Morgunblaðið - 25.06.2010, Qupperneq 19
Fréttir 19ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010
Filippseyingar halda á styttu af Jóhannesi skírara í strandbænum Pola á
Mindoro-eyju á jónsmessunni, fæðingarhátíð Jóhannesar skírara.
Á Filippseyjum tíðkast að fólki sé dýft í vatn á jónsmessunni til minn-
ingar um Jóhannes skírara eða að vatni sé skvett á vegfarendur.
Reuters
Jóhannesar skírara minnst
Jónsmessuhátíð á Filippseyjum
Sú ákvörðun Baracks Obama
Bandaríkjaforseta að tilnefna David
Petraeus sem yfirmann bandaríska
heraflans í Afganistan í stað
Stanleys McChrystals hefur mælst
vel fyrir.
Petraeus er 58 ára að aldri og
þekktasti og virtasti hershöfðingi
Bandaríkjanna. Hann þótti standa
sig vel þegar hann stjórnaði fjöl-
þjóðahernum í Írak frá 26. janúar
2007 til 16. september 2008. Hann
beitti sér fyrir því að þáverandi for-
seti, George W. Bush, fjölgaði í her-
liðinu í Írak til að binda enda á stríð-
ið. Petraeus hefur verið yfirmaður
stofnunar, sem hefur haft yfirum-
sjón með aðgerðum Bandaríkjahers
í Afganistan, Pakistan, Mið-Asíu,
Arabíuskaga og Afríku. Hann hefur
því átt stóran þátt í því að móta
hernaðaráætlun Bandaríkjahers í
Afganistan og er vel undir það búinn
að taka við af McChrystal. Með því
að velja Petraeus vill Obama tryggja
að röskunin vegna mannaskiptanna
verði sem allra minnst. Með valinu
fær hann þó einnig þungavigtar-
mann sem er talinn hafa burði til að
knýja Bandaríkjastjórn til að seinka
eða hægja á heimkvaðningu her-
manna sem Obama hefur boðað að
hefjist í júlí á næsta ári. bogi@mbl.is
Valdi virtasta
hershöfðingjann
Petraeus beitir sér e.t.v. fyrir
seinkun á heimkvaðningu hermanna
Reuters
Virtur Barack Obama og David
Petraeus í Hvíta húsinu í fyrradag.
Mörgum Kanadamönnum blöskrar
kostnaðurinn af leiðtogafundum
ríkjahópanna G8 og G20 um helgina.
Áætlað er að fundirnir kosti Kanada
hvorki meira né minna en 1,1 milljarð
kanadadollara, eða sem svarar 135
milljörðum króna.
Um það bil 90% af kostnaðinum eru
vegna gífurlegs öryggisviðbúnaðar í
Toronto, þar sem leiðtogafundur G20
verður haldinn á morgun og á sunnu-
dag, og í grennd við bæinn Huntsville,
norðan við Toronto, þar sem leiðtogar
G8-hópsins koma saman í dag.
Um 20.000 lögreglumenn verða á
varðbergi vegna fundanna. Fundar-
staður leiðtoga G8-hópsins, stórt hót-
el við vatn nálægt Huntsville, verður
nánast algerlega einangraður á með-
an fundurinn er haldinn.
Öryggisviðbúnaðurinn er enn meiri
í Toronto. Þar hefur meðal annars
verið reist þriggja metra há og 3,5
kílómetra löng steypu- og járngirðing
umhverfis fundarstað leiðtoga G20-
hópsins. Útibú banka, kvikmyndahús
og leikhús verða lokuð, svo og þekkt-
asta bygging borgarinnar, CN-
turninn, sem nýtur mikilla vinsælda
meðal ferðamanna.
Stjórnarandstæðingar í Kanada
hafa sakað ríkisstjórn Stephens
Harpers forsætisráðherra um mikið
bruðl í tengslum við leiðtogafundina.
Þeir hafa einkum gagnrýnt þá
ákvörðun stjórnarinnar að láta búa til
stöðuvatn við fjölmiðlamiðstöð í
Toronto til að gleðja um 3.000 frétta-
menn sem fylgjast með fundinum.
Hermt er að tilbúna stöðuvatnið hafi
kostað sem svarar rúmum sjö millj-
ónum króna af um 250 milljónum sem
varið var í landkynningarskála í fjöl-
miðlamiðstöðinni.
Þótt þetta sé aðeins lítill hluti
kostnaðarins hefur tilbúna vatnið orð-
ið að tákni fyrir bruðlið. „Við fengum
bara ömurlegt gervivatn fyrir alla
þessa peninga,“ sagði Michael Igna-
tieff, leiðtogi Frjálslynda flokksins,
stærsta stjórnarandstöðuflokksins.
Hann lýsti leiðtogafundunum sem
„dýrasta myndatökutækifæri heims-
ins“.
Harper hefur varið gervivatnið,
sem á að vekja athygli fréttamanna á
vötnunum í grennd við Toronto. Hann
lýsir fundunum sem frábæru tæki-
færi til að fjölga ferðamönnum í
Kanada. bogi@mbl.is
„Fengum eitt ömurlegt gervivatn“
Kanadamönnum blöskrar 135 milljarða reikningur vegna
leiðtogafunda Um 90% fjárins fara í öryggisviðbúnað
Heimild: Fitch-matsfyrirtækið.
OPINBERAR SKULDIR
Opinberar skuldir G20-landa sem hlutfall af vergri lands-
framleiðslu. Á Íslandi mun hlutfallið vera um 122%.
Svíþjóð 45,5
Danmörk 42,6
Þýskaland 76,6
Holland 67,0
Belgía 100,9
Bretland 80,6
Írland 116,3
Lúxemborg 18,9
Tékkland 39,7
Frakkland 83,1
Portúgal 85,1
Spánn 69,1
Austurríki 70.2
Evrópu-
sambandið
Finnland 48,3
Eistland 8,8
Lettland 55,0
Litháen 38,4
Pólland 54,3
Slóvakía 40,9
Ungverjal. 83,0
Rúmenía 34,7
Búlgaría 14,7
Kýpur 56,4
Grikkland 125,6
Slóvenía 41,2
Ítalía
117,7 Malta
68,6
25 50 75 100
Japan
214,3
Mexíkó
38,2
S-Kórea
37,3
Argentína
66
Ástralía
19,1
Brasilía
70,2
Indland
81,2
Indónesía
25
Sádi-
Arabía
4,3
Suður-
Afríka
38,2
Tyrkland
45,3
Kanada 81,2
Kína
23,9Rússland 11,1
Bandaríkin
87,5
Reuters
Umdeilt vatn Fréttamaður virðir fyrir sér tilbúið vatn við fjölmiðlamiðstöð
í Toronto þar sem tekið verður á móti um 3.000 fréttamönnum um helgina.
David Petraeus stendur frammi
fyrir mjög erfiðum úrlausnar-
efnum í Afganistan og þau virðast
jafnvel enn erfiðari en vandamálin
sem biðu hershöfðingjans þegar
hann varð yfirmaður fjöl-
þjóðahersins í Írak. Bandaríkjaher
hefur að undanförnu lagt áherslu á
að koma á friði í Helm-
and-héraði í Afgan-
istan en það hefur
tekið lengri
tíma og kost-
að fleiri mannslíf en búist var við.
Fyrirhuguðum aðgerðum til að
tryggja öryggi Kandahar, næst-
stærstu borgar landsins, var einn-
ig frestað vegna andstöðu afg-
anskra leiðtoga,
m.a. Hamids
Karzais for-
seta.
Enn erfiðara en í Írak
PETRAEUS TEKUR VIÐ MJÖG VANDASÖMU VERKEFNI
Andstaðan meðal
Dana við upp-
töku evrunnar
hefur aldrei ver-
ið meiri, ef
marka má nýja
skoðanakönnun
sem gerð var fyr-
ir Danske bank.
Um 48% að-
spurðra sögðust vera viss um að
greiða atkvæði gegn upptöku evr-
unnar ef þjóðaratkvæðagreiðsla
færi fram nú um málið. Um 32%
sögðust vera viss um að greiða at-
kvæði með upptöku evrunnar.
Um 11% aðspurðra sögðust ekki
vera viss en hneigjast til þess að
styðja upptöku evrunnar. Tæp 7%
sögðust ef til vill greiða atkvæði
gegn upptöku evrunnar.
Steen Bocian, aðalhagfræðingur
Danske Bank, rekur vaxandi and-
stöðu við evruna til skuldavanda
Grikklands og fleiri landa á evru-
svæðinu.
Andstaða við evru
hefur aldrei verið
meiri meðal Dana
Deila um hvort
tala megi dönsku
í ræðum á græn-
lenska lands-
þinginu, Inats-
isartut, hefur
blossað upp að
nýju á Græn-
landi.
Siumut-
flokkurinn, sem
er í stjórnarand-
stöðu, hefur lagt til að aðeins megi
tala grænlensku þegar ræður eru
fluttar á þinginu.
Kuupik Kleist, formaður lands-
stjórnarinnar og leiðtogi flokksins
Inuit Ataqatigiit, hafði áður sagt að
hann væri hlynntur því að græn-
lenska yrði vinnumál þingsins.
Vandamálið er hins vegar að
nokkrir þingmenn flokksins tala
ekki grænlensku og hann vill því
núna að þingmenn tali það mál sem
þeir hafi mest vald á, að því er fram
kemur á fréttavef danska ríkis-
útvarpsins.
Deilt um hvort tala
megi dönsku á þingi
Þingfundur á
Grænlandi