Morgunblaðið - 25.06.2010, Side 26
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010
✝ Björn Elíasson,eða Beyji, eins og
hann var gjarnan
kallaður var fæddur
6. október 1925 á
Jaðri á Dalvík. Hann
lést á Dalbæ á Dalvík
14. júní 2010.
Foreldrar hans
voru Gunnlaugur Elí-
as Halldórsson, f.
1886, d. 1964 og Frið-
rika Jónsdóttir, f.
1898, d. 1993. Systk-
ini Björns eru: Bára,
f. 1921; Bjarki, f.
1923; Þórunn, f. 1931, d. 2007 og
Stefán, f. 1934, d.1951.
Björn kvæntist Ragnheiði Guð-
rúnu Guðmundsdóttur þann 17.
júní 1956. Börn þeirra eru: 1) Ás-
laug Ásgeirsdóttir, f. 1953 (fóst-
urdóttir). 2) Ellen Stefanía, f. 1955
(af fyrra sambandi). 3) Guðmundur,
f. 1957, maki Sigurlaug Brynleifs-
dóttir. 4) Jón Ingi, f. 1958, maki Að-
alheiður Anna Guðmundsdóttir. 5)
Bryndís, f. 1960, maki
Gestur Matthíasson.
6) Bára, f. 1962, maki
Hermann Jón Tóm-
asson. 7) Elías, f.
1964, maki Gunn-
hildur Ottósdóttir.
Aðrir afkomendur
Björns eru 41, 22
barnabörn, 8 fóstur-
barnabörn og 11
barnabarnabörn.
Björn nam vélfræði
við Vélskóla Íslands
og hafði skipstjórn-
arréttindi. Hann fór
ungur til sjós og stundaði sjó-
mennsku og útgerð mestan hluta
ævinnar. Hann tók þátt í ýmsum fé-
lagsstörfum, var m.a. virkur félagi í
Lionsklúbbi Dalvíkur, lét sig varða
slysavarnir sjómanna og starfaði
lengi í stjórn slysavarnafélagsins á
staðnum.
Útför Björns verður gerð frá
Dalvíkurkirkju í dag, 25. júní 2010,
og hefst athöfnin kl. 13.30.
Elsku pabbi minn.
Þá er komið að kveðjustund og
margar minningar sem koma upp í
hugann. Sú fyrsta t.d. að sem barn
vildi ég helst bara vera í fanginu á
þér, ég var svo mikil pabbastelpa. Þú
varst með mikla skeggrót sem stakk
mig þegar þú knúsaðir mig, en það
var bara hluti af ánægjunni því ég
var hjá þér.
Seinna varð ég óróleg þegar veðrin
voru vond og þú á sjó, þá beið ég í
glugganum heima í Hólavegi eftir að
sjá ljósin á Möggunni sigla inn í höfn-
ina og koma með þig heilan heim. Og
á sumrin var aðalsportið að láta þig
reiða mig á hjólinu þínu þegar þú
varst að koma heim úr róðri.
Það voru svo sannanlega forrétt-
indi að fá að fæðast í þennan stóra
systkinahóp og alast upp hjá ykkur
mömmu hérna á Dalvíkinni, æskan
var bara dásamleg. Leikir og útivera,
allskonar uppátæki sem okkur systk-
inum datt í hug voru bara sjálfsögð,
þú allavega sagðir ekki mikið en oft
sá maður þig kíma þegar þú hélst að
við sæjum ekki til, því ekki var langt
í glettnina hjá þér. Oft urðu um-
ræðurnar við eldhúsborðið í Hóla-
veginum ansi heitar því pólitískar
skoðanir þínar og þá aðallega eldri
bræðra minna fóru ekki alltaf saman,
þá stundum fannst þér nóg um og
gekkst frá borðinu inn í stofu að kæla
þig niður.
Þú varst með mikla fótboltabakt-
eríu og reyndar handbolta líka. Það
var yndislegt að horfa á fótbolta með
þér og fylgjast með þér horfa á fót-
bolta því þú lifðir þig svo inn í leikina.
Þú fylgdist fram á síðasta dag með
öllu sem var að gerast á þeim víg-
stöðvum og þá sérstaklega með lið-
inu þínu, Liverpool. Gestur minn
hafði oft á orði hvað þú værir ótrú-
lega vel með á
nótum.
Ég á bara góðar minningar um
þig, pabbi minn, betri pabba er ekki
hægt að hugsa sér. Fyrir utan að
vera gullfallegur að innan sem utan
varstu mjög barngóður sem barna-
börnin þín og barnabarnabörn geta
vitnað um og skilningsríkur faðir
varstu. Fyrir það vil ég þakka þér.
Þið mamma voruð yndisleg saman,
virkilega ástfangin alla tíð og sér-
staklega ánægjulegt að fylgjast með
ykkur þegar þið voruð saman á trill-
unni, þið bókstaflega blómstruðuð.
Okkar síðasta stund saman er mér
svo kær, pabbi minn, þig hefur grun-
að í hvað stefndi, öll fallegu orðin þín,
fallegu kveðjurnar þínar til okkar
allra barnanna þinna eru mér og okk-
ur öllum ómetanleg.
Ég knúsa þig og kyssi, pabbi minn,
með þakklæti fyrir allt og allt – þar
til við sjáumst síðar.
Þín dóttir,
Bryndís.
Í dag kveð ég föður minn sem lokið
hefur langri og farsælli lífsgöngu.
Jafnvel minnstu minningabrotin
verða stór þegar ég hugsa til pabba.
Fjögurra ára minnist ég mannsins
sem ég þekkti ekki við heimkomuna
eftir nokkurra mánaða vertíð fyrir
sunnan. Sjö ára þrammaði ég á eftir
honum yfir kaupfélagstúnið þar sem
hann var á leið á sjó og reyndi að líkja
eftir göngulagi hans. Tólf ára man ég
eftir fyrstu sjóferðinni með honum á
„Möggunni“ sem honum þótti alltaf
svo vænt um. Ég minnist hjólaverk-
stæðisins sem hann rak um tíma,
saltfiskverkunarinnar, beitningar-
skúrsins við höfnina, trillunnar sem
hann réri á eftir að hann hætti til sjós
og átti þar líklega sínar bestu stundir
með mömmu. Minningarnar eru
óteljandi og þær eru allar ljúfar.
Hjartahlýja, lífsgleði, dugnaður og
ósérhlífni, örlæti, hjálpsemi, festa og
væntumþykja til þeirra sem næst
honum stóðu, einkenndu hann alla tíð
og verða aldrei frá honum tekin.
Ég var staddur erlendis þegar ég
fékk fréttir af andláti pabba. Manns-
hugurinn er skrítin skepna og ég
man hvað fyrst fór um huga mér við
þessar fréttir. „Hann missir af HM“.
Við nánari umhugsun hef ég komist
að annarri niðurstöðu. Pabbi hafði
mikið yndi af fótbolta og sá sterki
grunur læðist að mér að kallinn sitji
nú í stúkusæti og fylgist með leikj-
unum á staðnum. Ég er afar þakk-
látur fyrir samfylgdina með pabba og
er viss um að við sjáumst síðar.
Jón Ingi Björnsson.
Hann var einstaklega glæsilegur
maður, Björn tengdafaðir minn. Það
er sterkt svipmót með þeim systk-
inum sem gjarnan einkennir suð-
rænni þjóðir enda segir sagan að ein-
faldar skýringar megi finna á því.
Það var þó ekki einungis hið ytra sem
vakti athygli því innrætið var ekki
síður vandað.
Þegar ég kynntist Birni fyrir 30
árum bar ég svolítið óttablandna
virðingu fyrir honum og gerði fram á
síðustu stund, nema óttinn var með
öllu horfinn – fyrir löngu. Hólavegur
9 var ávallt friðsælt heimili og blíð-
lyndi einkenndi framkomu Björns,
sérstaklega hin seinni ár. Þó hefur
aldeilis ekki alltaf verð lognmolla í
Hólaveginum. Á menntaskólaárum
eldri bræðranna mættust gjarnan
stálin stinn yfir hádegisýsunni þegar
þeir, algjörlega á öndverðum meiði,
rökræddu um stjórnmál við föður
sinn sem lauk gjarnan þannig að
Björn átti síðasta orðið, stóð upp,
gekk til stofu og skellti á eftir sér.
Málin voru síðan tekin upp með lík-
um hætti í hádeginu daginn eftir.
Með árunum milduðust skoðanir
hans í átt að jöfnuði og bræðralagi
eins og við flest könnumst við, and-
stæðir pólar nálgast þegar við velkj-
umst um í lífsins ólgusjó og mann-
gildið skipar æ stærri sess.
Aldrei heyrði ég Björn halla á
nokkurn mann, hann trúði á það góða
í okkur öllum og allir fengu frelsi til
að sýna hvað í þeim bjó. Börnum sín-
um treysti hann til að taka þá stefnu í
lífinu sem hverju hentaði án íhlutun-
ar og afskiptasemi. Sú trúmennska
sem hann sýndi við störf sín og í sam-
skiptum við annað fólk skilar sér til
kynslóðanna sem á eftir koma. Okk-
ur tengdabörnunum tók hann ein-
staklega ljúfmannlega og alltaf vor-
um við velkomin í Hólaveginn. Ekki
áttu barnabörnin síður öruggt skjól í
fangi afa og mínir drengir eiga hon-
um margt að þakka.
Björn vann eins og berserkur alla
tíð eins og títt var um jafnaldra hans í
þorpi út við sjó. Sjómaður dáða-
drengur, undir eigin stjórn og ann-
arra og síðar í landi við umsýslu
kringum skip og báta. Mörg góð
sumur áttu þau hjónin saman á trill-
unni Særúnu, þar sem vart mátti á
milli sjá hvort var meiri sjómaður,
kennarinn eða vélstjórinn. Björn var
hagur eins og hann átti kyn til og
dundaði við ýmislegt í kjallaranum í
Hólaveginum, m.a. rak hann þar
reiðhjólaverkstæði meðfram sjó-
mennskunni um tíma og seinni árin
dútlaði hann við smíðar og útskurð á
smáhlutum.
Björn var sjálfstæðismaður af
gamla skólanum, trúði á mátt ein-
staklingsins til framkvæmda en aldr-
ei gekk hann á rétt annarra. Hann er
af þeirri kynslóð sem nú er óðum að
hverfa, kynslóð sem lifði umrót og
rótleysi 20. aldarinnar, stríð, krepp-
ur, uppgangstíma. Það er mikilvægt
að minnast harðrar lífsbaráttu þessa
fólks og ekki síst læra af henni þegar
við hreiðrum makindalega um okkur
í stofunum sem það byggði.
Tengdamóður minni Ragnheiði,
systkinahópnum, afkomendum og
öðrum ættingjum votta ég mína
dýpstu samúð. Minningarnar geym-
um við öll á besta stað.
Gunnhildur Ottósdóttir
Ég minnist með söknuði, hlýju og
virðingu tengdaföður míns, Björns
Elíassonar, sem lést þann 14. júní.
Ég minnist fjölmargra góðra stunda
sem ég, Bára og börnin okkar áttum
með Beyja og Ragnheiði. Ég veit að
síðustu æviárin voru ekki alltaf auð-
veld því líkamlegt þrek þvarr jafnt
og þétt. En hugurinn var skarpur og
umkringdur ástvinum, Ragnheiði,
Báru systur, börnum, tengdabörnum
og barnabörnum urðu þessi ár líka að
góðum tíma í lífi Beyja.
Ragnheiður og Beyji giftu sig í 17.
júní 1956 og stofnuðu heimili að
Hólavegi 9. Börnunum fjölgaði jafnt
og þétt og þó lífsbaráttan hafi eflaust
verið erfið framan af tókst þeim, með
þeim dugnaði og vinnusemi sem ein-
kenndi þeirra kynslóð, að koma sér
upp góðu heimili í Hólaveginum þar
sem þau bjuggu stærstan hluta ævi
sinnar. Þar voru systkinin alin upp
og þangað fór ég að venja komur
mínar fyrir rúmum þrjátíu árum síð-
an. Mér er í fersku minni hve vel mér
var tekið allt frá fyrstu heimsókn,
nánast eins og ég væri strax þá orð-
inn hluti af fjölskyldunni. Þarna
kynntist ég fyrst þeirri jákvæðni og
víðsýni sem einkenndi viðhorf Beyja
til manna og málefna. Hann trúði á
hið góða í manninum og var ávallt
tilbúinn til þess að gefa fólki tæki-
færi.
Börnin uxu úr grasi, stofnuðu fjöl-
skyldur og barnabörnunum fjölgaði,
Ragnheiði og Beyja til ómældrar
gleði. Ég minnist fjölmargra góðra
samverustunda í eldhúsinu þar sem
dægurmálin voru krufin og það var
oft glatt á hjalla í Hólavegi 9 þegar
stórfjölskyldan kom þar saman um
jól eða af öðru tilefni.
Seinni hluta ævinnar gátu þau
Beyji og Ragnheiður farið að sinna
áhugamálum sínum saman þegar
börnin voru vaxin úr grasi, fyrst með
trilluútgerð og síðan við að byggja
upp sumarhús fjölskyldunnar, Berg,
á æskuslóðum Ragnheiðar. Það var
yndislegt að fylgjast með því hvað
þau voru samlynd hjón sem þarna
fengu tækifæri til þess að njóta sam-
vista hvort við annað, tækifæri sem
ekki gafst í sama mæli í erli dagsins
meðan fleiri munna var að metta.
Ragnheiður, tengdamóðir mín, hefur
misst lífsförunaut og sinn besta vin.
En á sorgarstund stendur fjölskyld-
an saman og við munum öll leggja
okkur fram um að styðja hana á þess-
um erfiða tíma.
Kæri Beyji. Þú áttir langa og við-
burðaríka ævi og nýttir hana vel til
góðra verka fyrir fjölskyldu þína og
samfélagið allt. Þú skilur eftir góðar
minningar og það voru forréttindi að
fá að kynnast þér og umgangast þig.
Sorgin við fráfall þitt er sannarlega
mikil en huggun okkar er sú að þú
lést saddur lífdaga og sáttur við guð
og menn.
Hermann Jón Tómasson.
Elsku afi.
Nú er komið að kveðjustund.
Minningarnar sem ég á um þig eru
margar og góðar og þeim mun ég
aldrei gleyma.
Mér fannst svo gaman að koma til
ykkar ömmu í Hólaveginn, þar leið
mér alltaf svo vel! Við tvö spiluðum
mikið þegar ég kom í heimsókn til
ykkar. Ég man vel eftir því þegar þú
leyfðir mér að vinna í olsen þegar þú
sást að ég var orðin leið þegar illa
gekk. Þetta litla góðverk lýsir þér
vel, þú varst svo góður afi.
Mér fannst svo gaman og gott að
dunda mér í húsbóndaherberginu
þínu, þar sem þú lagðir þig iðulega í
hádeginu. Það var svo mikið af
skemmtilegu dóti í skrifborðinu þínu.
Mest spennandi þótti mér myndakík-
irinn og allar myndirnar sem þið átt-
uð af fjölskyldu og vinum. Ég man
svo vel eftir því þegar við settumst
saman inn í herbergið þitt eftir há-
degismatinn. Við vorum búin að
borða yfir okkur af grjónagrautnum
hennar ömmu með öllum rúsínunum
og þú sýndir mér allar myndirnar
sem voru í skrifborðinu og sagðir
mér sögur af þér á sjónum.
Jólaboðin heima hjá ykkur ömmu
voru best! Góði maturinn, heita kakó-
ið og kleinurnar. Öll fjölskyldan kom-
in saman til að borða, hlæja og hafa
gaman saman.
Elsku afi, ég sakna þín og þú munt
ávallt verða í hjarta mínu.
Guð geymi þig.
Þín,
Harpa Hermannsdóttir
Ég minnist afa þegar ég hugsa um
mitt fyrsta sumar sem vinnandi mað-
ur. Ég var 15 ára gamall og fór til
Dalvíkur til að vinna á frystihúsinu.
Ég dvaldi hálft sumarið hjá afa mín-
um og ömmu í Hólavegi 9. Þegar ég
kom heim í hádegishlé lagði ég mig
oft í húsbóndaherbeginu hans afa þar
sem hann hafði oft fengið sér kríu-
blund sjálfur. Hádegisblundurinn
var bestur þarna því það var einhver
ró og sjarmi yfir herbeginu sem afi
hafði gefið því. Við barnabörnin hans
söfnuðumst iðulega saman þarna inni
í jólaboðum og öðrum fjölskyldu-
fögnuðum. Okkur þótti gaman að
fikta í flotta neftóbakshorninu hans
sem hann þó aldrei notaði, krota á
litlu minnisblöðin merkt Sparisjóði
Svarfdæla eða róta í skrifborðsskúff-
unum.
Þetta sumar fékk ég tækifæri til að
kynnast afa mínum betur en áður.
Við fórum í fótbolta út í garði, horfð-
um á kvikmyndir, spiluðum Ólsen og
ræddum saman um lífið og tilveruna.
Nú þegar ég lít til baka er ég þakk-
látur fyrir þennan tíma og tækifærið
sem ég fékk til að kynnast afa mínum
betur. Hann var góður maður og góð
fyrirmynd.
Hvíl í friði, elsku afi.
Tómas Hermannsson.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Guð geymi þig.
Þín,
Sara, Dagbjört, Sólrún
María, Ása María, Gabríela
María og Davíð Reginsbörn.
Hver vegur að heiman
er vegur heim.
Hratt snýst hjól dagsins,
höllin við lindina
og tjaldstæðin hjá fljótinu
eru týnd langt að baki,
það rökkvar og sigðin
er reidd að bleikum stjörnum.
Hamraklifin opnast,
hrímgrá og köld
blasir auðnin við,
öx stjarnanna hrynja
glóhvít í dautt
grjótið og þungfæran sandinn.
Löng verður nóttin
nöturleg og dimm.
En handan við fjöllin
og handan við áttirnar og nóttina
rís turn ljóssins
þar sem tíminn sefur.
Inn í frið hans og draum
er förinni heitið.
(Snorri Hjartarson)
Elsku afi minn. Þessi turn býr mér
í minni og þar mun ég varðveita
minninguna um þig, og samvistirnar
við ykkur ömmu. Þær hafa áreiðan-
lega þroskað mig og markað. Þegar
ég var lítill var svo gott að koma heim
í Hólaveginn, mitt annað heimili og
Björn Elíasson
✝
Móðir mín,
Laufey Sigurðardóttir,
áður til heimilis að Espigerði 4,
lést á Hrafnistu sunnudaginn 20. júní.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 28. júní kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Lísa Thomsen.
✝
Okkar kæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN BRYNTÝR ZOEGA MAGNÚSSON,
Dalbraut 16,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn
29. júní kl. 13.00.
Pálína Ellen Jónsdóttir, Örn Björnsson,
Jóhanna Guðrún Zoega Jónsdóttir, Ragnar Ólafsson,
Helgi Jón Jónsson,
Heiðar Bryntýr Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.