Morgunblaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2010 ✝ Páll Skúlasonfæddist á Ólafs- firði 16. júní 1967. Hann lést laugardag- inn 24. apríl síðstlið- inn. Foreldrar hans eru Skúli Pálsson, f. 18.6. 1944, og Guð- rún Hlíf Ludviks- dóttir, f. 25.2.1946. Systkini Páls eru a) Anna Júlía Skúla- dóttir, f. 11.7. 1966, maki Ólafur Ingi Jónsson, f. 5.3. 1960. Börn þeirra eru Hjörtur Rós- mann, Jóhann Skúli og Álfheiður Inga. b) Birgir Skúlason, f. 29.11. 1968, maki Anna Guðrún Jóns- dóttir, f. 8.4. 1966. Barn þeirra er Tindra Gná en fyrir átti Birgir dótturina Sögu Hlíf og Anna synina Þórarin Frey og Gunnar Þór. Börn Páls eru a) Sóley Anna, f. 8.7. 1986, maki Ólafur Björns- son, f. 22.12. 1981. Dóttir þeirra er Sylvía Rán, f. 4.2. 2006. b) Ísar Daði, f. 10.9. 2000, barns- móðir Hanna Sigríð- ur Stefánsdóttir, c) Adrían Óli, f. 8.8. 2008, barnsmóðir Sigríður Sæland Óladóttir. Útför Páls fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 30. apríl 2010 og hefst athöfnin kl.13 Elsku pabbi minn. Ég á svo erfitt með að hugsa til þess að ég sjái þig aldrei aftur. Samband okkar var einstakt. Það leið ekki sá dagur að þú segðir mér ekki að þú elskaðir mig og knúsaðir mig eins og við værum að sjást í síð- asta skipti. Það fór heldur aldrei á milli mála að ég var dóttir þín og var ég alltaf svo stolt af því. Þrátt fyrir sjúkdóminn þá hefð- irðu ekki getað reynst mér betur. Betri pabba og afa dóttur minnar hefði ég ekki getað hugsað mér. Þú reyndist mér alltaf svo vel. Ef mig vantaði ráðleggingar þá leitaði ég til þín og þú varst alltaf tilbúinn að taka mínar áhyggjur á þig og segja mér að þetta myndi reddast. Þú varst svo litrík persóna, það var aldrei neitt venjulegt í kringum þig, þér tókst alltaf að gera ósköp venju- legan dag að einhverju miklu meira og skemmtilegra með þinni einstöku gleði og húmor fyrir lífinu. Þú varst líka svo handlaginn, bæði með verk- færin og í eldhúsinu og svo var tón- listin þér svo mikið. Seinustu mánuði sem þú hefur verið hjá okkur hefurðu eytt fleiri kvöldum í að leyfa okkur Óla mínum að hlusta á uppáhaldslögin þín og segja okkur sögurnar á bakvið þau. Það var svo gott að hafa þig á heimilinu, þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa með allt. En nú er allt svo tómlegt. Nú átt þú eftir að vaka yfir okkur systkinunum og litlu afastelp- unni þinni. Ég veit þú ert kominn á betri stað núna og þarft ekki lengur að leita að rónni sem þú þráðir. Ég mun geyma þig og allar ynd- islegu minningarnar okkar saman í hjarta mér. Ég elska þig. Þín, Sóley Anna. Elsku pabbi minn Þú varst mér alltaf góður þótt ég þyrfti að þræta við þig og rífast stundum út af heimalærdómnum. Þótt þú sért farin burtu þá átt þú alltaf stað í hjartanu mínu. Síðast þegar ég sá þig þá náðir þú í mig í skólann og við fórum á rúntinn og vorum að brasa. Ég hélt með Man- chester United eins og þú. Var ekki lengur Liverpool-maður. Þú varst glaður yfir því. Stundum pöntuðum við Dominos og horfðum saman á leik. Takk fyrir mig, pabbi minn. Ég elska þig. Ísar Daði Pálsson. „Hæ, pungurinn minn“ voru þau orð sem þú lést alltaf falla þegar við hittumst eða þegar þú hringdir í mig og var það eitt og sér nóg til að draga fram á mér bros, sama hvern- ig á stóð. Betri föður og betri afa er erfitt að finna, þó að sjúkdómur þinn hafi gert það að verkum að við sáum oft minna af þér en við vildum. Ég veit fyrir víst að nú ert þú að dreifa gleði og segja sögur á góðum stað ásamt öðrum föllnum snilling- um, að sjálfsögðu eru sögurnar vel kryddaðar því ef einhver kunni að gera góða sögu betri, þá varst það þú. Þennan örlagaríka dag missti ég ekki bara tengdapabba minn, ég missti einn minn besta vin og verður þín sárt saknað. Ég þakka fyrir all- ar þær stundir sem við áttum saman og þá gleði sem þú færðir mér og minni fjölskyldu. Svo ég endi þetta á þínum orðum, en nú frá mér til þín, ég elska þig kúturinn minn. Ólafur tengdasonur. Ég sat í sófanum á Vogi. Nýkom- in inn í mína fyrstu meðferð og gjó- aði laumulega augunum á myndar- lega manninn með tannkremstúpuna sem ráfaði hring eftir hring milli hæða án þess að átta sig á því sjálfur. Ekki grunaði mig þá að ég ætti eftir að verða ást- angin af þér, deila með þér áratug í sambúð og upplifa hæstu hæðir og dimmustu dalina. Þannig var lífið með þér, elsku vinur. Aldrei logn- molla. Það er enginn feluleikur að sjúkdómurinn dró okkur saman í byrjun og stíaði okkur í sundur að lokum. Hann eirir engum. Það er ekki auðvelt að lýsa í fáum orðum manni eins og þér, Páll. Þeir sem fengu að kynnast þér á lífsleið- inni sitja eftir ríkari á svo margan hátt. Maður með einstakan húmor sem tókst að hrífa aðra með þér í gleði og skemmtilegum frásögnum sem þú kryddaðir af þinni einstöku lagni og hlóst svo manna mest sjálf- ur. Þú varðveittir barnið í sjálfum þér og gleðina og þér var nokk sama um álit annarra á þér. Þær eru óteljandi minningarnar úr lífi okkar saman. Tjaldútilegur, matargerð, Afríkudvölin, fjölskylduheimsóknir, neyslan, skytteríið, fæðing sonar okkar, fyrsta íbúðin sem við gerðum upp, AA-fundirnir, brandararnir, kertaljósasamræður, rifrildin þegar hvorugt vildi láta undan, hundurinn okkar Tinni, sumarbústaðaferðirn- ar… ég gæti haldið endalaust áfram. Það sem einkenndi þig var hjálp- semi, kraftur, einlægni og verksvit. Þú varst ekki alltaf að bera tilfinn- ingar þínar á torg en sýndir þeim mun meira í verki væntumþykju og ást þína. Þú elskaðir börnin þín skil- yrðislaust og það var ekkert sem þú hefðir ekki gert fyrir þau. Ekki neitt. Þegar Ísar okkar fæddist fann ég hvað föðurhlutverkið var þér í blóð borið. Ég var blaut á bak við eyrun en þú hafðir reynsluna eftir hana Sóleyju þína og þeir voru ekki fáir morgnarnir sem þið feðgar dunduðuð ykkur með Tinna við eitt- hvert bras. Þegar við fórum til Afr- íku reyndi mikið á samstöðu okkar. Sú reynsla sem við öðluðumst þar tengdi okkur óútskýranlegum bönd- um. Einnig þegar Ísar var greindur einhverfur. Við öðluðumst æðruleysi þá og hétum því í sameiningu að gera allt sem í okkar valdi stæði til að gera honum lífið gott. Við fórum hvort í sína áttina fyrir tæpum 4 árum síðan eftir 11 ára sambúð og við tók erfitt tímabil en okkur auðnaðist að verða aftur góð- ir vinir og samtaka foreldrar. Þú varst orðinn heimagangur hér og alltaf boðinn og búinn til að aðstoða okkur Ísar með hvað sem var. Við sátum oft saman yfir kaffi og hlóg- um. Þú varst stoltur af mér og sagð- ir mér frá því. Sagðir að þér liði líka vel. Okkur þótti mjög vænt hvoru um annað og það er falleg gjöf að eiga í hjartanu nú þegar komið er að leiðarlokum. Þú varst ekkert að fara frá okkur. Nei, langt í frá. Ætlaðir að koma á laugardeginum og setja upp hillur í geymslunni hjá mér, því þér fannst hún skammarlega illa nýtt. En slysin gera ekki boð á und- an sér. Bakkus tekur allt en gefur ekkert. Ég vil að lokum þakka þér, elsku Palli minn, fyrir litríkt ævintýri, ást- ina og allt sem þú kenndir mér. Ég passa vel upp á son okkar. Guð gefi þér frið nú. Þín hjartans vinkona, Hanna. Ég á engin orð sem lýsa minni sorg. Við vorum eitt því fær ekkert breytt. Þú elskað mig hefur en að eilífu sefur. Hvað geri ég nú raunin er sú ég get ekki kvatt þetta er ekki satt Ég bíð þess enn þú komir nú senn og vekir mig af þessari martröð. Ég elska þig af öllu hjarta og söknuðurinn virðist óyfirstíganleg- ur. Minning um yndislegan mann mun ávallt lifa. Hvíl í friði, ástin mín. Þín, Sigríður. Elsku afi minn. Ég fæ aldrei að hitta þig aftur og finnst mér það svo sárt, því við vor- um svo góðir vinir. Ég mun aldrei gleyma hversu góður þú varst við mig og hvað mér fannst alltaf gaman að leika við þig. Núna ert þú uppi á himnum og passar mig. Þótt ég sjái þig ekki ætla ég samt að halda áfram að bjóða þér góða nótt og segja þér að ég elski þig, því ég veit þú heyrir í mér og segir það til baka, þó ég heyri það ekki. Takk fyrir okkar stundir saman, elsku afi Palli. Sylvía Rán. Elsku Palli Það var árið 1995, við Hanna systir leigðum saman og þið að skjótast hvort í öðru. Mér leist ekk- ert á þig í fyrstu, íslenska lopa- peysuútgáfan af Antonio Banderas, hávær og þóttist alltaf hafa rétt fyr- ir þér. Það breyttist fljótt, þú hélst reyndar áfram að vera hávær en mér fór að þykja vænt um þig. Ég varð fljótt þriðja hjólið undir vagni í sambandi ykkar, alltaf í heimsókn og við að rífast um Liverpool og United. Þá varstu hávær og þóttist alltaf hafa rétt fyrir þér. Biggi bróð- ir þinn varð minn bandamaður í fót- boltadeilunni enda þurfti tvo til að hafa í við þig. Þú varst stórtækur í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur, það dugði ekki minna en 3 kg af karamellum yfir vídeóglápi og stuttu fyrir hver jól eldaðirðu þér alltaf „smá“ hamborgarhrygg til að hafa í fanginu og narta í sem forskot á sæluna. Þið pössuðuð vel saman; þú borðaðir allt kjötið á meðan Hanna systir borðaði grænmetið. Þú varst afburða handlaginn og ekkert verk til sem þú treystir þér ekki í, hvort sem var á sjó eða við smíðar. Þegar ég keypti mér íbúð og vantaði hjálp þá komstu, þú varst alltaf boðinn og búinn og eyddir fleiri vikum í að endurgera hana. Það var gott að eiga þær stundir með þér í rólegheitum að spjalla. Einnig varstu mömmu og pabba heitnum ótrúlega hjálpsamur og var aðdáunarverð þolinmæði þín gagn- vart öllum verkefnunum sem við fjölskyldan hlóðum á þig. Þegar ykkur fæddist svo hann Ís- ar Daði þá varð ég stoltasta frænka í öllum heiminum og bókstaflega hékk yfir ykkur öllum stundum, nánast flutti inn. Sumir hefðu viljað smá svigrúm en þér var alveg sama. Fannst bara fínt að ég og guðsonur okkar Bigga bróður þíns gætum átt gæðastundir saman. Þú meira að segja samþykktir að hann yrði vígð- ur inn í Liverpool, trúna okkar Bigga. Eftir meira en áratug kom svo að leiðarlokum í ykkar sambúð en þið náðuð aftur góðum samskiptum og áttuð síðustu misserin í sátt sem vinir og foreldrar Ísars Daða. Börn- in þín, þau Sóley Anna, Ísar Daði og Adrian Óli, áttu hug þinn allan. Þú varst eins góður faðir og nokkur getur verið í aðstæðum sem eru erf- iðar. Sjúkdómur þinn hlífði þér ekki og að lokum varst þú undir í barátt- unni. Ég minnist þín sem grallara, allt- af með augun opin fyrir nýjum æv- intýrum og ég trúi að þú fáir að upplifa þau fleiri á næsta áfanga- stað. Vonandi ertu núna á Old Traf- ford að gera þig kláran fyrir loka- sprettinn í deildinni, í fyrsta sinn þarftu að halda með Liverpool um helgina til að redda ykkur titlinum og ég hugsa til þín í því hlutverki með lúmskt bros á vör. Farðu í friði elsku Palli minn og hafðu þökk fyrir allt. Megi allar góðir vættir vaka yfir sálu þinni alltaf. Elsku Skúli, Guffa, Sóley Anna, Biggi, Anna Júlía, Hanna, Ísar, fjöl- skyldur og aðstandendur. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Inga H. Stefánsdóttir og fjölskylda. Enginn flýr sín örlög var það fyrsta sem kom í hugann þegar fregnin um andlát Palla barst. Ótal minningar streyma fram, minningar um gleði en líka um sorg. Það gekk á ýmsu hjá honum Palla, hann lifði lífinu hratt og teygaði bikarinn í botn. Minningar um lítinn snáða, við- kvæman og fallegan, glæsilegan ungan mann, eiginmann, föður og afa ylja manni. Minningar frá ætt- armótunum á Mýrum þar sem Palli lék alltaf stórt hlutverk sem skemmtikraftur, leikfélagi barnanna og yfirkokkur. Hann eldaði heims- ins besta mat og sósurnar hreint lostæti. Hans verður saknað. Börnin hans og afastelpan voru yndi hans og eftirlæti, þau sakna nú pabba og afa. Ástríkir foreldrar og kærleiksrík systkini sakna sonar og bróður. Frændsystkinin öll sakna skemmtilega og hjálpsama frænd- ans. Innilegar samúðarkveðjur til ást- vina allra. Forlög koma ofan að örlög kringum sveima Álögin úr ugga stað ólög vakna heima. (Persíus rímur frá 17. öld.) Birgitta frænka. Elsku fallegi frændi minn. Það varð allt grátt og guggið þeg- ar ég fékk þessar sorgarfréttir að þú værir farinn frá okkur. Að heyra elskandi föður þinn og bróður minn segja þessi orð, að þú værir dáinn; það þyrmdi yfir mig og minning- arnar um þig hrönnuðust upp. Man þig svo vel lítinn dreng- hnokka, hversu stoltur pabbi var af nafna sínum. Fallegu augun þín og krullurnar í hárinu, yndislegur, fal- legur og vel af guði gerður. Sumrin á Dalvík, naut þess að brasa með þig og systkini þín. Margar voru ferðirnar upp í hólana og á leikvöll- inn. Ég öðlaðist mikinn þroska og ábyrgðartilfinningu sem ávallt hefur nýst mér vel. Man svo vel hvernig foreldrar þínir launuðu mér, þegar fallega rauða og hvíta Raleigh-reið- hjólið birtist, rosalega var ég stolt og ánægð, gleymi því aldrei. Árin liðu og á Ólafsfirði passaði ég þig og systkini þín þegar foreldrarnir fóru í bíó og annað slíkt. Man stundirnar okkar þegar systkinin voru sofnuð og þú sast í efri kojunni í herberg- inu ykkar bræðra, undir súð í Kirkjuveginum og þú sagðir mér sögur. Frásagnargleði og húmor sem var einstakur. Árin liðu og skólagangan og unglingsárin komu. Prakkarastrik og skemmtilegheit, fullorðinsárin og stoltur faðir. Seinni árin hefur alltaf verið til- hlökkun að hitta þig, elsku vinur, á fjölskyldumótinu okkar á Mýrum. Aldrei brást að alltaf var líf og fjör í kringum þig. Börnin elskuðu þig og allir hlógu og skemmtu sér þar sem þú varst, elskulegur. Það verður mikill söknuður í sum- ar þegar fjölskyldan hittist og þú verður ekki þar. En ég veit að þú verður með okkur, segir brandara og eldar þann besta mat sem hugs- ast getur. Þú varst nefnilega snill- ingur við allt sem þú tókst þér fyrir hendur, hvort sem var að elda góð- an mat, skemmta fólki, smíða eða gera hvað sem var. Man þegar ég átti erfitt og þú huggaðir mig. Takk fyrir mig, elsku frændi minn. Trúi því að nú sértu kominn í örugga höfn og faðm þess sem öllu ræður og afi þinn og nafni eru örugglega til staðar og hjálpa þér og ömm- urnar þínar líka. Votta foreldrum þínum, systkinum, og öðrum að- standendum mína dýpstu samúð. Þín frænka Bína. Að lokum fylgir ljóð eftir frænda okkar, Birgi Marinósson. Hvergi smeykur ég syng minn söng, sæll og glaður um dægrin löng. Horfi ég út á hafið blátt, held út fjörðinn í norðurátt. Í hvert eitt skipti ég sigli sæ, sannri fyllingu lífsins næ. Öldugjálfur mitt örvar blóð, og í huga mér vekur glóð. Út á hafið mig bátur ber, blámi strandar í fjarska er, úr augsýn hverfur hún eflaust brátt. Ennþá ég held í norðurátt. Öldur stækka og aukast ský, áfram sigli ég fyrir því. Hugur minn er svo hress og ör, hættulaus þó ei sé mín för. Þegar bára rís brött og há, belgja stormar um úfinn sjá, aldrei meiri fögnuð fæ, fer á kostum um úfinn sæ. Þá legg ég í lokaferð, sem líka eins og hinir verð, vona ég að þú báran blá, berir mig nýjar slóðir á. Hvergi smeykur ég syng minn söng, sæll og glaður um dægrin löng. Horfi ég út á hafið blátt, held út fjörðinn í norðurátt. Kristín Jakobína Pálsdóttir. Páll Skúlason hefur kvatt okkur á þessari jörð. Ég sá drenginn fyrst á ferming- ardaginn hans, kom þar til veislu með frænda hans. Gullfallegur og glæsilegur var hann strax á unga aldri. Einstaklega vel gerður til huga og handar. Það er leitun að öðrum eins hæfileikamanni og Palli var. Allt lék í höndum hans og hug- myndirnar flæddu fram einsog stór- fljót þegar sá gállinn var á honum. Það var sama í hvaða geira Palli var að vinna, alls staðar var hann heima og gerði góða hluti. Ég man þegar ég kom til þeirra Hönnu í húsið á Langholtsveginum og Páll var bú- inn að taka allt í gegn. Handbragðið og arkitektúrinn sýndu sannarlega hvað í honum bjó. Hann var ekki í vandræðum með innréttingar og út- lit, drengurinn sá. Aldrei hitti ég á Palla í vondu skapi, alltaf glaður og hressti uppá umhverfið og sögurnar, maður minn. Já, Palli var mikill sögumaður og sagði einstaklega vel frá. Oft var ég búin að hlæja og oft var ég búin að segja honum að setjast niður og skrifa. Elsku kallinn minn, ég þakka stundirnar. Elsku Guðrún, Skúli og börnin hans þrjú, ég samhryggist innilega. Arna A. Antonsdóttir og börn. Páll Skúlason HINSTA KVEÐJA Tárum tekur við minn hvarmur, tifa fram á kinnar mér. Hryggð og einnig þungbær harmur, hrjáir okkur eftir hér. Jóhann Páll, frændi og nafni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.