Morgunblaðið - 21.06.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.2010, Blaðsíða 1
                             ostur.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 – 2 3 8 6 STOFNAÐI FÉLAG SEM RÚMAR ÖLL LISTFORM REYNT AÐ LAGA KORTIN FALLEG ÞROSKA- SAGA HLAÐIN TILFINNINGUM UTANVEGAAKSTUR 14 FIMM STJÖRNU LEIKFÖNG 27LISTIR OG MENNING Í GARÐI 10 Fréttaskýring eftir Hjört J. Guðmundsson  Mörg mál vegna gengis- tryggðra húsnæð- islána bíða nú þess að verða tek- in fyrir í dóms- kerfinu. „Við vor- um að undrast hversu fá mál væru í dómskerf- inu sem snúast um gengistryggð lán og fengum þau svör að það væri fyrirtökustopp í slíkum málum þar sem menn vildu ekki eyða tíma dómskerfisins í þau fyrr en komnir væru fram fordæmisgefandi dóm- ar,“ segir Friðrik Ó. Friðriksson, stjórnarformaður Hagsmuna- samtaka heimilanna. Ljóst er í hans huga að dómur Hæstaréttar hefur fordæmisgildi fyrir húsnæðislán. Enn greinir menn á um hvaða vexti gengistryggð lán eigi að bera fyrst þau eru ólögmæt. Friðrik seg- ir að upphaflegir vextir eigi að gilda, en viðskiptaráðherra reiknar með að þau verði látin bera vexti sem Seðlabankinn ákveður. »6 Mál vegna gengis- tryggðra húsnæðis- lána bíða fyrirtöku Friðrik Ó. Friðriksson  Ríki og borgir í Bandaríkjunum hafa brugðið á ýmis sparnaðar- ráð til að bregð- ast við slæmri fjárhagsstöðu, en hallarekstur ríkjanna fimmtíu mun í ár nema um 200 milljörðum dala sem eru um þrjátíu prósent af fjárlögum þeirra. Í Seattle er sorp nú aðeins sótt aðra hverja viku, í New Jersey verður skóladögum fækkað og í Kaliforníu fá opinberir starfsmenn ekki greidd laun. Þá er í Illinois og San Diego rætt um að skerða eftir- launaréttindi opinberra starfs- manna. »12 Spara með því að fækka skóladögum  Skotveiðimenn eru ósáttir við til- lögur sem fela í sér takmarkanir á skotveiðum í hluta Vatnajökuls- þjóðgarðs. Þeir halda fram að með tillögunum sé brotinn á þeim hefð- arréttur og ekki þurfi að skerða at- hafnarétt þeirra svo fleiri geti notið svæðisins. »2 Skotveiðimenn deila á veiðibann Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Á grundvelli mynda úr tíu stafræn- um hraðamyndavélum sem staðsett- ar eru á völdum stöðum á lands- byggðinni voru gefnar út sektir fyrir um 500 milljónir króna í fyrra og af þeim innheimtust um 400 milljónir, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. Hraðakstursbrot sem myndvél- arnar skrásetja eru um 40% af öll- um umferðarlagabrotum í landinu. Það vekur athygli að erlendir ökumenn bílaleigubíla skildu eftir sig ógreiddar hraðasektir fyrir um 50 milljónir króna í fyrra. Guð- mundur Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Stykkishólmi, en þangað berast upplýsingar úr stafrænu hraða- myndavélunum, segir óskandi að hægt væri að innheimta þessar sektir. Það væri á hinn bóginn ekki talið gerlegt. Það svaraði ekki kostnaði, s.s. við að þýða sektarboð- in og senda utan, auk þess sem ýmis vandkvæði væru á að fylgja sektar- boðunum eftir, þrjóskuðust erlendu ökumennirnir við að greiða sektirn- ar. „Þetta eru milljónir á milljónir of- an sem ríkissjóður verður af á ári hverju,“ segir Guðmundur. Í mörg- um tilfellum þurfa þeir þó að greiða umsýslugjald sem bílaleigur inn- heimta fyrir að veita lögreglu upp- lýsingar um hverjir tóku viðkom- andi bíla á leigu. Nást stundum í Leifsstöð Stafrænu hraðamyndavélarnar eru allar tengdar við símalínu. Einu sinni á sólarhring hlaða starfsmenn sýslumannsins á Snæfellsnesi myndum úr myndavélunum niður á tölvur embættisins og vinna úr þeim. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli sér hins vegar um að skrifa út sekt- argerðir og senda þær ökumönnum. Eðli málsins samkvæmt er ekki eins auðvelt að hafa uppi á erlendu öku- mönnunum eins og þeim innlendu. Þótt erlendu ökumennirnir sleppi því flestir, er reynt að hafa uppi á þeim sem aka langt yfir hámarks- hraða, að sögn Guðmundar. Lög- reglan í Leifsstöð hafi t.a.m. náð í skottið á nokkrum og látið þá borga sektirnar. Langflestir fá sekt fyrir að aka á bilinu 96-110 kílómetra hraða á klukkustund. Hálfur milljarður í sektir  Erlendir ökumenn bílaleigubíla komast hjá því að greiða samtals 50 milljónir  Svarar ekki kostnaði að senda sektarboð til útlanda og erfitt að fylgja þeim eftir Morgunblaðið/Jakob Fannar Klaufalegt Flestir ferðamannanna eru teknir á 96-110 km/klst. MMeðalhraði hefur minnkað »4 „Þetta er ósköp lítið að sjá sem betur fer, kannski. Þetta byrjaði um eitt- leytið eftir hádegið en þá bárust vísbendingar um að eitthvað væri að gerast. Á milli tvö og þrjú var orðið staðfest að þetta væri hlaup. Það var líka kominn litur í ána,“ segir Þorsteinn M. Kristinsson, lög- reglumaður á Kirkjubæjarklaustri, um Skaftárhlaupið sem hófst í fyrri- nótt. Þegar myndin var tekin, skammt frá bænum Skaftárdal um kvöldmat- arleytið, var töluvert hlaupvatn í ánni. Þorsteinn segir hlaupið í október 2008 hafa verið mun tilkomumeira en nú. Bændur í sveitinni séu vanir hlaupum og láti sér því ekki bregða. Hjá Veðurstofunni fengust þær upplýsingar að útlit sé fyrir að flóðið sé úr vestari Skaftárkatlinum í Vatnajökli og verði því í minna lagi. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Lítið hlaup og raskar ekki ró bændanna M Á N U D A G U R 2 1. J Ú N Í 2 0 1 0  Stofnað 1913  142. tölublað  98. árgangur 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.