Morgunblaðið - 25.06.2010, Page 14

Morgunblaðið - 25.06.2010, Page 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010 Afmælisnefnd forsætisráðuneyt- isins efndi nýlega til samkeppni um hönnun nýrrar sýningar um Jón Sigurðsson forseta á Hrafns- eyri við Arnarfjörð. Það voru Basalt arkitektar sem unnu til verðlauna í samkeppninni. Í um- sögn dómnefndar segir að til- lagan sé nýstárleg og frumleg og muni án efa vekja athygli þegar hún verður opnuð þann 17. júní 2011 á 200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri. Tvær aðrar tillögur bárust einnig í samkeppnina og fá þær við- urkenningar. Höfundar þeirra eru Fíton auglýsingastofa og Sögumiðlun. Allar tillögurnar verða til sýnis í Ráðhúsi Reykja- víkur fram yfir helgina. Afhending Basalt fær verðlaunin. Verðlaunatillaga Í dag kl. 14-17 verður haldin afmæl- isráðstefna Skógræktarfélags Reykjavíkur um Heiðmörk í Gamla salnum á Elliðavatnsbænum. Þar verður reynt að svara nokkr- um brennandi spurningum um Heiðmörkina. Til dæmis hvort það sé þess virði að vernda Heiðmörk eða hvort eigi að byggja þar versl- unarkeðjur og íbúðahverfi? Að lokum verða skoðaðar fram- tíðarhugmyndir landslagsarkitekta um Heiðmörkina. Skógræktarfélagið býður gestum upp á kerfilsbrauð og silung úr vatninu. Allir velkomnir með hús- rúm leyfir. Heiðmörk rædd á afmælisráðstefnu Nú um helgina stendur Bílabærinn Selfoss fyrir Delludögum í tilefni af Landsmóti Fornbílaklúbbs Íslands sem verða settir þar í dag, föstudag. Á laugardeginum verður Forn- bílaklúbburinn með fjölbreytta dag- skrá á tjaldsvæðinu við Gesthús, en á miðnætti aðfaranætur sunnudags verður síðan setning Delludaga í Hvíta húsinu þar sem Paparnir sjá um að halda uppi fjöri á Bílaballinu fram eftir nóttu. Á sunnudag kl. 13 hefst síðan formleg dagskrá í Hrís- mýri með reykspóli, teygjurampi, kassabílakeppni og drulluspyrnu. Að auki eru allskonar bíla- og tækja- sýningar, mótorhjól, jeppar, forn- bílar og kaggar. Delludagar Tjaldsvæðið í Galtalækjar- skógi verður opnað í dag, föstudag. Galtalækjar- skógur er 80 hektara kjarri vaxið svæði upp undir Heklu á bökk- um Rangár. Umhverfið er mjög ró- legt og fjölskylduvænt og hægt er að vera mikið út af fyrir sig á tjald- svæðinu. Auk þess er hægt að fá svefnpokagistingu. Miklar end- urbætur hafa staðið yfir á svæðinu undanfarin ár og er m.a. verið að koma fyrir rafmagnstengingu fyrir húsbíla. Ætlunin er að vinna áfram að því að gera Galtalækjarskóg að fjölskylduvænum stað. Galtalækjarskógur opinn almenningi FRÉTTASKÝRING Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Niðurstaða sveitarstjórnarkosninganna er meg- inumræðuefni á flokksráðsfundi Vinstri grænna sem hefst í dag. Atkvæðisrétt á fundinum hafa rúmlega eitt hundrað félagar í flokknum en fund- urinn er opinn öllum flokksmönnum. Þetta verður í fyrsta sinn sem flokksráð kemur saman frá kosn- ingunum 29. maí sl. Á vef flokksins kemur fram að sveitarstjórnar- hópur flokksins hafi stækkað um þriðjung og að sögn Drífu Snædal framkvæmdastýru VG er til- gangur fundarins einkum sá að ræða niðurstöðu kosninganna og gefa nýjum sveitarstjórnar- fulltrúum kost á að koma saman og velja sér stjórn í sérstöku sveitarstjórnarráði VG. Þeir sem blaðamaður hefur rætt við og þekkja til innan flokksins telja að óeining innan þing- flokksins sem komið hefur upp á yfirborðið í ýms- um stórum málum undanfarið verði ekki síður til umræðu á fundinum. „Ég held að þessi flokkur haldi ekki saman, það eru svo margir innanborðs sem eiga enga samleið. Flokksmenn standa ekk- ert saman, það er bara skítkast þeirra á milli og flokkurinn er í verulegri krísu,“ segir flokks- maður. Annar kvaðst telja að þingmenn flokksins ættu enga samleið í allt of mörgum málum. Óein- ing innan þingflokksins hljóti því að verða rædd. Og að mati sveitarstjórnarmanns innan VG er einnig full þörf á að fara sérstaklega yfir stöðu flokksins í ríkisstjórn. Hvetja þurfi til samstöðu þótt átök séu eðlileg í lýðræðislegu flokksstarfi. Á annan tug ályktana hefur borist Þótt talað sé um stækkun í sveitarstjórnarhópi telja margir innan flokksins að árangur flokksins í sveitarstjórnarkosningunum hafi verið skelfileg- ur. Kosningabaráttan í Reykjavík hafi verið illa heppnuð og ljóst að flokkurinn hafi ekki höfðað til kjósenda. Á annan tug ályktana mun hafa borist flokks- skrifstofu og verða þær teknar fyrir á fundinum. Meðal þeirra er ályktun um að orkuauðlindir verði í almannaeigu, ályktun um slit á stjórnmála- samstarfi við Ísrael og ályktun um að hvatt verði til samstöðu allra flokka á þingi um að setja vel- ferð í forgang. Þorleifur með fund á Hressó í gærkvöld Sú niðurstaða kosninga til borgarstjórnar að VG næði aðeins einum manni inn olli mörgum vonbrigðum. Í kjölfarið gagnrýndi Þorleifur Gunnlaugsson sem skipaði annað sæti listans for- ystu flokksins og kallaði eftir umræðu um lýðræð- isleg vinnubrögð. Áður hafði Þorleifur gert at- hugasemdir við framkvæmd prófkjörs. Í gærkvöldi stóð Þorleifur ásamt fleira fólki fyr- ir „pólitísku menningar- og skemmtikvöldi“ á Hressó þar sem saman kom baráttufólk úr VG, Hreyfingunni og óflokksbundnir. Tilgangur kvöldsins var að „vinstri armur íslenskrar pólitík- ur komi saman, ræði málin, syngi og skemmti sér,“ eins og það var orðað í dreifibréfi sem birt var á netinu. Viðmælendur Morgunblaðsins telja tímasetn- ingu skemmtikvöldsins sérkennilega. Þorleifur Gunnlaugsson segist í samtali hafa staðið fyrir mörgum fundum af þessu tagi og engin ástæða sé til að lesa neitt í það að skemmtikvöldið sé haldið degi fyrir flokksráðsfund VG. Hann vonast eftir hreinskiptnum umræðum á fundinum. Fundur flokksráðs VG er haldinn á Grand hótel og hefst kl. 17 í dag. Þrír starfshópar fundarins fjalla um endurmótun Íslands, flokksstarfið og sveitarstjórnarkosningarnar. Þá fá fundarmenn kynningu á rannsóknarskýrslu Alþingis. Óánægja félaga undir- tónn flokksráðsfundar  Sveitarstjórnarmál gætu fallið í skuggann af óeiningu innan þingflokks VG Morgunblaðið/Golli Frá landsfundi VG Atkvæðisrétt á flokksráðsfundinum hafa rúmlega eitt hundruð félagar í flokknum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er nýr vinstriflokkur í burðarliðnum. Flokksmaður í VG sem blaðamaður ræddi við segist viss um að vinstriflokkur, byggð- ur á róttækum hugmyndum og sósíalískri hugsjón, verði stofn- aður í haust og annar viðmælandi blaðsins fullyrti að flokkurinn yrði stofnaður að hluta til af óánægðum flokksmönnum innan VG. „Það er nú þegar byrjað að halda baráttufundi og skapa stemningu. Svo fer allt á fullt í haust. Fundurinn sem haldinn er í [gær]kvöld er alveg klárlega hluti af undirbúningi nýs vinstri- flokks,“ segir heimildarmaður Morgunblaðsins og vísar í skemmtikvöld sem haldið var á skemmtistaðnum Hressó að und- irlagi Þorleifs Gunnlaugssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa VG, og fleiri. Á fundinum komu meðal annars fram ýmsir baráttumenn úr búsáhaldabyltingunni, t.d. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, og Einar Már Guðmundsson rithöfundur. Þorleifur Gunnlaugsson segir að hann hafi ekki í hyggju að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Fundinn beri ekki að túlka þann- ig að hann sé undirbúningur að nýju afli. Hann kveðst hins vegar vonast eftir hreinskiptnum um- ræðum á flokksráðsfundi Vinstri grænna á morgun og hann telur að flokksmenn geti komist að samkomulagi um þau mál sem rædd verða. Ekki er vitað hvort einhverjir þingmenn VG hyggjast ganga til liðs við nýjan flokk verði hann stofnaður. Nýr vinstriflokkur í burðarliðnum? Morgunblaðið/ÞÖK Kátína Talið er að nýr flokkur verði að hluta til stofnaður af óánægðum flokksmönnum innan VG. Ekki verður fullyrt um hverjir það eru.  Skemmtikvöld Þorleifs Gunnlaugssonar talið hluti af undirbúningi nýs flokks  Fullyrt að óánægðir flokksmenn innan VG verði á meðal stofnfélaga Akureyrar. VG á þátt í meirihlutasamstarfi í fimm sveitarstjórnum. Í Kópavogi er VG í meirihluta með Samfylkingu, Lista Kópavogs- búa og Næst besta flokknum. Í Hafnarfirði mynda VG og Samfylking meirihluta. Í Skaga- firði myndar VG meirihluta með Framsókn- arflokki og á Akranesi með Framsókn og Sam- fylkingu. Í Borgarbyggð mynda VG og Sjálfstæðisflokkur meirihluta. Auk þeirra 14 fulltrúa sem kjörnir voru í sveitarstjórnir und- ir merkjum VG náðu átta fulltrúar flokksins af blönduðum listum kjöri í sjö sveitarstjórnir. Þá eru einhverjir fulltrúar sem kjörnir voru óbundinni kosningu einnig flokksbundnir og hafa því kjörgengi á flokksráðsfundinum. Samtals munu um 30 fulltrúar sveitarstjórna hafa atkvæðisrétt á fundinum. VG hvergi með fleiri en tvo fulltrúa SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARNAR Vinstri hreyfingin – grænt framboð bauð fram V-lista í 16 sveitarfélögum í kosningunum í maí og náði inn alls 14 fulltrúum í 13 sveitarstjórnir. Aðeins í Dalabyggð náði flokkurinn fleiri en ein- um manni í sveitarstjórn en þar komust tveir fulltrúar V-lista inn. Kosningaúrslitin í stærstu sveitarfélögunum voru vonbrigði en flokkurinn missti annan af tveimur fulltrúum í borgarstjórn Reykjavíkur og í bæjarstjórn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.