Morgunblaðið - 25.06.2010, Side 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010
Milljónaútdráttur
Þar sem eingöngu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigandi bæði að
hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti.
Birt með fyrirvara um prentvillur.
6. flokkur, 24. júní 2010
Kr. 1.000.000,-
11350 B
13057 B
16828 F
21119 B
21333 G
22888 B
44644 B
50100 G
50217 F
57646 B
TIL HAMINGJU
VINNINGSHAFAR
str. 40-56
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is
SÍÐIR TOPPAR
verð kr. 3.900
Andri Karl
andri@mbl.is
Flygill sem sagður er hafa verið í
eigu Einars Benediktssonar skálds
var í aðalhlutverki sérkennilegs
máls sem upp kom eftir viðtal við Pál
V. Bjarnason arkitekt í Sunnudags-
mogganum, fylgiriti Morgunblaðs-
ins, 10. janúar sl. Í viðtalinu lýsti Páll
því að hann hefði fengið flygilinn að
gjöf frá Óháða söfnuðinum í slæmu
ásigkomulagi og gert hann upp. Að-
eins örfáum dögum síðar barst Páli
símtal frá stjórn Óháða safnaðarins
og í því krafist að flyglinum yrði skil-
að hið snarasta. Tveimur mánuðum
síðar barst honum svo tilkynning frá
Héraðsdómi Reykjavíkur um aðfar-
arbeiðni.
Dánarbú Andrésar Andréssonar
klæðskera gaf Óháða söfnuðinum
snemma á síðasta áratug liðinnar
aldar flygilinn en Andrés var einn af
stofnendum safnaðarins. Páll sem
býr í húsi þar sem Einar og hans
fjölskylda bjó um árabil heyrði af því
fyrir tilviljun árið 2003 að söfnuður-
inn bauð Árbæjarsafni flygilinn að
gjöf. Boðinu hafi þó verið hafnað
vegna plássleysis. Hann hringdi þá í
safnaðarprestinn, Pétur Þor-
steinsson, sem tjáði Páli að flygillinn
væri kominn í geymslu og ekki hefði
verið rætt um hvað við hann yrði
gert. Páll bað þá um að haft yrði
samband ef ákveðið væri að selja.
Organistinn vissi um málið
Þegar hér er komið sögu er þegar
komið upp atriði sem mönnum ber
ekki saman um, þ.e. að fyrrverandi
formaður safnaðarstjórnar Óháða
safnaðarins, Jóhann Árnason, kann-
ast ekki við að Árbæjarsafni hafi
verið boðinn flygillinn á sínum tíma.
Standa orð hans gegn bókun í mála-
bók safnsins.
Og óhætt er svo að segja að djúp-
stæður ágreiningur ríki um þá at-
burði sem gerðust árið 2007. Páll
greinir sjálfur svo frá, að fyrr-
nefndur Jóhann hafi hringt um vorið
eða snemmsumars og tjáð honum að
flygilinn gæti hann fengið en með því
skilyrði að fjölskylda Andrésar
klæðskera gæfi samþykki sitt. Páll
hafði í kjölfarið samband við börn
Andrésar og fékk umbeðið sam-
þykki. Því næst hringdi hann í Jó-
hann sem aftur vísaði Páli á Pavel
Manasek organista sem fengið hafði
flygilinn að láni hjá söfnuðinum.
„Stuttu seinna hafði ég samband
við Pavel og hann vissi þá allt um
málið, Jóhann greinilega sagt honum
hvers kyns var. [...] Leið svo og beið
þar til um mánaðamótin ágúst-
september 2007 að Pavel Manasek
hafði samband við mig og sagði mér
að ég þyrfti að sækja hljóðfærið því
hann væri að fara flytja,“ segir í
greinargerð Páls vegna dómsmáls-
ins. Páll sótti flygilinn og flutti á
verkstæði. Ekki var rætt um
greiðslur en af Páls hálfu stóð ávallt
til að greiða fyrir flygilinn.
Þvertekur fyrir allt
Saga Jóhanns Árnasonar er frem-
ur frábrugðin. Fyrir það fyrsta þver-
tekur hann fyrir að hafa hringt í Pál
eða haft við hann samskipti utan
tveggja skipta þegar Páll átti frum-
kvæðið með símtölum.
Einnig hafnar Jóhann því að hann
hafi beðið Pál um að fá samþykki
fjölskyldu Andrésar en staðfestir þó,
að í samtölum sínum við Pál hafi
hann greint frá því að ef Óháði söfn-
uðurinn myndi láta frá sér flygilinn
yrði það aðeins gert í samráði við
fjölskyldu Andrésar.
Flygillinn umræddi var í slæmu
ásigkomulagi þegar Páll fékk hann í
hendur. Hann fékk húsgagnasmið til
að endurbyggja kassann og píanó-
viðgerðarmann til að gera við nót-
urnar og hamraverkið. Viðgerð lauk
í júní 2008.
Páll segir að á meðan viðgerðinni
stóð og eftir hana hafi hann oftsinnis
rekist á safnaðarprest Óháða safn-
aðarins og flygillinn þá borið á góma.
„Við ræddum um það hvernig við-
gerðin gengi og eftir að henni var
lokið bauð ég honum heim til mín til
að skoða flygilinn og sjá hvað hann
var orðinn flottur. Það hefði ég varla
gert ef ég hefði fengið flygilinn með
óheiðarlegum leiðum. Það ríkti eng-
inn leynd yfir því hvar hann var nið-
urkominn.“
En þrátt fyrir að safnaðarprest-
urinn virðist hafa verið vel upplýstur
um flygilinn á hverjum tíma segir
Valur Sigurbergsson, meðlimur í
safnaðarstjórn Óháða safnaðarins,
að fyrst í janúar sl. hafi safn-
aðarnefnd fengið upplýsingar um að
Pavel Manasek hafi flutt frá landinu
– rúmum tveimur árum eftir flutning
hans til Tékklands – og ætlaði Valur
þá að grennslast fyrir um hvar flyg-
illinn væri niðurkominn. „Í sömu
andrá birtist þessi grein í Morg-
unblaðinu og saga Páls þar alveg
furðuleg og tóm lygi. Þá fór málið í
gang og við vorum ákveðin í því að
líða ekki svona framgöngu.“
Eftir að samband var haft við Pál
var honum afar brugðið og ekki síst
vegna þeirrar hörku sem söfnuður-
inn sýndi. Páll reyndi að finna sátta-
farveg og kom með nokkrar tillögur
en Óháði söfnuðurinn hafnaði þeim
öllum. Páll bauðst m.a. til að greiða
fyrir flygilinn í því ásigkomulagi sem
hann var árið 2007, jafnframt að
greiða fyrir hann eins og hann er
metinn í dag og ennfremur að söfn-
uðurinn tæki flygilinn en greiddi
kostnaðinn fyrir viðgerðina og við-
haldið. Kostnaðurinn nam nokkrum
hundruð þúsund krónum.
Þegar öllum sáttatillögum var
hafnað bauðst Páll að lokum til að
skrifa undir skjal þar sem eign-
arhald safnaðarins væri viðurkennt
en hann yrði áfram í vörslum Páls
þar til hann flytti úr húsi sínu. Þá
yrði hann afhentur til varðveislu í
Höfða eða á Þjóðminjasafninu.
Þeirri tillögu líkt og öðrum var hafn-
að.
Óvíst hvað verður um flygilinn
Eftir samráð við lögmann sinn
féllst Páll á að afhenda söfnuðinum
flygilinn, enda ekki með gögn undir
höndum sem sýna að hann hafi verið
gjöf frá söfnuðinum auk þess sem
fyrrverandi formaður safn-
aðarnefndar neitar fyrir aðkomu
sína að málinu. Páll segist harma það
gríðarlega, að hafa ekki fengið Jó-
hann til að setja eitthvað niður á blað
á sínum tíma, þó ekki væri nema í
tölvubréfi. Það myndi að sjálfsögðu
breyta forsendum málsins gjör-
samlega og styrkja málstað hans.
Flygillinn var svo sóttur á heimili
Páls á Sjómannadaginn síðasta. Páll
hafði þá boðið vinum og ættingjum á
heimili sitt í eins konar kveðjuhóf.
Fékk Gunnar Þórðarson tónlist-
armaður og vinur Páls þann heiður
að leika síðustu nóturnar ásamt
barnabörnum Páls. „Og á meðan
þeir fluttu flygilinn á brott kölluðu
þeir mig skelfilegan lygara í við-
urvist gesta minna,“ segir Páll sem
telur framkomu Óháða safnaðarins
með miklum ólíkindum.
Flygillinn var fluttur í kirkju safn-
aðarins en Valur segir aðspurður að
ekki hafi verið tekin ákvörðun um
hvað gert verði við hann eða hvar
honum komið fyrir.
Kröfðust þess að fá
gefinn flygil til baka
Óháði söfnuðurinn höfðaði mál gegn Páli V. Bjarnasyni og sakaði um þjófnað
Af fram-
leiðslunúm-
eri flygilsins
að dæma
var hann
framleiddur
í Niendorf-
verksmiðj-
unni í Berlín
á árunum
1912-1914. Í honum er einnig
límmiði með nafni píanóversl-
unar í London, J. Strong &
Sons Ltd. og bendir allt til að
flygillinn hafi verið fluttur til
London nýr og seldur í téðri
verslun.
Flygillinn var notaður af
Óháða söfnuðinum þar til stilla
átti hann árið 1999 en þá
dæmdi píanóstillingamaður
hann ónothæfan. Keypti söfn-
uðurinn þá nýjan flygil.
Fyrir tilstilli Páls var allur
kassinn tekinn í sundur og
hver fjöl pússuð og lökkuð auk
þess sem nostrað var við smá-
atriði eins og látúnsskraut.
Jafnframt var gert við hamra-
verkið, flygillinn stilltur og
intóneraður.
Óformlegar skoðanir sér-
fræðinga benda til að hægt sé
að fá á milli 200 og 300 þús-
und krónur fyrir flygilinn í dag.
Ónothæfur
árið 1999
SAGA FLYGILSINS
Uppgerður Flygillinn var í slæmu ásigkomulagi þegar Páll fékk hann.
Síðasta lagið Tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson og vinur Páls lék á flygilinn ásamt barnabörnum Páls.