Brandajól - 20.12.1939, Blaðsíða 18

Brandajól - 20.12.1939, Blaðsíða 18
konuna við og koma henni í nokkurn veg- inn samt lag aftur. Og þetta er ekki nema ein saga af ótal — og þar við bætist, að mér er öldungis ókleift að lýsa þessu svo, að það komist í hálfkvisti við svellkaldan veruleikann. II. Hafið þið annars nokkurntíma athugað það, hve umferðin á götunni í heild, og þá sér í lagi vissir einstaklingar, breyta um svip vegna hálkunnar? Hafið þið ekki borið það saman, hvernig maðurinn, sem þið mætið daglega, gekk um daginn þegar hál- ast var, og hvernig hann ber sig nú, eftir að sandurinn kom á gangstéttirnar? Hafið þið ekki athugað hve virðulega hann ber sig núna, fattur og drembilegur, veifandi silf- urbúnu montpriki, maðurinn, sem um dag- inn tifaði á óstyrkum brauðfótum niður glerhála Túngötuna, fálmandi með stafn- um broddlausum fram fyrir sig og í allar áttir, gjótandi fælnum, mannvonzkulegum en jafnframt aumkunarlegum augnatillit- um til annarra vegfarenda? III. Ég hefi verið að velta fyrir mér nokkrum af þeim ótal möguleikum til ills eða góðs, sem hálkan hérna á götunum kann að hafa skapað þessa daga. Ég hefi hugsað mér skólapilt í einhverj- um þessara óteljandi reykvísku skóla. Hann sækir sína tíma og les nokkurnveginn skammlaust og er yfirleitt eins og gengur og gerist, nema hann er þunnur í stærð- fræði. Hann hefir gatað í hverjum stærð- fræðitíma í allan fyrravetur og það sem af er í vetur. Hann er farinn að hata stærð- fræði, og hann hrekkur í kuðung, ef hann sér stærðfræðikennarann og er nervös og ónógur sjálfum sér, ef hann veit af þessum kennara nálægt sér. Nú mætir pilturinn stærðfræðikennar- anum á Bókhlöðustígnum. Kennarinn miss- ir fótanna um leið og þeir mætast. Piltur- inn sér hann kútveltast spriklandi um sjálf- an sig á regnblautu, óhreinu svellinu, súp- andi hveljur, bölvandi fyrir munni sér, hálkuna, sparkandi tryllingslega með fót- unum — í stuttu máli: Hann sér þarna liggjandi fyrir fótum sér aumkvunarvert, hjálparvana, óvirðulegt — og fyrst og fremst hlægilegt — hrúgald! Þetta gæti nægt til þess að pilturinn sigr- aðist á minnimáttarkennd sinni gagnvart kennaranum og námsgrein hans — hver veit nema pilturinn verði orðinn rokna- stærðfræðingur að ári! Og hugsið ykkur ungan Reykvíking, sem er meira en lítið skotinn í heimasætunni, sem býr í húsinu hinum megin við göt- una------ Svo er það einn morgun, að hann kemur út á tröppurnar og lítur um leið upp í gluggann hennar, eins og venjulega — 15 BRANDAJÓL

x

Brandajól

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brandajól
https://timarit.is/publication/797

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.