Morgunblaðið - 25.06.2010, Side 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010
Stjórnmálaflokkar eru ekki eilífð-arfyrirbæri fremur en flest ann-
að þessa heims. Enda hafa slíkir
komið og farið.
Í höfuðborginni er bara einn flokk-ur með borgarfulltrúa á sínum
vegum, sem verið hefur þar lengur
en svo sem einn áratug. Aðrir eru
nánast fæddir í gær en virðast þó
ógnvænlega fljótir að tileinka sér
það sem helst hefur þótt skaða álit
gamalla flokka.
Og innan flokkanna eru menn semáður hafa verið í öðrum flokki
eða flokkum.
Í þingflokki Sjálfstæðisflokksins erþannig enn þingmaður sem þegar
hefur verið í fjórum flokkum og á
vonandi marga eftir.
Og nú hóta þeir sem eru með sér-vitringsskoðanir í Evrópu-
málum innan Sjálfstæðisflokksins að
segja sig úr þeim flokki ef allur þorri
landsfundarfulltrúa lagar sig ekki
að sérviskunni þeirra. Þeir kalla sig
lýðræðissinna. Stofna kannski lýð-
ræðislega klofningsflokkinn.
Sagt er að Ólafur snillingur hóti aðsegja sig úr flokknum. Hann
getur þá notað gamla eyðublaðið
þeirra Hreins Loftssonar, en þeir fé-
lagar sögðu sig úr flokknum þegar
fjölmiðlafrumvarp var efst á baugi
árið 2004 og sögðu þá að í flokknum
væri „ógnarstjórn“.
Sjálfsagt hafa þeir tveir talið aðflokkurinn hafi klofnað þegar
þeir tveir fóru og fjörutíu þúsundin
sátu eftir og söknuðu einskis.
Valhöll
Lýðræðislega klofningsbrotið
Jónas Margeir Ingólfsson
jonasmargeir@mbl.is
Frestur til að skila inn athugasemdum vegna til-
lagna stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs um verndar-
áætlun fyrir þjóðgarðinn rann út á miðnætti í gær.
Í tillögunum koma meðal annars fram hugmyndir
um bann við veiðum á hreindýrum, gæsum og
rjúpum á ákveðnum svæðum. Skotveiðimenn mót-
mæla þessum hugmyndum og benda á langa hefð
fyrir skotveiðum í þjóðgarðinum. Skotvís, lands-
samtök um skynsamlega skotveiði, sendi þá frá
sér ályktun þess efnis að stjórn þjóðgarðsins ætti
að standa við loforð sem gefin voru við stofnun
hans þess efnis að ekki yrði hreyft við hefðbund-
inni skotveiði innan garðsins.
Efnislega samhljóða athugasemdir
Anna Kristín Ólafsdóttir, stjórnarformaður
Vatnajökulsþjóðgarðs, segir fjölda athugasemda
hafa borist vegna tillagna stjórnarinnar. „Þetta
eru um tíu athugasemdir efnislega en hundruð
bréfa. Þetta er þannig mikið það sama efnislega og
alveg örugglega margt samhljóða. Skotveiðimenn
eru bara að senda fjöldapóst,“ segir Anna Kristín
sem kveður stjórn þjóðgarðins ekki enn hafa farið
yfir athugasemdirnar en það verði gert í næstu
viku.
„Við höfum ekki myndað okkur eiginlega
stefnu. Við skoðum bara hverja einustu athuga-
semd og þeim verður svarað með formlegum
hætti. Sumar þeirra gætu orðið til þess að við
breyttum þeirri stefnu sem hefur verið mótuð. Til-
lagan liggur fyrir, hún hefur verið auglýst í vissan
tíma. Nú förum við bara yfir athugasemdirnar og
sjáum hvað kemur upp úr kössunum.“
Athugasemdir skipta hundruðum
Fjölmargir skotveiðimenn ósáttir við tillögur stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs
Anna Sigríður Einarsdóttir
annaei@mbl.is
Hönnun íslensku arkitektastof-
unnar Batteríið virðist eiga upp á
pallborðið hjá Norðmönnum þessa
dagana. Í gær sigraði stofan í lok-
aðri samkeppni um íþrótta- og
menningarhús í Øygården í ná-
grenni Bergen og fyrr í mánuðinum
bar stofan sigur úr býtum í alút-
boðskeppni um félagslegar íbúðir
við Kanalgaten í Sandnes, sunnan
við Stafangur.
„Við erum alveg í skýjunum,“
segir Sigurður Einarsson arkitekt
og einn eigenda Batterísins. Húsið í
Øygården á að verða 4.000 m² að
stærð og geyma íþróttaaðstöðu, lík-
amsræktarstöð, fundar- og menn-
ingarsali, sem og tónlistar- og dans-
kennslu. „Húsið verður táknmynd
þessa samfélags,“ segir hann.
Hönnunin, sem unnin var í sam-
starfi við Landslag ehf. og Arki-
tektgruppen Cubus A/S, náði til
bæði byggingar og lóðar. Að sögn
Sigurðar er húsið með torfþak og
útlit þess umhverfisvænt, en mikið
var horft til landslagsins við hönn-
unina.
Batteríið er með þó nokkur verk-
efni í gangi, flest utan landstein-
anna, m.a. 9.500 m² líkamsræktar-
miðstöð í Winnipeg. Raunar hefur
fyrirtækið verið að fjölga starfsfólki
undanfarið. „Og það er ekki mikið
um það núna í arkitektabransanum
hér heima,“ segir Sigurður.
Útlitið þyngra í metum
en kostnaðurinn
Ekki eru t.a.m. tvær vikur liðnar
frá því að Batteríið sigraði í sam-
keppni um félagslegu íbúðirnar í
Sandnes, sem það vann með Lands-
lag ehf. og bauð í ásamt verktaka-
fyrirtækinu Kruse-Smith. Samn-
ingafundur vegna þess verkefnis
var haldinn í Stafangri í vikunni og
vonast menn til að geta byrjað að
reisa íbúðirnar á þessu ári. Sú sam-
keppni var sú fyrsta sem fyrirtækið
hefur unnið í Noregi og segir í áliti
dómnefndar að um spennandi lausn
sé að ræða sem falli vel að næsta
nágrenni og bænum í heild.
Sigurður segir vægi kostnaðar
jafnan vera nokkuð þungt í slíkum
útboðum. „Að þessu sinni var okkar
tilboð ekki það lægsta, en þeir
völdu okkur samt og það segir okk-
ur að þeim leist virkilega vel á
hönnunina.“
Fjölnota hús Íþrótta- og menningarhúsið í Øygården á að verða táknmynd þessa litla samfélags.
Fjölga fólki í kreppunni
» Batteríið var stofnað árið
1988 af þeim Jóni Ólafi Ólafs-
syni og Sigurði Einarssyni.
» Starfsmenn fyrirtækisins í
dag eru 24, þar af 13 arkitekt-
ar, 8 byggingafræðingar og 1
verkfræðingur.
» Fyrirtækið hefur þurft að
bæta við sig starfsfólki und-
anfarið vegna nýrra verkefna,
sem flest hver eru erlendis.
Arkitektastofan Batteríið er með verkefni í gangi beggja vegna Atlantshafsins
Áttu tvær verðlaunatillögur í Noregi á innan við hálfum mánuði
Veður víða um heim 24.6., kl. 18.00
Reykjavík 18 léttskýjað
Bolungarvík 12 skýjað
Akureyri 12 skýjað
Egilsstaðir 7 rigning
Kirkjubæjarkl. 15 skúrir
Nuuk 12 skýjað
Þórshöfn 12 skýjað
Ósló 15 skýjað
Kaupmannahöfn 21 léttskýjað
Stokkhólmur 22 heiðskírt
Helsinki 21 heiðskírt
Lúxemborg 26 heiðskírt
Brussel 26 heiðskírt
Dublin 19 skýjað
Glasgow 18 léttskýjað
London 25 heiðskírt
París 28 heiðskírt
Amsterdam 21 heiðskírt
Hamborg 24 heiðskírt
Berlín 25 heiðskírt
Vín 22 léttskýjað
Moskva 29 heiðskírt
Algarve 27 heiðskírt
Madríd 33 léttskýjað
Barcelona 23 heiðskírt
Mallorca 24 léttskýjað
Róm 25 léttskýjað
Aþena 23 skýjað
Winnipeg 21 þoka
Montreal 22 alskýjað
New York 33 heiðskírt
Chicago 25 léttskýjað
Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
STAKSTEINAR
VEÐUR
25. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2:58 24:04
ÍSAFJÖRÐUR 1:36 25:36
SIGLUFJÖRÐUR 1:19 25:19
DJÚPIVOGUR 2:12 23:48