Morgunblaðið - 25.06.2010, Síða 4
FRÉTTASKÝRING
Skúli Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
Þrátt fyrir að taka í orði kveðnu
minni áhættu en þeir sem þáðu
gengistryggð lán sitja þeir sem
tóku hefðbundin verðtryggð lán fyr-
ir efnahagshrunið nú uppi með
mikla hækkun afborgana af lánum
sínum vegna hækkunar vísitölu
neysluverðs.
Með dómi Hæstaréttar í síð-
ustu viku sem kvað á um að gengis-
trygging lána í íslenskum krónum
væri ólögmæt breyttust kjör þeirra
sem tóku gengistryggð lán mjög til
hins betra; að því gefnu að lagt sé til
grundvallar að samningar standi
óbreyttir fyrir utan ákvæði um
gengistrygginguna. Eru sérfróðir
lögfræðingar sammála um að þetta
sé eðlileg túlkun niðurstöðunnar.
Enn ríkir óvissa um hver örlög
gengistryggðu lánanna verða.
Eins og ítarlega var fjallað um
í Morgunblaðinu í gær geta breyt-
ingar á samningsákvæðum geng-
istryggðra lána, fyrir dómstólum
eða með öðrum hætti, leitt til þess
að eftirstöðvar lánanna hækki
mjög. Gylfi Magnússon, efnahags-
og viðskiptaráðherra, hefur sagst
telja líklegast að lágir samnings-
vextir víki fyrir lægstu óverð-
tryggðu vöxtum Seðlabankans.
Gylfi segir það þó ekki í sínum
verkahring heldur dómstóla að
dæma um kjörin.
Verði þetta niðurstaðan geta
lán sem áður voru gengistryggð
samt sem áður orðið töluvert hag-
stæðari en verðtryggð lán þegar lit-
ið er til eftirstöðva lánanna. Miðast
þetta við útreikninga Nordik fjár-
málaráðgjafar sem birtist hér að of-
an og í blaðinu í gær. Lyktirnar
yrðu þó allt aðrar ef ekki aðeins
væri breytt vöxtum heldur einnig
bætt við löglegri verðtryggingu
eins og hreyft hefur verið. Yrði slík
breyting líklega til þess að eftir-
stöðvar lánanna yrðu svipaðar lán-
unum sem voru verðtryggð frá upp-
hafi.
Fjórtánfaldar eftirstöðvar
Verði samningar um geng-
istryggð lán lagðir óbreyttir til
grundvallar án gengistryggingar
munu eftirstöðvar gengistryggða
bílalánsins í dæminu hér að ofan
nema 234.507 krónum og er þá gert
ráð fyrir endurgreiðslu ofgreiddra
afborgana og vöxtum. Eftirstöðvar
verðtryggðs láns væru þannig ríf-
lega fjórtánfalt hærri. Eftirstöðvar
íbúðalánsins yrðu þó aðeins um það
bil fimmtungi hærri miðað við sömu
forsendur.
Rauneftirstöðvar óverðtryggðs
bílaláns í dæminu eru lægri en
greiðsluáætlun gefur til kynna þar
sem breytilegu vextirnir hafa lækk-
að síðan árið 2007. Ekki er gert ráð
fyrir óverðtryggðu íbúðaláni þar
sem ekki var boðið upp á slík sam-
kvæmt upplýsingum frá Nordik.
Munur á gengistryggðum, verðtryggðum og óverðtryggðum lánum (miðað við stöðu 22. júní 2010)
Heimild: Nordik fjármálaráðgjöf
Bílalán: 4.000.000 kr. til 7 ára. Lántökudagur: 22. júlí 2007
* Án forsendna um verðbólgu
Óverðtryggt lán
13,63% breytil., óverðtr. vextir
Verðtryggt lán
5,0% vextir
Gengistryggt lán
3,63% vextir (í upphafi)
(50% JPY / 50% CHF)
Þegar greitt Eftirstöðvar höfuðstóls 22. júní 2010
Íbúðalán: 20.000.000 kr. til 30 ára Lántökud.: 22. júlí 2007
Þegar greitt Eftirstöðvar höfuðstóls 22. júní 2010
* Án forsendna um verðbólgu
Verðtryggt lán
5,0% vextir
Gengistryggt lán
3,63% vextir (í upphafi)
(50% JPY / 50% CHF)
Greiðsluáætlun Raungreiðslur Greiðsluáætl.* Raungreiðslur Greiðsluáætlun Raungreiðslur Greiðsluáætl.* Raungreiðslur Greiðsluáætlun Raungreiðslur
2.
73
1.
66
3
2.
70
0
.2
79
2.
4
54
.9
4
4
3.
30
0
.1
36
2.
4
0
9.
0
93
5.
97
5.
4
67
19
.0
68
.7
19
25
.5
4
4
.9
4
6
18
.8
21
.5
4
5
4
6.
82
1.
87
5
1.9
44
.8
01
2.
03
5.
28
3
2.
66
8.
81
9
2.
64
6.
78
1
2.
38
2.
24
3 3.
76
8.
13
6
5.
85
0
.8
50
3.
30
0
.0
87
4
.5
16
.0
51
3.
86
5.
11
6
Útreikningar eru óháðir niðurstöðu hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar lána í íslenskum krónum.
Samt.: 5.400.482 5.347.060 4.490.227 5.682.379 4.353.894 9.743.603 22.933.835 30.060.997 22.121.632 52.672.725
Verðtryggð lán verða verri
Þeir sem tóku minni áhættu gætu endað verr staddir en þeir sem tóku meiri
Niðurstöðurnar um afborganir og eftirstöðvar munu ráðast fyrir dómstólum
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010
Frelsi -- ábyrgð -- umhyggja
39. landsfundur Sjálfstæðisflokksins
25. & 26. júní
2010
Kl. 16.00
Bein útsending frá ræðu
formanns Sjálfstæðisflokksins,
Bjarna Benediktssonar, á xd.is
„Verðtryggingin
hefur komið mjög
illa við lántak-
endur,“ segir
Eygló Harð-
ardóttir, Fram-
sóknarflokki.
„Hún er hækja til
þess að hluti sam-
félagsins geti
komist hjá áhrif-
um verðbólg-
unnar og óstöðugleikans og til að
vernda fjármagnseigendur,“ segir
Eygló og kveður verðtryggingu ekki
taka á hinu undirliggjandi vanda-
máli, verðbólgu, og geti jafnvel
stuðlað að henni.
Frumvarp Framsóknar um að
verðtrygging á lánsfé verði ekki
hærri en 4%, burtséð frá þróun vísi-
tölu neysluverðs, verður til umfjöll-
unar sérstakrar þingnefndar í haust.
„Nefndin mun athuga hvernig
megi draga úr umfangi verðtrygg-
ingar og sama tíma megi tryggja
fjármálastöðugleika,“ segir Eygló
og bendir á að óvíða tíðkist verð-
trygging neytendalána í sama mæli
og hér.
Vilja þak á
verðtrygg-
ingu í lög
Verðtrygging hækja
fjármagnseigenda
Eygló
Harðardóttir
„Í sjálfu sér er
verðtryggingin
mjög slæm en
vegna þess hve
reglulega koma
sveiflur í efna-
hagslífið hér,
verðbólguskot,
tel ég að hún sé ill
nauðsyn svo
sparifjáreigendur
hafi eitthvert
haldreipi,“ segir Pétur H. Blöndal,
Sjálfstæðisflokki, og segir að án
verðtryggingar verði sparifé fólks
verðbólgu að bráð.
Honum hugnast ekki hugmyndir
um að í lög verði bundin hámarks
prósenta verðtryggingar.
„Það er bara alveg galið,“ segir
Pétur og telur að það geti haft mjög
afdrifaríkar afleiðingar fyrir traust
manna á fjármálakerfinu.
Verðtrygging
lánsfjár slæm
en nauðsynleg
Pétur
H. Blöndal
Andri Karl
andri@mbl.is
Barn undir átján ára aldri var á vettvangi heimilis-
ofbeldis í um 40% þeirra tilvika sem fjallað er um í
skýrslu um heimilisofbeldi eins og það birtist í gögnum
lögreglu 2006-2007. Mikill meirihluti þolenda var alls-
gáður en yfir helmingur gerenda undir áhrifum áfengis
eða annarra efna og 12% þolenda var ógnað með ein-
hvers konar vopni eða því beitt gegn þeim.
Í rannsóknarskýrslunni var unnið með 993 mál
sem töldust annaðhvort ofbeldi eða ágreiningur milli
skyldra og tengdra og tilkynnt voru til lögreglu. Í flest-
um tilvikum voru málin skráð á höfuðborgarsvæðinu
eða 76% ofbeldismála og 81% ágreiningsmála. Lang-
flest tilvik, ríflega níutíu prósent, áttu sér stað á heimili
eða einkalóð.
Líkt og í sambærilegum rannsóknum sem gerðar
hafa verið er mikill meirihluti þolenda konur, um 70%,
og 15% þeirra komu oftar en einu sinni við sögu í
skýrslum lögreglunnar. Gerendur voru í flestum til-
vikum makar eða fyrrverandi makar. Forsaga máls var
þekkt í um það bil helmingi tilvika. Þegar þau voru
skoðuð betur kom í ljós að í um 30% tilvika var ofbeldið
rakið til skilnaðar eða sambandsslita.
Rannsóknina gerðu þær Guðbjörg S. Bergsdóttir,
félagsfræðingur hjá embætti ríkislögreglustjóra, og
Rannveig Þórisdóttir, deildarstjóri hjá lögreglustjóra
höfuðborgarsvæðisins.
Barn á vettvangi heim-
ilisofbeldis í 40% tilvika
Mikill meirihluta þolenda konur og 15% oftar en einu sinni
Morgunblaðið/Ásdís
Á heimili Flest ofbeldismál voru tilkynnt á næturnar.
„Í kjölfar dómsins hafa þeir sem
verst voru settir fengið umtals-
verða leiðréttingu en eftir situr
fólk með verðtryggð lán sem
hækkað hafa um 30% á tveimur
árum,“ segir Helgi Hjörvar, Sam-
fylkingu, og hann telur að enn sé
óvissa um hver áhrif dóma
Hæstaréttar um ólögmæti geng-
istryggingar íslensks lánsfjár
verði á svigrúm til leiðrétting-
anna. Helgi hefur kallað eftir al-
mennum, sanngjörnum niður-
færslum gengis- og verðtryggðra
lána.
Vill Helgi athuga hvort rétt sé
að takmarka niðurfærslurnar við
ákveðna hópa. Þeir sem ekki
þyrftu á henni
að halda, stór-
eigna- og há-
tekjufólk, nyti
þeirra ekki og
telur Helgi að
hægur vandi sé
að stýra því
með skattlagn-
ingu. „Það væri
hægt að mæta þessum fé-
lagslegu réttlætissjónarmiðum á
þeim enda.“
Segir Helgi að dreifa verði
áfallinu sem hrunið hafði í för
með sér milli lánþega og lánar-
drottna, það megi ekki lenda á
öðrum hópnum eingöngu.
Réttlætissjónarmið ráði för
VILL LEIÐRÉTTINGU GENGIS- OG VERÐTRYGGÐRA LÁNA
Helgi Hjörvar