Morgunblaðið - 21.06.2010, Qupperneq 13
Fréttir 13ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2010
Landslög – lögfræðistofa og LM lögmenn hafa sameinað krafta sína undir
merkjum Landslaga. Með sameiningunni aukum við faglegan styrk stofunnar
og möguleika á að takast á við fjölbreyttari verkefni.
Við flytjum um leið starfsemi okkar í nýtt húsnæði að Borgartúni 26. Þar
vonumst við til að geta veitt umbjóðendum okkar enn betri þjónustu en áður.
Engar breytingar verða þó á rekstri stofunnar í Reykjanesbæ.
Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar landslog.is.
Borgartúni 26 · 105 Reykjavík
Sími 520 2900 · Fax 520 2901
Hafnargötu 31 · 230 Keflavík
Sími 421 1733 · Fax 421 4733
www.landslog.is
landslog@landslog.is
Landslög
MÁL AÐ FLYTJA
Ísraelsstjórn hyggst slaka á hafn-
banninu í Gaza og heimila óheftan
flutning vara þangað svo fremi sem
þær séu á lista yfir leyfilegar vörur.
Verður því hér eftir heimilt að
flytja þangað allar vörur sjóleiðina
sem hvorki tengjast hernaði né geta
orðið Hamas-samtökunum að liði.
Bregðast við gagnrýninni
Eins og kunnugt er sköpuðust
miklar deilur í kjölfar þess að 9 féllu
í áhlaupi Ísraelshers á flutningaskip
sem var að ferja vörur til Gaza.
Stefnubreyting Ísraelsstjórnar er
viðbrögð við þeirri deilu en viðvar-
andi vöruskortur er á Gaza þar sem
um 1,5 milljón manna býr.
Hafnbannið hefur verið við lýði
síðan 2005 en það hefur verið gagn-
rýnt af mannúðarástæðum.
Búist er við að tilslökunin muni
leiða til bættra lífskjara á Gaza,
framför sem vonir standa til að grafa
muni undan málstað öfgamanna.
Slaka á
hafnbanni
í Gaza
Reuters
Á Gaza Palestínsk fjölskylda.
Stjórn Íhaldsflokksins og Frjáls-
lyndra demókrata í Bretlandi býr sig
undir að draga verulega saman segl-
in í rekstri hins opinbera og spara
með því 85 milljarða punda, eða sem
svarar 15.980 milljörðum króna á nú-
verandi gengi, á kjörtímabilinu.
Nemur sú upphæð um 47% af ár-
legum útgjöldum Breta til velferð-
armála. Þjónustan mun því skerðast.
Íhaldsmaðurinn George Osborne
er nú tekinn við lyklavöldunum í
breska fjármálaráðuneytinu eftir að
Íslandsvinurinn Alistair Darling tók
pokann sinn í kjölfar ósigurs Verka-
mannaflokksins í þingkosningunum.
Eiga engra annarra kosta völ
Osborne dregur upp dökka mynd
af ástandinu og segir óhjákvæmilegt
að skera niður, ellegar eigi Bretar á
hættu að sogast inn í neikvæða
hringiðu hærri vaxta, gjaldþrota-
hrinu og vaxandi atvinnuleysis.
Blóðugur niðurskurður
Reuters
Erfitt Osborne tók við þröngu búi.
Breska stjórnin þarf að spara 85
milljarða punda í ríkisrekstrinum
Karlar í konuleit
á næturlífinu
ættu að láta slag
standa þegar ást-
arlög heyrast úr
hátölurunum.
Þetta má lesa
úr niðurstöðum
franskrar rann-
sóknar þar sem
karlmaður sem
álitinn var í með-
alagi kynþokkafullur var látinn
fara á fjörurnar við 87 konur.
Árangurinn var mældur eftir því
hvort maðurinn, Antoine, fékk
símanúmer hjá dömunum eður ei
og ætti þar með möguleika á
stefnumóti síðar.
Ómaði um herbergið
Fór tilraunin þannig fram að
konurnar héldu að þær væru að
leggja mat á kexkökur en þær hittu
að því loknu fyrir manninn í her-
bergi þar sem rómantískir tónar
bárust frá útvarpinu.
Til samanburðar var annars kon-
ar dægurtónlist leikin undir og kom
í ljós að aðeins 27,9% kvennanna
gáfu honum þá númerið en nærri
tvöfalt fleiri, eða 52,2%, þegar örv-
ar Amors bárust frá viðtækinu.
Tónlistin
opnar hjarta
konunnar
Celine Dion á
mörg ástarlög.
Fram kemur á vef Datamarket að
miðað við 75% endurheimtuhlut-
fall upp í þrotabú Landsbankans
þurfi íslenska ríkið að taka 2,35
milljarða punda að láni til að
standa undir skuldbindingum
vegna Icesave gagnvart Bretum.
Miðað við að stjórn Íhalds-
flokksins og Frjálslyndra demó-
krata skeri niður um 85 milljarða
punda á kjörtímabilinu nemur
niðurskurðurinn ríflega 36-földu
Icesave-láni til Íslands.
Annar mælikvarði er að þjóðar-
framleiðsla í Bretlandi í fyrra er
áætluð rétt ríflega 2.000 millj-
arðar punda eða um 37.600 millj-
arðar króna á núverandi gengi.
Þýðir það að Icesave lánið er um
1/851 af þjóðarframleiðslunni.
Til samanburðar er þjóðarfram-
leiðsla á Íslandi á árinu 2009 áætl-
uð um 1.500 milljarðar króna eða
rétt tæplega 8 milljarðar punda.
Ekki er útilokað að heimtur í
þrotabúið verði betri.
36-falt Icesave-lánið
BRESKA OG ÍSLENSKA SAMHENGIÐ