Morgunblaðið - 21.06.2010, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.06.2010, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2010 Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á allra síðustu sætunum 22. júní í 14 nætur til eins allra vinsælasta sólaráfangastaðar Íslendinga, Costa del Sol. Gríptu þetta einstaka tækifæri til að njóta lífsins á þessum vinsæla áfangastað í sumarfríinu. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Stökktu til Costa del Sol 22. júní Frá aðeins kr. 59.900 í 14 nætur Kr. 59.900 - 14 nátta ferð Verð m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með 1 svefnherbergi í 14 nætur. Verð m.v. 2-3 í herbergi / stúdíó / íbúð kr. 69.900. Sértilboð 22. júní. Aukagjald f. einbýli kr. 40.000.- 14 nátta ferð - ótrúleg kjör! Morgunblaðið/Júlíus Eftirlit Ætlunin er að fjölga hraðamyndavélum. Þótt þær geri sitt gagn er enn langur vegur frá því að hið mannlega auga verði óþarft. BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Tíu stafrænar hraðamyndavélar sem staðsettar eru á landsbyggðinni skráðu í fyrra 23.134 hraðakstursbrot og úr urðu sektir upp á um 500 millj- ónir króna. Árið 2008 voru brotin ríf- lega 16.000 og er um að ræða 44% aukningu. Mestu munar um tvær nýj- ar vélar sem voru settar upp á Suður- landsvegi, milli Hveragerðis og Sel- foss í október. Flestar sektirnar komu fyrstu vikurnar eftir að myndavél- arnar voru settar upp en svo fækkaði þeim hratt þegar ökumenn lærðu á þær. Ætlunin er að fjölga stafrænum hraðamyndavélum upp í 16. Af þessum 500 milljónum í sektir innheimtust um 400 milljónir, sam- kvæmt upplýsingum frá ríkislög- reglustjóra. Kostnaður við hverja stafræna myndavél er afar misjafn og fer eftir aðstæðum á hverjum stað en gera má ráð fyrir ein slík geti kostað á bilinu 15-20 milljónir. Þótt töluverður kostn- aður fylgi því að setja upp vélarnar og í umsýslu er því ljóst að þær borga sig hratt upp. Dregur úr hraða og slysum Jón Hjaltason, verkefnastjóri í um- ferðardeild Vegagerðarinnar, leggur þó áherslu á að tilgangurinn sé ekki að safna fé í ríkissjóð heldur að auka um- ferðaröryggi. Staðsetning myndavél- anna sé valin með tilliti til upplýsinga um slysatíðni og þær settar upp ná- lægt hinum alræmdu svörtu punktum í vegakerfinu. Jón segir stafrænu myndvélarnar hafa gefið afar góða raun. „Meðalhraði hefur minnkað og um- ferðarslysum fækkað verulega á þeim stöðum sem myndavélarnar eru settar upp,“ segir hann. Í fyrra hófu Norðmenn að gera prófanir á svokölluðum með- alhraðamyndavélum. Vegagerðin hér á landi hefur fylgst með framvind- unni en Jón segir að slíkar mynda- vélar henti einkar vel þar sem akveg- ir eru tvöfaldir, s.s. á Reykjanesbrautinni. Ástæðan er m.a. sú að í venjulegum hraðamynda- vélum er erfitt að sjá hvorum tveggja bíla, sem ekið er samhliða á tvöfaldri akbraut, hafi verið ekið of hratt. Einnig myndu þær smella af þegar bíl væri ekið fram úr öðrum og yfir löglegum hraða sem er leyfilegt við framúrakstur. Meðalhraðamyndavélarnar virki þannig að fyrst sé tekin mynd af bílum þegar þeir koma inn á ákveðinn kafla vegarins og svo aftur þegar þeir aka út af vegarkaflanum. Tölvukerfið greini bílnúmerin og reikni út meðalhraðann. Hafi viðkomandi ökutæki verið ekið yfir hámarkshraða sé ökumaðurinn sektaður. Jón segir að ekki sé farið að ræða í alvöru um hvort slíkar mynda- vélar verði settar upp hér á landi. Flestir brotlegra á 96-110 Reglulega berast fregnir af ofsa- hraða ökumanna en slíkur akstur kemur sjaldan til kasta myndavél- anna. Í skýrslu ríkislögreglustjóra um notkun vélanna var langstærstur hluti, eða 92%, þeirra 4.816 bifreiða sem ek- ið var of hratt um Suðurlandsveg frá október til desember 2008 á bilinu 96- 110 km hraða. Þegar þessar tölur eru bornar saman við aðra þá staði þar sem hámarkshraði er 90 km/klst., svo sem á Suðurnesjum og í Hvalfjarð- arsveit, sést að bensínfótur Sunnlend- inga er ekki þyngri en annarra lands- manna, því tölurnar eru svipaðar. Þótt mikill fjöldi hraðakstursbrota safnist á myndvélarnar, þá eru þær ekki í notkun allt árið því þær eru reglulega sendar til Noregs til við- halds. Auk vélanna á Suðurlandi eru staf- rænar hraðamyndvélar á Suð- urnesjum, í Hvalfjarðargöngum og Fáskrúðsfjarðargöngum og í Hval- fjarðarsveit. „Meðalhraði hefur minnkað“  Tíu stafrænar hraðamyndavélar skráðu rúmlega 23.000 hraðakstursbrot í fyrra  Ein myndavél kostar 15-20 milljónir  Settar upp á þekktum slysaköflum Hlutfall hraðakstursbrota á Suðurlandi þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.* 96-100 km/klst 101-110 km/klst 111-120 km/klst 121-130 km/klst 131+ km/klst 37,6% 54,8% 6,5% 0,8% 0,2% * Skráð af stafrænum hraðamyndavélum (án tillits til vikmarka) 1. okt. til 31. des. 2009. Dýrar myndir » Brot sem náðust á mynd með tíu stafrænum hraðamynda- vélum í fyrra voru rúmlega 40% allra umferðarlagabrota á Ís- landi. » Flestir brotlegra eru á 96-110 km hraða. Sekt fyrir að aka á 96- 101 km hraða þar sem hámarks- hraði er 90 er 10.000 krónur. » Sekt fyrir að aka á 101-110 km hraða er 30.000 krónur. » Tekið er tillit til vikmarka. Þeg- ar mældur hraði er 101 km/klst. eru 3 km dregnir frá hraðanum. Þegar mældur hraði er meiri en 101 km/klst. eða meiri eru 3% af mælda hraðanum reiknuð út. „Það hefur kom- ið skýrt fram á undanförnum dögum að mörg þau lönd sem eru andvíg hval- veiðum geta ekki fallist á neinar málamiðlanir sem fælu í sér takmarkaðar veiðar,“ segir Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Ís- lands í Alþjóðahvalveiðiráðinu. Tómas er staddur í Marokkó þar sem ársfundur Alþjóðahval- veiðiráðsins hefst á morgun, en undanfarna daga hafa farið fram óformlegir undirbúningsfundir. Hann segir ólíklegt að samþykkt verði málamiðlunartillaga formanns og varaformanns ráðsins, sem m.a. felur í sér minni veiðar en Hafró mælir með og bann við viðskiptum með hvalaafurðir, enda geti t.d. Ástralía, Suður-Ameríkuríki og sum Evrópusambandsríki ekki sætt sig við aðrar hvalveiðar en frum- byggjaveiðar. Skip Hvals hf. mun að líkindum halda til veiða um næstu helgi, seg- ir Kristján Loftsson, fram- kvæmdastjóri Hvals. hlynurorri@mbl.is Samþykkja ekki mála- miðlanir Hvalur hf. líklega til veiða um næstu helgi Tómas H. Heiðar Konur eru hvatt- ar til að leggja niður vinnu kl. 14:25 og mæta í kröfugöngu þeg- ar kvennafrídag- urinn verður haldinn hinn 25. október. Öll kvennasamtök landsins hafa ákveðið að taka höndum saman og vilja gera kvennafrídaginn að heimsviðburði að sögn Margrétar K. Sverrisdóttur, formanns Kvenréttindafélagsins. „Nú ber svo við að í ár er 24. októ- ber, kvennafrídagurinn, sunnudag- ur. Við ætlum því að hafa alþjóðlega ráðstefnu 24. október, þar sem fulltrúar frá Sameinuðu þjóðunum mæta og í kjölfarið færum við kvennafrídaginn fram á mánudaginn 25. október en þá fara allir í kröfu- göngu,“ segir Margrét. Konur leggi niður vinnu Konan sem lést í bifhjólaslysinu við Gilsfjörð á laugardag hét Anne Marie Reinholdtsen. Hún var norsk, annar tveggja yfirforingja Hjálpræðishers- ins á Íslandi. Að sögn lög- reglunnar á Hólmavík voru tildrög slyssins þau að jeppa var ekið upp á þjóðveginn, á gatnamótunum við bæina Litla- og Stóra-Holt, skammt frá Gilsfjarðarbrú. Þar skall hjólið, sem Anne Marie Reinholdtsen ók, á jeppanum. Lögreglan segir að enginn grunur leiki á um að bifhjólinu hafi verið ekið of hratt. Málið er enn í rannsókn. kjartan@mbl.is Lést í mót- orhjólaslysi í Gilsfirði Anne Marie Reinholdtsen Tveir laxar veiddust á fyrstu vaktinni í Laxá í Aðaldal í gær, þegar veiði hófst, og voru báðir yfir 20 pund. Fyrst veiddist einn 22 punda á Núpafossbrún og síð- an einn 20 punda neðan Æð- arfossa. Laxá er ein helsta stór- laxaá landsins en það telst eflaust fágætt að meðalþungi laxa á einni vakt í ánni sé 21 pund. Glaðasólskin og hiti var fyrir norðan og aðstæður erfiðar til veiða. Í liðinni viku veiddi urriða- veiðimaður á Laxamýrarsvæðinu annars fyrsta laxinn í ánni, 73 cm hæng sem tók urriðafluguna Rektor á Spegilflúðardýpi. Veiði hófst einnig í Laxá í Leirársveit í gær og var það ein- hver besta opnunin þar í árarað- ir. Fjórtán laxar veiddust á fjórar stangir á vaktinni og mun aflinn hafa verið blanda af laxi sem hef- ur verið eitt og tvö ár í sjó. Í Aðaldal Laxá er kunn fyrir sína stóru laxa sem veiðast ár hvert. Meðalþyngd eftir daginn var 21 pund Stórlöxum landað á fyrstu vaktinni í Laxá í Aðaldal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.