Morgunblaðið - 25.06.2010, Side 32
32 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010
Elsku afi, á sorg-
arstundu sækja
margar góðar minn-
ingar á huga minn.
Ferð okkar í
Stykkishólm, þegar ég var 5 ára, er
mér ofarlega í huga. Þá voru amma
Lea og Ásta Margrét systir mín,
búnar að vera hjá Ástu ömmu á
Silfurgötunni í nokkra daga. Þú
ætlaðir að sækja þær og bauðs mér
með þér. Heppin ég. Ég veit ekki
hvort ég man þessa ferð, enda orð-
in nokkuð mörg ár síðan, eða hvort
frásögn þín hefur gert minninguna
svona lifandi í huga mér. Það skipt-
ir ekki máli. Sagan er góð. Við lögð-
um af stað í fína bílnum þínum, en
fáir hafa hugsað jafnvel um bílana
sína og þú gerðir, afi minn. Hval-
fjörðurinn var ansi langur og mig
farið að syfja, við stoppuðum því í
Botni og teygðum úr okkur. Áður
en haldið var af stað, settir þú
koddann þinn undir höfuðið á mér
og hallaðir sætinu aftur, þannig
svaf ég við hlið þér þar til við kom-
um að Borgarfjarðarbrúnni, sem þá
var í byggingu.
Auðvitað stoppuðum við, eins og
alltaf, í Kerlingarskarði og þú sagð-
ir mér söguna af kerlingunni sem
náði ekki heim til sín áður en sólin
kom upp. Þú bentir mér á klettinn í
fjallinu og ég sá kerlinguna með
pokann sinn á bakinu. Ég fór síðast
nú í vor á þessar slóðir og sýndi
börnunum mínum kerlinguna og
sagði þeim söguna sem þú sagðir
mér.
Margar góðar minningar á ég
líka af Tungó, en þangað var alltaf
gott að koma. Mér fannst alltaf svo
gott að gista hjá ykkur ömmu og
stakk jafnan tannburstanum í vas-
ann þegar ég vissi að við værum að
fara á Tungó, því þá var ég örugg
með að fá að gista.
Ég á eftir að halda afmælisdag-
inn þinn hátíðlegan alla tíð, því 3.
desember 2009, á 80 ára afmælinu
þínu, fæddist nýjasti fjölskyldumeð-
limurinn, Berglind Sylvía. Einn
gullmolinn enn í röð afkomenda
þinna.
Takk fyrir samfylgdina, afi minn.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig
að öll þessi ár.
Guð geymi þig.
Katrín María.
Ég hef ávallt borið nafn afa míns
Agnars með miklu stolti og er ég
eini nafni míns ástkæra afa.
Í ófá skipti hef ég kynnt mig fyr-
ir ókunnugu fólki sem hefur um leið
spurt hvort ég væri ekki skyldur
Agnari Möller, oftar en ekki með
vísun í störf hans hjá IBM og Ný-
herja. Í kjölfarið og án frekari
málalenginga hef ég þá fengið að
heyra hversu yndislegur og óvið-
jafnanlegur maður afi minn hafi
verið. Seinast um tveimur mánuð-
um áður en afi dó kynnti ég mig
fyrir nýjum nágranna mínum sem
sagði mér jafnharðan að hún hefði
verið svo lánsöm að vinna með afa
mínum Agnari, þeim yndislega
manni.
En þannig var afi Agnar, með
sína miklu hjartahlýju og útgeislun
sem bræddi alla í kringum sig,
bæði samstarfsmenn og sína stóru
fjölskyldu. Afi var svo einstaklega
stoltur af fjölskyldu sinni og kær-
leikur hans til barnabarna og
barna-barnabarna sinna mikill. Af
hve miklum kærleik og ást hann
faðmaði ávallt Tómas og Thelmu
Sigríði er mér ógleymanleg og
ómetanleg minning.
Hið stóra og hlýja faðmlag afa
Agnars er eitt af því marga sem ég
og öll hans fjölskylda söknum nú
Agnar Möller
✝ Agnar Möller varfæddur í Stykk-
ishólmi 3. desember
1929. Hann lést á
Landspítalanum 12.
júní 2010.
Útför Agnars fór
fram frá Bústaða-
kirkju 23. júní 2010.
sárt þegar hann er
farinn.
Ég hef alltaf talið
mig mjög heppinn að
hafa átt báða mína
afa svo lengi að en nú
er það sársaukafull og
að sama skapi tómleg
tilfinning að kveðja á
mánaðartímabili tvo
svo einstaka menn.
En líkt og afi minn
Tómas skilur afi Agn-
ar eftir sig fyrirmynd
fyrir barnabörn sín
um óviðjafnanlega
mannkosti og hjartahlýju sem lifir
áfram og er varðveitt í minningum
okkar.
Guð blessi þig og varðveiti, elsku
afi minn,
Agnar Tómas.
Elsku hjartans afi minn.
Að kveðja þá sem maður elskar
er sárt, og að kveðja þig, elsku afi
Agnar, og hann afa Tómas á svo
skömmum tíma, er réttast sagt
óraunverulegt.
Ég sé eftir þeim tíma sem ég
hefði getað verið meira með þér á
meðan ég var hér úti í Danmörku,
en hugur minn hefur alltaf verið
hjá þér og elsku ömmu, sem hefur
verið svo dugleg meðan á veik-
indum þínum stóð, að orð fá því
ekki lýst.
Minningarnar um þig, elsku afi
minn, geymi ég sem gull í hjarta
mínu og það er svo margt sem
kemur upp í hugann þegar ég
hugsa til þín og erfitt að takmarka
orð sín. Ofarlega er mér í huga
þegar við heilsuðumst alltaf með
„nebbakossi“ þegar ég var lítil,
þegar ég tók alltaf utan um þig og
klappaði fast á bakið eins og þér
fannst svo gott, eða þegar ég hélt í
stóru höndina þína sem þú sagðir
alltaf að væri eins og orgelfingur.
Yndislegar minningar eru ótelj-
andi, ýmist frá Tunguveginum,
Stykkishólmi eða Háulindinni þar
sem alltaf var tekið á móti mér með
þéttingsföstu faðmlagi.
Ástin skein úr augum þínum,
elsku afi minn, og ég gæfi hvað sem
er fyrir að fá að taka utan um þig
einu sinni enn og klappa þér á bak-
ið, það var okkur einum lagið. Ég
er svo þakklát fyrir að hafa hitt þig
um daginn áður en ég fór aftur út
til Danmerkur, að hafa tekið í
höndina þína og heyrt þig segja
hversu gott þér þætti að halda utan
um mig.
Með sama erindi og ég kvaddi
hann afa Tómas vil ég kveðja þig,
elsku hjartans afi Agnar minn.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Þín elskandi,
Lára Margrét.
Við systkinin höfum verið það
heppin að hafa notið nærveru og
samvista við afa okkar í fjöldamörg
ár. Við höfum alltaf elskað að vera í
kringum afa enda tók hann ávallt
sérstaklega hlýlega á móti okkur og
knúsaði í bak og fyrir í hvert skipti
sem við hittumst. Hann hafði því-
líkan áhuga á öllu sem við vorum að
gera og studdi okkur alla leið, enda
leið manni eins og heimsins bestu
manneskju í kringum hann.
Við minnumst þess sérstaklega
að þegar Steinn Haukur var lítill þá
teygði hann sig alltaf til afa síns
þegar hann var nálægur. Afa þótti
mjög vænt um þetta og augljóst að
gagnkvæmur kærleikur var á milli
þeirra félaganna. Þeir voru miklir
vinir og sýndu þeir báðir hvor öðr-
um mikla vináttu og væntumþykju.
Augljóst er öllum að afa þótti
mjög vænt um fjölskyldu sína.
Hann var alltaf svo góður við
ömmu og öll börnin sín og barna-
börn. Nærvera hans var svo nota-
leg og það var svo gott að vera hjá
honum og alltaf var stutt í grínið.
Það eru forréttindi að hafa átt
svo hlýjan og góðan afa eins og
Agnar var sem veitti okkur systk-
inunum ómælda hlýju, athygli, ást-
úð og faðmlög í gegnum árin.
Elsku afi, við munum sakna þín
mikið og munum minnast þín sem
heimsins besta afa og frábærs vin-
ar.
Helga Lára, Hildur og
Steinn Haukur.
Elsku besti Agnar afi.
Ég var ekki undir það búin að
kveðja þig svo fljótt. Ég hafði ekki
náð að heimsækja þig áður en ég
fór til útlanda og var þar enn þegar
þú kvaddir þennan heim. En ég
ímyndaði mér að þú værir rétt hjá
mér í háloftunum á leiðinni heim.
Þú leist alltaf eftir þínu fólki. Þú
veittir okkur systrunum öryggi
þegar við vorum í frímínútum í Ís-
aksskóla og við vissum að þú varst
að fylgjast með okkur – þegar þú
hafðir kveikt á skrifborðslampanum
þínum í vinnunni þinni í Nýherja,
hinum megin við götuna, og beindir
honum að glugganum.
Í Háulindinni bjugguð þið í
næsta húsi við mömmu og pabba.
Barnabarnabörnin náðu að kynnast
þér og er það þeim dýrmætt.
Elsku afi minn. Mér þykir svo
leitt að hafa ekki fengið að hafa þig
lengur hjá okkur. Þú áttir samt
gott líf með ömmu og náðir að eiga
60 ára brúðkaupsafmæli með henni
þann 1. maí sl.
Við pössum ömmu Lellu.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
Höndin þín, Drottinn, hlífi mér,
þá heims ég aðstoð missi,
en nær sem þú mig hirtir hér,
hönd þína eg glaður kyssi.
Dauðans stríð af þín heilög hönd
hjálpi mér vel að þreyja,
meðtak þá, faðir, mína önd,
mun ég svo glaður deyja.
Minn Jesús, andlátsorðið þitt
í mínu hjarta eg geymi,
sé það og líka síðast mitt,
þá sofna eg burt úr heimi.
(Hallgrímur Pétursson)
Hvíl í friði, elsku afi.
Lilja Björg.
Við Agnar afi vorum miklir vinir.
Hann og amma pössuðu mig oft og
sóttu mig í leikskólann þegar ég
var lítill. Við horfðum saman á
Tomma og Jenna og amma gaf okk-
ur pönnsur. Afi átti alltaf saltstang-
ir og rétti okkur út um gluggann
þegar við vorum að leika bak við
hús. Hann grínaðist í mér og hafði
alltaf mikinn áhuga á því sem ég
var að gera. Spurði t.d. alltaf um
fótboltann og hvort ég væri búinn
að skora mark. Við afi heilsuðumst
á sérstakan hátt og þótti svo vænt
hvorum um annan. Nú er afi kom-
inn til Guðs og líður betur. Ég er
þakklátur fyrir að hafa átt góðan
langafa.
Leó Kristinn Þórisson
Það er sárt að sakna og syrgja,
en ljúft að eiga góðar minningar.
Agnar bróðir minn er farinn frá
okkur. Hugurinn leitar til æskuár-
anna í Stykkishólmi. Tíu ára gamall
fékk hann litla systur og bróður
tveimur árum síðar. Sennilega hef-
ur það verið erfitt fyrir strákinn,
það hugsa ég núna, við ræddum
það aldrei. Agnar hefur reyndar
sagt að hann hafi stundum notað
barnakerru – með krakka í – sem
ágætis leikfang og keyrt eins og
hann væri í bílaleik, enda fengum
við víst nokkrar byltur! Við dáðum
stóra bróður.
Lífið í Hólminum var gott og
skemmtilegt. Ungur drengur fékk
snemma ást á ungri stúlku, sögur
segja að þau Lella hafi ákveðið að
giftast tólf ára en sennilega hefur
það ekki verið, heldur fimmtán ára!
Allavega áttu þau 60 ára brúð-
kaupsafmæli 1. maí sl. Fyrir mig
tíu ára gamla var það mjög spenn-
andi að fá mágkonu, að ég tali ekki
um þegar ég varð föðursystir, þá
fór ég strax í mömmuleik, fannst ég
nauðsynleg við uppeldi litlu Mar-
grétar. Tók hlutverkið alvarlega,
straujaði bleiur og sængurföt og
passaði þegar við átti.
Lella og Agnar bjuggu fyrst í
Hólminum en fluttu síðan til borg-
arinnar og hafa búið þar alla tíð
síðan. Þau eignuðust fimm börn, öll
yndisleg eins og foreldrar þeirra.
Agnar var mikil barnagæla, ein-
hvern veginn hændust öll börn að
honum. Í fjölskylduboðum sat
venjulega yngsta barnið í fjölskyld-
unni á hnjánum á honum eins og
brúða þó svo aðrir mættu ekki
snerta það. Hann hafði sterkt að-
dráttarafl. Börnin mín og barna-
börn hafa öll átt hann sem vin og
sakna hans mikið. Sem fullorðið
fjölskyldufólk höfðum við systkin
mikil samskipti og hittumst oft.
Það var svo gott að koma til Agn-
ars og Lellu, alltaf tekið vel á móti
okkur og fjörugt hjá þeim með
börnin fimm. Tíminn, sem stundum
er svo afstæður, þýtur áfram og allt
í einu erum við orðin harðfullorðin
og fjölskyldurnar stækka. Þau eru
löngu orðin amma, afi, langafi og
langamma og mikið eru þau börn
heppin að hafa átt svo hresst og
skemmtilegt fólk að.
Lella og móðir mín voru vinkon-
ur og Lella hefur verið mér sem
stóra systir. Mér er efst í huga
þakklæti fyrir að hafa átt Agnar að
alla tíð. Hann var góður og heil-
steyptur maður, hafði ákveðnar
skoðanir en ávallt prúður og ljúfur.
Elsku Lella, þér er þakkað fyrir
einstaka ást og umhyggju við Agn-
ar. Þú, börnin ykkar og þeirra fjöl-
skyldur hafa umvafið hann kær-
leika þessa erfiðu mánuði. Það
hefur verið áhrifamikið að fylgjast
með umönnun ykkar og öllum mikil
fyrirmynd. Guð veri með ykkur öll-
um og styrki á erfiðum tíma í lífi
ykkar. Við Kristján og fjölskylda
okkar söknum Agnars sárt og
kveðjum hann með þakklæti og
virðingu.
Kristín Möller.
Agnar Möller er mér minnis-
stæður fyrir virðulega og hlýlega
framkomu sína og þá miklu ró og
heiðríkju sem hvíldi yfir honum.
Raunar vorum við báðir orðnir full-
orðnir þegar fundum okkar bar
fyrst saman, en það var þegar hann
lagði okkur Ingu Rósu til tengda-
dóttur. Augljós höfðingi sinnar fjö-
skyldu sem ekki yrði gengið
framhjá, en með fas friðarhöfðingja
sem öllum hlaut að líða vel að vera í
návist við, eins og síðar mátti sjá
þegar við komum saman með börn-
um og barnabörnum á hátíðar-
stundum.
Þegar undirritaður var að ljúka
háskólanámi og árin þar á eftir
vann Agnar fyrir helstu viðskipta-
og tæknifyrirtæki þjóðarinnar það-
an sem mikið afl kom til hagsbóta
fyrir land og þjóð. Þótt framlag
Agnars þar hafi verið mikið og gott
held ég að afrek hans rísi hæst með
þeirri fjölskyldu sem hann stofnaði
og þeim börnum sem þaðan komu
og nú leggja fram krafta sína í
þágu lands og þjóðar með árangri
sem athygli vekur og aðdáun
margra.
Að lífsskoðun var Agnar mikill
einstaklingshyggjumaður og því er
vel viðeigandi að afrek hans hafi
fremur verið á sviði einkaframtaks
en á opinberum vetvangi, þar sem
hann hefði þó átt auðvelt með að
láta til sín taka vegna hrífandi
framkomu sinnar. Verzlunarskóla-
maður var hann svo sem faðir hans
og margir afkomendur og taldi sig
hafa haft góðan stuðning til starfa
af veru sinni þar.
Sú fjölskylda sem nú horfir á eft-
ir miklum fjölskylduföður hlýtur að
eiga erfiða stund og við Inga Rósa
sendum eiginkonu, afkomendum,
tengdabörnum og vinum okkar
innilegustu kveðjur og vottum þeim
dýpstu samúð en við vitum að þau
munu leita huggunar í þakklæti
fyrir að hafa mátt njóta samvista
við höfðingja sinn svo lengi og svo
náið sem raun varð á.
Blessuð sé minning hans.
Þorvarður Elíasson.
Í dag kveðjum við Agnar, elsku-
legan föðurbróður okkar. Það rifj-
ast upp góðar minningar í bland við
söknuð þess sem liðið er. Agnar var
einstaklega hlýr maður, hann hafði
notalega nærveru og átti gott með
að sjá spaugilegu hliðarnar á tilver-
unni. Hugurinn reikar til æskuár-
anna þegar við systkinin komum
með mömmu og pabba á Tunguveg-
inn til Agnars og Lellu. Það voru
oftar en ekki fyrir gestir, börn,
tengdabörn, barnabörn og vinir.
Minnisstæð eru nýársboðin hjá
þeim, margt um manninn, mikil
gleði á notalegu heimili. Fyrir okk-
ur systkinin eru þetta verðmætar
æskuminningar. Síðar urðu sam-
verustundir færri, eins og gengur,
allt of fáar. Minningin lifir um
margar góðar stundir með Agnari,
einlæga vináttu og hlýhug hans.
Fyrir það erum við þakklát. Bless-
uð sé minning hans.
Anna Gréta, Gunnar Þór, Lilja
Margrét og Tómas Njáll.
Látinn er í Reykjavík Agnar
Möller á 81. aldursári. Undirritaður
átti því láni að fagna að hafa Agnar
að samstarfsmanni í 27 ár hjá IBM
á Íslandi, á meðan það félag starf-
aði hérlendis og síðan hjá afkom-
anda þess, Nýherja. Hann varð
fyrstur manna í sögu fyrirtækjanna
til að verða sjötugur í starfi um síð-
ustu þúsaldamót.
Það voru mikil forréttindi að hafa
kynnst og starfað með öðlingnum
Agnari Möller. Lipurðin, einlægnin
og góðmennskan voru honum í blóð
borin. Hann sinnti mikilvægum við-
skiptamannatengslum á sínum
starfsferli af hógværð en jafnframt
af festu. Einhvern veginn var það
alltaf Agnar, sem hafði sigur. Ein-
hvern veginn hafði Agnar jafnan
lag á að ljúka málum þannig að allir
væru ánægðir.
Agnar var vinsæll maður og glað-
vær, kunni vel að meta gáska og
grín, góður Hólmari og harður
sjálfstæðismaður, sem féll það all-
þungt, er aðrir gengu af trúnni. Á
góðri stund við þúsaldarstarfslok
Agnars var nokkuð minnst á garp-
skap kappans og honum líkt í annál
við sjálfan James Bond, njósnara
hennar hátignar. Hefðu báðir verið
garpar miklir og kappsmenn, sem
sjaldan æðruðust þótt á móti blési.
Öll vandamál hefðu verið leyst, sum
með látum, önnur með lagni. Báðir
gjarnan umluktir hjörð glæsi-
kvenna. Í einu var þó Agnar talinn
ólíkur njósnara hátignarinnar.
Hann elskaði bara konuna sína. Og
svo var með myndtækni nútímans
útbúin mynd af Agnari í nýju hlut-
verki að handfjatla hólkinn við-
skiptamönnum til viðvörunar.
Agnar var skapríkur maður. Fáir
kunnu þó betur að hemja skap sitt.
Stöku sinnum kom þó upp suðan.
Þá er honum mislíkaði stefna stétt-
arfélags síns í kjaramálum og hann
var skikkaður í verkfall fór hann á
skrifstofu þess og sagði gervöllu fé-
laginu að fara til þess í neðra. Setti
menn enda hljóða á þeim kontór því
tiltækið þótti fremur óhefðbundið.
Í minningunni er Agnar eins og
blóm í túni. Alltaf var sólskin í
kringum hann. Dag einn vorum við
á göngu saman ásamt fleiri sam-
starfsmönnum að vorlagi í norskum
fjalladal. Túnfíflarnir breiddu úr
krónuna og brostu við sólinni. Þá
segir Agnar að bragði: „Þetta er
eins og í kirkjugarðinum heima, allt
fullt af fíflum“.
Í þessum anda er gott að minn-
ast höfðingjans og Hólmarans Agn-
ars Möller. Vegferð hans var farsæl
á allan hátt. Vegferðin með Leu á
áttunda áratug var eins og gull,
sem aldrei fellur á. Hann var mann-
kostamaður og drengur góður. Fót-
spor hans verður í hjörtum okkar,
sem eftir lifa. Það var heiður að fá
að kynnast honum og eiga með
honum auðnustundir í lífi og starfi.
Blessuð sé minning hans.
Sverrir Ólafsson.