Framsóknarblaðið - 15.12.1952, Síða 2
2
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ
hið góða, sem í yður býr, verði
fyrir fulltingi Krists ráðandi í
öllu yðar lífi og öllu yðar sam-
félagi við aðra menn, svo að þér
í raun og veru verðið liluttak-
andi í þeirri sælu, sem í því er
fólgin, að um samfélag yðar
megi segja: Hér ríkir kærleikur
Jesú Krists, Guðs sonar og frels-
ara mannanna.
Ef vér lesum íslendingasög-
una,sjáum vér fyrir oss líkingu
milli atburða sögunnar og út-
sýnis landslags.
Það fær ekki dulist, að mynd-
ir sögunnar eru líkar myndum
landabréfs. Þar eru auðnir og
öræli, en einnig blómum skrýdd
ar og gróðursælar grundir. Það,
senr veldur mismuninum milli
auðnar og blómlegrar byggðar,
er kærleikurinn.
Vér skulum eigi víkja af vegi
kærleikans. Það virðist að vísu
stundum aðrir vegir glæsilegri.
En glæsileikur jreirra er glötun-
arleið.
Maður nokkur skrifar bók
um ferð í gegnum Afríku. Hann
segir: Þar vex tré eitt, sem er
mjög laufskrúðugt og ilmandi,
svo að það er freisting fyrir
ferðamann að leita hvíldar í for-
sælu þess. En falli ferðamaður í
þá freistingu að sofna undir
laufskrúði í skjóli greina þessa
trés, þá vaknar hann aldrei aft-
ur. Því að þó að tré þetta standi
í glæsibúningi, gefur það frá sér
eitur, sem smátt og smátt rænir
menn lífinu. — Svo er um
hverja kærleikssnauða stefnu
mannlífinu. Menn sem gefa sig
slíkri stefnu á vald, eru undir
banvænum áhrifum, sem ræna
þá smám saman verðmætum lífs
ins. Hafið þér ekki flest lesið
leikritið um Kinnahvolssystur
eða séð leikinn? Hverjar eru
Kinnarhvolssystur? Systur tvær,
sem eru að ýmsu leyti mjög
dyggðugar báðar. Önnur rnetur
kærleikann mest af öllu. Hin
metur kærleikann mikils innan
vissra takmarka. En hún metur
annað mest af öllu. Hvernig fór
svo fyrir þeirri systur, sem
hlýddi þeirri rödd huga síns að
reyna að sjá sér farborða nteð
þeint efnum einum fyrst og
fremst, sem áþreifanleg eru?
Leið hennar lá niður í jörðina,
og þar sat hún og spann gull í
aldarfjórðung, svo að allar gleði
lindir hennar þornuðu. Hin
systirin gaf kærleikanum kon-
ungdæmi í hjarta sínu og lifði
heilögu lífi í gjafmildi og góð-
leika, treystandi vernd og bless-
un og forsjá Guðs til þess að sjá
sér farborða. Nú kann einhver
að hyggja, að í slíku leikriti sé
skáldið aðeíns að lýsa tveimur
persónum, sem séu ólíkar, þó að
íþær séu systur. En ef vér horfum
með vakandi skynsemi á at-
burði leiksins, verður oss ljóst,
að hér er ekki verið að sýna
sögulegar persónur aðeins, held-
ur er tilgangurinn að reyna að
kenna oss að skilja, að það er
tvennt, sem togast á urn völdin
í hjörtum allra manna, tvö öfl,
systur, því að í raun og veru
vakir hið sama fyrir báðum. En
þó er öll gæfuleiðin að hlýða
rödd þeirrar systurinnar, sem
gengur lnaut kærleikans, líkn-
arinnar, hjálparinnar, samúðar-
innar, og í raun og veru verður
sá, er fylgir þeirri rödd, einnig
ríkari efnalega séð. Það veit líka
konungur fjalldjúpanna og á
sinn þátt í því.
Kærleikurinn fellur aldrei úr
gildi. Hvernig verður framtíð-
arlífið á jörðunni, þegar kærleik
urinn verður allt í öllu. Vér
getum gjört oss það í hugar-
lund fyrir sýn sjáandans Sadú
Sundar Sing, er lýsir sýnum
sínum inn í himininn, lýsir lífi
frelsaðra. Hann sér Krist í há-
sæti, mann óumræðilega dýr-
Iegan“. Þegar ég sá andlit hans
í hrifningarástandi, líktist það
mjög því, sem ég sá með mínum
lkamlegu augurn við afturhvarf
mitt. Hann hefir sár, þaðan sent
blóðið rennur. Þau eru ekki af-
skrærnd, þau eru lýsandi og fög-
ur. Andlit hans er sem sólin
og ljómi þess blindar mig ekki,
ég sé unaðslegt bros, elskuríkt
dýrlegt.
Umhverfis hásætið eru ótelj-
andi andlegar verur. Mjög ólík-
ar hver annarri, margar. Þarna
eru þeir heilögu og þarna eru
englarnir. „Og það er ekki hægt
að greina hvern flokkinn frá
öðrum, því að vér erum cill eitt“
var sagt við mig. Þeir eru allir
útlits senr yngri bræður Krists,
Ijónra af dýrð lrans. En dýrð
lrans er yfirgnæfandi. Og það er
breytileiki í litunr og búning-
unr þeirra, sem eru umhverfis
lrásætið. Hér eru fleiri litir en
á jörðu, og á jörðu gefur ekki
að líta neitt svo dýrlegt. Klæði
allra eru senr gjörð af Ijósi. Eng
ir denrantar á jörðu eða dýrir
steinar kasta frá sér svo fögrunr
litunr. Þegar þeir tala við nrig,
kenrur lrugsun þeirra á auga-
bragði inn í hjarta nritt, eins og
við líka stundum vitunr á jörð-
unni, lrvað einhver ætlar að
segja, áður en hann tekur til
máls. Ég þurfti ekki að læra
nrál hins andlega heims. Þegar
vér yfirgefunr þenna heim og
komum inn í himininn, tölum
vér það jafn eðlilega eins og ný-
fætt barn dregur andann frá
því augnabliki, sem það kenrur
inn í þenna heim, þó að það
hafi aldrei gert það áður.
Hér er talað við nrig um and-
lega hluti og vandanrál, senr
verða ekki leyst á jörðinni. En
þessir góðu vinir mínir kunna
á því glögg skil. Og margt sé ég
og lreyri, sem ég lrefi af skýra
mynd í huga mínunr, en sem ég
get ekki sagt frá á eigin máli,
hvað þá á erlendri tungu. Hér
verða nrenn aldrei þreyttir, óska
aldrei að neitt verði öðruvísi.
Og ef einlrverjir vilja hittast, þá
er það sama lrverjir það eru, og
hve langt þeir eru hver frá öðr-
unr. Óskirnar uppfyllast nreð
hraða lrugsunarinnar. Þetta er
sá staður, senr hjartað þráir. Hér
er fullnægt allri þrá. Engin sorg,
engin kvöl, aðeins kærleikur,
öldufall kœrleikans, fullkomin
sæla. Og er Sadúinn segir þetta,
Ijónrar svipur lrans. Og margir
hlutir lrér eru lrliðstæðir því feg
ursta á jörð vorri: Fjöll, tré,
blónr, en ófullkomleikinn er
horfinn, því að fjöll og fljót r
þessum jarðneska heimi eru að-
eins skuggi þess, senr vér sjáum
á himni.“
Auðvitað er frásaga Sadúans
um himininn miklu lengra mál
og mótuð af persónuleika lrans
og austrænunr hugsunarhætti.
En lýsing lrans á himninum er
lýsing á veröld kærleikans, og
uppfylling þeirrar óskar, sem
vér biðjum að uppfyllist, er vér
biðjum: Verði þinn vilji, svo á
jörðu sem á himni.
Hvert liggur vegurinn? Er
þetta ekki allt svo auðvelt og
bjart? Vegurinn liggur unr háa
hæð, sem heitir Golgata. Krafta-
verkið getur orðið lrin mikla
skyndilega breyting, en aðeins
þannig, að sársauki kærleikans
á Golgata verði sársauki allra
manna, að nrenn konrist til sam-
vitundar við frelsiskraft sonar
Guðs í þeirri vissu, að Það er
betra að lifa ekki, en að elska
ekki.
Ofanleiti í Vestnrannaeyjurr),
ro. desember 1952
Halldór Kolbeins.
Áskorun
Hér með er skorað á alla þó, sem eigi hofa greitt
að fullu útsvör sín og fasteignagjöld að gera það nú
þegar til þess að gjöldin séu að fullu greidd fyrir
óramót.
BÆJARGJALDKERI.