri greiningu RGE, efnahagsrannsókn- arfyrirtækis hins þekkta hagfræð- ings Nouriel Roubini, kemur fram sú skoðun að að minnsta kosti áratug þurfi til að endurreisa samkeppn- ishæfni hagkerfa Grikklands, Spán- ar, Portúgals og Ítalíu. Samstaða um tröllaukin neyðarlán til grískra stjórnvalda mun eflaust kaupa mikilvægan tíma fyrir hag- kerfi evrusvæðisins, ekki síst þau sem eru í sambærilegri stöðu og það gríska þó svo að vandinn sé minni að umfangi. Auk þess kemur lánið í veg fyrir að skyndilegt greiðslufall leiði til víðtækrar bankakreppu í Evrópu vegna stöðutöku þýskra og franskra banka í grískum ríkisskuldabréfum og stöðutöku spænskra í portúgölsk- um ríkisskuldabréfum. En samt sem áður verður grund- vallarvandinn óleystur. Grísk ókyrrð viðvar- andi á evrusvæðinu Bein leið niður Maður gengur um kauphöllina í Aþenu í Grikklandi. Allar líkur eru á því að langri lánalínu verði kastað til Grikk- lands vegna skuldavanda stjórn- valda. Þrátt fyrir það mun hún vart leysa þann grundvallarvanda sem steðjar að gríska hagkerfinu. Ýmsir þungavigtarmenn í evr- ópskum stjórnmálum leggja á það áherslu á að vandi Grikkja sé einstakur. Fjárfestar eru ekki á sömu skoðun. Þeir beina því einnig spjótum sínum að spænska hagkerfinu sem og því portúgalska, ítalska og írska. Hlutfall opinberra skulda sem hlutfall af landsframleiðslu í þessum ríkjum er þó umtalsvert lægra en í Grikkland. En menn óttast þó að erfitt verði að koma böndum á hallarekstur hins op- inbera í þeim. Þar af leiðandi sé þess skammt að bíða að skulda- staða ríkjanna verði ósjálfbær. Hafa verður í huga að þetta ástand einskorðast ekki við evrusvæðið. Bent hefur verið á að skuldir breska ríkisins um þessar mundir séu helmingi hærri sem hlutfall af landsfram- leiðslu en þegar Bretar þurftu að leita til AGS á áttunda ára- tugnum. Það sama gildir um fjárlagahallann. Munurinn er hins vegar sá að gengi breska pundsins getur fallið enn frekar og spá margir því að það muni einmitt gerast náist ekki póli- tísk samstaða um viðamikinn niðurskurð eftir næstu kosn- ingar. Vandinn er víða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.