Brandajól - 20.12.1939, Side 19

Brandajól - 20.12.1939, Side 19
missir fótanna, rúllar niður tröppurnar eins og illa gerður böggull — og í kvosinni neðan við lendir hann einmitt í stórum, stórum polli, því að það hafði rignt tals- vert um nóttina. Og þegar hann loks staulast á fætur, marinn og helaumur um bakhlutann, blautur og sneyptur, þá sér hann, að hún stendur við gluggann sinn, fallegri en nokkru sinni fyrr, og hlær — skellihlær að honum------- IV. En áhrifamestu frásögnina um þetta efni geymdi ég auðvitað þangað til síðast: Ég var að koma með kærustunni af Bíó hérna um kvöldið. Við vorum á leið í Vest- Grænlandsfari var að segja frá: „Hv,að átti ég til brag'Ss að taka ? Báðir ísbim- imir komu æðandi að mér, og ég var byssulaus. An þess að hika, greip ég fyrir kverkamar á þeim báðum og —“ „En bvemig gátuð þér það, þér., sem emð ein- henturf'. „Blessaðir verið þér, viS slík tækifæri gleymast nú þesskonar smámunir“. ★ Hún: „En hvað þetta er fallegt lag, sem þér er- uð aS spila. Er það eitthvað nýtt?“ Hann: „Nei, það er eftir Beethoven. VissuS þér ekki, aS hann er dáinn ?“ Hún: „Nei, ég vissi ekki einu sinni, aS hann væri veikur!“ ★ „Hvað kostar herbergiS mikiS á mánuði?“ „30 krónur“. „Með ljósi og hita?“ „Já, dagsljósi og sólarhita“. ★ „Þér ættuð að óska mér til hamingju, herra prófessor, ég varð amma í fyrradag!“ „ÞaS er þó ómögulegt — og komin á fætur undir eins?“ ★ urbæinn, heim til mín; fórum Túngötuna og Garðastrætið eins og leið liggur. Við gengum hægt eins og elskenda er siður, hjöluðum lágt saman — og vorum sæl. Á Ljósvallagötuhorninu við kirkjugarð- inn missir hún fótanna, ástin mín. Þetta gerist í einu vetfangi: Hún tapar jafnvæg- inu — fæturnir í háa-háa-loft — og þarna skondrar hún eins og skopparakringla nið- ur með garðinum, niður á jafnsléttu------- Og þá hljóp skollinn sjálfur í mig, þessi bannsettur galsi, sem ég aldrei get stjórn- að: Ég rak upp rokna-hlátur. — Hún sagði mér upp á stundinni. Ép- hefi ekki séð hana síðan. Yfirforstjórinn (í blaðaviðtali) : „Nei, herra minn, lífshamingja manna veltur ekki á stöðu þeirra í þjóðfélaginu. Til dæmis er ég á engan hátt hamingjusamari nú heldur en þegar ég var bara réttur og sléttur forstjóri". ★ „Hvað ertu gamall, litli minn?“ „Eg er á hættulega aldrinum“. „ITvað áttu við með því?“ „Eg er of stór til þess að gráta, en of lítill til að bölva“. ★ SkilnaSur. Hann stóð þarna í dyrunum og horfði á hana. Hún var ljósgeislinn í lífi hans, og hann fann, aS lífið mundi vera sér einskis nýtt án hennar. Hún var svo góð og hrein og svo elskuleg. En liann vissi, aS hann mátti til aS fara. Hann átti að skilja við hana; skilja við þessar rauðu varir, sem hann hafSi kysst. Hann stundi þungan, þegar hún kom til hans, til þess að kyssa hann enn einu sinni. Hún lagSi hvíta armana um háls honum; varir þeirra mættust. Loks reif hann sig lausan og stökk ör- vinglaður út á götuna; já, hann varð að fara. I síðasta sinni veifaSi hún vasaklútnum til hans. Þau voru nýgift og hann var aS fara ofan á pósthús, til að kaupa tvö tíu aura frímerki. „Freyja“. BRANDAJÓL 17

x

Brandajól

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brandajól
https://timarit.is/publication/797

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.