Brandajól - 20.12.1939, Síða 12
Auðvitað var maðurinn vitlaus. — Það var
í öllu falli bara hressandi fyrir hann að
vera svolítinn tíma inni á Kleppi, þar sem
viðurgerningur allur er eins og á bezta
hóteli og ofan í kaupið gratís.
En Hamall Humalsson var, þótt undar-
legt megi virðast, hreint ekkert ánægður
með þessa tilhögun og lét þá skoðun sína
í ljós svo einarðlega, að það þurfti tvo
sterka menn til að sannfæra hann. Við
komu sína til Klepps, var hann settur í
klæddan klefa, hann var enn nokkuð óstýri-
látur, en róaðist þó og stilltist eftir nokkra
daga.
Læknunum kom ekki alveg saman um,
hvað að manninum gengi. Hann var að síð-
ustu orðinn sljór og skeytingarlítill, en var
þó alltaf öðru hverju að tuggast á þessum
auðæfum sínum, þegar þeir töluðu við
hann. Það var því ákveðið, að láta hann
vera þarna til rannsóknar fyrst um sinn.
Litlu síðar kom skip frá Englandi. Með
því var fjöldi farþega, og enginn tók neitt
sérstaklega eftir miðaldra konu í mikilli
skinnkápu og með hornspangagleraugu,
sem kom í land með koffortið sitt í hend-
inni. Það er að segja, ekki fyrr en hún kom
á hótelið, þar sem skáldið hafði búið á upp-
sláttardögum sínum, en þar spurði hún eft-
ir manni sínum, herra Hamli Humalssyni,
rithöfundi.
Þó að hún hefði spurt eftir hans hátign,
sjálfum skrattanum, myndi það ekki hafa
vakið neitt meiri eftirtekt á hótelinu. Það
lá við, að dyravörðurinn og skrifstofufólk-
ið fengi slag, þegar þeim skildist það á
endanum, að þessi mynduga og mikla datna
var Mrs. Aurora Beatrice Humalsson, en
það nafn stóð á gullrendu nafnspjaldi henn-
ar. Og þetta var kona, sem var því auðsjá-
anlega vön, að henni væri hlýtt skilyrðis-
laust og lét fólki ekki haldast uppi neinar
vífilengjur. Áður en tíu mínútur voru liðn-
ar, hafði hún þröngvað dyraverðinum til
að segja sér alla söguna, því næst gaf hún
honum vel útilátinn kinnhest í þjórfé og
fór.
Stundu síðar fékk yfirlæknirinn á Kleppi
heimsókn, sem hann rak lengi minni til, og
úr því fór raunasaga Hamals Humalssonar
að styttast.
Þau keyptu sér hús í Reykjavík og sett-
ust þar að. Aumingja borgararnir urðu að
láta sér lynda að sjá þau daglega spígspora
um bæinn í allri sinni dýrð. Að vísu voru
menn að bera sig að gera grín að þeim, og
hornrónarnir spýttu gífurlega, þegar þau
gengu fram hjá. En það var lítið gagn að
því hvorutveggja. Frúin var hvorki Ijót né
gömul, þegar öllu var á botninn hvolft, en
mesta myndarmanneskja og fremur lagleg,
þegar hún var búin að taka af sér horn-
spangagleraugun. Og þau voru auðsjáan-
lega ástfangin hvort í öðru. Mrs. Aurora
Beatrice var þar að auki glaðlynd og gest-
risin, en hún var ekki við lambið að leika
sér, ef einhverjum láðist að sýna manni
hennar, hr. rithöfundi Hamli Humalssyni,
tilhlýðilega virðingu. Þau eignuðust bráð-
lega mikinn vinahóp. Og með því að þau
voru vellrík, þá varð það bráðlega lýðum
ljóst, að Hamall Humalsson var bæði ágætt
skáld og óvenjulega gáfaður maður.
10
BRANDAJÓL