Morgunblaðið - 21.06.2010, Side 11
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Rautt og hvítt verður bleikt Sólveig Björk Gränz, umsjónarmaður listasmiðju fyrir 6-12 ára börn, spurði börnin
hver þau héldu að niðurstaða blöndunar á hvítum lit og rauðum yrði og sýndi þeim svo.
ansdóttir kennari. Þegar blaðamað-
ur sótti Garðinn heim fyrir
skemmstu undi hún sæl og glöð í
stórum barnahópi, ásamt Sólveigu
Björk Gränz listunnanda og hjúkr-
unarfræðingi. Þær stjórnuðu lista-
smiðju fyrir 6-12 ára börn en mark-
miðið var að vekja áhuga þeirra á
sínu nánast umhverfi, láta þau virða
fyrir sér form og liti og nýta efnivið
úr náttúrunni til sköpunar umhverf-
islistaverka. Í listasmiðjunni mátti
sjá umhverfislistaverkin fullunnin
en í nýrri myndmenntastofu Gerða-
skóla fór fram veggspjaldagerð.
Eitt af verkefnum barnanna í smiðj-
unni var að búa til veggspjald sem
sýndi áhugaverða staði í Garði og
laðaði gesti að Sólseturshátíð.
„Garðurinn er bestur“, „Flottasti
staðurinn“, „Garðurinn glansar“og
„Fjaran er frábær“ voru slagorð
sem börnin vildu setja á vegg-
spjaldið sitt. Þegar blaðamaður
spurði krakkana um uppáhalds-
staðinn sinn, nefndu þau m.a. Garð-
skaga, fjöruna og Bræðraborg, al-
menningsgarðinn.
Gjörningur í fjörunni
„Við erum í raun bæði að kynda
undir því sem þau geta og kenna
þeim ný heiti, eins og fjarlægð, lita-
blöndun og gjörning. Í gær fórum
við í Gerðavörina til að búa til gjörn-
ing úr því sem fjaran hafði upp á að
bjóða. Þau voru mjög hugmyndarík
og fljót að finna efnivið. Þau áttuðu
sig á því að þessi listverk væru
hverful og mundu einungis standa
þar til sjórinn félli að. Þau varðveit-
ast hins vegar á ljósmynd,“ sagði
Kristjana um gjörninginn. Sólveig
Björk bætti við að með nýrri mynd-
menntastofu í stækkuðum Gerða-
skóla skapaðist möguleiki á nám-
skeiði sem þessu. „Það má segja að
við séum að vígja stofuna,“ sagði
Sólveig Björk og bætti við að það
væri nauðsynlegt að geta boðið
börnum í Garði upp á námskeið sem
þetta. Það má ljóst vera þegar
ánægjustuðull þátttakenda var
skoðaður. Öll börnin áttu að merkja
við á veggspjaldi hvort
upplifun dagsins ætti
heima broskallamegin
eða fýlukallamegin og
allir höfðu merkt við
broskallamegin tvo
daga í röð, nema einn
sem hafði misst sam-
starfsmann sinn frá sér
vegna óhapps. „Það
var erfitt að mála einn,“
sagði hann og hafði auk
þess áhyggjur af
vini sínum sem
þurfti að fara
til læknis.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2010
Daglegt líf 11
» Lista- og menningarfélagið í
Garði heldur úti vefsíðu sem
hugsuð er sem vettvangur til
kynningar á félaginu. Slóðin er
listamenn.123.is.
» Á aðalfundi félagsins í júní-
byrjun var ákveðið að félagið yrði
með sérstaka tónlistardeild sem
sæi um að skipuleggja tónleika-
hald félagsins.
» Á Sólseturshátíðinni í
Garði helgina 25.-
27. júní nk. verð-
ur sýndur af-
rakstur nám-
skeiða félagsins
á vorönn og síð-
an verður farið á
fullt með nám-
skeiðshald aftur
í haust. Dagskrá
hátíðarinnar er
að finna á www.-
sv-gardur.is
Afrakstur á Sól-
seturshátíðinni
LISTA- OG
MENNINGARFÉLAGIÐ
ódýrt og gott
HM Lúxushamborgarar, 2 hamborgarar,
2 brauð, beikonsneiðar, BBQ sósa, ostur
og Pepsi eða Pepsi Max, 1 l
798kr.pk.
Ásólríkum dögum draga marg-ir útigrillin úr geymslum ogloftið fyllist af indælli grill-
lykt. Það er ekki sama hvernig staðið
er að eldun á grilli. Við matreiðslu yf-
ir opnum eldi er hætta á myndun
efna sem eru í flokki krabbameins-
valdandi efna.
Þessi skaðlegu efni myndast við
ófullkominn bruna og er þar helst að
nefna fjölhringja vetniskolefni
(PAH) en þekktast þeirra er bensó(a)
pyren. Þau myndast einnig við reyk-
ingu matvæla, skógarelda, eldgos,
iðnað og bruna sígarettna. Við grillun
er mest hætta á myndun slíkra efna
þegar maturinn brennur eða fita af
kjöti eða marineringu lekur niður á
kolin eða heitt grillið. Þá logar í fit-
unni og reykur með tjöruefnum
myndast. Reykurinn leikur um kjötið
og efni úr honum setjast á það.
Við grillun matvæla er mikilvægt
að gefa sér góðan tíma. Ef kolagrill
er notað þarf að bíða með að setja
matinn yfir þar til loginn slokknar og
kolin eru orðin glóandi. Ef kjötið er
feitt, skal skera sem mest af fitu utan
af því áður en það er sett á grillið.
Mikilvægt er að logi leiki ekki um
matinn og skiptir þá engu hvort not-
að er kola- eða gasgrill. Ef logar und-
ir matnum skal færa hann frá log-
anum, þó hann snerti ekki matinn.
Síðan skal skera frá brennda hluta af
kjötinu áður en þess er neytt. Hægt
er að forðast að fita drjúpi niður á
kolin eða ofan í heitt grillið með því
að setja álpappír undir matinn og
velja marineringu án olíu.
Takmarka má myndun þessara
efna enn meira með því að grilla við
óbeinan hita. Sú aðferð er helst notuð
þegar grilluð eru stór og þykk kjöt-
stykki. Kjötið er ekki haft yfir eld-
inum heldur til hliðar við hann. Grill-
ið er haft lokað og virkar þá eins og
ofn.
Grillmatur getur einnig verið vara-
samur ef hreinlætis er ekki gætt við
meðferð hans. Gegnsteikið fuglakjöt,
svínakjöt og hakkað kjöt til að koma í
veg fyrir hugsanlega matarsýkingu.
Gott er að nota tvöfalt sett af áhöld-
um til að koma í veg fyrir kross-
mengun. Blóðvökvi úr hráu kjöti má
ekki komast í snertingu við eldað kjöt
eða mat sem er tilbúinn til neyslu,
t.d. salat.
Ingibjörg Jónsdóttir, matvælafræð-
ingur hjá Matvælastofnun
Örugg matvæli – allra hagur!
Er grillmatur
varasamur?
Morgunblaðið/Golli
Nánari upplýsingar er að finna á vef
Matvælastofnunar www.mast.is.
Grillmatur Reyktur,
grillaður og brenndur
matur getur innihaldið
skaðleg efni.
Morgunblaðið/Eggert
Hlegið Kristján
Pálsson, fyrrver-
andi þingmaður.