Morgunblaðið - 21.06.2010, Page 14

Morgunblaðið - 21.06.2010, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fátt ef nokk-uð í verald-arsögunni hefur aukið upp- lýsingastreymi jafn gríðarlega og veraldarvefurinn, eða vefurinn eins og fyr- irbærið er kallað í daglegu tali. Prentun bóka var að vísu mikil bylting, en hraðinn á út- breiðslu vefsins og magns þeirra upplýsinga sem þar er að finna er óviðjafnanlegt. Þetta hefur meðal annars orð- ið til þess að á síðustu tveimur áratugum eða svo hefur orðið gerbreyting á því hvernig mörg störf eru unnin. Þeir sem vinna við að greina frá tíðindum líðandi stundar þekkja þetta vel, því á þessu tímabili hefur netið farið úr því að skipta engu máli við upplýsingaöflun í það að vera ein helsta upplýsingaveitan. Þeir sem fjalla um liðna tíma eru einnig farnir að nota vefinn í meira mæli, sér- staklega þeir sem fjalla um nýliðna sögu. Eftir því sem fram í sækir verður sagan æ meira rituð upp úr heimildum sem er að finna á vefnum, svo sem fréttamiðlum, vefsíðum stofnana og einstaklinga. Sagnfræðingar framtíð- arinnar munu hafa miklu fleiri heimildir innan seil- ingar en þeir sem hingað til hafa fengist við söguritun. Þetta er afar jákvæð þróun og sagan ætti að geta orðið fyllri og nákvæmari sem þessu nemur. Einn vandi fylgir þó þessari nýju upplýsingatækni. Um leið og möguleikar allra til að koma upplýsingum á framfæri hafa aukist, er hætta á að áreiðanleiki upplýsinganna hafi minnkað. Það er auðvelt að setja upplýsingar inn á vef- inn, en um leið er auðvelt að breyta þeim upplýsingum sem þar eru. Slík- ar breytingar geta verið skaðlausar, enda ekki alltaf um efnisbreytingar að ræða. Þegar verst lætur er hins veg- ar hætta á að upplýsingum sé breytt til að reyna að hafa áhrif á söguritun framtíð- arinnar. Eitt lítið dæmi um þetta er breyting á síðustu þjóðhátíðarræðu forsætisráð- herra á vef ráðuneytisins. Þó að mistök forsætisráðherra hafi ekki verið mjög alvarleg er það engu að síður svo að í ræðunni sem lesin var á Aust- urvelli var rangt farið með eina staðreynd. Á vef ráðu- neytisins er ræðan hins vegar rétt að þessu leyti og ekkert minnst á að hún hafi verið lag- færð. Þeir sem í framtíðinni munu rita sögu stjórnarráðs- ins munu vafalítið horfa mjög til þeirra upplýsinga sem á vef þess er að finna. Þessi meðferð á ræðu forsætisráð- herra er hins vegar áminning um að engu er að treysta í þessu efni og menn hljóta að spyrja sig hverju öðru er hugsanlega breytt á vefjum hins opinbera fyrst kosið er að fela slíkt smáatriði. Þeir sem rita söguna, hvort sem er nútímasögu eða sögu löngu liðinna atburða, hljóta að gera um það kröfu að upp- lýsingar frá hinu opinbera séu eins réttar og kostur er. Slík- ar upplýsingar eru oft meðal helstu heimilda og hafa hing- að til verið taldar meðal þeirra áreiðanlegustu. Þó að vefurinn hafi í för með sér miklar breytingar er engin ástæða til að hann valdi breytingum að þessu leyti. Opinberir aðilar verða að gæta þess að reyna ekki að endurrita söguna} Varðveisla sögunnar og veraldarvefurinn Þeir sem ákaf-astir tala fyrir því að Íslendingar láti leiða sig inn í Evrópusambandið virðast örvænting- arfullir. Þeir segja að full- veldið eflist við afsal þess að hluta. Það gladdi Orwell að heyra. Þeir segja að Evrópu- sambandið muni laga fisk- veiðistjórnunarkerfi sitt að hinu íslenska. Þeir segja að Evrópusambandið meini það ekki að það sé skilyrði að Ís- landi lúffi í Icesave-málinu. Þótt þarna sé alls staðar langt til seilst eru sambandssinnar ekki vissir um að þetta dugi. Og þá er trompásnum spilað út: Kostirnir eru bara tveir: Annaðhvort ganga Íslendingar í Evrópusam- bandið eða þeir ganga í Kín- verska alþýðulýðveldið! Óþekkt er að menn komist hærra en að henda út tromp- ásnum. En ef allt um þrýtur er hægt að bæta við til þrauta- vara: Annaðhvort ganga Ís- lendingar í Evrópusambandið eða við aðildarsinnar göngum af göflunum. Það virðast raun- særri kostir. Örvæntingarbragur einkennir málflutn- ing sambandssinna} Langt til seilst Þ að olli nokkrum vonbrigðum að Besti flokkurinn skyldi ekki nota tækifærið og breyta vinnubrögð- unum í borgarstjórn, þannig að farið væri alla leið í þverpólitísku samstarfi flokkanna. Besti flokkurinn hafði í sjálfu sér ekkert fram að færa í kosningunum nema flekkleysi og um leið reynsluleysi þeirra frambjóðenda sem teflt var fram. Þess vegna skortir þau núna tilfinnanlega stefnuskrá, sem kjósendur hafa krotað við í lýðræðislegum kosningum. Einu loforðin sem þau gáfu voru loforð sem þau lofuðu að svíkja. Annars hefðu þau ekki verið kosin. Ég hafði talið mér trú um að þarna væri loksins komin þverpólitísk hreyfing í Reykjavík, sem getur vel átt til- verurétt í sveitarstjórnarmálum, þar sem flest mál hafa lítið með vinstri og hægri að gera. Ef fulltrúar Besta flokksins hefðu sest niður með öll- um flokkum og valið það besta úr stefnuskrám þeirra eft- ir kosningarnar, þá hefði framboðið skilað því ætlunar- verki sínu – þar hefði dómgreind og heilbrigð skynsemi frambjóðendanna fengið að njóta sín – óháð flokkadrátt- um. Í stað þess notuðu þau hyggjuvitið til þess að velja það „besta“ úr stefnuskrá Samfylkingarinnar, þriðja stærsta flokksins í Reykjavík. Auðvitað er því þannig farið þegar annar flokkurinn mætir með útfærða stefnuskrá að samningaborðinu, þar sem tekist er á um hvað eigi að standa í „samstarfsyfirlýsingunni“, en hinn flokkurinn með autt blað, að þá verður stefnuskráin út- gangspunktur í viðræðunum. Það er eftirtektarvert að í „samstarfsyfirlýs- ingunni“ er að finna margt sem Besti flokkurinn var í uppreisn gegn, ef undan er skilið hugtakið „sjálfbært gagnsæi“. Þarna eru faglegu orðin, sem stjórnmálamenn nota til að slá um sig á tylli- dögum, meira að segja orðið sjálft; það á að gera „faglega rekstraráætlun“ hjá Orkuveitu Reykja- víkur. Það sýnir nú metnað að ekki stendur til að hún verði ófagleg. Og þarna er líka langi loforðalistinn, sem heiðarlegra hefði verið af Besta flokknum að tefla fram fyrir kosningar. Það er ógrynni af verkefnum sem ráðast verður í og sláandi að skoða listann yfir nefndirnar sem á að stofna og heildar- stefnurnar sem á að móta, allt fyrir peninga úr vösum borgarbúa. En það fer minna fyrir hugmyndum um hvernig eigi að fjármagna öll herlegheitin eða takast á við fjárhagsvanda Reykjavíkurborgar. Ekki nema að gefið er fyrirheit um að vinna áætlun um fjármál borgarinnar til næstu fimm til tíu ára. Eflaust verður hún „fagleg“ og „heildræn“. Kannski það „ferskasta“ við samstarfsyfirlýsinguna sé að Jón Gnarr verður stjórnarformaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, enda gefur það fyrirheit um að borgar- búar geti átt von á ísbirni. Ef hann fær sér skrifstofu þar, þá skýrir það fyrirheitið um að „embætti borgarstjóra verði fært nær borgarbúum“. Þetta eru hveitibrauðsdagarnir. Vonandi er þetta ekki það sem koma skal frá nýja fjórflokknum í Reykjavík. Pistill „Fagleg“ samstarfsyfirlýsing Pétur Blöndal STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is M orgunblaðið fjallaði nýverið um erlenda ferðamenn sem ollu umtalsverðum land- spjöllum fyrir skömmu þegar þeir óku vegarslóða sem liggur frá hringveginum upp að Síðujökli. Ferðamennirnir studdust við kort frá Máli og menningu frá því í fyrra, en að sögn landeigandans þol- ir slóðinn alls ekki almenna umferð og ætti því ekki að vera inni á slíkum kortum. Erfiðlega hafi hins vegar gengið að fá slóðann út af kortum Máls og menningar. Ekki til mannskapur Örn Sigurðsson, ritstjóri kortaút- gáfu hjá Máli og menningu, segir að almenna reglan hjá þeim sé sú að berist óskir um að slóðar séu teknir út af landakortum sé kannað hvort þeir séu í kortagrunni Landmælinga Íslands. Ef svo er sé ekki orðið við því. Hann sá sér þó ekki fært um að tjá sig sérstaklega um umræddan slóða þar sem hann var ekki með nauðsynleg gögn við höndina. Aðspurður hvort ekki væri kannað hvort um réttmætar ábendingar væri að ræða, t.d. þegar um við- kvæmt landsvæði væri að ræða, sagði hann að stundum væri það svo að landeigendur vildu taka slóða út af kortum þar sem þeir vildu ekki um- ferð um þá vegna einhverra persónu- legra hagsmuna. Ekki væri hægt að verða við slíku. Þess utan væri ein- faldlega ekki til staðar mannskapur til þess að skoða alla slíka slóða. Upplýsingar með GPS Að sögn Hans Hansen, sem sér um kortagerð fyrir Mál og menningu, keypti fyrirtækið upphaflega aðgang að kortagrunni Landmælinga og hef- ur síðan verið að bæta við hann upp- lýsingum, m.a. um slóða. Í sumum til- fellum væri um að ræða slóða sem jeppamenn hefðu gefið upp í gegnum GPS-tæki. Í öðrum tilfellum væri um að ræða slóða sem hann sjálfur hefði farið. Áherslan væri allavega á það að setja ekki inn upplýsingar sem ekki teldust áreiðanlegar. Hann vissi þó ekki hvernig umræddur slóði hefði ratað inn á kort Máls og menn- ingar. Þess ber að geta að umræddur slóði er ekki í kortagrunni Landmæl- inga Íslands. Vantar samræmingu „Við erum að byrja í samstarfi við kortaútgefendur. Hluti af því felst í því að reyna að leiðrétta þau kort þar sem er að finna villur. Því miður eru þau ekki alltaf hundrað prósent,“ segir Ásgeir Björnsson, sérfræð- ingur hjá Umhverfisstofnun. Ásgeir segir að markmiðið með þessu sam- starfi sé m.a. að reyna að koma í veg fyrir að aðstæður komi upp þar sem fólk lendi í ógöngum vegna óná- kvæmra korta. Í því sambandi sé nauðsynlegt að landakortagerð byggi á einhverjum einum korta- grunni. Landakort séu söluvara og það séu fleiri en einn aðili sem séu að selja þau. „Í rauninni erum við að fást við áratuga uppsafnaðan vanda. Þetta eru gagnagrunnar sem eru ekki al- veg skotheldir. Og það er leiðinlegt ef það er kannski endurtekið að það komi inn einhver slóði sem átti að vera farinn út,“ segir Ásgeir. Hann bætir við að Umhverfisstofnun hafi m.a. lagt áherslu á það að koma upp- lýsingum um það hvað beri að varast í þessum efnum til erlendra ferða- manna á nokkrum tungumálum, m.a. í gegnum fyrirtæki í ferðaþjónustu, svo sem bílaleigur. Reynt að lagfæra landakortin Ljósmynd / Björgunarsveitin Kyndill Fastir Erlendir ferðamenn sem óku slóða sem liggur frá hringveginum upp að Síðujökli enduðu í utanvegaakstri á dögunum. Umdeildur slóði » Erlendir ferðamenn óku slóða upp að Síðujökli á dögunum. Þeir enduðu í utanvegaakstri og festu sig að lokum. » Slóðinn var merktur á landakort frá Máli og menningu frá því í fyrra. » Landeigandinn segir slóðann ekki eiga heima á kortum þar sem hann þoli ekki almenna umferð vegna viðkvæms umhverf- is. » Ekki fengust upplýs- ingar um það hvernig slóð- inn endaði inni á kortum Máls og menningar. » Mál og menning hefur m.a. fengið upplýsingar um slóða frá jeppamönnum í gegnum GPS-mælingar. » Umhverfisstofnun hyggst fara í samstarf við útgefendur landakorta með það m.a. fyrir augum að leiðrétta slíkar villur í kort- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.