Morgunblaðið - 25.06.2010, Side 30

Morgunblaðið - 25.06.2010, Side 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010 ✝ Þórður Svein-björnsson fæddist í Reykjavík 15. mars 1926. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi 13. júní 2010. Þórður var sonur Sveinbjörns Bene- diktssonar skrif- stofustjóra f. 6. ágúst 1895, d. 9. maí 1948 og Elínborgar Krist- ínar Stefánsdóttur verkakonu f. 17. maí 1904, d. 9. júní 1996. Systkini Þórðar: Hrafnhildur Ásta f. 2. ágúst 1927, d. 10. janúar 1993, Þórarinn f. 21. ágúst 1928, d. 11. september 2003, Gríma f. 4. janúar 1931, d. 28. nóvember 2005, Vil- borg f. 25. febrúar 1939 og Stef- anía Þórdís f. 19. júní 1944, d. 4. feb. 2007. Hinn 7. júlí 1951 kvæntist Þórð- ur, Guðbjörgu Kristjánsdóttur f. f. 11. nóvember 1997, Íris Lena f. 15. ágúst 2002 og Þrúðmar Leifur f. 4. janúar 2005. Þórður ólst upp í Reykavík. Hann dvaldi flest sumur æskuár- anna í sveit hjá móðurömmu sinni að Neðra-Núpi í Miðfirði, sem hann minntist ætíð með hlýju og þakk- læti. Þórður var í gagnfræðaskóla í Reykjavík, í Bændaskólanum á Hólum 1943-1945. Hann nam blikk- smíði í Blikksmiðjunni Gretti og lauk sveinsprófi 1950. Þórður starfaði við blikksmíði allt til árs- ins 1960 er fjölskyldan flytur til Grundarfjarðar. Þar hóf hann störf til sjós. Seinna fór hann að vinna í Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar, fyrst sem vélstjóri og síðar sem verkstjóri. Þar starfaði hann allt þar til hann fór á eftirlaun. Þórður fór á nokkur námskeið varðandi fiskvinnslu og verstjórn hjá Sjáv- arafurðadeild SÍS og fleirum. Sum- arið 2002 fluttu þau hjón til Reykjavíkur og settust að í Krummahólum 6. Útför Þórðar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, 25. júní 2010, og hefst athöfnin klukkan 13. 21. nóvember 1930, d. 30. september 2003 frá Móabúð í Eyr- arsveit. Þau eiga fjögur börn: 1) Krist- ínu V. f. 7. júlí 1952. 2) Björn Karl f. 17. október 1957. Börn hans: Heidi f. 16. júlí 1976, Guðbjörg Sara f. 18. júní 1980, Þórð- ur Ívar f. 19. apríl 1986, Álfrún Ýr f. 13. júlí 1993, Vilborg Una f. 9. mars 1996 og Gunnlaugur Jó- hann f. 27. mars 1997. Björn á fjög- ur afabörn. 3) Jón Örn f. 1. ágúst 1964, kvæntur Sigríði Svansdóttur f. 29. mars 1963. Synir hans: Birgir Örn f. 5. apríl 1992, Kristófer f. 25. febrúar 1997, d. 25. febrúar 1997 og Kristján f. 25. febrúar 1997. 4) Erna Hlín f. 11. júlí 1969, sambýlis- maður Rúnar Þrúðmarsson f. 13. maí 1967. Börn þeirra: Ragna Lind Minningarorð um afa nafna. Við systurnar viljum með örfáum orðum kveðja afa nafna. Hann var föðurafi okkar og fékk viðnefnið afi nafni því Þórður bróðir okkar var skírður í höfuðið á hon- um. Afi kallaði Þórð alltaf nafna. Afi nafni átti heima í Grundar- firði með ömmu Guggu og þar áttu þau fallegt heimili og dásamlegan garð sem var ævintýri líkastur. Þau voru mjög samrýmd og gerðu allt saman. Það var svo gaman þegar við vor- um litlar og fengum að fara í Grundarfjörð. Afi tók alltaf vel á móti okkur. Hann átti alltaf namm- iskál sem við fengum að ganga í þar til allt var búið. Svo fannst okk- ur hann alltaf tala við okkur eins og fullorðnar manneskjur og leyfði okkur að skoða bókasafnið sitt. Afi nafni bar mikla virðingu fyrir börnum og var mjög barngóður á sinn hátt. Grundarfjörður á pláss í hjarta okkar eftir þessar samverustundir við afa nafna og ömmu Guggu. Þegar öll börnin þeirra afa og ömmu voru flutt frá Grundarfirði þá fannst þeim mál að flytja í bæ- inn og byggðu sér hreiður í Krummahólum. Þar undu þau sér vel þar til amma dó en það var afa æðimikill missir. Afi varð aldrei samur eftir að amma dó, svo óað- skiljanleg voru þau. Þó að söknuðurinn og eftirsjáin sé mikil fyrir okkur þá erum við líka glaðar fyrir afa hönd því við vitum að nú eru þau saman á ný og geta farið að gróðursetja rósarunna og dalíur á friðsælum stað þar sem eilífðin ein ríkir. Þar fær afi líka nægan tíma til að kíkja á frímerkin og raða þeim upp eins og hann gerði svo vel við frímerkjasafnið sitt. Það verður gaman fyrir ömmu að fá hann afa nafna til sín. Henni þótti svo ótrúlega vænt um hann og honum um hana. Þó að okkur hafi líka þótt vænt um þau og vildum vera meira með með þeim og hafa þau í kringum okkur þá gleðjumst við yfir sameiningu þeirra. Við kveðjum afa nafna í dag og þökkum fyrir samveruna á þessari jörð. Farð þú í friði. Takk fyrir allt. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Álfrún Ýr og Vilborg Una. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Það er alltaf erfitt að missa, fyrst mömmu og nú þig, elsku pabbi minn. Mér finnst ég hafa verið mjög heppin með foreldra. Eftir að mamma fór þá urðu samskipti okkar enn meiri og ég átti margar góðar stundir með þér í Krummahólunum. Í gegnum tíðina hef ég alltaf getað leitað til þín og allt stóð sem stafur á bók sem þú sagðir. Ótal minningar leita á hugann nú þegar ég læt hann reika til baka. Minningar mínar sem smástelpa er leit mikið upp til þín, það var allt rétt og heilagt sem þú sagðir og gerðir. Hugsunin frá því er við fluttum vestur árið 1960, hvernig þig fenguð mig til að sætta mig við það með því að leyfa mér að fara í bæinn á vorin og haustin. Hvernig þú tókst á málum þegar ég gerði vitleysur. Þar stendur upp úr er ég klessti bílinn þinn og hljóp heim grátandi og skildi hann eftir á slys- stað. Þú komst og skipaðir mér að koma með þér og sækja bílinn því vaninn væri að skila því sem maður hefur fengið lánað. Undir stýri var ég sett aftur og heim skyldi ég keyra. Takk fyrir það, veit ekki hvort ég hefði fengið mig undir stýri aftur ef langur tími hefði liðið. Þegar ég fór ung að heiman til að fara í framhaldsskóla þá fylgdir þú mér og komst mér í öruggar hend- ur. Þú kenndir mér að meta sögu þjóðanna og mannkynsins og oft gátum við setið og rætt hana fram og til baka. Þegar við systkinin fór- um með ykkur mömmu til Spánar á 25 ára brúðkaupsafmælinu ykkar varst þú sem fyrr hafsjór af fróð- leik, hafðir lesið mikið um þær slóð- ir er við fórum um. Frá þér erfði ég söfnunaráráttuna og þar komu ótal umræðuefni. Ég var glöð þegar þú og mamma fluttuð aftur til Reykjavíkur sum- arið 2002. Sá fyrir mér hvað við gætum gert saman en svo kvaddi mamma eftir rúmt ár, en á þeim tíma komum við nú samt ýmsu í verk. Ég fór með þér um æsku- lslóðir þínar í Þingholtunum og hafði gaman af frásögn þinn. En fáum árum síðar fór heilsu þinni að hraka. Ég veit að þú talaðir þá um að þú vildir að mamma kæmi og næði í þig. Nú er það orðið. Ég hefði svo mikið viljað hafa ykkur bæði leng- ur. Ég mun ylja mér áfram við góð- ar minningar og að sýna ykkur all- an þann sóma sem mér er unnt. Ykkar dóttir, Kristín. Þórður Sveinbjörnsson ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐLAUGUR ÓLAFSSON bifreiðastjóri, Melhaga, Gnúpverjahreppi, sem lést föstudaginn 18. júní, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugardaginn 26. júní kl. 13.30. Sigrún Guðlaugsdóttir, Kristmundur Sigurðsson, Haraldur Guðlaugsson, Þórhalla Sigurgeirsdóttir, Ólafur Guðlaugsson, Jóhanna Rakel Sveinbjörnsdóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur bróðir minn og stjúpfaðir, STEFÁN SIGURÐSSON, Víkurbraut 30, Höfn, andaðist á hjúkrunardeild heilbrigðisstofnunar Suðausturlands 18. júní. Jarðarför hans fer fram frá Brunnhólskirkju laugardaginn 26. júní kl. 14.00. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Bjarni Sigurðsson, Margrét Ragna Arnardóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, amma, systir og frænka, ANNA MARÍA PÁLSDÓTTIR, Hlíðarhúsum 7, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 21. júní. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 29. júní kl.13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Óskar Vídalín Kristjánsson, Dýrfinna Vídalín Kristjánsdóttir, Sandra Vídalín Kristjánsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR BLÖNDAL, lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð Garðabæ föstudaginn 18. júní. Útförin fer fram frá Garðakirkju mánudaginn 28. júní kl. 13.00. Jóhannes Blöndal, Maj Britt Pálsdóttir, Jósep Blöndal, Hedvig Krane, Gunnar Blöndal, Margrét Magnúsdóttir, Guðmundur Blöndal, Guðrún Blöndal, Theodór Sigurðsson, Lárus L. Blöndal, Soffía Ófeigsdóttir, Anna Bryndís Blöndal, Jón Ásgeir Blöndal, Lárus St. Blöndal Jónasson, Íris Dröfn Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN LÁRUS BÆRINGSSON, Höfðagötu 18, Stykkishólmi, lést fimmtudaginn 17. júní. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju mánudaginn 28. júní kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Bjarndís Þorgrímsdóttir, Hrafnhildur Jónsdóttir, Emil Þór Guðbjörnsson, Hanna Jónsdóttir, Hilmar Hallvarðsson, Bæring Bjarnar Jónsson, Birna Baldursdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir , afi og langafi, KRISTJÁN HILMAR JÓNSSON Bylgjubyggð 39B, Ólafsfirði, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar sunnudaginn 20. júní. Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju þriðjudaginn 29. júní kl. 14.00. Ásta Helgadóttir, Freygerður Dana Kristjánsdóttir,Ingibergur Þorkelsson Hilmar Kristjánsson, Birna Óskarsdóttir Jóna Kristín Kristjánsdóttir, Eiríkur Pálmason Sigurbjörg Kristjánsdóttir,Árni Jón Straumberg Guðmundarson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæra móðir, amma og langamma, KRISTJANA JÓNASDÓTTIR, andaðist mánudaginn 21. júní á dvalarheimilinu Grenilundi á Grenivík. Útför fer fram í Grenivíkurkirkju sunnudaginn 4. júlí kl. 14.00. Vilhelm Arthúrsson, Inga Björk Ingólfsdóttir Díana Arthúrsdóttir, Jóhannes Siggeirsson Agnes Arthúrsdóttir, Ólafur Arason Hildur Aðalsteinsdóttir, Garðar Gíslason barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á for- síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.