Morgunblaðið - 25.06.2010, Síða 16
16 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010
Helst eiga menn von á því að til
átaka geti komið á fundinum um
Evrópuaðildarmál og hvort álykta
skuli um það í stjórnmálaályktun
flokksins að draga beri aðild-
arumsóknina til baka.
Flestir virðast telja að Sjálfstæð-
isflokkurinn verði að senda skýr
skilaboð um stefnu sína í Evrópu-
málum, en ágreiningurinn stendur
um það hvort flokkurinn eigi þegar
að beita sér fyrir því að aðild-
arumsóknin verði dregin til baka,
eða hvort látið verði reyna á það
hvers konar samningar náist við
Evrópusambandið og þjóðin taki síð-
an afstöðu með eða móti samn-
ingnum í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Fyrir liggi að mikill meirihluti þjóð-
arinnar sé andvígur aðild Íslands að
ESB og því sé í rauninni ekkert að
óttast, þótt samningaferlinu verði
haldið áfram til loka.
En fjölmargir benda þó á, að gíf-
urlegur og óþarfur kostnaður sem
leggist beint á þjóðina fylgi aðild-
arviðræðunum. Auk þess virðist sem
gallhörð afstaða Breta og Hollend-
inga til Íslands og bein tenging David
Cameron, forsætisráðherra Breta, á
aðildarviðræðum annars vegar og
Icesave-rukkunum Breta og Hol-
lendinga geri menn enn fráhverfari
slíkum viðræðum en ella.
Landsfundarfulltrúar sem rætt
var við virðast telja innra uppgjör
Sjálfstæðisflokksins með tilliti til
skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis
og skýra stefnumörkun til framtíðar
vera meginverkefni aukalandsfund-
arins. Viðbragðshópur miðstjórnar
Sjálfstæðisflokksins muni leggja
fram tillögur um það hvernig Sjálf-
stæðisflokkurinn eigi að vinna sig í
gegnum það áfall sem stjórnmálin í
landinu hafi orðið fyrir í kjölfar
hruns.
Óánægja með Valhöll
Þá virðast margir landsfund-
arfulltrúar utan af landi og sömuleið-
is í hverfafélögum Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík vera þeirrar
skoðunar að samband Valhallar við
grasrótina í flokknum sé ekki sem
skyldi. Valhöll var m.a. líkt við fíla-
beinsturn og að þau sem þar störfuðu
gerðu sér lítið far um að eiga náið
samstarf við óbreytta flokksmenn og
heyra hvert þeir vildu að Sjálfstæð-
isflokkurinn stefndi. Brýnt væri að
breyta þessu. Jónmundur Guð-
marsson, framkvæmdastjóra Sjálf-
stæðisflokksins, er sérstaklega
nefndur í þessu samhengi.
Loks telja viðmælendur að hluti af
innra upppgjöri Sjálfstæðisflokksins
hljóti að verða raunveruleg umræða
og niðurstaða í styrkjamálum ein-
stakra þingmanna. Fjölmargir lands-
fundarfulltrúar, einkum utan af
landi, virðast telja að því fari fjarri að
styrkjamál séu uppgerð og afgreidd
innan flokksins og eru þá háir styrkir
Guðlaugs Þórs Þórðarsonar einkum
nefndir til sögunnar. „Það gengur
ekki, að Guðlaugur Þór sitji áfram,
eins og ekkert hafi í skorist, nú eftir
að upplýst er, að það var Baugur eða
Baugstengdir aðilar sem fjármögn-
uðu afar dýra kosningabaráttu hans,
þegar hann fór fram gegn Birni
Bjarnasyni í Reykjavík. Það er óhjá-
kvæmilegt að ræða þetta á fundinum
og hreinsa andrúmsloftið,“ sagði
landsfundarfulltrúi og fleiri taka í
sama streng.
Helst verður tekist á um
Evrópu- og styrkjamál
Ekki er búist við mótframboði gegn Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins
Morgunblaðið/Heiddi
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Liðlega 1.500 sjálfstæðismenn af öllu landinu eiga rétt á setu á aukalandsfundi sem hefst í dag og er sá 39. í röðinni.
Samkvæmt samtölum við
landsfundarfulltrúa er tal-
ið líklegt að í umræðum
um stjórnmálaályktun
landsfundarins verði helst
tekist á um orðalagið í
sambandi við Evrópumál.
Sjálfstæðisflokkurinn
hefur skipst í fylkingar
hvað varðar afstöðu til
Evrópusambandsaðildar,
en auðheyrt er að andstæðingum
aðildar innan Sjálfstæðisflokksins
hefur fjölgað og fylgjendum að
sama skapi fækkað. Algeng um-
mæli voru að einkennilegt væri að
ríkisstjórnin og þá sérstaklega ut-
anríkisráðuneytið stæði fyrir svo
mikilli peningasóun og tímaeyðslu
við aðildarumsókn, við þær sér-
kennilegu aðstæður, að mikill
meirihluti þjóðarinnar væri and-
vígur aðild og ekki væri
ríkisstjórnarmeirihluti fyr-
ir slíkri aðild.
Bjarni Benediktsson,
formaður Sjálfstæð-
isflokksins, hefur ítrekað
lýst yfir andstöðu sinni við
að Ísland gengi í Evrópu-
sambandið og ekki talið
að aðild þjónaði hags-
munum Íslendinga, þótt
hann hafi jafnframt sagst
reiðubúinn til þess að láta reyna á
samningaviðræður, bera samning-
inn undir þjóðina og taka póli-
tíska afstöðu gagnvart samningi,
þegar hann lægi fyrir.
Sennilegt er talið að orðalagið
gagnvart Evrópusambands-
aðildarumsókninni í stjórn-
málaályktuninni verði mjög harð-
ort.
Andstæðingum fjölgar
EVRÓPUMÁL Í BRENNIDEPLI
Bjarni
Benediktsson
Jónmundur Guðmarsson,
framkvæmdastjóri Sjálf-
stæðisflokksins segir að
rúmlega 1500 sjálfstæð-
ismenn eigi rétt á lands-
fundarsetu, en ekki sé
komin endanleg nið-
urstaða um hversu margir
hafi staðfest komu sína.
Hann sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær,
að þessi aukalandsfundur yrði
frábrugðinn hefðbundnum lands-
fundum að því leyti að til hans
hefði verið boðað með skömmum
fyrirvara, hann yrði styttri en þeir
hefðbundnu og málefnastarf
fundarins færi fram með öðrum
hætti en hingað til.
„Það er ekki hugmyndin að af-
greiða allan þann fjölda ályktana
sem landsfundir hafa
gert, heldur einungis
stjórnmálaályktun flokks-
ins.
Málefnastarfið mun
samanstanda af virkri
þátttöku landsfundarfull-
trúa í þeirri stefnumót-
unarvinnu sem verið hef-
ur á vegum flokksins frá
síðasta landsfundi og er
komin vel áleiðis. Landsfundurinn
mun taka föstum tökum á málum
sem snúa að flokknum og tengj-
ast þá efnahagshruninu og
skýrslu Rannsóknarnefndar Al-
þingis og sýna þannig að flokk-
urinn vill læra af reynslunni og
breyta því í sínu innra starfi og
skipulagi, sem nauðsynlegt getur
talist,“ sagði Jónmundur.
1.500 manns eiga seturétt
39. LANDSFUNDUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Jónmundur
Guðmarsson
Í DAG
kl. 16.00 Landsfundur settur og
ræða formanns.
kl. 17.00 Framsaga um stjórn-
málaályktun.
kl. 17.15 Tillögur viðbragðshóps
kynntar.
kl. 18.00 og fram eftir kvöldi
málefnavinna.
Á MORGUN
kl. 9.00 Skýrsla fram-
kvæmdastjóra.
kl. 9.15 Frambjóðendakynn-
ingar.
kl. 10.00 Kynning á nið-
urstöðum málefnavinnu.
kl. 11.00 Tillögur viðbragðshóps
ræddar. Breytingar á skipulags-
reglum. Umræður.
kl. 13.30 Kosning formanns.
kl. 14.00 Jafnréttisstefna Sjálf-
stæðisflokksins.
kl. 15.00 Kosning varafor-
manns.
kl. 15.30 Stjórnmálaályktun.
kl. 17.00 Fundarslit – ávarp for-
manns.
DAGSKRÁ
FRÉTTASKÝRING
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Þvert á væntingar í aprílmánuði sl.
er ekki lengur búist við því að lands-
fundur Sjálfstæðisflokksins verði
mikill uppgjörs- og átakafundur, eða
að þar dragi til stórkostlegra tíðinda.
Menn virðast almennt gera sér vonir
um að Sjálfstæðisflokkurinn nái á
þessum fundi að sýna breiða sam-
stöðu, marka uppgjörsstarf til næstu
mánaða og missera og sýna fram á að
flokkurinn hafi skýra framtíðarsýn,
án þess að óttast uppgjör við liðin ár.
Vissulega búast landsfund-
arfulltrúar við ákveðnum átökum,
einkum í tengslum við Evrópumál og
styrkjamál einstakra þingmanna, en
litlar líkur eru taldar á því að nokkur
raunveruleg átök verði um kosningu
forystunnar, eins og búist hafði verið
við í vor, í kjölfar þess að Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir sagði af sér
sem varaformaður flokksins á flokks-
ráðsfundinum í Reykjanesbæ.
Bjarni Benediktsson er einn í
framboði til formanns og enginn sem
rætt hefur verið við á von á því að til
mótframboðs komi.
Kristján Þór Júlíusson hefur enn
ekki gefið upp hvort hann muni bjóða
sig fram gegn Bjarna, en samkvæmt
landsfundarfulltrúum víðs vegar að á
landinu, er framboð hans til for-
manns talið harla ólíklegt. Hann hafi
ekki verið í neinum slíkum stell-
ingum, ekki farið um landið eða stað-
ið í hringingum undanfarnar vikur,
til þess að kanna hvert fylgi hann
kynni að hafa við slíkt framboð. Rifj-
að er upp, að á landsfundinum í fyrra,
þegar Kristján Þór bauð sig fram
gegn Bjarna Benediktssyni, hafi
hann tilkynnt framboð sitt með viku
fyrirvara og staðið í gallharðri kosn-
ingabaráttu fram að landsfundi, sem
skilaði honum tæplega 40% atkvæða.
Kristján Þór vildi ekkert segja um
hvað hann hygðist gera, þegar rætt
var við hann.
Það eina sem heyra má á viðmæl-
endum er að einhverjir óttast að
ákveðnir fulltrúar skili auðu í for-
mannskjörinu, til þess að reyna að
gera endurkjör Bjarna veikt, en þó
er ekki búist við því að stór hópur
fulltrúa geri það. Bent er á að sterkt
endurkjör formannsins sé ekki bara
sterkt fyrir hann persónulega, held-
ur einnig fyrir Sjálfstæðisflokkinn
sem stjórnmálahreyfingu.
Ólöf Nordal líkleg
Ólöf Nordal verður að öllum lík-
indum kjörin varaformaður flokks-
ins. Á mbl.is í gær kom fram að Lára
Óskarsdóttir hefur ákveðið að bjóða
sig fram í embætti varaformanns
Sjálfstæðisflokksins. Í samtali við
mbl.is sagði Lára að hún teldi eðlilegt
að kosið sé á milli einstaklinga í stað
þess að sjálfkjörið sé í embætti
flokksins. Lára er félagi í hverfa-
samtökum í Lauganeshverfinu.
Landsfundarfulltrúar eiga fastlega
von á því að Ólöf fái góða kosningu.
Hún hafi verið dugleg undanfarnar
vikur að fara um landið og afla sér
stuðnings. Það er talið styrkja henn-
ar framboð að Ragnheiður Elín
Árnadóttir, formaður þingflokksins,
sem hafði hugleitt framboð til vara-
formanns, ákvað að bjóða sig ekki
fram.
Þá er fullyrt að Ragnheiður Rík-
harðsdóttir og Unnur Brá Konráðs-
dóttir hafi um hríð íhugað að bjóða
sig fram til varaformanns, en þær
hafi báðar komist að þeirri nið-
urstöðu, að þær hefðu ekkert í Ólöfu
að gera og nytu lítils sem einskis
stuðnings í slíka vegtyllu.