Morgunblaðið - 21.06.2010, Síða 15

Morgunblaðið - 21.06.2010, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2010 Myndarleg í Nauthólsvík Góðir sumardagar eru kjörnir til að hafa myndavélina uppi við og skrásetja skemmtilega viðburði. Sama í hvaða klæðnaði eða umhverfi, aldrei má gleyma að segja sís! Eggert Við höfum verið minnt á undanförnum vikum á böl sandfoksins. Eldgos í Eyjafjallajökli og jök- ulhlaup í Markarfljóti skilur eftir sig fínefni sem fýkur auðveldlega og veldur tjóni á gróð- urlendum. Jarðvegseyð- ing hefur verið gríðarleg hér um aldirnar og jarð- vegur fokið á haf út. Eft- ir sitja gróðurlitlar auðnir. Á dögunum var greint frá því að tek- ist hefði á ekki nema tveimur áratug- um að græða upp um 5.000 hektara lands við suðurjaðar Öræfajökuls. Áð- ur var þarna gamalt uppblásturssvæði, sorfið niður í grjót svo notuð séu orð Arnar Bergssonar formanns Land- græðslufélags Öræfinga. Lúpínan og birki eru í aðalhlutverki við upp- græðsluna. Ástæða er til að óska Öræfingum heilla með frábæran ár- angur. Íslenska sandauðnin líður fyrir þurrð á köfnunarefni. Við uppgræðslu hennar þarf því annað hvort innfluttan og dýran áburð í miklu magni eða plöntur sem vinna köfnunarefni úr loftinu og flytja í jarðveginn. Þar hefur alaskalúpínan mikla yfirburði. Það hef- ur sýnt sig m.a. á umræddu lands- svæði í Öræfasveit að almenn gróð- urframvinda er til þess að gera hröð þar sem lúpína er. Þrátt fyrir ötult starf við upp- græðslu landsins í meira en öld er upp- blástur enn helsta umhverfisógnin sem steðjar að okkur Íslendingum. Foks- and verður að hefta og við beitum þeim aðferðum sem bestar þykja til að græða upp landið og end- urheimta landgæði. Birki- skógurinn og kjarrið sem í fyrndinni klæddi landið er óðum að ná sér á strik, en næringarefnaþurrð ör- foka lands hamlar þar mjög. Á næstu áratugum og öldum munu ný landsvæði sem skipta munu hundr- uðum og þúsundum fer- kílómetra koma undan hopandi jöklum. Afleið- ingar loftslagshlýnunar verða ekki umflúnar og jöklarnir eru þegar teknir að rýrna eins og mæl- ingar sýna glöggt. Ný svæði jökulleirs og fjúkandi sands koma því stöðugt fram og sandfok verður viðvarandi vandamál. Það þarf ekki eldgos til þó þau hjálpi vissulega ekki upp á sak- irnar í þessum efnum. Framskrið fok- sands verður ekki heft nema með upp- græðslu og gróðurþekju. Höfum það hugfast að þrátt fyrir allt þekja sæmi- lega heilleg gróðurvistkerfi enn ekki nema lítið brot af flatarmáli landins og okkar bíður því mikið starf við upp- græðslu. Þar mun alaskalúpínan áfram gegna miklu hlutverki, hvað sem mönnum kann annars að finnast um þá ágætu plöntu. Eftir Einar Sveinbjörnsson » Þrátt fyrir ötult starf við uppgræðslu lands- ins í meira en öld er upp- blástur enn helsta um- hverfisógnin sem steðjar að okkur Íslendingum. Einar Sveinbjörnsson Höfundur er veðurfræðingur. Böl sandfoksins og uppgræðsla lands Akstur utan vega er bannaður með lögum á Íslandi. Grunnreglan gæti ekki verið skýrari, hún er sett fram í náttúruverndar- lögum og reglugerð á grundvelli þeirra. Samt er utanvega- akstur viðvarandi vandamál og virðist jafnvel færast í aukana. Fréttir af akstri utan vega berast reglulega, sér- staklega nú um hásumarið og víst er að ekki rata öll tilvik í fjölmiðla. Hvað veldur og hvað er hægt að gera? Umhverf- isráðuneytið hefur nýlega sett fram aðgerðaáætlun gegn ut- anvegaakstri, þar sem reynt er að svara þessum spurningum og taka skipulega á vandanum. Hvað er vegur? Þessi einfalda spurning virðist stundum vefjast fyrir mönnum. Íslendingar ferðast milli staða eftir rúmlega 13.000 kílómetra löngu opinberu vegakerfi, sem er skilgreint í vegalögum. Fyrir utan þetta formlega vegakerfi er síðan mik- ill fjöldi slóða og hjólfara á land- inu, sem margir nýta sér til úti- vistar á bílum, vélhjólum og öðrum vélknúnum tækjum. Sumt eru hefðbundnar og fjölfarnar leiðir útivistarfólks, annað lítið meira en sár í landinu og nátt- úruspjöll. Lög segja lítið um þetta óformlega slóðakerfi og dómstólar hafa oftar en einu sinni hafnað sakfellingu í ákærum vegna aksturs utan vega á þeim grunni að einhverjir hafi átt þar leið um áður og þarna sé því götuslóði í skilningi umferðarlaga. Slík túlkun laga getur leitt til þess að ólög- legur utanvegaakst- ur í dag verði talinn viðurkenndur slóði síðar. Öruggari kort Eitt af helstu verkefnum áætlunar umhverfisráðuneyt- isins er að skýra og samræma lög og reglur hvað þetta varðar. Annar meg- inþáttur er að gera kort af há- lendi Íslands með samþykktum slóðum. Grunnurinn að því verk- efni er kort af þekktum slóðum, sem unnið var af Landmælingum Íslands í samvinnu við Ferða- klúbbinn 4x4. Starfshópur á veg- um stjórnvalda er að fara yfir það kort með sveitarfélögum, með það að markmiði að gera til- lögur um hverjar þessara leiða geti talist vegir. Kort af þeim vegum – sem væru þá net vega til útivistar í viðbót við sam- göngukerfið – á að vera aðgengi- legt og staðfest með reglugerð þegar þær tillögur liggja fyrir, svo náttúruunnendur og yfirvöld séu ekki í óvissu um hvar megi aka á miðhálendinu. Merkingar slíkra útivistarvega þarf að bæta og jafnframt að loka villuslóðum og reyna að lagfæra skemmdir af völdum utanvegaaksturs. Mörgum þykja refsingar vægar og til greina kemur að herða þær, en affarasælla er að fara fyrst mildari leiðir, s.s. fræðslu. Nú er í gangi auglýsingaherferð umhverfisráðuneytisins og Um- hverfisstofnunar gegn ut- anvegaakstri. Bæklingum er dreift til erlendra ferðamanna sem ferðast á bílaleigubílum og þeir upplýstir um að akstur utan vega sé bannaður, en sumir virð- ast hafa fengið þá mynd af Ís- landi að þar megi aka hvar sem er. Þá þarf að bæta skipulag úti- vistarsvæða til að koma í veg fyrir árekstra mismunandi hópa útivistarfólks og eftirlit þarf að vera sýnilegt og markvisst. Samstarf um náttúruvernd Engin ein töfralausn er til við að koma í veg fyrir akstur utan vega, heldur þarf samstilltar að- gerðir á öllum ofangreindum sviðum. Málefnið er eitt mik- ilvægasta náttúruverndarmál á Íslandi í dag. Óheftur utanvega- akstur skilur eftir sig ljót sár á viðkvæmum svæðum, sem víða má sjá. Hann skemmir fyrir upplifun fólks af náttúrunni og rýrir möguleika ferðaþjónust- unnar. Verkefnið er stórt og kallar á áframhaldandi samtal og samráð fjölmargra aðila. Skoð- anir geta verið skiptar um ein- stök atriði, svo sem um hvaða leiðir verði viðurkenndar og hvaða slóðum verði lokað eða hvernig sé best að stilla saman þarfir og óskir ólíkra útivist- arhópa. Ég er tilbúin að hlusta á allar góðar tillögur og vinna með hverjum sem er sem vill draga úr náttúruskemmdum og tryggja að ávallt aki allir á vegi. Eftir Svandísi Svavarsdóttur » Akstur utan vega erbannaður með lög- um á Íslandi. Grunn- reglan gæti ekki verið skýrari, hún er sett fram í náttúruverndar- lögum og reglugerð. Svandís Svavarsdóttir Höfundur er umhverfisráðherra. Ávallt á vegi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.