Morgunblaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2010
AÐEINS ein mynd verður frumsýnd í
íslenskum kvikmyndahúsum í dag. Er
það stórmyndin Iron Man 2 sem er
sjálfstætt framhald af einni stærstu
mynd ársins 2008, Iron Man.
Í myndinni snýr leikarinn Robert Dow-
ney Jr. aftur í hlutverki milljarðamær-
ingsins, uppfinningamannsins, við-
skiptajöfursins og ofurhetjunnar Tony
Stark. En hann á það til að bregða sér í
hinn háþróaða búning réttlætishetj-
unnar Iron Man. Eins og fram kom í
fyrstu myndinni veit gjörvallur heim-
urinn nú að Tony er Iron Man og það
setur hann undir töluverða pressu.
Sú pressa kemur annars vegar frá
ríkisstjórninni, fjölmiðlum og al-
menningi, sem öll vilja að hann
deili tækniuppfinningum sínum
með hernum til að veita honum for-
skot á óvini sína, en hins vegar gerir
þessi vitneskja heimsins það að verk-
um að Tony er jafnvel stærra
skotmark hermdarverka-
manna en áður.
Hann hefur Pepper
Potts (Gwyneth Palt-
row) og James Rhodes
(Don Cheadle) sér við
hlið, en þegar ill áform Ivans Vanko (Mickey
Rourke) setja Tony í hættu hefst hasarinn fyr-
ir alvöru.
Leikstjóri er Jon Favreau og í aðalhlutverki
auk Downey Jr. eru Scarlett Johansson,
Sam Rockwell, Mickey Rourke, Samuel L.
Jackson, Gwyneth Paltrow, Don Cheadle,
Olivia Munn og Paul Bettany.
Erlendir dómar
Boxoffice Magazine 70/100
Variety 60/100
Empire 60/100
Járnmaðurinn snýr aftur
Illmennið Mickey Rourke er vígalegur í hlutverki sínu.
BÍÓFRUMSÝNINGAR»
Járnmaðurinn Downey
Jr. er kaldur karl.
ÞRIÐJA framhaldsmynd unglingahryllings-
ins Scream, verður frumsýnd í Bandaríkj-
unum eftir liðlega ár, þ.e. 15. apríl 2011. Af
upphaflega leikaraliðinu munu Neve Camp-
bell, Courteney Cox og David Arquette snúa
aftur til að berjast við grímuklædda morð-
ingjann, en Cox og Arquette sem eru gift og
eiga eina dóttur saman, kynntust einmitt við
gerð fyrstu myndarinnar.
Leikstjórinn Wes Craven sagði nýlega í
viðtali við Entertainment Weekly að fjórða
myndin myndi fjalla um þessar þrjár aðal-
persónur og hvernig atburðir síðustu mynda
hefðu mótað líf þeirra og persónur.
„Sagan mun fjalla um Sidney (Neve Camp-
bell), sem hefur nú verið laus við Draugafés í
tíu ár og komið lífi sínu í réttar skorður á ný.
Hún hefur meira að segja skrifað vinsæla
skáldsögu, en á meðan halda framhalds-
myndir Stab, sem var byggð á þeim atburðum
sem hentu hana, áfram að koma út. Svo, að
sjálfsögðu, snýr Draugafés aftur.“
Kevin Williamson, sem skrifar handritið, er
samningsbundinn til að gera myndir fjögur og
fimm, en hefur gefið það í skyn að alls verði
gerðar þrjár myndir í viðbót. Hann hefur nú
þegar kynnt hugmyndir sínar fyrir þessa nýju
tríólógíu fyrir yfirmönnum kvikmyndaversins
en ekki er búið að ákveða endanlega hvort
myndir fimm og sex verði gerðar.
Framleiðendur myndarinnar sendu á dög-
unum út plakat til að æsa upp aðdáendurna,
en þar var lítið gefið upp, andlit Draugaféss
prýðir plakatið og fyrir ofan það stendur:
„Nýr áratugur. Nýjar reglur.“
Einfalt en áhrifaríkt.
Ár í Scream 4
„BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM“ SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI
HHHHH
“Þeir sem missa af
þessari fremja glæp
gegn sjálfum sér.”
– Fbl.-Þ.Þ
HHHHH
– H.G. – Poppland Rás 2
FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND
STÚTFULL AF SPENNU,
HASAR OG FLOTTUM
TÖLVUBRELLUM!
HHH
- The Hollywood Reporter
HHH
- Time
HHH
- Chicago Sun-Times – R.Ebert
SÝND Í REYKJAVÍK Í3D
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
Frábær ný
teiknimynd
fyrir alla
fjölskylduna
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
SÝND LAUGARDAG OG SUNNUDAG
HHHHH
„Fáránlega skemmtileg, fullkomlega
uppbyggð og hrikaleg rússíbana-
reið sem sparkar í staði sem aðrar
myndir eiga erfitt með að teygja
sig í“
- Empire – Chris Hewitt
HHH
- New York Post
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
Svalasta
mynd ársins
er komin!
SPARBÍÓ 600 krkr á allar sýningar merktar með appelsínugulu
IRON MAN 2 kl. 5:30 - 8 - 10:30 12
KICK ASS kl. 8 - 10:30 14
OFURSTRÁKURINN ísl. tal kl. 6 L
IRON MAN 2 kl. 5:30 - 8 - 10:30 12
OFURSTRÁKURINN kl. 6 L
KICK-ASS kl. 8 - 10 14
IRON MAN 2 kl. 5:30 - 8 - 10:30 12
SHE'S OUT OF MY LEAGUE kl. 8 12
DATE NIGHT kl. 10:10 10
OFURSTRÁKURINN ísl. tal kl. 5:50 L
/ KEFLAVÍK / SELFOSSI/ AKUREYRI