Morgunblaðið - 25.06.2010, Page 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010
✝ Sæmundur Haf-steinsson fæddist
í Bræðratungu í
Grindavík 22. mars
1954. Hann andaðist á
Líknardeild Landspít-
alans í Kópavogi 19.
júní 2010.
Foreldrar hans
voru Guðbergur Haf-
steinn Ólafsson f.
20.9. 1929 og Sóley
Ásta Sæmundsdóttir
f. 6.4. 1931, d. 26.11.
2006. Systkini Sæ-
mundar eru Kristín, f.
23.2. 1951, Albert f. 20.10. 1957,
Hafsteinn, f. 12.1. 1959, Þráinn f.
14.6. 1960 og Helga f. 26.7. 1961.
Sæmundur kvæntist 22.3. 1979
Auði Bragadóttur f. 18.7. 1958.
Börn þeirra eru Bragi Reynir, f.
12.12. 1978 og Ragnheiður Helga f.
14.10. 1986. Unnusti hennar er Haf-
steinn Daníel Þorsteinsson f. 23.12.
1981. Fyrir átti Sæmundur
Tryggva Má f. 26.4. 1976. Sambýlis-
kona Tryggva er Arnbjörg Harð-
ardóttir, f. 25.2. 1978.
Barnsmóðir Sæmund-
ar er Júlía Tryggva-
dóttir f. 29. 10. 1951.
Sæmundur lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í
Reykjavík 1975. BA-
próf í sálfræði, fé-
lagsráðgjöf og upp-
eldis- og kennslu-
fræði frá Háskóla
Íslands 1982. M.Sc.-
embættispróf í sál-
fræði frá Lundarhá-
skóla, Svíþjóð 1987.
Sæmundur starfaði sem sálfræð-
ingur hjá Barnaverndarráði Íslands
1987-1992. Sálfræðingur hjá Kefla-
víkurbæ 1992-1994. Félagsmála-
stjóri í Bessastaðahreppi 1995-
1998. Sæmundur var forstöðumað-
ur Félagsþjónustunnar í
Hafnarfirði frá árinu 2000.
Sæmundur verður jarðsunginn
frá Vídalínskirkju, Garðabæ, í dag,
25. júní 2010, og hefst athöfnin kl.
13.
Hún er sterk væntumþykjan og
virðingin þegar maður hripar
þessar línur sem sannarlega eru
skrifaðar fyrr en maður hefði ósk-
að. Margs er að minnast og margt
sem tína mætti til í tengslum við
föður minn en þó vil ég láta hér
nægja að ítreka við þig fáein at-
riði. Atriði sem ég vona að hafi þó
komist vel til skila á meðan þú lifð-
ir:
Hvíldu með þakklæti. Ég er í
senn ákaflega þakklátur og með-
vitaður um þá margvíslegu aðstoð
sem þú veittir mér og mörgum
öðrum í gegnum tíðina. Stuðning-
urinn verður hvorki gleymdur né
vanmetinn.
Hvíldu stoltur, hvort sem litið er
til frammistöðu þinnar við uppeldi,
rækt við fjölskyldu, vináttu eða ár-
angursríks starfsferils. Hvert og
eitt þessara sviða ber vott um sér-
lega farsælt lífshlaup, jafnvel þó
það hafi spannað færri áratugi en
vonast var til. Hvíldu áhyggjulaus.
Sá jarðvegur sem þú lagðir hefur
skilað sér. Við Ragnheiður,
Tryggvi og mamma munum standa
okkur vel. Við munum sömuleiðis
hlúa vel hvert að öðru. Fyrirmynd
þín mun reynast þar dýrmætt
veganesti.
Ég hlakka til að sjá þig aftur,
pabbi.
Bragi Reynir Sæmundsson.
Ég stend andspænis framtíðinni
og reyni að gera mér í hugalund
tilveruna án föður míns. Það er
ótrúlega fjarstæðukennd tilhugs-
un. Hjartað er þanið af sorg.
Brostnar væntingar, yfirþyrmandi
söknuður og sárari eftirsjá en orð
geta tjáð er meðal þess sem ég
upplifi.
En að taka því sem að höndum
ber af yfirvegun og rósemd er það
sem pabbi gerði sjálfur og það sem
ég vonast til að geta leikið eftir.
Honum var eðlislægt að koma
auga á tækifæri og styrkleika og
leita uppi hið jákvæða við allar að-
stæður.
Tækifærin til að vaxa sem ein-
staklingur og gæða líf sitt enn
frekari gæðum og fyllingu leynast
víða, og þegar gefur á bátinn og
manni finnst fótunum kippt undan
sér eru ótal leiðir færar í stöðunni.
Að finna tækifærin og lærdóminn í
hverri nýrri reynslu og taka með-
vitaða ákvörðun um að vaxa með
mótlætinu þegar það knýr dyra er
ein leiðin þegar svona aðstæður
skapast og sú leið sem ég hef kosið
mér. Þannig langar mig að heiðra
pabba minn og þann tíma sem við
höfum átt, halda til haga því sem
hann hefur kennt mér og lifa því
lífi sem búið er að leggja grunn að.
Á þann hátt verður pabbi áfram
hjá mér í huga og hjarta.
Ég verð ævina á enda bæði stolt
og þakklát. Pabbi minn var sóma-
maður. Ég get aldrei þakkað til
fulls þá gæfu að hafa átt hann að,
þó þennan tíma. Það eru sann-
arlega forréttindi. Hann hefur
gætt líf mitt óendanlegum kær-
leika og hlýju og umvafið okkur
alla tíð. Ég bý að þeirri blessun
svo lengi sem ég lifi og á svo mik-
inn hafsjó bjartra minninga sem
varðveitast og ylja mér á hverjum
degi. Hann sáði ríkulega og gaf
mikið af sér. Fyrir mér er hann og
verður ætíð fyrirmynd og það sem
hann sáði mun áfram reynast mér
styrk og ljúf leiðsögn í gegnum líf-
ið.
Trúin á upprisuna og Frelsar-
ann er mér í blóð borin, ekki síst
frá föður mínum. Sú trú birtir
veruleika, lífsstefnu og lífshlut-
verk. Að keppa eftir kærleikanum
og lifa í þágu þess sem er gott og
fagurt í fullu trausti þess að tilvist
okkar sé byggð á bjargi og að vel
verði séð fyrir okkur. Í því felst
von og styrkur sem gefur byr und-
ir báða vængi og er öflugt vopn í
baráttunni. Ekki síst þegar lífið
skorar á mann.
Ég lýk kveðju minni með sálmi
sem einmitt birtir tilfinningar mín-
ar svo skýrt.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Með óendanlegu þakklæti og
virðingu kveð ég þig að sinni,
elsku pabbi minn. Guð varðveiti
þig.
Þín dóttir,
Ragnheiður Helga.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast Sæmundar tengdaföður
míns sem í dag er lagður til hinstu
hvílu.
Sæmi var einstakur maður og
það tók mig ekki langan tíma að
átta mig á því. Frá og með fyrstu
kynnum var mér ljóst að þarna
væri á ferð einstaklega greindur
maður með aðdáunarverða lífssýn.
Ég get sagt með sanni að enginn
maður hafi kennt mér jafnmikið
um lífið á jafnstuttum tíma og
Sæmi gerði. Það var engin leið að
nokkur maður gengi tómhentur
frá samskiptum við Sæma. Hann
hafði unun af því að fræðast sem
og fræða aðra og frá hverjum sam-
ræðum gekk maður reynslunni
ríkari.
Ég minnist Sæma með miklu
þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa
tekið mér opnum örmum frá fyrsta
degi og þakklæti fyrir umhyggju
hans og hlýju. En ekki síður er ég
þakklátur fyrir það að áhrifa hans
skuli gæta svo ríkt í þeim sem
honum næst stóðu. Þó svo að hann
hafi kvatt okkur allt of snemma er
það mér mikil huggun að vita og
finna hvernig hann lifir áfram í
þeim sem eftir hann standa.
Þinn tengdasonur,
Hafsteinn Daniel.
Vitur maður hafði á orði: al-
heimurinn er allt sem er, allt sem
hefur verið og allt sem mun verða.
Líf okkar á hótel jörð er okkur oft
svo sjálfsagt að við leiðum ekki
hugann að því að breyting geti
orðið á okkar högum.
Við fjölskyldan höfum verið
óþyrmilega minnt á að lífið hér er
ekki sjálfsagt. Á skömmum tíma
hafa tveir mætir menn fallið frá.
Annar saddur lífdaga og sáttur við
Guð og menn. Hinn sleginn af í
blóma lífsins, ósáttur við að hverfa
frá sínu fólki. Hann hlakkaði til að
eignast barnabörn og hafði safnað
barnabókum til að lesa fyrir þau,
en sá með ljáinn mætti og sem
fyrr mörgu ósvarað.
Hann mætti í Faxatúnið síð-
hærður í Álafossúlpu og meira að
segja kunningi Megasar. Verra gat
það varla verið eða hvað? Þeir
hafa báðir staðið sig býsna vel
hvor á sínu sviði.
Hippinn olli uppnámi og skotið
var á fjölskyldufundi til að finna
leið til að systir mín áttaði sig, en
lengi skal manninn reyna og okkur
hefði verið nær að hugsa líkt og
okkur var kennt. „Dæmið ekki og
þér munið eigi vera dæmd“. Sæ-
mundur hefur reynst góður eig-
inmaður, einstakur faðir og frábær
vinur.
Sæmundur var vel að sér og
hafði áhuga á öllu og öllum. Við
náðum strax saman og vinátta
okkar var einlæg. Þegar hann
greindist með þann hræðilega
sjúkdóm sem leiddi hann til dauða,
töluðum við hispurslaust og rædd-
um hvaða afleiðingar hann gæti
haft. Fyrir síðustu áramót var
hann staðráðinn í að sigrast á hon-
um og mæta til vinnu eftir jól, en
þar kom að hann gerði sér grein
fyrir hvert stefndi.
Það er svo margs að minnast.
Stórfjölskyldan svo samhent með
föður okkar sem formann sem
ávallt passaði upp á að hefðir væru
í heiðri hafðar. Fjölskyldur okkar
Auðar svo nánar með bestu
frænku, Ragnheiði, sem vin, Bragi
þessi einlægi piltur sem við elsk-
um og Tryggvi Már svo líkur föður
sínum. Sæmundur skilur eftir sig
fjársjóð mannkostafólks.
Sumarfrí, jól og áramót verða
ekki þau sömu og áður. Húmor
Sæmundar og stríðni verður sárt
saknað. SBK, eða séra Braga kyn-
ið verður ekki fyrir áreiti framar
af honum, en þessi mikli fræði-
maður og hugsuður hafði ákaflega
gaman af að sálgreina og gera grín
að þessari fjölskyldu sem hann
hafði tengst. Allt var það þó gert
af góðum hug.
Faðir minn og ég vorum nánir
og töluðum mikið saman. Á útmán-
uðum töluðum við oft um Sæmund.
Okkur þótti sárt að jafn góður
maður og Sæmundur væri kallaður
af sviðinu. „Svo lifum við skarf-
arnir“ sagði pabbi. Hann lést
reyndar skömmu síðar, en ég er
hér enn.
Sæmundur var vitur og viðles-
inn. Orðstír hans mun lifa. Hann
var trúaður maður og fór ekki í
manngreinarálit í samskiptum við
fólk. Í Hávamálum má finna mikla
visku.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
Mín kæra systir, við fjölskyldan
vottum þér og börnum ykkar okk-
ar dýpstu samúð og þótt missir
ykkar sé mikill þá ylji ykkur minn-
ingin um góðan og traustan dreng.
Föður hans og ástvinum vottum
við þess sama.
Eyjólfur Bragason.
Kæri vinur.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku Auður mín, Tryggvi,
Bragi, Ragnheiður og Haffi og
fjölskyldan öll.
Guð gefi ykkur styrk á þessum
erfiðu tímum.
Ykkar vinkona
Ragnhildur Ragnarsdóttir
Í dag verður jarðaður kær vinur
minn, Sæmundur Hafsteinsson frá
Vídalínskirkju í Garðabæ. Mig
langar í örfáum orðum að minnast
hans. Ég hitti Sæmund fyrst fyrir
um 20 árum í afmælisveislu hjá
einum af sonum mínum en þá var
hann svotil nýkominn frá námi í
Svíþjóð, en þar stundaði hann
framhaldsnám í sálfræði við há-
skólann í Lundi. Konan mín fyrr-
verandi og Auður kona Sæmundar
eru gamlar skólasystur og vinir og
það leið ekki á löngu þar til okkur
Sæmundi varð vel til vina. Við
bjuggum í sömu raðhúsalengjunni
við Bæjargil í nokkur ár og þá
hittumst við oft yfir kaffi- eða te-
bolla og áttum gott spjall.
Í þessi 20 ár sem leiðir okkar
Sæma lágu saman kynntist ég ekki
bara góðum dreng heldur traust-
um vin, en þá er ekki að finna á
hverju strái. Hann var góður
heimilisfaðir sem vann mikið og
þótti ákaflega vænt um fjölskyldu
sína, hann hafði mikið að gefa,
hörkuklár og fróður um allt mögu-
legt.
Öðru hverju fórum við með okk-
ar spúsum í helgarferðir til meg-
inlands Evrópu og áttum frábæra
tíma í London, Glasgow, Dublin,
Búdapest og fleiri stöðum og að
auki frábæra ferð til Portúgals
ásamt hluta af okkar börnum og
mínum foreldrum. Það var ákaf-
lega gaman að ferðast með Sæma,
mikið hlegið og slegið á létta
strengi. Sæmi hafði alltaf einhvern
fróðleik að segja um þá borg, land
og þjóð sem heimsótt var en ég hef
grun um að hann hafi kynnt sér vel
þann stað sem leið okkar lá til.
Ég gleymi því aldrei í einni af
okkar borgarferðum er við sátum
fjögur við sólsetur með rauðvín í
glasi á góðum veitingastað, þegar
Sæmundur spyr okkur hvort við
hefðum gert okkur grein fyrir, að
það væri aðeins brot af fólki sem
ætti möguleika á því sem við vær-
um að gera, að horfa á sólsetrið í
fjarlægu landi, södd eftir góða
máltíð. Ekki voru síðri veiðiferð-
irnar sem við áttum og naut hann
þess að komast út fyrir borgar-
mörkin og njóta íslenskrar náttúru
í góðum félagsskap.
Það var mikið gæfuspor fyrir
okkur Sæmund að við vinirnir
ákváðum að sækja um í Frímúr-
araregluna, en við gengum inn í
stúkuna Njörð, ég að vísu nokkru
áður og hafði því tækifæri á því að
mæla með honum í þessa góðu
stúku, sem var mér ljúft. Þar
kynntumst við einstökum bræðrum
og góðu starfi. Sæmundur gegndi
trúnaðarstarfi fyrir okkar stúku
um tíma og gerði það afskaplega
vel, honum og okkur bræðrunum
til sóma.
Elsku Auður og fjölskylda, ég
votta ykkur samúð mína við fráfall
góðs drengs og vona að Guð gefi
ykkur styrk til að takast á við
sorgina. Mér þykir leitt að geta
ekki verið með ykkur í dag þegar
vinur minn verður borinn til sinnar
hinstu hvílu en þið verðið í huga
mínum.
Ólafur Gísli Baldursson.
Fyrsta minning um Sæmund var
að sjá hann bundinn við snúrus-
taur á túninu við Tjarnargötu. Nú
þætti slík ráðstöfun eftirtektarverð
en alvanaleg í þá daga. Milli okkar
var „kynslóðabil“, hann eins árs,
ég þriggja! Það leiddi til þess að
við stigum hvor sinn taktinn, ég að
yfirgefa HÍ þegar hann var að
munstra sig þar. Sama þegar leið
beggja lá til Lundar að nema klín-
íska sálfræði, hann orðinn fé-
lagsráðgjafi.
En 1987 hófst gæfusamt sam-
starf hjá Barnaverndarráði sem
hafði mikil áhrif á báða. Margt
kom til; við úr sama uppeldisum-
hverfi, með líkan reynsluheim, báð-
ir lagt sálfræði fyrir okkur. Kímni
okkar féll eins og flís við rass.
Þeim sem hjá Barnaverndarráði
störfuðu voru ljósir þeir hæfileikar
sem Sæmundur bjó yfir. Litrík
lífsreynsla hans, ríkuleg greind að
dýpt og gerð, skynsemi, áhugi og
hæfileiki til að tjá sig, eru dæmi.
Af honum lærði ég margt sem
komið hefur sér vel æ síðan.
Vinnusemi óþrjótandi.
Stétt sálfræðinga hefur með
honum misst frábæran fagmann
sem lætur mikið eftir sig, bækur
og námskeið um fjölbreytilegasta
efni svo sem streitustjórn, sjálfs-
öryggi, samstarf, lífsleikni o.s.frv.
Þá var honum treyst af dómstólum
til að fjalla um kröfuhörðustu
verkefni. Síðast en ekki síst var
Sæmundur embættismaður og
stjórnandi á barnaverndar- og fé-
lagssviði í einu stærsta bæjarfélagi
landsins.
Áhrifa af starfi hans gætir víða.
Margir héldu að við hefðumst við í
miklum táradal; barnaverndin gæti
varla boðið upp á annað. En stað-
reyndin var önnur. Nærvera hans
réð því. Dagar breyttust gjarnan í
ævintýr þar sem ímyndunaraflið
lék lausum hala og skil skáldskap-
ar og veruleika gátu þá og þegar
máðst út; hvunndagslegir hlutir
hafnir í nýja vídd. Vettvangur
gjarnan næsta nágrenni og persón-
ur. Sundhallarferðir legió þar sem
fastastærðirnar Þverfinnur, Skatti,
Búbba og Jorge svömluðu um.
Heimsóknir á óúreiknanlega staði
sem manni er nær að halda að hafi
Sæmundur
Hafsteinsson
✝
Elsku drengurinn okkar, bróðir og barnabarn,
KARL CESAR SALÓMONSSON,
Hafnargötu 5,
Vogum Vatnsleysuströnd,
lést aðfaranótt fimmtudagsins 17. júní.
Útför hans verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag,
föstudaginn 25. júní kl. 13.00.
Salómon Viðar Reynisson, Þóra Lind Karlsdóttir,
Svavar Örn Eysteinsson, Steinunn Björnsdóttir,
Gylfi Snær Salómonsson,
Reynir Viðar Salómonsson, Kristín Valgeirsdóttir,
Birna Björg Salómonsdóttir,
Karl Cesar Sigmundsson,
Reynir Ásgrímsson.