Morgunblaðið - 25.06.2010, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010
+
=
TUDOR frístundarafgeymir Exide hleðslutæki
Rafmagnað frí... ár eftir ár
Mesta úrval landsins af rafgeymum
fyrir húsbíla, hjólhýsi og fellihýsi
10 Daglegt líf
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þær Sanita Sudrabina 26 áraog Camila Abad 23 ára,höfðu báðar lokið dýra-læknanámi í heimalandi
sínu þegar þær fluttu til Íslands. Sa-
nita kemur frá Lettlandi en Camila
frá Chile.
„Bæði fólkið og dýrin á Íslandi
eru miklu almennilegri en heima í
Lettlandi,“ segir Sanita og hlær og
Camila tekur undir þennan mun á
sínu heimalandi og Íslandi og bætir
við að hún hafi orðið mjög hissa á því
hversu íslensk gæludýr eru þæg og
laus við árásarhneigð.
„Dýrin hér eru ótrúlega þæg og
stillt á meðan við erum að með-
höndla þau. Í heimalöndum okkar
þarf oft tvo til að halda dýri rétt á
meðan við dýralæknar gerum eitt-
hvað einfalt, eins og að sprauta það.
En kannski kemur þetta til af því að
á Íslandi á fólk yfirleitt eitt gæludýr
og hugsar um það eins og barnið sitt,
á meðan fólk í Chile á kannski sjö,
átta ketti eða hunda og þeir eru
meira og minna hálfvilltir og hugsa
um sig sjálfir og þurfa að berjast
fyrir sínu,“ segir Camila.
Hljóp á eftir dýrum í bernsku
Þær Camila og Sanita hafa báð-
ar mikinn áhuga á dýrum og hafa
alltaf haft, sem er aðalástæðan fyrir
því að þær völdu að mennta sig sem
dýralækna.
„Ég ákvað þegar ég var átta ára
að verða dýralæknir og breytti aldr-
ei um skoðun. Þetta hefur alltaf ver-
ið það sem ég vildi gera, eins og inn-
prentað í mig,“ segir Camila.
„Þegar ég var að alast upp í
Chile voru alltaf mörg dýr á heimili
mínu og ég annaðist dýrin og lék
mér mikið við þau. Mestan hluta
uppeldisáranna bjuggum við úti í
sveit og þar vorum við með hesta,
kýr, hunda og fleiri dýr,“ segir Ca-
mila sem á sér draum um að flytja til
Chile í framtíðinni og eiga þar
bóndabæ.
„Ég á aðeins einn hund núna.“
Sanita segist hafa verið veik
fyrir dýrum alveg frá því hún var lít-
il stelpa. „Ég hljóp á eftir öllum
hundum og köttum sem urðu á vegi
mínum og reyndi að ná þeim og ég
suðaði í foreldrum mínum að fá minn
eigin hund, sem ég fékk ekki fyrr en
ég varð fullorðin. Aftur á móti áttum
við kisur. Núna á ég naggrís, það er
allt og sumt. Hann var mjög ungur
þegar eigendur hans komu með
hann hingað til svæfingar og ég tók
hann að mér,“ segir Sanita en hún
ætlaði sér reyndar að verða manna-
læknir en námið var mjög dýrt svo
hún sneri sér að því að læra að
lækna dýr.
Kannski barn í afmælisgjöf
Þær segja umhverfið rólegt og
dýravænt í Reykjavík, ólíkt því sem
gerist í stórborgum þar sem til
dæmis bílaumferðin sé miklu há-
vaðasamari og hættulegri.
Hundar og kettir
eru þeirra ær og kýr
Önnur þeirra ætlaði að verða mannalæknir en hin ákvað þegar hún var átta ára
að verða dýralæknir. Þær Sanita frá Lettlandi og Camila frá Chile höfðu báðar
lokið dýralæknanámi þegar þær fluttu til Íslands og starfa nú á Dýralæknastofu
Dagfinns. Þær segja Íslendinga annast gæludýrin sín jafn vel og börnin sín.
Morgunblaðið/RAX
Ungviði Þessi tvö eru ung og hraust úti í guðsgrænni náttúrunni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rólegur Þessi köttur kippti sér ekki upp við sprautu.
Hann gengur undir nafninu The Man
from Amsterdam í bloggheimum.
Hollendingurinn Dennis Swiatkowski
heldur úti tísku-, tónlistar- og ljós-
myndablogginu Getyourplaner-
ightontime.com. Hann hafði haldið
úti persónulegu bloggi í nokkur ár en
fyrir rúmu ári breytti hann því í það
sem það er núna.
Swiatkowski tekur aðallega myndir
af fólki úti á götu í Amsterdam en
leggur líka leið sína reglulega annað.
Hann er mjög hrifinn af London þar
sem hann tekur myndir af hinni fjöl-
breyttu götutísku höfuðborgar Bret-
lands.
Sjónarhorn Swiatkowski á lífið er
virkilega skemmtilegt og með bloggi
sínu vill hann auka víðsýni fólks,
„Fegurðin er þarna úti,“ segir hann.
Hann segir að það sem geri ljós-
mynd góða sé viðfangsefnið. Þó að
sjónarhornið og birtan séu fullkomin
verður myndin ekki góð nema ljós-
myndarinn náir viðfangsefninu réttu,
nái orkunni frá manneskjunni í mynd-
ina. Hann segir klæðaburðinn bara
einn hluta af því sem þarf að vera í
lagi hjá því fólki sem hann tekur
myndir af, að ná tengslum við per-
sónurnar í gegnum myndirnar skiptir
hann miklu máli. Hann er líka ansi
lunkinn við að hafa uppá áhugaverðu
fólki. Það eru samt ekki aðeins götu-
tískumyndir á síðunni því Swiat-
kowski birtir líka myndir frá þeim
stöðum sem hann heimsækir, mynd-
bönd og annað.
Vefsíðan www.getyourplanerightontime.com
Sykursætt Mynd sem Dennis Swiat-
kowski tók á götum London.
Maðurinn frá
Amsterdam
Ljósmyndasýningin Prjónalíf verður
opnuð í dag í Te og Kaffi í Ey-
mundsson í Austurstræti. Þar sýnir
Elísabet Stefánsdóttir átján ljós-
myndir sem hún hefur tekið af ís-
lensku prjónafólki og af prjónagleði
eins og hún birtist henni.
Elísabet tók allar ljósmyndirnar í
prjónabókinni Prjónaperlur – prjón-
að frá grasrótinni sem Erla Sigurð-
ardóttir og Halldóra Skarphéð-
insdóttir sendu frá sér fyrir síðustu
jól. Myndirnar á sýningunni eru af
hluta þeirra kvenna sem eiga upp-
skriftir í bókinni, af prjónaperlunum
eins og þær eru kallaðar.
„Það er mikil prjónaorka í gangi í
íslensku samfélagi nútímans. Lopi
selst sem aldrei fyrr og prjónakon-
ur framleiða hvert meistarastykkið
á fætur öðru með eigin höndum,
garni og prjónum. Gleðina og þá
fullnægingu sem prjónið færir
þekkir aðeins sá sem hefur gefið
sig prjóninu á vald. Tilfinningin
sem prjónalífið veitir er ólýsanlega
unaðsleg,“ segir í fréttatilkynningu
um sýninguna.
Sýningin er liður í norrænu
prjónahátíðinni Lykkjur sem nú
stendur yfir í Norræna húsinu og
víðar.
Prjónalíf opnar í dag kl. 17 og
stendur til 25. júlí.
Endilega...
...skoðið íslenskt prjónafólk
Prjónaperla Marín Þórsdóttir með
prjónana. Myndin er tekin af El-
ísabetu Stefánsdóttur.
Tíska
Brasilíski fatahönnuðurinn Andre
Lima sýndi sumarlínu sína 2010/
2011 á tískuviku í Sao Paulo í síðustu
viku.
Þar mátti sjá þessa skemmti-
legu kjóla sem eru báðir mikið
listaverk. Lima er þekktur fyrir
að leika sér að formum eins
og sést í hári og á eyrum
módelanna. Hann er líka
þekktur fyrir litadýrð
og allskonar kúnstir
einkenna oft kjóla
hans; þeir eru lit-
ríkir, mynstraðir
og sjaldnast
einfaldir.
Kjólakúnstir