Morgunblaðið - 30.04.2010, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2010
Þörf áminning um að það þarf hæfi-
leika til að gera góðar heimildar-
myndir.
Tvær myndir stóðu að mínu matiuppúr hátíðinni þetta árið, í
raun eingöngu vegna stærðar
þeirra afreka sem unnin voru í
þeim.
Í myndinni Alone on the Wall, úr
myndaflokknum First Ascent, fylgj-
umst við með klifraranum Alex
Honnold þar sem hann „sólóklifrar“
(án línu eða annars öryggisbúnaðar)
hinn lóðrétta 600 metra háa kletta-
vegg Half Dome í Yosemite-þjóð-
garðinum. Leiðin var fyrst klifin
1957 og tók þá fimm daga að finna
leiðina og komast á toppinn. Alex
fór sömu leið, án búnaðar, á tæpum
þremur klukkutímum.
Hin myndin var Rowing the Atl-
antic, en hún fjallar um Roz Savage
sem reri ein síns liðs yfir Atlants-
hafið, frá Kanaríeyjum til Antigua,
á 103 dögum, án nokkurrar utan-
aðkomandi hjálpar. Þrátt fyrir að
missa fjarskiptabúnað og rekakk-
eri, og brjóta allar fjórar árar báts-
ins, hélt hún ótrauð áfram. Hún er
sjötta konan til að ná þessum áfanga
og ku í dag vera að vinna í því að
róa yfir Kyrrahafið. Engin logn-
molla hjá henni!
Bæði Honnold og Savage eigaþað sameiginlegt að hafa ekki
bara gert lífsstíl úr ástríðu sinni,
heldur snýst lífið bókstaflega um
hana. Savage er ein á sjó, í lítilli bát-
skel, svo mánuðum skiptir og Hon-
nold býr í sendiferðabíl til að þurfa
ekki að vinna fyrir sér. Þannig get-
ur hann eytt tíma sínum nær ein-
göngu í klifur.
Þessi fjarlægð frá hinu dæmi-
gerða lífsgæðakapphlaupi er ein og
sér mjög heillandi og hreyfir við
einhverju innra með manni. Ég er
kannski ekki á leiðinni að búa í
sendiferðabíl, en hugmyndin um að
fólk geri það til að elta ástríðu sína
og drauma er á einhvern hátt svo
falleg og hrein.
Banff-hátíðin var fyrst haldin ísamnefndu kanadísku þorpi
það herrans ár 1976. Frá 1986 hafa
svo valdar myndir farið vítt og
breitt um heiminn og verið til sýn-
ingar á hátíðum sambærilegum
þeirri íslensku.
Hátíðin skipar stóran sess hjá jað-
aríþróttafólki, „eins konar árshátíð
fjallamanna,“ eins og Björgvin
Hilmarsson, kynnir hátíðarinnar,
orðaði það.
Það var því vel við hæfi að fimm-
tándu myndinni, safni myndskeiða
frá ísklifurfestivali Íslenska Alpa-
klúbbsins, væri laumað inn í dag-
skrána.
Eins og með aðra list og menn-
ingu höfða heimildarmyndir um
jaðarsport ekki til allra. Iðkendum
slíkra íþrótta fer þó ört fjölgandi á
Íslandi og varla er fundin upp sú
hreyfing sem ekki ratar á klakann.
Sífellt fleiri finna því eitthvað við
sitt hæfi, sína leið til að gera náttúr-
una að íþróttahúsi sínu og snerta
frelsið sem í henni býr.
Viðburðum á borð við Banff-
hátíðina á því væntanlega aðeins
eftir að fjölga í nánustu framtíð, og
aðsóknin að aukast. Þú þarft heldur
ekki að vera adrenalínfíkill til að
njóta mynda á borð við þessar.
Áhugafólk um mannlíf, kvikmynda-
gerð, náttúru og getu mannsins til
að yfirstíga hindranir fá heldur bet-
ur eitthvað fyrir sinn snúð.
Ef það er einhver mælikvarði álist að hún hreyfi við fólki, má
klárlega segja að myndirnar á
Banff séu list. Salurinn „úffar“ og
„æjar“ þegar íþróttafólkið á tjald-
inu dettur kylliflatt, misstígur sig
eða missir takið. Í lok hátíðarinnar
hafa áhorfendur svo fyllst eldmóð
og áhugi þeirra á sinni eigin íþrótt
er meiri en nokkru sinni fyrr.
Það er ekki oft sem þú ferð í bíó
og það endar með því að þig langar
að fara að hreyfa þig.
» Savage er ein á sjó, ílítilli bátskel, svo
mánuðum skiptir og
Honnold býr í sendi-
ferðabíl til að þurfa ekki
að vinna fyrir sér.
LEIKARINN góðkunni Matt Damon og eiginkona hans, Luciana, eiga von
á sínu þriðja barni. Fyrir eiga þau tvær dætur, eins og þriggja ára, en Lu-
ciana á einnig ellefu ára dóttur frá fyrra sambandi.
Damon er sagður vonast eftir strák þar sem honum finnst hann á tímum
ofurliði borinn. „Ég bý með konunni og þremur stelpum, ég ræð ekki yfir
neinu.“
Talsmaður hjónanna segir þau í skýjunum enda er Damon mikill fjöl-
skyldufaðir. „Það er auðvelt að missa sjónar á raunveruleikanum en fjöl-
skyldan heldur mér á jörðinni. Börnin koma rútínu á lífið og ég myndi ekki
vilja snúa aftur til þeirra daga þegar ég var einhleypur.“
Reuters
Damon á von á þriðja barni sínu
Þriðja á
leiðinni
Matt Damon
og frú.
Sýnd kl. 10
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓ
Bráðske
mmtileg
gaman
mynd
í anda A
merican
Pie.
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
HHH
T.V. - Kvikmyndir.is
Iron Man 2 kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára Date Night kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 10 ára
Iron Man 2 kl. 5:20 - 8 - 10:40 LÚXUS The Spy Next Door kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ
She‘s Out of My League kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára I love you Phillip Morris kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára
Nanny McPhee kl. 3:40 LEYFÐ
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
Sýnd kl. 3:40
Sýnd kl. 5, 7:30 og 10 (POWER SÝNING)
Bráðske
mmtileg
gaman
mynd
í anda A
merican
Pie.
Sýnd kl. 8 og 10:10
POWE
RSÝN
ING
Á STÆ
RSTA
DIGIT
AL
TJALD
I LAN
DSINS
KL. 10
Robert Downey Jr.,
Samuel L. Jackson,
Gwyneth Paltrow,
Scarlett Johansson,
Don Cheadle og
Mickey Rourke
eru mætt í fyrstu
STÓRMYND
SUMARSINS
HEIMSFRUMSÝND
Á ÍSLANDI – VIKU
Á UNDAN USA!
FYRRI
MYNDIN
GERÐI ALLT
VITLAUST
OG ÞESSI ER
ENN BETRI!
Ath. það er sérstakt leyniatriði á eftir
creditlistanum í lok myndarinnar.
SÝND Í SMÁRABÍÓISÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
HHHHH
- SV, Mbl
Sýnd kl. 6 og 8
Getiði sent á mig
artwork?
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
u myndirnar
m til 5. maí.
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greið með kreditkorti
tengdu Aukakrónum
www.laugarasbio.is
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
-bara lúxus
Sími 553 2075
með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!