Morgunblaðið - 30.04.2010, Side 39
Menning 39FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2010
JÓRUKÓRINN heldur tvenna
tónleika á næstu dögum, þá
fyrri í dag, föstudag, og síðari á
sunnudag. Fyrri tónleikarnir
verða í Selfosskirkju og hefjast
kl. 20.00. Á sunnudaginn verð-
ur sungið í Félagsheimilinu Ár-
nesi kl. 16.00 í kaffihúsastemn-
ingu og tónleikagestum boðið
upp á kaffi og konfekt. Á efnis-
skránni er ýmsleg létt tónlist,
þar á meðal tvær útsetningar
kórstjórans á vinsælum lögum eftir Selfyssinga.
Helena R. Káradóttir tók aftur við stjórn kórs-
ins sl. haust. Píanóleik annast Þórlaug Bjarna-
dóttir. Einnig verður leikið á fleiri hljóðfæri. Sér-
stakur gestasöngvari er Halla Dröfn Jónsdóttir.
Tónlist
Tvennir vortón-
leikar Jórukórsins
Helena R.
Káradóttir
JÓHANNA Hreinsdóttir opn-
ar sýningu á olíumálverkum í
Listasal Garðabæjar, Garða-
torgi 7, á morgun, laugardag,
kl. 15:00.
Sýningin sem hún nefnir Úr
landslagi stendur til 12. maí og
er opin alla daga frá kl. 13-18.
Jóhanna Hreinsdóttir út-
skrifaðist frá Myndlista- og
handíðaskóla Íslands árið 1995
og hefur unnið að málverkinu
síðan.
Jóhanna hefur tekið þátt í mörgum samsýn-
ingum og haldið einkasýningar.
Síðasta einkasýning á verkum hennar var í
Galleríi Fold árið 2008.
Myndlist
Úr landslagi í
Garðabæ
Jóhanna
Hreinsdóttir
KVENNAKÓR Garðabæjar
fagnar tíu ára afmæli sínu með
tónleikum í Langholtskirkju á
sunnudaginn.
Íslenskum kvenkyns tón-
skáldum verður gert hátt undir
höfði og kirkjuleg verk munu
hljóma auk annarra verka úr
ýmsum áttum. Á tónleikunum
býðst gestum að rifja upp tón-
listarsögu kórsins.
Stofnandi og jafnframt
stjórnandi kórsins er Ingibjörg Guðjónsdóttir
sópransöngkona.
Með kórnum leikur píanóleikari kórsins, Sól-
veig Anna Jónsdóttir, auk fimm manna strengja-
sveitar.
Tónlist
Afmælistónleikar í
Langholtskirkju
Ingibjörg
Guðjónsdóttir
Prjónakona, skúr-
ingakona, kennari
eins og mamma og vinna í
útvarpi eins og pabbi 44
»
BARNABÓKIN Dvergasteinn eftir
Aðalstein Ásberg Sigurðsson kom
út á finnsku fyrr í mánuðinum hjá
Bokförlaget Idun í þýðingu Päivi
Kumpulainen með nýjum mynd-
skreytingum eftir finnska teikn-
arann Timo Koljonen. Dverga-
steinn er þriðja bók Aðalsteins sem
kemur út í Finnlandi, en áður hefur
forlagið Idun gefið út bækur hans
Brúin yfir Dimmu og Ljósin í
Dimmuborg.
Aðalsteinn Ásberg kom fram á
norrænum dögum í bænum Kuopio
í síðustu viku og kynnti þá meðal
annars Dvergastein, auk þess að
heimsækja skóla og leikskóla þar
sem hann flutti ljóð og söngva, en
þar var þýðandinn Marjakaisa
Matthíasson honum til fulltingis, en
hún hefur auk Dimmu-bókanna
þýtt bæði ljóð og söngtexta eftir
hann.
Á finnsku hlaut Dvergasteinn
heitið Haltia joka kadotti hohtoki-
vensä sem þýðir „Dvergurinn sem
glataði gljásteini“.
Þýdd Kápa Dvergasteins, eða
Haltia joka kadotti hohtokivensä.
Dverga-
steinn á
finnsku
Haltia joka kadotti
hohtokivensä
Eftir Ásgerði Júlíusdóttur
asgerdur@mbl.is
UNDANFARIN þrjú ár hefur
Samband íslenskra myndlistar-
manna haldið úti vinnuaðstöðu fyrir
um 40 félagsmenn sína í Sjónlistar-
miðstöðinni á Korpúlfstöðum.
Í tilefni af afmæli miðstöðv-
arinnar ætla Korpart-félagar að slá
upp vorhátíð þann 1. maí þar sem
stór samsýning verður opnuð og
fjöldi góðra gesta mun koma fram,
þar á meðal Einar Már Guðmunds-
son og Vox Feminae. Morgunblaðið
gaf sig á tal við einn félaga og
skipuleggjanda hátíðarinnar, mynd-
listarkonuna Jónínu Magnúsdóttur,
öðru nafni Ninný.
„Ég held mér sé óhætt að full-
yrða að það séu fáir listahópar á
Íslandi jafn virkir og við. Við erum
40 sem störfum þarna að jafnaði,
bæði listamenn og hönnuðir og
hópurinn er gríðarlega fjölbreyttur.
Textílfélagið er með gríðarstóra
vinnustofu uppi á lofti og svo er hjá
okkur leirlistavinnustofa, grafík-
vinnustofa auk fjölda málara og
hönnuða“.
Þegar hún er spurð um tilgang
vorhátíðarinnar segir Ninný að
þetta sé þáttur í að lífga upp á
Korpúlfstaði, „við erum að reyna
að byggja upp alhliða starfsemi
fyrir listamenn á mjög sjarmerandi
stað með mikla sögu og sál. Við
höfum verið með opið hús einu
sinni í mánuði yfir veturinn síðast-
liðin þrjú ár, auk tveggja samsýn-
inga á ári.
Afmælissýningin ber yfirskriftina
„Birta“ sem að sögn Ninnýjar er
skírskotun í vorið og gleðina sem
fylgir komu sumarsins.
„Fólki veitir ekkert af því að
finna einhverja gleði, því reynum
við öll að tengja verk okkar á ein-
hvern við birtu, jákvæðni og gleði
til þess að lífga upp á andrúms-
loftið í þjóðfélaginu“. Allt að þrjátíu
og sex listamenn koma að samsýn-
ingunni en síðan verða vinnustofur
listamannanna opnar þar sem hægt
verður að spyrja þá spjörunum úr.
Vorhátíð í Sjónlistarmiðstöðinni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Samstarf Hluti félaganna í Kortpart-hópnum á Korpúlfsstöðum. Þar verð-
ur haldin mikil vorhátíð á morgun og hún er opin öllum.
Í HNOTSKURN
» Vorhátíð Korpart-félagahefst kl. 13:00 á morgun á
Korpúlfsstöðum.
» Auk samsýningarinnarverður Einar Már Sigurðs-
son með upplestur.
» Kvennakórinn Vox Fem-inae syngur undir stjórn
Margrétar Pálmadóttur.
» Salsadansarar dansa fyrirgesti og gangandi.
Heiðríkja á
Korpúlfstöðum
Á MORGUN kl. 17:00 spilar
Ísafoldarkvartettinn þrjár perlur
tónbókmenntanna í Salnum í Kópa-
vogi. Ísafoldarkvartettinn er sprott-
inn upp úr Kammersveitinni Ísafold
sem stofnuð var árið 2003 og hefur
unnið til fjölda verðlauna.
Kvartettinn skipa þau Elfa Rún
Kristinsdóttir, Helga Þóra Björg-
vinsdóttir, Þórarinn Már Bald-
ursson og Margrét Árnadóttir.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Helga Þóra að það hafi eiginlega
verið ótrúlegt að þau séu öll stödd á
landinu á sama tíma því Helga Þóra
býr í París en Elfa Rún í Berlín. „Við
Elfa Rún ákváðum að halda þessa
tónleika þar sem við vorum báðar
staddar hér á sama tíma. Elfa Rún
var að spila með sinfóníunni hérna
heima og svo var Kammersveitin
Ísafold með tónleika fyrir þremur
vikum. Því gátum við stillt saman
strengi og haldið þessa stórtónleika.
Við höfum oftast spilað saman með
Kammersveitinni og með öðru tón-
listarfólki en þetta er í fyrsta sinn
sem við spilum ein sem kvartett“.
Á efnisskránni eru þrír stórir
kvartettar frá þremur tímabilum í
tónlistarsögunni en þetta eru verk
eftir tónskáldin Joseph Haydn, Jo-
hannes Brahms og Maurice Ravel.
„Kammersveitin Ísafold hefur að-
allega verið þekkt fyrir að flytja nú-
tímatónlist en við ætlum að víkka út
sjóndeildarhringinn og taka tvö eldri
verk fyrir og eitt frá byrjun 20. ald-
arinnar.“
Tónleikarnir eru liður í Tíbrár-
tónleikaröð Salarins í Kópavogi.
Tíbrártónleikar í Salnum í Kópavogi
Ísafoldarkvartettinn
stillir saman strengi
Morgunblaðið/Ernir
Frumraun Ísafoldarkvartettinn; Elfa Rún Kristinsdóttir, Helga Þóra Björg-
vinsdóttir, Þórarinn Már Baldursson og Margrét Árnadóttir.
GÍTARLEIKARINN Ignacio Rodes
er nú staddur á Íslandi á vegum
Listaháskóla Íslands, Erasmus-
verkefnisins og spænska konsúlats-
ins á Íslandi.
Rodes kennir á opnu námskeiði í
Sölvhóli, sal Listaháskólans, á morg-
un kl. 11:00 til 16:00 og heldur síðan
einleikstónleika í Þjóðmenningar-
húsinu við Hverfisgötu daginn eftir,
sunnudaginn, sem hefjast kl. 17:00.
Aðgangur er ókeypis, en tónleik-
arnir eru samvinnuverkefni ofan-
greindra aðila og Þjóðmenningar-
hússins.
Ignacio Rodes fæddist í Alicante á
Spáni og hóf gítarnám hjá móður
sinni, þá aðeins átta ára gamall.
Hann er margverðlaunaður fyrir
gítarleik sinn, hefur meðal annars
unnið til fyrstu verðlauna í fimm al-
þjóðlegum gítarkeppnum, þ.á.m.
keppnum sem kenndar eru við
Andrés Segovia, Francisco Tárrega
og José Ramirez.
Rodes stundaði frekara gítarnám í
heimaborg sinni, en síðan í Lundún-
um og þar hélt hann debúttónleika
sína, í Wigmore Hall, árið 1986.
Hann hefur leikið í mörgum helstu
tónleikasölum heims, á alþjóðlegum
tónlistarhátíðum og með heims-
þekktum hljómsveitum. Hann hefur
tekið upp fimm geisladiska.
Opið námskeið í
gítarleik í Sölvhóli
Spænski gítarleikarinn Ignacio Rodes
heldur námskeið og einleikstónleika
Námskeið Spænski gítarleikarinn
Ignacio Rodes heldur líka tónleika.