Brandajól - 20.12.1939, Side 11

Brandajól - 20.12.1939, Side 11
mæði, en nú var hann kominn ofan á í lífs- baráttunni og lét ekki að sér hæða. — Dyr skrifstofunnar opnuðust að baki honum og tveir samanreknir lögregluþjónar komu inn, en hann skeytti því engu. Um þetta leyti hætti fasteignasalinn að stilla sig. — Þið takið mannfjandann og og járnið hann strax, öskraði hann sveittur af vonzku. — Þið hafið heyrt og séð, hvern- ig fanturinn hagar sér, nú skal ég sjálfur hringja í lögreglustjórann. Svo var Hamall Humalsson þá loksins settur í „Steininn", og sama dag barst sag- an út um bæinn með leifturhraða. Svo að þegar skáldið opnaði augun næsta dag í kompu sinni, þá var hann í raun og sann- leika orðinn frægur í föðurlandi sínu. — Vitanlega datt engum í hug að taka það alvarlega, þó að hann hefði barið einn fast- eignasala, og jafnvel ekki, þó að hann hefði ætlað að drepa hann, eins og farið var að segja, þegar leið á daginn. Þesskonar smá- munir eru nú svo algengir í samkvæmislífi bæjarins, að enginn kippir sér upp við þá. 0 g um fjárdráttartilraunina nenntu menn varla að tala. En það voru pening- arnir, ríkidæmið, milljónin, sem mestur styrinn stóð um. Hamall Humalsson sat nefnilega fast við sinn keip og bar það sama fyrir réttinum: Hann átti von á að minnsta kosti einni milljón, ef ekki meira, það kæmi manneskja með þetta frá Eng- landi, og þá þyrfti hann að hafa til hús o. s. frv. Réttarþjónarnir hlógu upp í opið geðið á honum, og rannsóknardómarinn glotti góðlátlega, en allt kom fyrir ekki. Það sem í raun og veru var kjarni málsins, hvarf að síðustu alveg í skugga þessara ensku auðæfa. Verðir laga og réttar vissu ekki sitt rjúkandi ráð og óttuðust það mest, að verða að athlægi fyrir allt saman. Reyk- víkingar skemmtu sér hið bezta í nokkra daga, kaffiumsetningin í búðunum jókst geysilega, og sögurnar um skáldið uxu í sama hlutfalli. Að síðustu voru það orðnir hvorki meira né minna en þrír menn, sem hann hafði sýnt banatilræði, og lágu þeir allir fyrir dauðanum, sinn á hverjum spítala í bænum. En strax og ekki var hægt að bæta leng- ur við sögurnar, duttu þær niður af sjálfu sér, og menn sneru sér aftur að pólitíkinni. Lögreglan gat hinsvegar ekki losnað svona léttilega við málið, því að það var annað en gaman að fást við þetta skáld. Um fjárdráttinn sannaðist ekkert sak- næmt, og það er ekki vani á íslandi að menn séu sektaðir fyrir að brúka kjaft, en þó varð það úr. Hamall Humalsson fékk tíu króna sekt fyrir ósæmilega framkomu, og síðan átti að sleppa honum. En skáldið var nú ekki aldeilis á þeim buxunum að láta þetta niður falla að svo búnu, heldur áfrýjaði hann málinu þegar í stað. Hann var státinn og kvaðst eiga nóga peninga til þess að halda því áfram upp í hæstarétt eða lengra, og óneitanlega hafði hann upp undir hundrað krónur í vasanum, þegar hann var tekinn fastur. Það var því ekkert við þessu að gera, því einnig skáld hafa, að minnsta kosti í orði kveðnu, rétt til að skjóta sér undir vernd laganna. En þegar þetta stapp stóð sem hæzt, þá fann gamli réttarskrifarinn á endanum góða og örugga leið út úr ógöngunum. Hann laut að rann- sóknardómaranum, gaf honum í nefið og hvíslaði í eyra hans: — Það gengur ekki að fara að hleypa þessu smáskítti lengra, enda er maðurinn auðsjáanlega eitthvað bilaður á sönsunum. Láta bara Helga hafa hann um tíma, svo jafnar hann sig nokk. Það var mikið að enginn skyldi hafa upp- götvað þetta fyrr, svo augljóst sem það var. BRANDAJÓL 9

x

Brandajól

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brandajól
https://timarit.is/publication/797

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.