Morgunblaðið - 25.06.2010, Síða 25
Minningar 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010
Elsku besti Karl minn.
Hvað get ég sagt, annað en hversu
ofboðslega mikið ég sakna þín. Ég
trúi því ekki enn, að þú sért farinn
frá okkur, þú ert fallinn engill. Þú
varst svo ofboðslega hlýr og góður
strákur, kannski of góður fyrir þenn-
an stað. Er það ekki sagt að þeir sem
Guð elskar mest, deyja ungir?
Hvað hjálpar þér í heimsins glaumi,
að heiminum verðirðu ekki að bráð,
þá berast lætur lífs með straumi
og lystisemdum sleppir taumi –
hvað hjálpar nema Herrans náð?
Og þegar allt er upp á móti,
andinn bugaður, holdið þjáð,
andstreymisins í ölduróti
allir þó vinir burtu fljóti,
Guðs er þó eftir gæska og náð.
Hvað dugar þér í dauðans stríði,
er duga ei lengur mannleg ráð,
þá horfin er þér heimsins prýði,
en hugann nístir angur og kvíði –
hvað dugar nema Drottins ráð?
(Grímur Thomsen)
Besti vinur minn, ég veit að þú ert
kominn á betri stað. Þér er ætlað
eitthvað stærra og betra en það sem
er í þessum heimi.
Mér þykir svo rosalega vænt um
þig, mér finnst ég eiga svo stóran
hlut í ykkur Birnu, þið eruð eins og
litlu systkini mín. Þetta er svo sárt.
Ég bið Guð og það sem bíður fyrir
handan að taka á móti þér með opn-
um örmum og vernda þig. Guð blessi
minningu þína.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Ég gleymi þér aldrei, þú átt svo
stóran hlut í hjarta mínu.
Þín
Kristín (Stína).
Nú virðist fátt í veröldinni snúa
rétt. Það er svo skelfilega rangt þeg-
ar við fullorðna fólkið erum að fylgja
börnunum okkar til grafar. Þau sem
eiga framtíðina fyrir sér.
Ég kynntist Karli Cesari þegar
hann kom til okkar í Stóru-Voga-
skóla. Hann var ljúfur drengur sem
yfirleitt var með prakkaralegt bros
og átti alltaf brandara í fórum sínum.
Hann hafði ótrúlegt sjónminni og
svo vissi hann allt um hjól. Hann hef-
ur ekki átt langt að sækja þann hæfi-
leika því samkvæmt Karli Cesari
vissi pabbi hans allt um vélar,
glussakerfi og guð veit hvað. Hans
gæðastundir voru í vinnunni hjá
pabba. Að vera unglingur í dag er
ekki svo einfalt og reynist mörgum
erfitt. Öll reynum við eftir bestu getu
að halda utan um og vernda börnin
okkar, því þau eru það dýrmætasta
sem við eigum.
Um leið og ég votta foreldrum
Karls Cesars og systkinum okkar
dýpstu samúð bið ég algóðan guð að
taka góðan dreng í faðm sér og um-
vefja hann ljósi og kærleika.
Fyrir hönd starfsfólks Stóru-
Vogaskóla,
Kristín H. Halldórsdóttir
Kæri vinur, hvíldu í friði.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Votta aðstandendum mína dýpstu
samúð.
Kolbrún Marelsdóttir.
✝ Magnús Steph-ensen var fæddur
í Reykjavík 12. des-
ember 1939. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 17.
júní 2010.
Foreldrar hans
voru Ólafur Steph-
ensen ökumaður, f. 4.
mars 1876 á Ólafs-
völlum á Skeiðum, d.
22. janúar 1954 og
Þóra Daníelsdóttir
húsfreyja, f. 23. apríl
1899 á Stokkseyri, d.
9. mars 1981. Albróðir Magnúsar
er Þórir Stephensen fv. dóm-
kirkjuprestur og staðarhaldari í
Reykjavík, f. 1. ágúst 1931. Hálf-
bræður þeirra frá fyrra hjóna-
bandi Ólafs með Hallberu Péturs-
dóttur frá Grund í Skorradal, f.
20. júlí 1866, d. 30. júlí 1928 voru
Pétur múrari, f. 24. mars 1899, d.
2. maí 1944, Stefán bifreiðarstjóri,
f. 17. maí 1900, d. 13. mars 1959
og Hans öryrki, f. 25. október
smíðameistara. Magnús lauk prófi
sem tæknifræðingur frá Køben-
havns Bygningsteknikum í mars
1968 og hóf að því loknu störf hjá
E.Pihl & Søn í Danmörku. Magnús
flutti heim ásamt fjölskyldu sinni í
apríl 1970 og hóf störf hjá Ístaki
hf. Þar starfaði hann allt til þess
að hann hóf störf hjá Hagvirki hf.
1986. Árið 1990 hóf Magnús störf
hjá Sorpu bs. Magnús lauk starfs-
ferli sínum sem verkefnisstjóri og
yfirverkstjórnandi við frágang og
innréttingar Náttúrufræðahúss
Háskóla Íslands, Öskju.
Magnús tók virkan þátt í ýmsum
félagsmálum. Á yngri árum var
hann virkur þátttakandi í Skáta-
hreyfingunni á Íslandi. Fyrir
nokkrum árum tók hann upp þráð-
inn að nýju og lauk Gillwell-
menntun sinni 20. apríl 2010.
Magnús var vígður í Oddfellow-
stúkuna nr. 11., Þorgeir þann 22.
mars 1979 og gegndi þar mörgum
embættum. Hann var stofnfélagi í
stúkunni nr. 18, Ara fróða árið
1995 þar sem honum voru falin öll
æðstu embætti stúkunnar.
Útför Magnúsar verður gerð frá
Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 25.
júní 2010, og hefst athöfnin kl. 15.
1905, d. 22. mars
1933.
Magnús kvæntist
21. september 1963
Guðbjörgu I. Steph-
ensen. Dætur þeirra
eru: 1) Kristbjörg, f.
1966, héraðsdóms-
lögmaður, gift Birni
H. Halldórssyni verk-
fræðingi. Börn þeirra
eru Sólveig, f. 1998
og Halldór, f. 2004.
2) Ragnheiður, f.
1970, grunnskóla-
kennari. Sonur henn-
ar er Magnús, f. 2003. 3) Lilja
Þóra, f. 1981, þjónustustjóri. Sam-
býlismaður hennar er Arnar
Helgason.
Magnús ólst upp í foreldra-
húsum í Vesturbæ Reykjavíkur,
naut náms í Melaskóla og Gagn-
fræðaskóla Vesturbæjar, var 10
sumur í sveit hjá Ragnheiði Ingv-
arsdóttur og Jóni Eiríkssyni á Stað
í Hrútafirði. Hann lærði húsasmíði
hjá Halldóri Guðmundssyni húsa-
Kveðja frá skátahópnum
Ef við lítum yfir farinn veg
og finnum gamla slóð,
færast löngu liðnar stundir okkur
nær.
Því að margar standa vörður þær,
sem einhver okkar hlóð,
upp um fjöll, þar sem vorvindurinn
hlær.
Með þessar ljóðlínur Haraldar
Ólafssonar í huga fórum við fé-
lagarnir Sævar Kristbjörnsson,
Hilmar Jónsson og undirritaður,
ásamt Magnúsi Stephensen 20. maí
sl. upp á Hellisheiði. Okkur langaði,
eins og stendur í öðru ljóði Haraldar
„að lifa upp aftur liðin sumur og
yndisleg vor“.
Margt hefur breyst á 55 árum. Þá
var enginn vegur, en nú ókum við
alla leið inn í Innstadal. Við fundum
gamlar slóðir, en sporin okkar sjást
ekki lengur. Jötunheimaskálinn er
horfinn, en við sáum um hann um
árabil. Þaðan eigum við ljúfar minn-
ingar. Tilfinningin að vera þarna,
koma að hinum skálunum og fara
um svæðið, var ólýsanleg.Við vorum
eins og unglingar aftur. Þessi dagur
var engum öðrum líkur og við
tengdum bræðralagsbogann enn
fastar og minningar vöknuðu á ný.
Eiginkonur okkar, þær Erna Ara-
dóttir, Helga Guðjónsdóttir, Sigur-
veig Sveinsdóttir og Guðbjörg
Stephensen fundu það vel og sam-
glöddust okkur. Við höfum alltaf
haldið hópinn. Fljótlega runnu þær
systur Kristín og Signý Guðmunds-
dætur ásamt eiginmönnum sínum,
þeim William Þór Dison og Jóni
Björgvinssyni inn í þetta litla sam-
félag. Við höfum hist heima hjá
hvert öðru, ferðast og átt einstakar
stundir saman. Núna síðast í helg-
arferð, þegar Magnús varð sjötug-
ur, sungum skátasöngvana, rifjuð-
um upp gamla tíma og skemmtum
okkur vel. Við kveðjum, öll sem eitt,
kæran skátabróður, sem nú er far-
inn heim.
Skátahreyfingin átti hug Magn-
úsar. Á unglingsárum okkar í Skáta-
heimilinu við Snorrabraut kunnum
við að meta jákvæðan aga og vand-
aða leiðsögn. Þar fékk hver og einn
að njóta sín. Magnús var flokksfor-
ingi og sveitarforingi í Landnemum,
er heiðursfélagi þeirra, var deild-
arforingi Birkibeina og sat í stjórn
Skátafélags Reykjavíkur. Í kringum
hann var alltaf gróskumikið og gef-
andi starf. Ekki má gleyma árleg-
um, vinsælum Skátaskemmtunum
með leikþáttum, söngleikjum, gam-
anvísum o.fl. Magnús var frábær
leikari og minnisstæð er túlkun
hans á Kínverjanum í söngleiknum
„Allra þjóða kvikindi“, sem fjallaði
um jafnrétti. Magnús var nákvæm-
ur, þoldi illa óstundvísi og seina-
gang. Kveikjuþráðurinn var stuttur
og stundum freistandi að bera eld
að, en hann var sáttfús og góður
málamiðlari. Magnús lauk Gilwell-
skólanum, háskóla skáta, 20. apríl sl.
Á námsárum okkar bjuggum við
Sigurveig í Gautaborg og Guðbjörg
og Magnús í Kaupmannahöfn. Við
hittumst sem oftast. Þær samveru-
stundir eru eftirminnilegar, oft glatt
á hjalla. Sérstaklega minnisstætt er,
þegar þau komu í heimsókn með
Ernu og Sævari. Þar voru skátar að
skemmta sér.
Áhugi Magnúsar á málefnum
skáta undanfarið sýnir, að þar voru
rætur hans. Minningin lifir um stór-
brotinn mann, tryggan vin og
skemmtilegan félaga. Við vottum
fjölskyldunni allri dýpstu samúð
okkar.
Pálmar Ólason.
Það er óraunverulegt að sitja við
skriftir á miðju sumri og minnast
vinar okkar Magnúsar Ó. Stephen-
sen sem lést eftir mjög stutt veik-
indi.
Minningar flæða. Þegar litið er til
baka eru komin 56 ár frá fyrstu
kynnum okkar af Magnúsi, sem þá
var deildarforingi í skátastarfinu,
sem flestir drengir í Reykjavík tóku
þátt í. Starfsemin var í gömlum her-
bragga á Snorrabraut og var stór-
kostlegur samastaður ungs fólks á
þeim tíma. Þar átti hann mörg góð
ár og gaf mikið af sér til starfsins
sem hann fór aldrei langt frá. Stuttu
fyrir andlát sitt tók hann Gilwell-
stigið og fannst honum þar með að
hann hefði tekið lokaprófið.
Eftirlifandi eiginkonu sinni Guð-
björgu kynntist hann í Skátaheim-
ilinu við Snorrabraut.
Síðan skiljast leiðir, við förum
hver sína leið. Magnús fer í smíðar,
lærir húsasmíði. Námið í húsasmíð-
inni kveikti áhuga hans til frekara
náms og varð úr að þau Guðbjörg
drífa sig til Kaupmannahafnar.
Magnús hóf nám í tæknifræði sem
hann lauk með láði. Eftir námið
starfaði hann um tíma hjá E. Pihl &
Søn og í beinu framhaldi koma þau
hjón heim til Íslands með frumburð
sinn, Kristbjörgu. Magnús hóf störf
hjá Ístaki sem þá var nýstofnað og
er þar með kominn heim með sitt
próf, fjölskyldu og nokkra reynslu í
mannvirkjagerð. Nokkru eftir komu
þeirra hjóna fæddist Ragnheiður og
síðan Lilja Þóra. Heimilið var í
Þrastarlundi í Garðabæ þar voru
dæturnar aldar upp og þar áttum
við vinirnir marga fundina um ýmis
verkefni sem á dagskrá voru hverju
sinni.
Leiðir liggja saman á ný er annar
undirritaður hóf störf hjá Ístaki og
m.a. í Mjólkárvirkjun þar sem fjöl-
skyldur okkar voru sumarlangt með
okkur. Þar var Magnús staðarstjóri
og Guðbjörg sá um skrifstofuna. Þar
myndaðist mikil samstaða og vin-
átta sem aldrei rofnaði. Allir þurftu
að taka á honum stóra sínum. Verk-
efnið skyldi klárast á skemmri tíma
en áætlað var. Þarna var Magnús í
essinu sínu, stýrði málum í gegnum
talstöð upp á fjall til okkar er þar
voru og talaði íslensku. Unnið flest
kvöld og síðan fundur þegar niður
kom. Foringinn ætlaði að klára mál-
ið, hann fór alltaf alla leið.
Árið 1979 gengur Magnús til liðs
við Oddfellowregluna og gengur í
St.nr.11 Þorgeir. Þar bindast böndin
á ný, vináttan endurnýjuð undir
merkjum Oddfellow. Þar naut
Magnús sín vel í félagsstarfinu og
var ötull félagi.
Magnús var einn af frumkvöðlum
að stofnun St.nr.18 Ara fróða 1995.
Hann gegndi öllum æðstu embætt-
um í stúkunni og var sæmdur við-
urkenningum. Jafnframt tók hann
þátt í stofnun Oddfellowbúða nr. 4
Borg 2003 og gegndi þar ýmsum
trúnaðarstörfum til dauðadags.
Magnús var stórvirkur í störfum
innan reglunnar og má þar meðal
annars nefna Líknardeildina í Kópa-
vogi. Magnús Stephensen markaði
djúp spor í starfi stúku sinnar, spor
sem seint fennir í og við bræðurnir
þökkum af alúð. Genginn er góður
drengur sem var réttsýnn og þorði
að standa á sínu ef svo bar undir.
Óhræddur við að marka spor í sam-
tímann, maður með skoðanir.
Guðbjörgu og fjölskyldu Magnús-
ar sendum við innilegar samúðar-
kveðjur.
Sveinn Fjeldsted og
Steindór Hálfdánarson.
„Ég er svo stoltur og glaður,“
sagði hann á sumardaginn fyrsta, og
brosti þessu kímna og hlýja brosi
sem einkenndi hann alla tíð. Maggi
hafði nýverið sannað það betur en
margur að eitt sinn skáti er ávallt
skáti. Og nú var hann tilbúinn í að
vinna fleiri mikilvæg verkefni fyrir
skátastarfið. En þá, eins og hendi
væri veifað, hvarf hann sýnum.
Hann er farinn heim.
Hugurinn reikar aftur til þess
tíma að allir skátar í Reykjavík hitt-
ust á sama stað, í Skátaheimilinu við
Snorrabraut. Lágreistu bragga-
byggingarnar voru hlýlegar, er inn
var komið, og mynduðu sterkan
ramma um starfið. Nálægð yngri
skáta við hina eldri var gefandi og
gaf okkur sögulega sýn. En það var
líka fullt svigrými fyrir unga skáta
sem vildu fá að ráða og móta. Þann-
ig var Maggi. Ákveðnar skoðanir og
full eftirfylgja einkenndu hann.
Hvort sem var í foringjasamstarfi, í
Skátaskemmtuninni eða á stórvið-
burðum eins og Landsmóti skáta á
Þingvöllum 1962, alltaf stóð hann
eins og klettur og alltaf var gott að
ræða við hann.
Maggi setti sterkan svip á starfið
í gamla skátaheimilinu. Fyrir hans
tilstuðlan voru skátabúningamál
tekin föstum tökum og ekki má
gleyma setustofunni fyrir foringja
sem hann var einn aðalhvatamað-
urinn að. Og sem stjórnarmaður í
SFR átti hann sinn þátt í að móta
yngri skáta á góðan og uppbyggileg-
an hátt.
Okkur var mjög brugðið þegar við
fréttum af meininu sem hafði búið
um sig og ekki síður er fregnin
barst um að baráttunni væri lokið.
Við kveðjum góðan félaga með
söknuði og sendum fjölskyldunni
hlýjar samúðarkveðjur. En myndin
okkar af Magnúsi Stephensen blikn-
ar ekki. Þar er hann í fararbroddi í
mikilvægum verkefnum og gefur sig
allan í þau.
Noregi, 17. júní 2010,
Anna Kristjánsdóttir og
Arnlaugur Guðmundsson.
Skátahreyfingin er um margt sér-
stakur félagsskapur, sumum finnst
hann jafnvel skrýtinn. Þeir sem hafa
starfað lengi sem skátar og þekkst
lengi, mynda sérstök bönd sem erf-
itt er að útskýra og reyndar ekki
nauðsynlegt að útskýra. Sameigin-
leg reynsla unglingsára verður ger-
semar fullorðinsára. Sama á við um
Gilwellþjálfun, hina upprunalegu
foringjaþjálfun Baden Powells og
vinar hans Francis Gidneys frá 1919
sem enn er í fullu gildi. Þeir sem
fara þá vegferð, bindast. Maggi
Stef, var vinsæll og góður skáti.
Innritaðist og starfaði um árabil
sem skáti í Landnemadeild Skátafé-
lags Reykjavíkur, var raunar fyrsti
og eini heiðursfélagi Landnema.
Varð síðar kröftugur deildarforingi
Birkibeinadeildar og sat lengi í
stjórn hins víðfræga S.F.R. eins og
við gamlir Reykjavíkurskátar segj-
um. Árið 1960 hóf Maggi Gilwell-
þjálfun á Úlfljótsvatni. Henni lauk
ekki strax, – nám, stofnun fjölskyldu
og starfsferill tók alla athygli. Fyrir
tveimur árum lét Maggi hinsvegar
þá ósk í ljósi að láta loks gamlan
draum rætast, að ljúka Gilwellþjálf-
un.
Það var mikill og ánægjulegur
heiður fyrir okkur félagana að að-
stoða gamlan skátaforingja og leið-
saga í viðfangsefninu. 20. apríl sl.
hittust á leyndum stað nokkrir Gil-
wellskátar. Magnús Stephensen var
að ljúka Gilwellþjálfun og taka
formlegri inngöngu í stærstu skáta-
sveit í heimi, 1st Gilwell Scout Gro-
up, hina upphaflegu sveit Gilwells-
káta frá 1919. Líklega er það
einsdæmi í heiminum, að Gilwell-
þjálfun sé lokið eftir 50 ár. Okkar
maður var greinilega snortinn og
stoltur. Það vorum við líka. Dásam-
legt var að hitta hann aftur tveimur
dögum síðar á Sumardaginn fyrsta,
í splunkunýjum skátabúningi, með
nýfengin einkenni Gilwellskátans.
Hlýtt bros, þétt handtak og faðm-
lag. Áætlanir og fyrirheit voru gerð,
Maggi vildi verða þátttakandi í
verkefnum okkar framundan. Til
þess kom ekki. Óvæntur og ill-
skeyttur bráðasjúkdómur knúði
dyra og endalok óumflýjanleg. Í
harm ferðaloka nú blandast þakkir
og góðar minningar gamalla skáta-
vina. Þær eru dýrmætar og verða
ekki teknar frá okkur.
Gilwellhringurinn, samtök Gil-
wellskáta á Íslandi sendir skátum
og ættingjum samúðarkveðjur. Góð-
ur skáti er farinn heim.
Haukur Haraldsson.
Leiðir okkar Magnúsar Stephen-
sen lágu fyrst saman, fyrir alvöru,
fyrir röskum tveimur árum, þegar
hann gekk til liðs við okkur í stjórn
Byggingarsamvinnufélags félags
eldri borgara í Garðabæ. Það var
svo sannarlega fengur í því fyrir
okkur, sem stöndum að þessu mikla
og vandasama verkefni, að fá Magn-
ús til liðs við okkur, og fá að nýta þá
miklu reynslu og þekkingu, sem
hann bjó yfir. Þau tvö ár, sem
Magnús starfaði með okkur í stjórn
félagsins voru afskaplega dýrmæt
og báru vitni um mikla og góða
þekkingu á þeim málum, sem við
vorum að glíma við. Það var svo
sannarlega ekki komið að tómum
kofunum hjá honum, svo og var öll
samvinna og samskipti við hann
með miklum ágætum. Svo dró ský
fyrir sólu. Það er hreint ótrúlegt
hvað sjúkdómurinn, sem varð hon-
um að aldurtila, lagði þenna góða og
vörpulega dreng fljótt að velli.
Ég vil með þessum fátæklegu
orðum þakka fyrir það, að hafa
fengið að kynnast og starfa með
Magnúsi, svo og ber ég kveðju frá
stjórn Byggingarsamvinnufélagsins
og bið fjölskyldu Magnúsar Guðs
blessunar í nútíð og framtíð.
Helgi K. Hjálmsson.
Magnús Ó. Stephensen