Morgunblaðið - 30.04.2010, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 30.04.2010, Qupperneq 25
níu að kveldi til vildirðu alltaf fylgja okkur þau tíu skref að strætóskýlinu svo við kæmum heil á húfi heim. Við vorum heppin að hafa þig sem afa og munum minn- ast allra góðu stundanna sem við áttum saman þessi 16 ár. Við mun- um alltaf elska þig og aldrei gleyma þér. Þín 16 ára barnabörn, Viktoría Ósk, Sigurður Arnar og Sóley Rut. Einu gleymi ég aldrei. Þegar ég var lítill putti, varla orðinn 10 ára, og stóð með afa við bakka Þing- vallavatns fyrir neðan bústaðinn. Eftir dágóða stund og litla veiði tók ég eftir því að hann hvíslaði stöðugt eitthvað í kjöltuna á sér á meðan hann dró hægt inn. Þegar ég loks innti hann eftir því hvað í ósköpunum hann væri nú að gera sagðist hann vera að dáleiða fiskana til að bíta á. Mér fannst þetta kjánalegt, en ég prófaði engu að síður. Enn þann dag í dag kem- ur það ekki fyrir að ég standi út í vatni án þess að fara með nokkrar dáleiðsluvísur. Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa um afa er hversu yndislegur eiginmaður hann var ömmu. Eins og lífið getur verið flókið og leiðinlegt þá var ömmu og afa einfaldlega ætlað að vera saman, þau fullkomnuðu hvort annað. En þá verður missirinn meiri, ásamt ömmu syrgir nú myndarlegur hópur fólks og barna sem nutu þeirra forréttinda að fá að kynnast honum. Það verður erf- itt að komast yfir sorgina en það mun hafast. Ekkert mun hins veg- ar fylla í tómarúmið sem nú hefur myndast, nema kannski góðar minningar. Sem betur fer er nóg af þeim. Jón Magnús Guðmundsson. Elsku afi. Það er svo óraunverulegt að reyna að kveðja þig, elsku afi minn, og varla hægt í örfáum orð- um. En þú hefur verið kallaður á annan stað, allt of snemma. Ég á margar fallegar minningar um afa sem ég mun varðveita í hjarta mínu um ókomna tíð. Afi var besti afi sem hægt er að ímynda sér, sannkallað gull af manni. Það hefur alltaf verið svo notalegt að koma til ömmu og afa í Erluhraun, sumarbústaðinn á Þingvöllum og Erluás. Alltaf tók afi á móti öllum brosandi með opn- um örmum því honum þótti af- skaplega vænt um allt sitt fólk og var hvorki að leyna því né hversu stoltur hann var af okkur öllum. Það er margt sem ég hef lært af afa gegnum tíðina en eitt það mik- ilvægasta er það sem hann hefur ómeðvitað með hugarfari sínu og viðhorfum kennt mér um lífið sjálft, gildi þess og hvað sé mik- ilvægast. Ég man að kona sem ég var eitt sinn að vinna með og þekkti til ömmu og afa sagðist hafa séð þau í Leifsstöð. Líklegast á leið í eina af sínum ófáu ferðum annað hvort til Benidorm eða Kanarí. Hún sagðist hafa séð þau koma saman upp rúllustigann. Afi hélt utan um ömmu skælbrosandi og sagði: „Jæja, Dista mín, þá erum við á leiðinni til útlanda“ og skellti svo á hana rembingskossi. Ég sé þetta augnablik alveg fyrir mér því það lýsir afa svo vel. Alltaf svo jákvæð- ur, góðhjartaður, brosmildur og al- veg jafn ástfanginn af ömmu og fyrir 50 árum. Ég kveð þig, elsku afi minn, með söknuði en veit þó að þér líður bet- ur núna og að þú munt fylgjast með okkur og gæta okkar allra. Alltaf. Þín, Sóley. Elsku Addi. Það voru þungbærar fréttir að heyra af fráfalli þínu á föstudaginn var. Þrátt fyrir veikindi þá von- aðist ég alltaf til að þitt jákvæða viðhorf myndi skila þér í gegnum þessa erfiðleika. Það átti ekki að verða og í stað þess að undanfarn- ir dagar séu fullir af gleði og til- hlökkun með skírn á þínu þriðja barnabarnabarni, henni Eres Ósk, fyrsta barni mínu og Laufeyjar, næstkomandi sunnudag þá hafa dagarnir fyllst af mikilli sorg og söknuði. Það tekur okkur hjónin ákaflega sárt að þú náðir ekki að vera með okkur við skírnina þar sem þú undir þér svo vel í veislum og við að vera innan um fjölskyld- una þína. Ég mun alltaf líta upp til þín. Viðhorf þitt til lífsins, hvernig þú komst fram við hana Distu þína og hve stoltur þú varst af fjölskyld- unni sem þú byggðir upp eru hlut- ir sem ég mun reyna að tileinka mér í eigin hjónabandi og við upp- eldið á börnum mínum. Sárt tekur það mig líka að hún Eres Ósk litla náði ekki að kynnast þér í eigin persónu, en hún mun fá að heyra margar sögur af honum langafa sínum. Án þín væru hvorki dóttir mín, hún Eres Ósk, né Laufey Birna, eiginkona mín, hér og fyrir það er ég ákaflega þakklátur. Blessuð sé minning þín. Benedikt. Elsku bróðir, ég kveð þig með sárum söknuði, kallið kom of fljótt. En lífið hefur sinn gang. Lífið var þér bæði gjöfult og erfitt. Þú þroskaðist fljótt, þurftir snemma að bera mikla ábyrgð þegar pabbi dó og mamma varð ein með okkur 3 systkinin. Samt varstu lítill grall- ari, glettinn og stríðinn. Á vissu tímabili kunni ég ekki að meta þessa góðlátlegu stríðni þína sem í dag er mér ljúf endurminning. Þú eignaðist yndislega eiginkonu og stóran samstilltan afkomendahóp sem var þér afar kær. Addi minn, þú varst alltaf léttur í lund, þrátt fyrir að á hápunkti ævi þinnar, þegar börnin voru uppkomin, misstir þú næstum því alveg sjónina og þyrftir að heyja harða baráttu við mikil og erfið veikindi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Þín systir, Svana. Í dag kveðjum við elskulegan frænda okkar, hann Sigurð Arnar Svanberg, eða Adda eins og hann var alltaf kallaður. Addi frændi og mamma (Svana) voru yngst í fimm systkina hópi, en eldri þrjú systk- inin dóu ung. Addi og Dista konan hans áttu fallegt heimili að Erlu- hrauni 2b sem þau byggðu sjálf með miklum dugnaði og ólu þar upp börnin sín sex. Við eigum virkilega góðar minningar frá Erluhrauninu, þar var alltaf mikið fjör og vel tekið á móti okkur. Addi var mjög stoltur af fjöl- skyldunni sinni og alltaf jafn skot- inn í henni Distu. Það var ynd- islegt að sjá hvað þau voru náin. Í seinni tíð ferðuðust þau mikið og heimsóttu gjarnan mömmu og pabba okkar á Spán og áttu góðar stundir saman.Við erum sérstak- lega heppin að hafa fengið að kynnast manni eins og Adda. Hann var einstakur. Alltaf kátur og hress og sendi frá sér góða strauma. Elsku Addi frændi. Við erum þess fullviss að stór og myndarleg- ur hópur af ástvinum tekur á móti þér og miklir fagnaðarfundir. Þín mun verða sárt saknað, kæri frændi. Við sendum Distu, börn- um, barnabörnum, barnabarna- börnum og tengdabörnum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guðvarður, Hildur, Heimir og Eygló. Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2010 ✝ Ingibjörg Har-aldsdóttir, Hraun- búðum í Vest- mannaeyjum, fæddist í Stakkholti í Vest- mannaeyjum 2. júlí árið 1925. Hún lést á heimili sínu 20. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jónína Ingibjörg Gísladóttir f. 2.5. 1905, d. 24.11. 1970 og Haraldur Ólafsson, f. 25.9. 1900, d. 5.11. 1963. Systkini Ingi- bjargar eru: 1) Brynhildur f. 11.7. 1920, d. 16.4. 2008. 2) Óskar, f. 12.7. 1920. 3) Jóna, f. 18.7. 1928, d. 18.12. 1992. 4) Hrefna, f. 28.10. 1934. 5) Haukur, f. 14.5. 1933. 6) Sigurður, f. 19.8. 1941. 6) Þórir, f. 12.10. 1947. Þau voru samfeðra. 7) Engilbert, f. 16.5. 1930. 8) Hanna f. 28.9. 1931, d. 24.3. 1992. 9) Elín, f. 19.12. 1941. Þau voru sammæðra. For- eldrar Ingibjargar slitu samvistum. Har- aldur faðir hennar bjó lengst af á Dalvík og stundaði sjómennsku. Seinni maður Jónínu, móður Ingibjargar, var Halldór Magn- ússon frá Grund- arbrekku í Vest- mannaeyjum. Ingibjörg ólst að mestu upp í Eyjum hjá móður sinni og fósturföður. Hún giftist Þórði Stefánssyni, f. 17. 6. 1924, skipstjóra og útgerð- armanni, 17. nóvember árið 1945. Þau byggðu sér íbúðarhús að Fax- astíg 2 og bjuggu þar nánast allan sinn búskap. Síðustu æviár sín áttu þau heimili hjá Hrönn dóttur sinni. Skömmu eftir að Þórður lést flutti Ingibjörg á Hraunbúðir, heimili aldraðra í Eyjum. Ingibjörg og Þórður eignuðust 2 dætur, Hrönn, f. 29.4. 1946, gift Óla Þór Alfreðs- syni, f. 10.3. 1944. Börn þeirra eru: 1) Ylfa f. 6.9. 1969, 2) Njörður, f. 27.5. 1972, kvæntur Eircu Do Carmo. Börn þeirra eru Daníel og Bríet Líf. Yngri dóttir Ingibjargar og Þórðar er Hanna, f. 18.8. 1947, gift Gísla Valtýssyni, f. 27.2. 1946. Börn þeirra eru: 1) Óskírð, f. 12.1. 1966, d. 13.1. 1966. 2) Erla, f. 2.8. 1969. Börn hennar eru Gígja og Birta Óskarsdætur. 3) Hrund, f. 13.6. 1974, gift Guðmundi Óla Sveinssyni. Börn þeirra eru Gísli Snær, Nökkvi og Sindri. 4) Þóra, f. 17.6. 1979, gift Júlíusi G. Ingasyni. Börn þeirra eru Arnar og Andri- .Ingibjörg starfaði lengi við fanga- línufyrirtæki þeirra hjóna og síðan við föndurkennslu á Hraunbúðum. Útför Ingibjargar fer fram frá Aðventkirkjunni í Vestmannaeyjum föstud. 30. apríl 2010 og hefst at- höfnin kl. 13. Andlát tengdamóður minnar, Ingu Haraldsdóttur, hafði sinn aðdrag- anda, allir vissu að hverju stefndi. Þrátt fyrir það var andlátsstundin erfið, þrungin trega og söknuði. En hún Inga hafði lokið sinni lífsgöngu og var sátt við guð sinn og menn. Eft- ir að eiginmaður hennar, Þórður Stef- ánsson, lést árið 2007 var eins og lífs- neisti hennar væri kominn að því að slokkna. Þórður, eða Doddi eins og hann var alltaf kallaður, hafði veikst árið 1956, varð eftir þau veikindi bæði blindur og lamaður. Það kom þá í hlut Ingu að vera hans stoð og stytta og það hlutverk rækti hún af mikilli alúð og væntumþykju, svo eftir var tekið. Hún bókstaflega fórnaði sínu lífi fyrir Dodda sinn. Ég kom inn í fjölskyldu hennar fyr- ir nærri 46 árum, sem verðandi tengdasonur. Ég kom af heimili þar sem trúrækni var ekki mikil. Heimili verðandi tengdafjölskyldu minnar var hinsvegar afar trúrækið og þar var Inga í aðalhlutverki. Þótt mér væri vel tekið á heimilinu, hafði verð- andi tengdamóðir mín orð á því að hún kysi frekar að tengdasonur sinn væri aðventisti. Ekki varð ég við þeirri ósk en vonandi hef ég bætt henni það með öðrum hætti. Biblían var hennar bók, þar var ég hinsvegar sem álfur út úr hól. Fljót- lega lagði ég það á mig að lesa þessa merku bók og kom eitt sinn hróðugur í heimsókn til Ingu – tilkynnti að nú hefði ég lesið Biblíuna. Ég fann að ég hafði vaxið í áliti hjá Ingu við þennan lestur. Hún tók að vitna í einhverja kafla Biblíunnar en ég fylgdi Ingu ekki eftir, hafði ekki hugmynd um hvar hún bar niður – en verð svona eftir á að viðurkenna, að ég sveikst um lesturinn, fannst Biblían ekki spennandi og hafði lesið hana á hundavaði. Eftir þetta reyndi ég að eyða talinu, ef Inga bryddaði uppá því umræðuefni að hann Gísli hefði nú lesið Biblíuna. Ég bið hana fyrirgefn- ingar á þessari ósannsögli, þótt seint sé. Inga gekk í söfnuð aðventista í Eyjum á unglingsaldri og var í þeim söfnuði allt til æviloka. Fyrir Ingu var tvennt sem var henni allt, Guð og Doddi, eiginmaður hennar. Honum kynntist hún ung, enda var hann líka í Aðventsöfnuðinum í Eyjum. Þá ung- ur sjómaður og seinna skipstjóri og útgerðarmaður. Veikindi hans settu hinsvegar allt líf fjölskyldunnar úr skorðum. En öll él birtir upp um síðir. Doddi setti á stofn lítið fyrirtæki sem vann fangalínur fyrir bátaflotann, úr úrgangs-þorskanetum. Við þetta fyr- irtæki unnu þau hjónin þar til Elli kerling setti mark sitt á þau. Þar að auki voru að koma ný efni til sögunn- ar, sem gerðu framleiðslu þeirra hjóna úrelta. Þau hættu því rekstri þessa fyrirtækis. Inga fór að vinna sem föndurleiðbeinandi á Hraunbúð- um en Doddi fór að starfa í Kerta- gerðinni Heimaey. Síðustu árin bjuggu þau hjónin hjá Hrönn dóttur sinni en eftirlétu Erlu barnabarni sínu að búa í húsinu að Faxastíg 2, sem þau byggðu og bjuggu í nánast allan sinn búskap. Ég þakka Ingu tengdamóður löng kynni, sem leiddu til þess að ég eign- aðist yndislega eiginkonu. Ég get af fullri einlægni sagt að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Gísli Valtýsson. Um miðja síðustu öld skutust menn ekki milli landshluta að gamni sínu. Það var ekki fyrr en ég, Dalvík- ingurinn, var farinn að nálgast tíu ára aldurinn að ég sá Ingu systur fyrst, hálfsysturina frá Vestmannaeyjum. Þá kom fjölskyldan, Inga, Doddi og brosandi dæturnar tvær, í heimsókn. Þetta var engin venjuleg fjölskylda, því að þá var Doddi orðinn verulega veikur og leitaði sér lækninga um haustið til Danmerkur. Þar urðu þau mistök sem lömuðu hann að hálfu, blinduðu hann og sviptu hann heyrn að hluta til. Þó gætti aldrei biturðar og lífið virtist dásamlegt. Hvernig er þetta hægt? Eftir þessa fyrstu heimsókn styrktust fjölskylduböndin ár frá ári og heimsóknum fjölgaði á báða bóga. Inga og Doddi voru mjög trúuð sem vafalítið hefur komið þeim í gegnum erfiðleikana ásamt góðri nærfjöl- skyldu. Að mínu mati var Inga systir gegnheil kona í þeirra orða fyllstu merkingu. Hún gantaðist ekki með trúmál í mín eyru og hefur ef til vill haft áhyggjur af yngsta bróður sín- um í þeim efnum. En eitt er ég viss um, að ef himnaríki er til þá er þar bæði fámennt og tilbreytingarlaust ef Ingu systur hefur ekki verið tekið þar með rauða dreglinum og söng. Hrönn, Hanna og ykkar fólk, við systkinin, makar, börn og barnabörn sendum samúðarkveðjur til ykkar allra og minnumst góðrar konu með þakklæti. Þórir Haraldsson. Fallin er frá Ingibjörg Haralds- dóttir, eða Inga hans Dodda, eins og hún var gjarnan nefnd í mínum upp- vexti. Ég var ekki hár í loftinu, þegar ég kynntist henni fyrst, þótt langt væri á milli okkar; ég til heimilis á sveitabæ í Mýrdalnum en hún búsett í Vestmannaeyjum, þar sem hún hafði búið honum Dodda, föðurbróð- ur mínum, dætrum sínum, þeim Hrönn og Hönnu og svo líka honum Stebba afa mínum yndislegt heimili á Faxastíg 2A. En uppi á lofti í því sama húsi bjó líka hann Elli frændi, föðurbróðir minn, sem síðar átti eftir að verða stjúpfaðir minn. Fyrstu minningarnar eru um ákaflega hóg- væra konu, en þó létta í lund, þrátt fyrir allt það mótlæti sem hún mætti í lífinu, en eiginmaður hennar missti sjónina í blóma lífsins og varð þá að hætta sem skipstjóri. Honum var hún stoð og stytta allt hans líf, svo og hon- um afa mínum sem líka stríddi við veikindi á efri árum. Aldrei minnist ég þess að hafa heyrt hana mæla styggðaryrði af vörum né sýta sitt hlutskipti í lífinu. Það átti því aldrei eftir að falla skuggi á þessar fyrstu minningar um Ingu og ég fullyrði, að samneyti við hana hafi haft mann- bætandi áhrif á mig. Eftir að mamma fluttist til Eyja, varð ég tíður gestur á Faxastígnum og alltaf var viðmótið þar jafn þægilegt. Þegar mamma varð ekkja í annað sinn, stóðu Inga og dætur hennar við bakið á henni með ráðum og dáð og fæ ég það seint fullþakkað. Ég á þess því miður ekki kost að fylgja henni Ingu til grafar og verð því að láta þessi fátæklegu orð duga sem kveðjuorð. Dætrum henn- ar, tengdasonum, afkomendum og venslafólki bið ég guðs blessunar og votta þeim mína dýpstu samúð. Ingi S. Ingason. Eftir áratuga kynni og vinsemd, sem aldrei bar skugga á, er mér ljúft að minnast hennar Ingibjargar Har- aldsdóttur – Ingu – eins og hún var jafnan kölluð. Allt frá æsku bærðist hún og var virk innan Aðventkirkjunnar í Vest- mannaeyjum – í ungmennafélaginu, sönglífinu, Systrafélaginu Alfa og veitti því forstöðu um tíma með dugn- aði. Sem sannur mannvinur lét hún sér annt um hag allra innan kirkju sinnar og utan. Hún hafði mikið yndi af söng, var með tæra, blæfagra sópranrödd og söng í kirkjukórnum og kvennakór, sem ég starfrækti þar um tíma . . . alltaf fús til hjálpar, ef syngja skyldi. Inga var hvers manns hugljúfi, prúð í öllum samskiptum. Samtímis einbeitt, ákveðin og traust, já „sterk“, svo fíngerð og nett sem hún var. Styrkur hennar kom ekki hvað sízt í ljós þegar maðurinn hennar, sá kraftmikli sjósóknari, missti sjónina í blóma lífsins. Í því mikla áfalli og öll árin sem fylgdu stóð Inga honum við hlið, bar hann uppi og leiddi hann blindan. Aldrei var nokkurn bilbug á henni að finna né kvörtun. Hún var mikil húsmóðir og stýrði fallegu heimili. Ótaldar eru veizlurn- ar sem við hjónin sátum á heimili þeirra þar sem hún „dekraði“ við „sérvizku“ mína af miklu örlæti og skilningi. Það voru glaðar stundir. En þannig var hún í öllu, sem hún fékkst við, óspör á sjálfa sig. En nú er hún gengin. Kveður í trúarvissunni um endurfundi samkvæmt fyrir- heiti Guðs. Ég kveð hana með djúpri virðingu og þakklæti. Blessuð veri minning hennar. Kæra Hrönn, Hanna og allir aðrir ástvinir. Meðtakið hlýjustu samúð frá okkur, Sólveig og Jón Hjörleifur Jónsson. Með fáeinum orðum langar okkur að minnast Ingu heitinnar. Við kynntumst henni og Dodda þegar við bjuggum í Eyjum stuttu eftir gos. Þeim var mikið í mun að okkur ungu hjónunum liði sem best og munum við ætíð minnast umhyggju þeirra og gestrisni með þakklæti. Við áttum margar ánægjustundir á heimili þeirra og var fróðlegt að kynnast lífs- hlaupi þeirra hjóna sem hafði mótast mikið af sjúkdómi Dodda sem blind- aði hann ungan. Inga var einstök kona sem við erum þakklát fyrir að hafa kynnst. Hennar verður sárt saknað af svo mörgum. Guð blessi minningu hennar. Við sendum Hrönn og Hönnu, fjöl- skyldum þeirra og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Einar Valgeir og Karen Elizabeth. Ingibjörg Haraldsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.