Brandajól - 20.12.1939, Síða 24

Brandajól - 20.12.1939, Síða 24
Gísli brosti og sló út hendinni: „Árni ætlaði ég að segja“, sagði hann. Árni leit upp úr skriftum sínum rólega. „Hvað hafið þér gert af möppunni Cart- er & Co?“ „Hún liggur þar sem þér létuð hana í gær“, svaraði Árni. „Ég lét hana í gær?“ sagði Gísli. „Ég sá yður taka hana úr skápnum í gær“, svaraði Árni, „en ég veit auðvitað ekki, hvað þér hafið gert við hana“. „Asni!“ sagði Gísli. „Það eruð þér, sem eigið að halda bréfaskápnum í lagi, ekki ég. Svo litlu verki ætti þó að vera hægt að trúa yður fyrir að gera skammlaust“. Pétur skrifstofustjóri leit nú framfyrir, hurðin inn til hans hafði staðið í hálfa gátt. „Hvað gengur á hér?“ spurði hann. „Carter-mappan liggur hjá mér, síðan þú færðir mér hana í gær, Gísli“. Húsbóndinn ætlaði inn til sín aftur, en Inú stóð Ájrni upp. Hann var ákaflega fölur í andliti, og augun ljómuðu, góðleg, en alvarleg og ákveðin. „Konsúll“, sagði hann, „þér hafið heyrt, að þessi maður hefir uppnefnt mig, og haft mig fyrir rangri sök. Síðan ég kom hingað hefir hann og Sigurður Eiríksson með öllu móti reynt að gera mér lífið óþol- andi hérna. Eftirleiðis vil ég fá að vinna verk mitt óáreittur af þeim“. Húsbóndinn hvessti augun á Árna. „Þér eruð yngsti maður hér á skrifstof- unni og ættuð ekki að setja yður upp á háan hest“. Eftir það gekk hann inn til Péturs og lokaði á eftir sér hurðinni. Gísli gekk að stól sínum og settist niður. „Eru þetta þakkirnar, strákur“, sagði hann, „fyrir það að ég hefi verið, mér til sárleiðinda, að troða í yður, hvað þér ætt- uð að gera?“ „Ef þér hafið eitthvað sagt mér til“, sagði Árni, og var nú ómjúkur í máli, „þá hafið þér með því aðeins unnið skyldu- verk yðar. Nú lengi hafið þér verið að nöldra við mig um það, sem yður hefir ekki komið við. Við vitum það allir, að ég vinn eins mikið og þið hinir, hver fyrir sig. Ég vil fá að vera í friði fyrir ykkur með verk mitt“. „Það er naumast að piltunginn notar munn“, sagði Gísli. „Og ef þér dirfist að uppnefna mig hér eftir eða tala dónalega til mín, eins og áður“, hélt Árni áfram, „þá skuluð þér sjálfan yður fyrir hitta. Haldið þér nú á- fram að vinna og haldið þér yður saman“. Að sex mánuðum liðnum fór ég að skrif- stofunni. — Ég dvaldi fimmtán ár hjá dönsku verzlunarfélagi í Síam og frétti ekki neitt frá íslandi. Foreldrar mínir voru dánir, og ég átti engin nákomin skyldmenni og enga vini, sem ég skrifað- ist á við. Ég hélt að ég væri enginn ætt- jarðarvinur og fékk því engin blöð að heiman. En eftir fjórtán ár fór mig að langa heim, og eftir fimmtán ár fór ég heim, fullur af löngun til þess að eyða því, sem eftir var af æfinni, heima á íslandi og hvergi annars staðar. Þegar ég var kominn til Reykjavíkur, fór ég í banka og bað um viðtal við aðal- bankastjórann. Ég er ekki sérlega mannglöggur, en mér fannst ég kannast við hinn granna, fremur ur unga mann, sem stóð upp, er ég kom inn og tók hlýlega í hendina á mér. „Við höfum einu sinni unnið saman á skrifstofu“, sagði hann brosandi og leit á mig skærum, nærri barnslega fallegum augum. „Þekkið þér mig ekki?“ „Það er þó víst ekki“ — byrjaði ég. „Jú, jú“, sagði hann. „Það er Mister Hrafnakrókur“. 22 BRANDAJÓL

x

Brandajól

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brandajól
https://timarit.is/publication/797

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.