Morgunblaðið - 25.06.2010, Qupperneq 15
Fréttir 15INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010
Ráðstefna í Heiðmörk
Elliðavatni föstudaginn 25. júní frá kl 14-17
14.00 Formaður setur ráðstefnu
14.10 Efnahagslegt verðmæti Heiðmerkur
Daði Már Kristófersson og Kristín Eiríksdóttir
14.50 Áhrif skógræktar á vatn og vatnsgæði
Bjarni Diðrik Sigurðsson
15.20 Hlé. Nýbakað kerfilsbrauð og silungur úr vatninu
15.40 Deiliskipulag Heiðmerkur
Óskar Örn Gunnarsson og Yngvi Þór Loftsson
16.20 Framtíðarsýn
Lena Rut Kristjánsdóttir og Helga Sigmundsdóttir
17.00 Ráðstefnuslit
Tónleikar með Kríu Brekkan, Steinari og Eitthvað Boybandi
í Dropanum við Furulund frá kl 21-01. Rúta frá Lækjartorgi.
Fjölskylduhátíð í Heiðmörk
Vígsluflöt laugardaginn 26. júní frá kl 13-16
13.00 Formaður flytur ávarp
13.10 Borgarstjóri flytur ræðu og gróðursetur tré
13.30 Rathlaupsfélagið Hekla stendur fyrir rathlaupi (orienteering)
Þrautabraut, skógarleikir Helenu Óladóttur,
Brasstríóið Mora, Amlóði, Hálfsterkur og Fullsterkur,
lúpínuviðureign á milli fylkinga og tréskurðarlistamenn að störfum.
Gómsætar veitingar á góðu verði
Nánari upplýsingar á www.heidmork.is
Heiðmörk 60 ára
Afmælishátíð
Skógræktarfélags Reykjavíkur
25. og 26. júní
Um þessar mundir heldur Toyota á Íslandi upp á 40 ára afmælið, en fyr-
irtækið tók formlega til starfa í júní 1970. Í tilefni afmælisins var efnt til
ljósmyndakeppni þar sem taka átti myndir í reynsluakstri undir einkunn-
arorðunum Gleði, bjartsýni og jákvæðni.
Hátt í 200 myndir bárust í keppnina og hafa verðlaun verið veitt fyrir
fimm bestu myndirnar að mati dómnefndar sem starfaði undir stjórn
Ragnars Th. Sigurðssonar.
Vinningsmyndina, Regnbogabirtu, tók Jóhannes Kjartansson.
Verðlaunamynd
afmælisbarns
Svo virðist sem hestapestin svokall-
aða sé að ganga yfir og eru íslensk
hross smám saman að ná sér eftir
erfiðan tíma. Hross sem hafa orðið
mjög slæm af pestinni eru með-
höndluð með pensilíni en þó hafa þau
flest unnið bug á sjúkdómnum án
þeirrar meðferðar.
Samkvæmt upplýsingum Sigríðar
Björnsdóttur, dýralæknis á Kálfs-
stöðum, er enn verið að reyna að
greina sjúkdóminn en veirurann-
sóknir hafa allar verið neikvæðar
ennþá. Komið hefur í ljós að íslensk-
ur hrossastofn hefur ekki neinn
hættulegan sjúkdóm að bera. „Það
er búið að útiloka allar þekktar og
allar hættulegar veirur sem eru
þekktar fyrir að leggjast á öndunar-
færi hrossa og það er mjög mikilvæg
niðurstaða fyrir okkur upp á fram-
haldið að gera,“ segir Sigríður. Hún
telur að niðurstöður bendi til þess að
starfsemin geti komist í gang aftur.
Þó er rannsóknum á sjúkdómnum
ekki lokið og er þetta orðið að lang-
tímaverkefni sem verður unnið að
áfram.
„Við verðum náttúrlega að öllum
líkindum að búa við þessa bakteríu í
umhverfinu áfram,“ segir Sigríður
en hún telur faraldurinn þó vera að
ganga niður. Hún segir framhaldið
vera að öðru leyti óráðið en telur þó
fólk almennt bjartsýnt um framhald-
ið og það að stofninn myndi mót-
stöðu gegn bakteríunni smám sam-
an. gunnthorunn@mbl.is
Er besta hestapestar-
meðalið bjartsýni?
FRÉTTASKÝRING
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Með nýju frumvarpi til breytinga á
búvörulögum verður sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra veitt heim-
ild til að sekta afurðastöð sem tekur
á móti mjólk sem er framleidd án
ríkisstyrks (greiðslumarks) og selur
hana innanlands. Sektin er svo há að
útilokað verður að slík framleiðsla
geti borgað sig eða 110 krónur á
hvern lítra mjólkur. Ráðuneytið seg-
ir að fyrra álit þess um að heimilt
væri að selja slíka mjólk innanlands
hafi verið byggt á verulega gölluðu
lögfræðiáliti og hefur nú kúvent í af-
stöðu sinni.
Bændur sem framleiða mjólk utan
greiðslumarks, og Morgunblaðið
ræddi við, eru afar ósáttir og segja
frumvarpið geta kippt fótunum und-
an þeirra framleiðslu.
Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins
er birt ábending frá sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðuneytinu þar sem
fjallað er um frumvarpið. Í ábend-
ingunni er rifjað upp að árið 2005
hafi risið umræða um starfsemi
Mjólku sem hugðist bæði taka á
móti umframmjólk frá bændum inn-
an greiðslumarkskerfisins og fram-
leiða úr mjólk frá býli sem ekkert
greiðslumark hafði. Landbún-
aðarráðuneytið tók málið til skoð-
unar og á aðalfundi Landssambands
kúabænda árið 2005 lýsti Guðni
Ágústsson, þáverandi landbún-
aðarráðherra, því yfir að Mjólku
væri heimilt að selja mjólk frá eigin
býli innanlands, þrátt fyrir að á býl-
inu væri ekkert skráð greiðslumark.
„Þessi orð ráðherrans voru reist á
óformlegu lögfræðilegu áliti sem
haldið var verulegum ágöllum,“ seg-
ir í ábendingu ráðuneytisins.
Brot tilkynnt lögreglu
Til skýringar bendir sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðuneytið á
að yrði mjólk utan greiðslumarks
seld á innanlandsmarkaði myndi
markaðshlutdeild bænda sem væru
innan kerfisins minnka. Með því
myndi útflutningsskyldan aukast og
og heildargreiðslumark lækka. „Í
þessu fælist að framleiðendur án
greiðslumarks nytu forgangs að
innanlandsmarkaði fram yfir þá
bændur sem eiga greiðslumark.“ Þá
er tekið fram að vegna hins gallaða
lögfræðiálits, sem fyrr er nefnt,
hefði ákæruvaldinu ekki verið bent á
möguleg brot Mjólku. „Það af-
skiptaleysi verður ekki endurtekið,“
segir ráðuneytið nú.
Guðni Ágústsson sagði í samtali
við Morgunblaðið að umræðan þá
hefði snúið að þeim atriðum og rétt-
indum sem snertu stofnun mjólkur-
búa og framleiðslu mjólkur. „Mjólk-
urbúin þá eins og nú voru án allra
styrkja frá ríkinu. Þetta átti við um
Mjólku, MS og önnur mjólkurbú
sem þá störfuðu. Hins vegar stendur
það óhaggað að útfluningsskyldan
var í búvörulögum, þá eins og nú.“
Guðni segir að Mjólka hafi ætlað
að framleiða mjólk án kvóta og bein-
greiðslna frá bændum. Hins vegar
hafi fyrirtækið orðið venjulegt
mjólkurbú sem tók hvort
tveggja umframmjólk og bein-
greiðslumjólk. „Á þessum tíma
gerðist það hins vegar að
neysla á mjólkuafurðum jókst
verulega þannig að fram-
kvæmdanefnd búvörusamninga
heimilaði, lögum samkvæmt, að
mjólkin færi á innanlands-
markað. Þannig að í minni tíð
reyndi aldrei á þessi ákvæði bú-
vörulaganna.“
Sektaðir ef mjólkin er ekki styrkt
Bændur sem framleiða mjólk utan
greiðslumarks segjast afar ósáttir
Morgunblaðið/RAX
Bjarni Bærings, bóndi á Brúar-
reykjum í Borgarfirði, hefur
ásamt tveimur öðrum bændum
stofnað nýtt mjólkursamlag,
Vesturmjólk, og er von á fyrstu
framleiðsluvörum fyrirtækisins
í sumarlok. Hann segir að verði
frumvarp sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra um að leggja
stórsektir á þá sem framleiða
mjólk án ríkisstyrkja að veru-
leika muni það kollvarpa áform-
um þeirra. Tæki til framleiðsl-
unnar séu á leið til landsins og
þeir hafi lagt vel á annað hundr-
að milljónir í fyrirtækið.
Á Brúarreykjum er kvóti upp
á ríflega 400.000 lítra.
Bjarni segir frumvarp ráð-
herra óskiljanlega hneisu.
Hann bendir á að ráðherra
hafi nýlega lagt bann við
verslun með mjólkurkvóta,
sem standist vart lög, en
það bann komi í
veg fyrir að bænd-
urnir sem standa
að Vesturmjólk geti
bætt við sig kvóta, vildu þeir
það Bannið hafi verið sett á ör-
stuttu eftir að Kaupfélag Skag-
firðinga hafi keypt Refsstaði,
gríðarstórt kúabú, og fært kvót-
ann norður í land. Nú hyggist
ráðherrann þar að auki leggja
himinháar sektir á þá sem vilji
auka framleiðsluna en geti eng-
an kvóta keypt. „Þetta snýst um
að þú megir ekki framleiða mat-
vöru nema ríkið borgi eitthvað
með henni. Ef þú getur framleitt
án styrkja þá ertu sektaður,“
segir Bjarni. Orð ráðherrans um
matvælaöryggi þjóðarinnar séu
hláleg í þessu samhengi. „Þetta
kemur eins og úr fornöld, þetta
frumvarp.“
Bjarni kveðst raunar ekki
hafa neina trú á að á að frum-
varpið nái í gegn. Í fyrsta lagi
brjóti það í bága við atvinnu-
frelsisákvæði stjórnarskrár-
innar en hins vegar hljóti Sam-
fylkingin að standa gegn því en
hún hafi einatt stutt þá sem vilji
aukið frelsi í landbúnaði.
„Þetta kemur eins og úr
fornöld, þetta frumvarp“
ÞRÍR BÆNDUR Á VESTURLANDI STOFNA NÝTT MJÓLKURSAMLAG