Morgunblaðið - 21.06.2010, Side 10

Morgunblaðið - 21.06.2010, Side 10
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2010 10 Daglegt líf Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is Það eru ein 5 ár síðan égfékk þá hugmynd að gam-an væri að stofna lista-félag. Þá var hins vegar ekki grundvöllur til stofnunar fé- lagsins, allir virtust önnum kafnir í góðærinu og ekki hafa tíma til að hugsa um þessháttar. Það var því ekki fyrr en í haust sem málið fór á fullt og með hvatningu Ásmundar Friðrikssonar bæjarstjóra gekk þetta upp,“ sagði Bragi Einarsson formaður Lista- og menningar- félagsins í Garði um stofnun félags- ins. Lista- og menningarfélagið í Garði var stofnað 29. desember 2009 og er um þessar mundir að stíga sín fyrstu spor. Markmið félagsins er að efla listir og menningu og stuðla að opinni umræðu um þau mál. Félagið mun bjóða upp á fjölbreytt lista- og afþreyingarnámskeið og stefna að því að fjölga lista- og menningauppákomum í bæjarfélag- inu. Nú þegar hefur verið boðið upp á tvö námskeið undir hatti félagsins, í málun fyrir byrjendur og lengra komna og listasmiðju fyrir grunn- skólabörn á yngsta og miðstigi. „Félagið er hugsað sem gras- rótarsamtök allra þeirra sem láta hina miklu flóru listar- og menning- ar sig varða og innan þess rúmast öll listform, ásamt handverki. Með stofnun félagsins viljum við efla list- ræna meðvitund fólks,“ sagði Bragi. Sjálfur er hann grafískur hönnuður og listmálari og fer fyrir félaginu ásamt því að kenna á myndlist- arnámskeiðum. „Garðurinn er bestur“ Annar Garðbúi sem hefur um langt árabil starfað við félagsstörf og kennslu er Kristjana Kjart- Möguleikar til nám- skeiðshalds hafa opnast Listin er komin undir eina regnhlíf í sveitarfélaginu Garði. Lista- og menningar- félagið í Garði var stofnað 29. desember 2009 og er markmið félagsins að efla list- ir og menningu og stuðla að opinni umræðu um þau mál. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Ferskt „Þar sem ferskir vindar blása“ er eitt af einkennisorðum sveitarfé- lagsins Garðs. Kristjönu Kjartansdóttur umsjónarmanni fannst þetta flug- drekaveggspjald hæfa vel því slagorði. Morgunblaðið/Kristjana Kjartansdóttir Sköpun í sandi Eitt af verkefnum barnanna í listasmiðjunni var að búa til myndir úr efnivið sem fannst í fjörunni. Sjórinn skolaði svo verkinu burt en það varðveitist á ljósmynd sem þessari Nudemagazine.is er ekki hefðbundin vefsíða heldur, eins og nafn síðunnar bendir til, veftímarit. Þetta er ís- lenskt tímarit um tísku sem ein- göngu er að finna á þessari vefslóð. Á síðunni er hægt að lesa nýjasta tölublað Nudemagazine en einnig eru hefðbundnar bloggfærslur um tísku. Það er ekki nóg með að tímaritið sé mjög flott heldur eru bloggfærsl- urnar, sem eru settar inn á hverjum degi, mjög áhugaverðar fyrir tísku- spekinga og aðra. Það er augljóst að það er fólk með puttann á púlsinum sem heldur vefsíðunni og tímaritinu úti. Ritstjóri tímaritsins og hönnuður er Jóhanna Björg Christensen, graf- ískur hönnuður. Auk hennar starfa við blaðið Edda Sif Pálsdóttir blaða- maður, ljósmyndarinn Árni Torfason og Daníel I. Bjarnason kvikmynda- tökumaður, en Katrín Magnea Jóns- dóttir, snyrtifræðingur og förðunar- meistari, sér um alla förðun og umfjöllun um snyrtivörur fyrir tíma- ritið. Fyrir þá sem hafa efasemdir um tímaritalestur á netinu er óhætt að segja að það er ekkert mál, jafn gott og að handfjatla tímaritin og ódýrara því Nudemagazine er ókeypis tímarit. Vefsíðan www.nudemagazine.is Morgunblaðið/Ernir Ritsjórn Nudemagazine Daníel, Árni, Edda Sif og Jóhanna. Flott tískutímarit og blogg Íslenska plöntuhandbókin er komin út í nýjum búningi, ríkulega aukin og endurbætt. Um er að ræða einhverja vinsælastu handbók sinnar tegundar. Fjallað er um 465 tegundir plantna, þar af margar sem hafa bæst við ís- lenska flóru á undanförnum árum. Bókin er ríkulega myndskreytt en í henni er að finna litmynd af hverri tegund, skýringarteikningu og út- breiðslukort. Við flokkun plantnanna eru notaðir sérstakir myndlyklar þar sem þeim er raðað eftir blómalit og öðrum áberandi einkennum, og einn- ig eru í bókinni gagnlegir efnislyklar. Allt þetta gerir að verkum að bókin nýtist vel til að þekkja sundur plöntur og fræðast um hina fjölbreyttu og fögru flóru landsins. Höfundurinn, Hörður Kristinsson, er doktor í grasafræði og hefur um árabil stundað rannsóknir á íslensk- um plöntum. Endilega... ...kynnist gróðrinum Rangur bókartitill Þau leiðinlegu mistök urðu í mánudags- blaðinu fyrir viku síðan að bók Sigrúnar Huld- ar Þorgrímsdóttur var ranglega nefnd Göngu- bók barnanna, en hún ber nafnið Fjallabók barnanna. Leiðrétt Alþjóðadagur MND-félagsins á Íslandi var haldinn í gær undir stjórn Gísla Einarssonar fréttamanns. Dagskráin hófst á Thorsplani í Hafnarfirði með hjólastólaralli þar sem var keppt í þremur flokkum: Rafmagnsstólum, handstólum og í svonefndum stjörnuflokki. Í fyrstu tveimur flokkunum var keppt í kappakstri á 800 metra braut sem byrjaði og endaði á Thorsplani. Í stjörnuflokknum þurftu þjóðkunnir Íslendingar að glíma við hindranir í hjólastólaralli. Þurftu þeir að leysa þrautir sem fólk sem bundið er við hjólastóla þekkir úr daglegu umhverfi sínu. Í þeim flokki fór Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og tilvonandi bæj- arstjóri, með sigur af hólmi. Þegar keppninni var lokið hófust tónleikar á Thorsplani þar sem m.a. komu fram dúettinn UNO, Hreimur og félagar, Karlakórinn Þrestir og Kristján Jóhannsson óperusöngvari. Þjóðþekktir glímdu við hindranir í hjólastólaralli Kappsfull Ragnheiður Elín Árnadóttir þingkona stóð sig vel.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.