Morgunblaðið - 30.04.2010, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 30.04.2010, Qupperneq 48
FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 120. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Jörðin seld án auglýsingar 2. Meistaratitillinn til Stykkishólms 3. Forsetinn sniðgekk tilmæli 4. Atlético og Fulham í úrslit »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Söngkonan Eivör Pálsdóttir ætlar að halda tónleika í Íslensku óperunni 28. maí næstkomandi. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni væntanlegrar plötu, LARVA, sem er sjöunda hljóð- versplata söngkonunnar. Eivör heldur tónleika í Íslensku óperunni  Listamennirnir Arnljótur Sigurðs- son og Friðrik Svanur Sigurðar- son opna í kvöld sýningu í Crymo Galleríi. Þeir ham- ast við að brjóta öll boð og bönn og nota glimmer, pallíettur og ljóta liti í verkum sínum. Á sýningunni má m.a. sjá álfaælur og prinsessukjóla í druslum. »40 Annar litblindur og hinn skrýtinn  Tímaritið People hefur valið stór- stjörnuna Juliu Roberts til að prýða forsíðu árlegs sérblaðs sem þau kalla „Fallegasta fólkið“. Þetta er í fjórða skipti sem Roberts prýðir forsíðu sérblaðsins en hún er í dag 42 ára gömul, tveggja barna móðir. Aðrir sem ná á lista eru t.d. Jennifer An- iston, Twilight- stjarnan Ro- bert Pattinson og Jennifer Lo- pez. Julia Roberts falleg- ust í fjórða skipti Á laugardag Vestan 3-8 m/s og skýjað en úrkomulítið, en léttskýjað fyrir austan. Hiti víða 3 til 8 stig. Á sunnudag, mánudag, þriðjudag og miðvikudag Vestlæg átt, yfirleitt hæg og væta með köflum, en þurrt að mestu á SA-landi og Austfjörðum. Hiti víða 5 til 10 stig. Spá kl. 12.00 í dag Hæglætisveður, smáskúrir á Suðurlandi, en léttir víða til í öðrum landshlutum er líður á daginn. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast suðvestantil. VEÐUR Ásta Árnadóttir, landsliðs- kona í fótbolta, mun ekki leika með Íslands- og bik- armeistaraliði Vals á næstu leiktíð. Ásta er á förum til Noregs þar sem hún mun ljúka námi í sjúkraþjálfun. Norska liðið Kolbotn sem landsliðsmarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir lék með á síðustu leiktíð hefur áhuga á að fá Ástu í sínar raðir. »1 Ásta yfirgefur Val og fer til Noregs Bandaríski leikmaðurinn Sean Bur- ton ætlar að leika á næsta tímabili með Íslands- og bikarmeistaraliði Snæfells í körfubolta. Burton missti af síðustu þremur leikjunum í úr- slitakeppninni vegna meiðsla en hann hefur nú þegar samið við Snæ- fell. »1 Sean Burton verður áfram í liði Snæfells Árni Þór Sigtryggsson, hand- knattleiksmaður á Akureyri, skrifaði í gær undir eins árs samning við þýska 1. deildarliðið Dormagen. Hann heldur utan um mitt árið eftir að hafa lokið prófi í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Ís- lands. „Ég er spenntur fyrir að stíga þetta skref og fara til Þýskalands,“ segir Árni Þór. » 1 Fer frá Akureyri til Þýskalands ÍÞRÓTTIR LINDASKÓLI í Kópavogi sigraði í úrslitakeppni Skólahreysti sem fram fór í Laugardalshöll í gærkvöldi. Lið skólans náði sigursætinu með 67 stigum. Heiðarskóli í Keflavík náði öðru sæti og Lágafellsskóli í Mos- fellsbæ því þriðja. Skólahreysti reynir á fjölmarga þætti svo sem armbeygjur og hreystigrip, sem stúlkur keppa í, og upphífingum og dýfum sem eru keppnisgreinar pilta. Bæði kynin keppa í hraðaþraut. Margir þóttu sýna frábæra takta í gærkvöldi en sérstaka eftirtekt vakti Valgarð Reinhardsson úr liði Lindaskóla sem sigraði í dýfum og varð í 2. sæti í upphífingum eftir að hafa náð 81 slíkri. „Ég vissi fyrir keppni að við í Lindaskóla værum að keppa við sterk lið og vissi því ekki hvaða ár- angri við gætum náð. En þá var ekki annað að gera en gefa sig allan í þetta og stefna að sigri sem við náð- um,“ sagði Karl Kristjánsson, einn keppenda úr liði Lindaskóla. „Erfiðasti hluti keppninnar var að lesa sig upp á kaðli,“ segir Karl sem bætir við að stífar æfingar hafi legið að baki úrslitakeppninni og þær hafi svo sannarlega skilað árangri. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Sigurliðið Lið Lindaskóla fagnaði sigrinum. Einn afreksmanna skólans, Valgarð Reinhardsson, fyrir miðri mynd og hampar glæsilegum bikarnum. Liðugir í Lindaskóla unnu  Heiðarskóli í Keflavík í öðru sæti  Frábærir taktar og fimir keppendur Í HNOTSKURN » Lindaskóli í Kópavogisigraði í úrslitakeppni Skólahreysti með 67 stigum. Heiðarskóli í Keflavík náði öðru sæti og Lágafellsskóli í Mosfellsbæ því þriðja. »Erfiðast að lesa sig upp ákaðli. Stífar æfingar liggja að baki en skiluðu árangri. Morgunblaðið/Kristinn Klapplið Liðin í Skólahreysti komu víða að, meðal annars frá Dalvík, og höfðu trausta bakvarðasveit sem hvatti keppendur til afreka og dáða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.