Morgunblaðið - 21.06.2010, Síða 25

Morgunblaðið - 21.06.2010, Síða 25
Reuters Hallelujah k.d. lang söng eitt frægasta lag Leonard Cohen. Sussudio Phil Collins tók lagið á hátíðinni. Heiðursverðlaunahafi Paul Simon. Kanadamaður Leonard Cohen þakkar fyrir sig. Þakklátir Upprunalega Earth, Wind & Fire var heiðruð. „Ég hugsaði með mér að þetta lag væri betra en þau sem ég hafði verið að semja,“ sagði söngv- arinn Paul Simon um lag sitt „Bridge Over Troubled Water“ þegar honum voru af- hent heiðursverðlaun frægðarhallar laga- og textahöfunda fyrir lagið í New York borg fyrir skemmstu. Phil Collins, Billy Joel, John Mayer og Judy Collins voru meðal þeirra sem stigu á svið á hátíðinni. Kanadíski söngvarinn Leonard Cohen var vígður inn í frægðarhöll laga- og textahöfunda og hlaut ungstirnið Taylor Swift Hal David Starlight- verðlaunin, en þau eru af- hent ungum og upprenn- andi laga- og textahöf- undum. Swift spilaði svo lag Cohens „Suzanne“ áður en söng- konan k.d. lang söng tilfinninga- þrungna útgáfu af öðru Cohen-lagi, „Hallelujah“. Fjölmargir laga- og textahöfundar voru einnig heiðraðir, þar á meðal Jackie DeShannon, Bob Marley, upp- tökustjórinn David Foster og upprunalegu meðlimir Earth, Wind & Fire. Taylor Swift. Laga- og textahöf- undar heiðraðir Menning 25FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2010 Hjólabrettafólk víðsvegar um heim heldur í dag upp á svokallaðan „Go Skateboarding“-dag, en tilgangur dagsins er að hvetja fólk á öllum aldri til að taka sér frí frá sjón- varpsglápi og tölvuleikjum, fara út og renna sér um göturnar á hjóla- brettum. Frá árinu 2003 hefur ver- ið haldið upp á daginn um allan heim, en upphaf hans má rekja til Suður-Kaliforníu þar sem hjóla- brettamenn byrjuðu að safnast saman í stórum hópum á þessum degi og renna sér saman um götur borga og bæja. Undanfarin ár hefur íslenskt hjólabrettafólk haldið daginn hátíð- legan og í ár verður engin breyting þar á. Hjólabrettamenn og -konur ætla að hittast fyrir framan Hallgrímkirkju kl. 13 í dag og renna sér saman niður Skólavörðu- stíginn. Þaðan er farið niður Laug- arveginn og end- ar hópurinn svo á Ingólfstorgi, þar sem brettafólk mun leika listir sín- ar fram eftir degi. Frá Ingólfstorgi verður svo haldið í átt að Laug- ardalnum, nánar tiltekið í hjóla- brettagarðinn við Laugarlækja- skóla þar sem grillveisla hefst kl. 18.30 og er öllum velkomið að mæta með góðgæti á grillið. matthiasarni@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Rennsli Brettakappar ætla að renna sér frá Hallgrímskirkju kl. 13 í dag. Allir út á hjólabretti Þær voru litskrúðugar þær fjölmörgu gleðigöngur sem haldnar voru víðsvegar í heiminum um helgina. Fólk fjölmennti í göngur á götum stórborga í löndum eins og Ástralíu, Brasilíu, Kúbu, Króatíu, Rússlandi og Þ́ýskalandi. Í́ Sydney, stærstu borg Ástralíu, var haldin gleðiganga í þrítugasta og annað sinn. Tóku tíuþúsund manns þátt í göngunni og talið er að um hálf milljón manns hafi fylgst með á gangstéttum borgarinnar. Reuters Gleðigöngur víðsvegar um heim

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.