Morgunblaðið - 30.04.2010, Page 27
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2010
✝ Sigrún Alexand-ersdóttir fæddist í
Reykjavík 21. nóv-
ember 1945. Hún lést
mánudaginn 19. apríl
2010.
Foreldrar hennar
voru Gestheiður
Árnadóttir frá
Reykjavík f. 8. júní
1919, d. 4. júlí 1961 og
Alexander Geirsson
frá Akranesi f. 21.
ágúst 1911, d. 26.
október 1982. Bræður
Sigrúnar eru Kristinn
Reynholt Alexandersson f. 18. jan-
úar 1939, búsettur í Reykjavík, Árni
Alexandersson f. 4. janúar 1941, bú-
settur á Sólheimum í Grímsnesi,
Heiðar Alexandersson f. 2. júní 1944,
búsettur á Selfossi og Þorsteinn Jó-
hannsson f. 10. nóvember 1950, bú-
settur á Selfossi. Sigrún ólst upp og
bjó nánast alla tíð í Reykjavík. Hún
byrjaði ung að vinna og í gegnum
tíðina hefur hún unnið á hinum
ýmsu hjúkrunarheim-
ilum og dvalarheim-
ilum fyrir aldraða og
fatlaða, meðal annars
á Skálatúni, Sól-
heimum í Grímsnesi,
Droplaugarstöðum og
núna síðast á Gull-
smára í Kópavogi. Sig-
rún var mjög list-
hneigð og hafði
sérstaklega gaman af
því að mála og teikna.
Ferðalög voru í uppá-
haldi og hafði hún
mjög gaman af því að
ferðast með vinkonum sínum, bæði
innanlands og utan. Hún hafði einn-
ig mikinn áhuga á dulspeki og spáði
mikið í spil, tölur, liti og fleira. Nátt-
úrusteinar voru henni hugleiknir og
hafði hún safnað mörgum fallegum
steinum sem allir hafa mismunandi
krafta og eiginleika.
Útför Sigrúnar fer fram frá Lang-
holtskirkju í dag, föstudaginn 30.
apríl 2010, og hefst athöfnin kl. 13.
Margt þú hefur misjafnt reynt,
mörg þín dulið sárin.
Þú hefur alltaf getað greint,
gleði bak við tárin.
(J.Á.)
Minningar um þig sækja á eins og
tónn í tón. Allt er eðlilegt í upplif-
unarheimi og hugaranda. Gleði, kær-
leikur, forvitni, ógn, líf, dauði, allt
samantvinnaðir þræðir í lífsvefinn.
Það er vandi að vera manneskja, en
enn meiri vandi að vera góð mann-
eskja, og það varst þú. Þér auðnaðist
að varðveita barnseðlið og miðla því á
svo ríkulegan hátt til annarra. Lífs-
vefurinn þinn var þér svo hugleikinn;
þú lagðir mikla alúð við að slétta
hnökrana, þétta þræðina og láta lita-
dýrðina njóta sín.
Nú ert þú farin í þína hinstu ferð,
hjartkæra vinkona. Þér tókst að
koma öllum í opna skjöldu eins og svo
oft áður. Eftir sitjum við hin, fátækari
en jafnframt svo miklu ríkari. Gleðin,
skopskynið, sakleysið, viskan og rétt-
lætiskenndin, sem var þitt aðals-
merki, snart strengi hjartans, kenndi
okkur, og opnaði inn á við.
Við mannfólkið förum stundum
langt um skammt í iðu lífsins. Ég er
þér óendanlega þakklát, elsku Sigrún
mín, fyrir einstaka og einlæga vin-
áttu. Minningin um þig mun ávallt
fylgja mér og gleðja. Þitt skarð verð-
ur seint fyllt.
Vertu Guði falin, kæra vinkona.
Ásta Finnbogadóttir.
Þau eru mörg árin síðan leiðir okk-
ar Sigrúnar lágu fyrst saman er hún
réðst sem starfsstúlka á Skálatúns-
heimilið í forstöðutíð minni. Sigrún
vildi eins og svo margt ungt fólk
skoða heiminn og fór þess vegna til
Kaupmannahafnar og vann þar á
sjúkrahúsi. Eftir heimkomuna sótti
hún um starf á Hæfingarstöðinni
Bjarkarási, er ég þá veitti forstöðu.
Sigrún vann allan sinn starfsferil við
umönnun andlega og líkamlega fatl-
aðs fólks og á öldrunarstofnunum.
Mér er minnisstæð umhyggja henn-
ar, natni og ósérhlífni gagnvart fjöl-
fötluðum dreng á Skálatúni. Hún var
öðrum fyrirmynd. Í 45 ár hefur sam-
band okkar Sigrúnar aldrei rofnað.
Líf Sigrúnar var á stundum þyrnum
stráð og erfitt í baráttu hennar við
Bakkus, en hún hafði sigur. Líf henn-
ar tók miklum breytingum og hún
uppskar gleði og hamingju sem og
vina sinna. Í Sigrúnu blundaði margt
og hún var alltaf að koma á óvart.
Hún hafði áhuga á lífsspeki og leynd-
ardómum lífsins og í henni blunduðu
listrænir hæfileikar. Hópur fyrrv.
samstarfsfólks míns heldur
tengslum. Eftir lát Sólveigar, fyrrv.
aðstoðarforstöðukonu minnar, höfum
við komið saman í minningu hennar.
Svo var einnig nú er við vildum minn-
ast þess að hún hefði orðið 60 ára 24.
apríl sl. Sorgarfréttin barst okkur,
Sigrún hefði látist snögglega. Við
söknuðum hennarsem alltaf hafði
verið með okkur. Söknuðum þessarar
léttlyndu gamansömu vinkonu okkar
sem okkur öllum þótti svo vænt um.
Blessuð sé minning Sigrúnar.
Samúðarkveðjur sendi ég dóttir
hennar Gróu Lísu svo og öðrum að-
standendum.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Gréta Bachmann.
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson.)
Okkur langar í fáeinum orðum að
minnast elskulegrar vinkonu okkar
Sigrúnar Alexandersdóttur sem and-
aðist langt fyrir aldur fram þann 19.
apríl sl.
Minningarnar lifna ein af annarri.
Við urðum þeirrar gæfu aðnjótandi
að kynnast þessari yndislegu,
skemmtilegu og frábæru manneskju
á Heilsuhælinu í Hveragerði fyrir
nokkrum árum. Með okkur vinunum
myndaðist náinn vinskapur, sem við
ræktuðum ávallt síðan. Það eru
margar góðar minningar sem fara í
gegnum huga okkar á svona stundu.
Margt var brallað saman og mikil
gleði ríkti ávallt í hjörtum okkar. Við
urðum svo hress og spræk að við upp-
lifðum okkur sem ungt fólk á heima-
vist! Æ síðan höfum við kallað okkur
bekkjarsystkini frá NFLÍ Hvera-
gerði.
Sigrún okkar var afskaplega
skemmtilegur persónuleiki, hafði
skemmtilega frásagnarhæfileika og í
rólegheitum ultu brandararnir frá
henni og allir veltust um af hlátri svo
undir tók. Þær voru ófáar ferðirnar á
kaffihúsin og var uppáhaldið hennar
kaffi latte, og einnig af og til var farið
að borða saman á matsölustöðum til
að hvíla okkur á grænmetinu.
Sigrún hafði þá náðargáfu að geta
lesið úr tölum og ótrúlegt var hversu
sannspá hún var oft á tíðum. Hún átti
sterka trú og bænheit var hún.
Sigrún átti eina dóttur sem ólst
ekki upp hjá henni, og á þrjú barna-
börn og þegar hún ræddi um þau öll
þá ljómaði hún, því þau voru henni
mjög kær.
Hver minning er dýrmæt perla,
hjarta hennar var fyllt velvilja og
virðingu fyrir öllu sem lifir. Hún hafði
að leiðarljósi þann góða ásetning að
valda aldrei neinum sorg hvorki
sjálfri sér né öðrum. Nú er þessi góða
manneskja gengin og harmur hinna
nánustu meiri en svo að því verði með
orðum lýst. Drottinn leggur líkn með
þraut og við biðjum Guðs blessunar
og vottum samúð okkar.
Of fljótt of snöggt,
og farinn ertu vinur.
Fögur minning,
eftir stendur ein.
F.h. bekkjarfélaganna,
Ásta, Sigríður, Hafdís,
Haukur, Hrafnhildur,
Jón, Þórhildur og Þráinn.
Í dag kveðjum við Sigrúnu Alex-
andersdóttur. Hún var dóttir Gest-
heiðar móðursystur minnar sem var
mér mjög kær. Ég var mikið hjá
henni þegar ég var lítil, fyrst að láni
svo fór ég að passa fyrir Gestu í
Kirkjustræti 10, þá átti hún 3 drengi
og átti von á sínu 4 barni. Það var
mikil eftirvænting að fá stúlku, því þá
yrði allt svo gott. Svo kom stúlkan,
það eru mín fyrstu kynni af Sigrúnu,
litlu stúlkunni hennar Gestu.
Ég kom oft við hjá þeim þegar þau
áttu heima í vesturbænum rétt hjá
mér. Alltaf var litla stúlkan hennar
Gestu svo fín. Sigrún missti móður
sína 15 ára gömul. Það hefur verið
mikið áfall fyrir unglingsstúlku; þá er
mesta þörfin fyrir móðurumhyggj-
una. Svo líður tíminn og allir á fullu
með sitt líf, engir til að sinna hver öðr-
um, en þegar við frænkurnar hitt-
umst þá fundum við hvað við vorum
nánar og lofuðum hvor annarri að
vera í sambandi. Hún sagði mér frá
stúlkunni sinni, henni Lísu. Fyrir 2
árum hittumst við í Grasagarðinum
inni í Laugardal og fengum okkur
kaffi og spjölluðum. Ég fann hvað
Sigrún hafði mikla þörf fyrir að ná
sambandi við frændfólk sitt. Við lof-
uðum hvor annarri að hafa samband
fjótlega, en tíminn líður og nú kveðj-
umst við; fyrr en varir er tíminn bú-
inn.
Guð geymi Sigrúnu frænku sem
var brosmild og hljóð með sínu æðru-
leysi og sætti sig við allt og alla.
Súsanna Kristinsdóttir.
Sigrún Alexandersdóttir HINSTA KVEÐJA
Við viljum minnast Sigrúnar,
félaga okkar, í myndlistarhópn-
um á Aflagranda.
Brotthvarfið var snöggt og
hennar verður sárt saknað.
Hún var listakona með sinn
sérstaka stíl og skemmtilegur
félagi með góðan húmor.
Hvíl í friði.
F.h. félaganna
í „Akademíunni“,
Svava Stefánsdóttir.
✝ Þórdís Aðalbjörgfæddist að prest-
setrinu Stað í Súg-
andafirði 1. júní
1919. Hún lést 17.
apríl á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
vangi. Foreldrar
Þórdísar voru Anna
Stefánsdóttir, f. 25.
október 1874, d. 5.
mars 1960, og sr.
Þorvarður Brynjólfs-
son, f. 15. maí 1863,
d. 9. maí 1925. Þór-
dís var yngst 11
systkina. Elstur var hálfbróðirinn
Ingólfur, sem sr. Þorvarður átti
áður en þau Anna tóku saman,
síðan Stefán, Brynjólfur, Jón,
Ragnhildur, Brynveig, Haraldur
eldri sem lést þriggja ára gamall,
Laufey, Haraldur yngri og Þor-
gerður. Þau eru nú öll látin.
Þórdís giftist 19. júní 1948 Þor-
birni Sigurgeirssyni prófessor, f.
19. júní 1917, d. 24. mars 1988.
Þau eignuðust 5 syni: a) Þorgeir f.
27. mars 1949. Eiginkona hans er
Erla Vigdís Kristinsdóttir. Þau
eiga þrjú börn, Kristínu f. 19. maí
Schmidt og eiga þau saman dæt-
urnar Þórdísi f. 3. maí 2003 og
Heklu f. 6. febr. 2005. Þórdís út-
skrifaðist frá Kvennaskólanum í
Reykjavík 1937. Eftir að Þórdís
og Þorbjörn hófu búskap bjuggu
þau tvö ár í Danmörku, þar sem
Þorbjörn var við framhaldsnám.
Þegar heim var komið bjuggu þau
um nokkurra ára skeið á Soga-
veginum í Reykjavík, þar sem nú
er Háaleitisbraut. Árið 1957 flutti
fjölskyldan í Kópavoginn, þar sem
þau reistu tvílyft hús innarlega á
Digranesveginum, og var fjöl-
skyldan meðal frumbyggjanna á
lítt byggðri Digraneshæðinni.
Þórdís hélt þar heimili uns hún
fluttist á sambýlið Roðasali í
Kópavogi fyrir um fimm árum, og
síðan á hjúkrunarheimilið Sólvang
í Hafnarfirði.
Þórdís var alla tíð mikil útivist-
armanneskja og félagsvera. Gekk
ung á hæstu tinda Kerlingarfjalla,
stundaði skíðaíþróttir og var sem
slík virk í Íþróttafélagi kvenna á
fjórða og fimmta áratug síðustu
aldar. Síðar kom hún að stofnun
Fimleikafélagsins Gerplu. Hún
hafði mikinn áhuga á söng og tón-
list almennt, lagði m.a. stund á
söngnám og söng með kirkjukór
Digraneskirkju og síðar Samkór
Kópavogs.
Útför Þórdísar verður gerð frá
Kópavogskirkju föstudaginn 30.
apríl 2010 og hefst athöfnin kl 15.
1968, en börn hennar
eru Herluf, Ragn-
heiður og Alexander,
Þorbjörn f. 12. júní
1982 og Guðbjörgu f.
6. júní 1985. b) Sig-
urgeir f. 21. ágúst
1950. Eiginkona
hans er Hlín Gunn-
arsdóttir. Sigurgeir
á einn son, Þorbjörn
f. 19. júní 1985. Móð-
ir hans af fyrra
hjónabandi er Krist-
ín Jónsdóttir. c) Jón
Baldur f. 23. júní
1955. Eiginkona hans er Auðbjörg
Bergsveinsdóttir. Sonur Auð-
bjargar og Stefáns Arnar Hjaltal-
ín er Heiðar Örn f. 5. mars 1977,
en saman eiga þau Auðbjörg og
Jón Baldur dæturnar Höllu f. 2.
júlí 1986 og Bergþóru f. 15. jan-
úar 1989. d) Þorvarður Ingi f. 20.
mars 1957. Fyrrverandi eiginkona
hans er Helga Ingimundardóttir
og eiga þau saman börnin Þórdísi
f. 15. desember 1984 og Andra f.
5.desember 1988. e) Arinbjörn f.
11. maí 1961. Fyrrverandi sam-
býliskona hans er Guðrún
Sem barn að aldri fluttist móðir
mín ásamt móður sinni prestsekkj-
unni inn á Suðureyri við Súganda-
fjörð og síðar til Reykjavíkur. Sem
yngsta barnið í tiltölulega stórum
systkinahópi naut móðir mín þess að
hafa góðan aðgang að námi eftir að
þær mæðgur fluttust til höfuðstað-
arins. Mögulega varð það til þess að
hún leit hlutina öðrum augum og
hafði áhuga á öðrum lífsgildum en al-
mennt var með fólk á þeim tíma.
Þannig sameinaðist í þessari konu
mikill útivistaráhugi ásamt ríkri þörf
fyrir hreyfingu. En ekki síður hafði
hún áhuga á andans málum, hollu
mataræði og öðru því sem hreinsaði
líkama og sál.
Jafnframt því að koma fimm son-
um sínum til manns, meðal annars
með því að halda að okkur hunangi
og hvítlauki sem móðir okkar taldi
allra meina bót, tók hún virkan þátt í
morgunleikfimi náfrænda síns og
vinar, Valdimars Örnólfssonar, lagði
stund á söng, sótti tíma í harmón-
ikkuleik, dreif nágrannana á Digra-
neshæðinni í útileiki á björtum vor-
kvöldum og tók þess á milli til
hendinni við skógrækt með föður
okkar heitnum, Þorbirni Sigurgeirs-
syni. Mamma var félagsvera, söng í
kirkjukór og starfaði með fimleika-
félaginu Gerplu. Gott ef nafn félags-
ins var ekki frá henni komið. Hún
var líka afar meðvituð um kvenrétt-
indi og jafnan rétt kynjanna sem var
eðlilegt mótvægi við karlaumhverfið
heimafyrir. Sjálfsagt hefði mátt
flokka hana til femínista, en það hug-
tak var tæpast til þá.
Þróunin var fullkomnuð þegar
mamma hætti að reykja þessa einu
sígarettu sína með dagbókarskrifun-
um á kvöldin, gerðist grænmetisæta,
fór að iðka jóga og gekk einhvern
tímann berfætt yfir Lundartúnin í
Fossvogsdalnum af því „það var svo
gott að fá kraftinn úr gróðrinum
beint upp í fæturna“. Þá má segja að
prestsdóttirin og prófessorsfrúin
hafi verið orðin hippi, en það hugtak
var heldur ekki til þá. Ekki að undra
þótt Þórdís þætti nokkuð sérstök á
meðal nágrannanna í því skemmti-
lega frumbyggjakompaníi sem var
að verða til efst á Digranesveginum í
Kópavogi á sjötta og sjöunda áratug
síðustu aldar.
Líf móður okkar hefur ekki alltaf
verið dans á rósum. Sambúðin við
prófessorinn og hugðarefni hans var
vissulega krefjandi á köflum. Veik-
indi, krabbamein og nú síðasta ára-
tuginn Alzheimer, hafa einnig sett
sitt mark á líf hennar. Þrátt fyrir
þetta sigldi hún gegnum allt sitt líf
með jafnaðargeði og jákvæðu fasi.
Birta og hugarró, sem var svo ein-
kennandi fyrir þessa ljúfu mann-
eskju, streymdi frá henni allt til
hinsta dags.
Við bræðurnir færum starfsfólki
hjúkrunarheimilanna að Roðasölum
í Kópavogi og Sólvangi í Hafnarfirði
okkar innilegustu þakkir fyrir frá-
bæra umönnun móður okkar síðustu
æviár hennar.
Jón Baldur.
Þá er hún Dísa frænka farin. Mér
þótti ákaflega vænt um þessa móð-
ursystur mína sem var einstaklega
hlý og ljúf, kankvís og hnellin með
einkennilega tvírætt bros og stund-
um með stríðnisglampa í augum.
Hún hafði mikið yndi af tónlist og
hafði góða söngrödd og söng í kórum
meðan heilsan leyfði. Ég komst að
því þegar ég var ungur drengur að
við áttum annað sameiginlegt áhuga-
mál, skíðaíþróttina. Hún tók mig satt
að segja upp á sína arma, þegar ég
nýkominn að vestan, alls ókunnugur
öllu og öllum, var að reyna að komast
á skíði. Hún bauð mér með sér upp í
Skálafell þar sem hún og vinkonur
hennar í Íþróttafélagi kvenna höfðu
komið sér upp skíðaskála. Mér var
þar með borgið. Fór ég margar ferð-
ir með henni í Skálafell fyrsta vet-
urinn hér fyrir sunnan. Dísa var flink
á skíðum og fór fimlega niður brött-
ustu brekkurnar í Skálafelli. Aldrei
gleymi ég einni ferð sem við fórum á
efstu brún í sól og blíðu.
Þá voru engar lyftur og skíðin bor-
in upp á bakinu. Hitnaði okkur vel á
göngunni og fækkuðum við fötum
eftir því sem hærra dró. Fyrr en
varði var Dísa komin á brjóstahald-
arana eina saman ofan klæða. Og viti
menn, þannig brunaði hún niður allt
Skálafellið við mikla undrun þeirra
sem á horfðu. Þetta lýsti Dísu fænku
vel. Hún var hugrökk og djörf og lét
sér fátt fyrir brjósti brenna hvað svo
sem öðrum fannst um það. Ég var
stoltur af þessari djörfu frænku
minni og dáðist að skíðaleikni henn-
ar.
Á þessum árum var Dísa ólofuð og
hafði ekki ennþá kynnst þeim geð-
fellda gáfu- og vísindamanni Þor-
birni Sigurgeirssyni sem varð eigin-
maður hennar og faðir fimm
prýðis-sona þeirra. Áttu þau farsælt
og hamingjusamt hjónaband. Studdi
hún Þorbjörn með ráðum og dáð í
hans mikilvæga brautryðjendastarfi
í raunvísindum við Háskóla Íslands.
Nú að leiðarlokum minnist ég
Dísu frænku með þakklátum huga
fyrir umhyggju hennar og vináttu í
gegnum árin.
Ég votta hennar nánustu samúð
mína og Kristínu konu minnar en
samgleðst um leið sonum hennar yfir
því að hafa átt svo góða móður sem
Þórdísi Þorvarðardóttur.
Blessuð sé minning hennar.
Valdimar Örnólfsson.
Þórdís Aðalbjörg
Þorvarðardóttir