Morgunblaðið - 21.06.2010, Síða 7
Fréttir 7INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2010
Það er notalegt að koma við í útibúum Arion b
anka og alltaf heitt á könnunni,
þrátt fyrir það gerum við okkur grein fyrir því a
ð tími þinn er mikilvægur.
Við höfum sett okkur það markmið að stytta b
iðtíma hjá gjaldkerum
og þjónusturáðgjöfum í útibúum bankans svo
að viðskiptavinir
geti leyst sín mál fljótt og vel.
Við ætlum að gera betur
Íslenski ofurhlauparinn Gunn-
laugur Júlíusson sigraði í 48
klukkustunda hlaupi á hlaupahátíð
í Borgundarhólmi í Noregi um
helgina. Hljóp hann 351,9 kíló-
metra og var 74,3 kílómetrum á
undan næsta manni. Gunnlaugur
þreytti hlaupið í fyrra og bætti
hann sig um 18 kílómetra á milli
ára. Gunnlaugur er meðlimur í
Samtökum ofurmaraþonhlaupara
hér á landi en það er félag keppnis-
manna sem hafa hlaupið 100 kíló-
metra eða lengri keppnishlaup. Fé-
lagsmenn þess eru 27.
Þá tók annar meðlimur félagsins,
Höskuldur Kristvinsson læknir,
þátt í 100 mílna hlaupi í Ohio-fylki í
Bandaríkjunum um helgina. Hösk-
uldur varð árið 2005 fyrstur Íslend-
inga til að hlaupa 100 mílna hlaup.
Þá er annar hlaupari, Börkur
Árnason, skráður í hundrað mílna
hlaup í Kaliforníu um næstu helgi.
Íslenskir
hlauparar
í eldlínunni
Hlaupa ofurmaraþon
Höskuldur
Kristvinsson
Gunnlaugur
Júlíusson
Landsvirkjun
auglýsti um
helgina á Evr-
ópska efnahags-
svæðinu eftir til-
boðum í Búðar-
hálsvirkjun. Að
sögn Rögnu Söru
Jónsdóttur upp-
lýsingafulltrúa
Landsvirkjunar
er reiknað með að
ef allt gangi að óskum verði hægt að
hefjast handa við verkið í október.
Stefnt er að því að ljúka verkinu á
haustdögum árið 2013.
Landsvirkjun hafði áður auglýst
útboð á fyrsta hluta verksins sem
var jarðgangagerð. Útboðið var ein-
göngu auglýst á Íslandi og kært á
þeirri forsendu að skylt hefði verið
að auglýsa það á Evrópska efna-
hagssvæðinu. Að þessu sinni er ósk-
að eftir tilboðum í stóran hluta
verksins eða um 60 prósent fram-
kvæmdarinnar og er jarðgangagerð-
in inni í því. Gert er ráð fyrir að
heildarársverk vegna byggingar
virkjunarinnar verði hátt á sjöunda
hundrað. Reiknað er með að verkið
hefjist rólega og að næsta vetur
starfi um 50 manns við bygginguna.
Á árunum 2011 og 2012 er gert ráð
fyrir að um 200 manns verði að
störfum.
Búðar-
hálsvirkj-
un í útboði
Vinna hefst í haust
Ragna Sara
Jónsdóttir
Rannsókn á banaslysinu í gjánni
Silfru í Þingvallavatni er enn í fullum
gangi, að sögn Ólafs Helga Kjartans-
sonar, sýslumanns á Selfossi. Of
snemmt sé að fullyrða nokkuð um til-
drög slyssins. Enn sé verið að taka
skýrslur af vitnum og verði því hald-
ið áfram í dag.
Banaslysið varð um hádegisbil á
laugardag þegar franskur kafari
drukknaði í Silfru. Sjúkralið, sér-
sveitarkafarar, kafarar frá slökkvi-
liði höfuðborgarsvæðisins svo og
björgunarsveitir frá Árborg og
Hveragerði fóru þegar á staðinn eft-
ir að útkall barst. Maðurinn, sem tal-
inn er um þrítugt, var meðvitundar-
laus þegar hann náðist upp úr
vatninu. Lífgunartilraunir hófust
þegar í stað en báru ekki árangur og
úrskurðaði læknir manninn látinn.
Með manninum í för var frönsk
kona sem talin er vera unnusta hans
að því er lögregla segir. Konan var
flutt með sjúkrabifreið á Landspítala
þar sem henni var veitt áfallahjálp.
Ólafur Helgi skorar á þá sem
kunna að hafa verið vitni að aðdrag-
anda slyssins eða geta veitt aðrar
viðeigandi upplýsingar að hafa sam-
band við lögregluna á Selfossi.
kjartan@mbl.is
Franskur ferðamaður
drukknaði á Þingvöllum
Lögreglan lýsir
eftir vitnum að
tildrögum slyssins
Slysstaður Maðurinn var meðvitundarlaus þegar hann náðist upp úr gjánni.
„Ég vissi af því í gamla daga þegar
blautbúningar voru og hétu – það
voru ekki komnir þurrbúningar –
að þá var farið að kafa á Þingvöll-
um á 7. áratugnum. Þetta voru
strákar sem höfðu lært að kafa hjá
Þresti Sigtryggssyni,“ skipstjóra
hjá Landhelgisgæslunni, segir
Tómas Knútsson kafari en hann á
að baki nokkur hundruð kafanir í
Silfru og gjörþekkir því svæðið.
Að sögn Tómasar er lengsta köf-
unarleiðin í Silfru um 400 m en
hann lýsir henni sem „stórbrotinni
vatnaveröld“ sem njóti stöðugt
meiri vinsælda hjá köfurum.
„Stórbrotin vatnaveröld“
KÖFURUM SEM SÆKJA Í SILFRU FJÖLGAR ÁR FRÁ ÁRI