Morgunblaðið - 30.04.2010, Síða 40

Morgunblaðið - 30.04.2010, Síða 40
40 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2010  Hljómsveitin MONO er stuð- grúppa mikil og ætlar nú að gefa fyrstu breiðskífuna sína út á netinu. Plötuna MONO PARTÍ verður hægt að ná í endurgjaldslaust á www.monotonlist.is frá og með morgundeginum, 1. maí. Þar er að finna nokkur af vinsæl- ustu ball- og partílögum Íslands- sögunnar í flutningi MONO og góðra gesta. Einnig verður hægt að ná í bók með textum og gít- arhljómum við öll lögin á plötunni. Það er ekkert partí án gesta og það eru bara stórsnillingar sem koma fram með MONO-liðum á plötunni, þeir Magni, Árni Johnsen, Sjonni Brink, Gunni Óla, Rúnar Eff, MattiIdol, Erna Hrönn, Dan Cassidy, Einar Bragi, Íris Hólm og Hemmi Gunn. MONO gefur út fyrstu plötu sína á netinu Fólk „QUADRUPLOS er hljómsveit með tveimur jafn ævintýragjörnum og brjáluðum vísindamönn- um.“ Svona hafa tónlistarmennirnir Magnús Birkir Skarphéðinsson og Tómas Þórarinn Magnússon lýst raf-hljómsveitinni Quadruplos, sem hefur nú sent frá sér sína fyrstu plötu, í tak- mörkuðu og númeruðu upplagi hjá Brak hljóm- plötum í samstarfi við Weirdcore. Upprunalega var sveitin stofnuð árið 2006 en þeir félagar fóru fljótlega í góða pásu á meðan þeir sinntu öðrum verkefnum. Síðastliðið vor var sveitin svo endurvakin og ákveðið að byrja að vinna nýtt efni. Magnús segir að platan hafi orð- ið til mjög óvænt. „Við vorum að vinna lög fyrir tónleika og allt í einu voru þau orðin það mörg og okkur boðið að gefa út plötu og við slógum til. Þessi plata er þannig búin að vera í vinnslu í kannski fjóra til fimm mánuði.“ En hvað í veröldinni skyldi Quadruplos eig- inlega þýða? „Þetta kom úr spuna hjá honum Tómasi á tónleikum. Hann var að tala gervi- spænsku og þetta orð kom. Ég fletti því upp og þetta er bara gerviorð yfir fjórbura,“ segir Magnús. Það verður mikið um að vera hjá Quadruplos á næstu mánuðum. Fyrirhugaðir eru þrennir tón- leikar í maímánuði. Útgáfutónleikar sveit- arinnar verða þann 14. maí á skemmtistaðnum Venue. Ásamt því verður spilað á útskriftarsýn- ingu Listaháskólans. Hægt er að fylgjast með ferðum sveitarinnar á heimasíðunni hennar quadruplos.tumblr.com. matthiasarni@mbl.is Eru ævintýragjarnir og brjálaðir vísindamenn Ljósmynd/Quadruplos Ævintýr Vísindamennirnir Magnús og Tómas.  Rás 2 og Hátíð hafsins efna enn og aftur til Sjómannalaga- keppninnar. Óskað er eftir frum- sömdum sjómannalögum við frumorta íslenska texta og skila- frestur er til 25. maí n.k. en úr- slit verða kunngjörð í Popplandi föstudaginn 4. júní. Í fyrstu viku júnímánaðar verða lögin sem komast í úrslit spiluð frá morgni til kvölds á Rás 2, og landsmenn geta líka hlustað á lögin á Popplandsvefnum www.ruv.is/Poppland, þar sem hægt verður að kjósa sitt uppá- haldslag frá 28. maí til 4. júní. Sigurlagið verður svo flutt á Há- tíð hafsins á Grandagarði, sjó- mannadagshelgina 5.-6. júní. Sjómannalag ársins 2009 var „Sófasjómaðurinn“ með Skapta Ólafs og Sniglabandinu, „Faðm- urinn“ í flutningi Ragnars Bjarnasonar bar sigur úr bítum árið 2008, en árið áður voru það Ljótu hálfvitarnir sem sigruðu með lagið sitt „Sonur hafsins“. Þá er bara að taka upp gít- arinn og semja einn sjómanna- slagara. Óskað eftir lögum í Sjómannalagakeppni HLJÓMSVEITARMEÐLIMIR Gildr- unnar fagna um þessar mundir 30 ára samstarfsafmæli sínu og ætla af tilefn- inu að halda tónleika í Hlégarði í Mos- fellsbæ annað kvöld. Að sögn Karls Tómassonar trommuleikara stofnuðu hann, Birgir Haraldsson söngvari og Þórhallur Árnason bassaleikari hljómsveitina Pass árið 1989, og tóku meðal annars þátt í fyrstu Músík- tilraununum árið 1982 undir því nafni. Þeir tóku svo upp nafnið Gildran 1985. „Þegar við breyttum nafninu fórum við að semja lög sjálfir og búa til texta. Tveimur árum síðar kom út fyrsta plata Gildrunnar, en þær eru orðnar sex í dag, þar af eitt tvöfalt al- búm, Gildran í tíu ár. Sigurgeir Sig- mundsson gítarleikari kom til liðs við okkur 1989, þannig að hann er búinn að vera með okkur í tuttugu ár.“ Karl segir þá félaga ætla að spila þekktustu og vinsælustu lögin sín á tónleikunum annað kvöld og játar að það sé mjög skemmtilegt að spila og æfa aftur saman. „Þetta kemur blóð- inu á hreyfingu. Og við eigum þó nokkuð mikið af lögum og þyrftum í sjálfu sér ekkert að hafa voða mikið fyrir því að koma út einni plötu í við- bót,“ segir hann um framhaldið. Enn sem komið er hefur ekkert verið ákveðið en Karl segir vel koma til greina að taka einn túr um landið og heimsækja gamlar slóðir. Um þessar mundir kemur líka út nýtt lag frá köppunum, „Blátt blátt“, sem er eftir Birgi söngvara en Vigdís Gríms- dóttir rithöfundur samdi texta við. Það má fastlega gera ráð fyrir að Gildran spili nýja lagið á tónleik- unum, sem Karl segist vona að verði hinn skemmtilegasti viðburður fyrir hljómsveitina sem og áheyrendur. Morgunblaðið/Kristinn Gildran Sveitina hafa skipað f́rá 1989: Sigurgeir, Karl, Birgir og Þórhallur. Spilamennskan kemur blóðinu á hreyfingu  Gildran heldur afmælistónleika og gefur út nýtt lag Eftir Matthías Árna Ingimarsson matthiasarni@mbl.is ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem það má lesa í fréttatilkynningu um listasýningu að þar verði til sýnis álfaælur og prinsessukjólar í druslum. Þetta kemur hinsvegar fram í tilkynningu frá listamönn- unum Arnljóti Sigurðssyni og Frið- riki Svani Sigurðarsyni, en þeir opna sýninguna sína Parallel Uni- versities í Crymo Galleríi í kvöld. Leika sér með boð og bönn Arnljótur segir að á sýningunni séu þeir að hamast eins og þeir geta við að brjóta niður þau boð og bönn sem komið hefur verið fyrir í þeim. „Þetta leyfir okkur að leika með efni eins og glimmer, pallíettur og ljóta liti.“ Segja má að þetta sé orð- in ákveðin vinnuaðferð sem Arn- ljótur og Friðrik séu búnir að koma sér upp. Þeir eru að vinna verkin ljót og eyðileggja þau í framhaldi. „Þetta tengist líka því að það sem er ljótt er ekkert endilega slæmt. Ætti ég að vita það manna best, heitandi Arnljótur.“ – Nú voruð þið saman í A4 Tri- bute sýningunni fyrir stuttu. Eru þetta svipuð verk og þar? „Núna eru þetta málverk. En á A4 sýningunni voru þetta teikn- ingar, þar sem við unnum með ákveðna stærð. Núna erum við að mála á óreglulega fleti og ekkert að festa okkur í stærðum.“ Hliðstæðir háskólar Nafnið á sýningunni er komið til vegna þess að þeir Arnljótur og Friðrik eru hvor á sínum endanum þegar kemur að skóla. Arnljótur að sækja um, en Friðrik að hætta. „Svo vorum við með hluta af A4 myndunum á útskriftarsýningu Listaháskólans. Þannig að þetta eru einskonar hliðstæðir háskólar. Það er smá vísindaskáldskapur í þessu nafni hjá okkur sem býður upp á hvaða dellu sem er.“ – Mætti þá kalla þetta vís- indaskáldskaparmyndlist? „Já í rauninni, því það er allt ann- ar heimur sem birtist hérna hjá okkur.“ Aldrei skógarvörður í Noregi! Þegar Arnljótur var í grunnskóla greindist hann litblindur og sagði læknir skólans að hann gæti ekki orðið myndlistarmaður, flugmaður né skógarvörður í Noregi, af öllum störfum – því hann gæti ekki greint litbrigðin á trjánum í skóginum. – En hvernig er svo að vinna sem litblindur myndlistarmaður? „Það er bara voðalega eðlilegt fyrir mér, en gæti verið skrýtið fyr- ir aðra. Ég og Friðrik vorum ein- mitt að tala um rauðan lit bara í gær. Mér fannst hann vera alveg Ferrari-rauður en Friðrik sá gult í honum og fannst hann vera meira brúnn. Vonandi næ ég að finna milliveginn í þessu.“ Eins og segir verður sýningin opnuð í kvöld kl. 20:00 og stendur fram til miðvikudagsins fimmta maí. Ljótt ekki endilega slæmt  Sýningin Parallel Universities opnuð í Crymo Galleríi í kvöld  Annar listamannanna litblindur og hinn skrýtinn, segir í fréttatilkynningu Ljósmynd/Atli Arnarsson Litríkir Arnljótur Sigurðsson, Ragnar Fjalar Lárusson og Friðrik Svanur Sigurðarson faðma verk af sýningunni Parallel Universities. CRYMO Gallerí er staðsett á Laugavegi 41a í portinu við hlið- ina á Vínberinu. Galleríið var sett á laggirnar sumarið 2009 af þeim Solveigu Pálsdóttur og Þorgerði Ólafsdóttur og hefur á þessum stutta tíma verið með yfir 50 sýningar. Þar hefur mátt sjá þverskurð af þeim ungu myndlistamönnum sem vinna hér á landi í dag. Meðlimir í Crymo eru í kring- um þrjátíu talsins, en galleríið er ekki rekið í hagnaðarskyni. Crymo Gallerí

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.