Morgunblaðið - 25.06.2010, Side 34
34 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010
Ég minnist þín á
svo margan hátt, afi
minn. Það hefði mig
aldrei grunað, elsku
afi, að lífið gæti endað
svona snögglega.
Síðustu daga hafa rifjast upp
fyrir mér fjöldamargar góðar
minningar um þig. Hugur minn
leitar aftur til þeirra fjölmörgu
stunda sem við áttum saman, allt
frá því að þú leyfðir mér að
„vinna“ í Blómahöllinni á öskudag
til þeirra síðustu daga sem þú sast
í stólnum í Fjallalindinni og
drakkst kaffi með mér.
Minningarnar sem ég á um þig
eru mér dýrmætar, en ekkert er
mér meira virði en að vita til þess
að þér líður vel og ert friðsæll.
Guð geymi þig.
Elsa Mjöll Bergsteinsdóttir.
Elsku afi, ég gleymi þér aldrei.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Þín
Indíana Líf.
Elsku afi, eftir allt sem á undan
hefur gengið er bæði sárt og skrýt-
ið að skrifa þetta niður. Ekkert
okkar hélt að þetta myndi gerast
svona hratt og því er ég svo glöð
að ég skyldi hafa komið til þín, tal-
að við þig og séð með eigin augum
hvernig þér leið. Ég er því sátt,
núna ertu frjáls. Ég veit að þú trú-
ir ekki á annað tilverustig en það
geri ég og veit því að þú ert á góð-
um stað, eflaust í einhverjum fal-
legum garði.
Jón Ragnar
Björgvinsson
✝ Jón Ragnar Björg-vinsson fæddist
10.8. 1934 á Akureyri.
Hann lést 11. júní
2010 á Landspít-
alanum í Fossvogi.
Útför Jóns var gerð
frá Digraneskirkju 23.
júní 2010.
Ég og systkini mín
eigum þér svo mikið
að þakka. Þú og
amma áttuð alltaf til
stuðning, áhuga og
þolinmæði sama hvað
var og fyrir það er-
um við ævinlega
þakklát. Þið amma
sýnduð okkur hvað
það er að vera hjón
og samband ykkar
var fallegt, ástríkt og
sjaldgæft. Þið stóðuð
alltaf saman, unnuð
að ykkar sigrum
saman og gáfuð okkur með því
mikilvægt veganesti út í lífið.
Afi okkar talaði dönsku, elskaði
blóm, spilaði á hljómborð og samdi
vísur. Við kveðjum þig með sökn-
uði, þökkum þér allt og hlökkum til
að sjá þig aftur, hvenær sem það
verður. Hvíldu í friði, afi minn.
Fyrir hönd okkar systkina,
Agnes Björgvinsdóttir.
Það er með miklum söknuði sem
ég kveð Jón Ragnar móðurbróður
minn, eða Ragga frænda eins og
við kölluðum hann alltaf. Það er
svo undarlegt og sárt að hugsa til
þess að hann sem alltaf var til
staðar skuli ekki vera það lengur.
Við fyrir norðan fylgdumst með
fregnum af veikindum og versn-
andi heilsu frænda míns síðasta
vetur og bárum þá von í brjósti að
einhver skýring og lækning fyndist
sem gæti hjálpað honum. Því mið-
ur varð það ekki raunin.
Í augum lítillar Akureyrarstúlku
fylgdi því mikil tilhlökkun og upp-
hefð að heimsækja Ragga frænda,
Elsu og börnin þeirra fjögur í
Hrauntungunni. Heimili þeirra ein-
kenndist af glæsileik og þar var
öllu smekklega fyrir komið. Garð-
stofan og sólstofan og fallegi garð-
urinn voru til vitnis um það að þar
bjó fólk sem hafði áhuga á gróðri
og garðrækt. Þar fengum við líka
alltaf konunglegar móttökur, besta
mat sem hægt var að hugsa sér
töfraðan fram af húsmóðurinni,
nóg af spennandi dóti og skemmti-
legan félagsskap fyrir litla frænku
að norðan.
Nokkrar ferðir í Drífu, hverf-
isbúðina, með Gígí frænku að
kaupa kippu af kóki í gleri og
nammi fyrir Ragga frænda sem við
fengum svo að njóta með eru líka
eftirminnilegar. Ljóslifandi í minn-
ingunni er einnig Blómahöllin í
Hamraborginni og frændi minn
bakvið búðarborðið að afgreiða við-
skiptavini sína milli þess sem hann
vann í reikningunum í litla húsinu
bakvið afgreiðsluna.
Þegar ég flutti suður til að hefja
nám í Háskóla Íslands var gott að
vita af Ragga og Elsu í næsta ná-
grenni. Þar átti ég alltaf öruggt
skjól og ófá voru matarboðin. Allt-
af var mér hlýlega tekið og mikið
var gott að komast í félagsskapinn
þegar litið var upp úr skólabók-
unum um helgar.
Árin liðu, börnin fluttu að heim-
an og fjölskylda Ragga og Elsu
stækkaði. Það er glæsilegur hópur
afkomenda sem nú syrgir góðan
mann.
Ég eignaðist líka mína fjölskyldu
og sem fyrr var mér og mínum
ávallt vel tekið. Fyrir það viljum
við þakka. Á nýja heimili Ragga og
Elsu í Rjúpnasölum ríkti sami hlý-
leiki og í Hrauntungunni og þó svo
að hann hefði hvorki Blómahöllina
né garð til að rækta þá fann hann
nýjar leiðir til að sinna hugsjónum
sínum og áhugamáli eins lengi og
heilsa hans leyfði.
Nú um hvítasunnuna var eldri
dóttir okkar fermd og litli dreng-
urinn okkar skírður á Akureyri.
Það er okkur afar dýrmætt að
frændi minn skyldi leggja í sína
síðustu ferð til æskustöðvanna og
geta verið með okkur á þessum há-
tíðisdegi.
Elsku hjartans Elsa, Björgvin,
Óskar, Laufey og Gígí, tengdabörn
og barnabörn.
Guð veri með ykkur og styrki á
þessum erfiðu tímamótum.
Eydís Valgarðsdóttir og
fjölskylda.
Elsku Raggi afi, við eigum erfitt
með að trúa því en núna ertu far-
inn frá okkur og kominn í annan
heim. Við viljum þakka þér fyrir
allar þær góðu stundir sem við átt-
um saman. Blóm voru þitt líf og
yndi. Þegar við vorum lítil var allt-
af ævintýri að koma í heimsókn til
þín í Blómahöllina, skoða blómin,
fá kakó og fá að fara á bak við af-
greiðsluborðið. Þekking þín og
áhugi á blómum var ótæmandi og
bar garður ykkar ömmu í Hraun-
tungunni þess merki. Þú varst
einnig liðtækur píanisti og þegar
ég, Alma, byrjaði að læra á píanó
og fékk að æfa mig á gamla píanóið
í Hrauntungunni sýndir þú því
mikinn áhuga. Þú gafst mér ófáar
nótnabækurnar og þér þótti alltaf
gaman að hlusta á mig spila. Ég
leit upp til þín og dáðist að hæfi-
leikum þínum. Eftir að Blómahöllin
hafði runnið sitt skeið gastu ekki
setið auðum höndum heldur nýttir
færni þína og vannst í Gróðrar-
stöðinni Storð á sumrin og útbjóst
skreytingar fyrir jólin. Þú naust
þess að sitja niðri í geymslu, eftir
að þið amma voruð flutt í Rjúpna-
salina, umvafinn pottum, könglum,
gullspreyi og englum og galdraðir
fram hinar fegurstu skreytingar
sem nú prýða stofur okkar og
margra annarra hver jól. Ferð
okkar með ykkur ömmu til Kaup-
mannahafnar verður lengi í minn-
um höfð. Þú þekktir borgina inn og
út eftir dvöl þína þar á námsárum
þínum og naust þess að leiða okkur
um götur hennar og segja okkur
frá hinum og þessum staðnum, sér-
staklega í grasagarðinum þar sem
mátti sjá margar framandi plöntur.
Þú kunnir þó skil á þeim flestum
og þuldir upp latnesk heiti á þeim
eins og nýútskrifaður garðyrkju-
fræðingur. Síðastliðinn vetur fór
heilsunni að hraka, þar til nú fyrir
skömmu að veikindin tóku yfir-
höndina hraðar en nokkurn óraði
fyrir.
Elsku afi, við trúum að nú sért
þú heill heilsu og ræktir blómin í
garðinum hjá Guði. Við munum
hugsa vel um ömmu.
Þín,
Alma Rut og Bergur Már.
Kynni mín af Jóni hófust fyrir 10
árum. Það var haust og verið að
ljúka byggingu gróðurhúss við
Gróðrarstöðina Storð. Síðasta rúð-
an var að fara í gafl hússins þegar
bíll rennur upp að og út stígur
maður sem kynnir sig, það var Jón.
Hann sagðist vera að hætta rekstri
Blómahallarinnar í Kópavogi eftir
40 ára rekstur og sagðist viss um
að við gætum átt viðskipti saman.
Síðan gekk hann aðeins um og
sagðist alveg sjá hvernig þetta
gæti gengið upp. Þar með fór
hann. Tíminn leið fram yfir jól og
ég næstum búinn að gleyma heim-
sókninni um haustið. Þá hringir
síminn, það var Jón. Hann rifjaði
upp fund okkar um haustið, sagði
að þetta hefðu verið síðustu jólin í
Blómahöllinni og bað mig að kíkja
við hjá sér. Hann sýndi mér hús-
næði blómabúðarinnar sem var á
þremur hæðum og spurði hvort ég
gæti ekki notað eitthvað af innrétt-
ingunum í verslunarrýmið í gróð-
urhúsinu. Ég sagði að það gæti
verið og urðu þau samskipti ekki
lengri að sinni. Þegar leið á vorið
hringir Jón og sagðist vilja gera
mér gott tilboð „Þú færð allar inn-
réttingarnar úr búðinni“, fyrir upp-
hæð sem hann nefndi, „en það er
einn annmarki á þessu tilboði, ég
vil fylgja með.“ Mér þótti fram-
ganga hans í þessum viðskiptum
mjög skemmtileg og festum við
þessa samninga í símanum. Ekki
liðu margir dagar þar til innrétt-
ingarnar voru komnar á staðinn,
ásamt Jóni, sem byrjaði þegar að
raða þeim upp. Þannig var Jón.
Alltaf búinn að sjá marga leiki fyr-
irfram og það sem hann sagði
skyldi standa. Þetta var árið 2000.
Alla tíð síðan stóð Jón vaktina í
versluninni, sem hann útbjó úr inn-
réttingum Blómahallarinnar. Þetta
reyndust hagstæðustu samningar
sem ég hef gert á lífsleiðinni. Hann
pantaði inn allar vörur og raðaði
þeim upp af mikilli smekkvísi.
Hann var eins og farfuglarnir,
mætti til leiks á vorin og hætti um
haustið. Í gróðrarstöð þarf margar
hendur yfir sumartímann og því
margir unglingar við störf með
þeirri fyrirferð sem þeim aldri
fylgir. Í Jónshúsi, eins og við köll-
um búðina voru óskrifaðar reglur
um umgengni sem allir virtu. Það
þurfti engin orð.
Jón var mjög listrænn og hafði
unun af fallegum hlutum. Í Gróðr-
arstöðinni urðu ólíklegustu hlutir
að skreytingum og plöntur sem
einhverra hluta vegna lentu útaf
beinu brautinni fengu þar nýtt
hlutverk. Jón tók þjónustuhlutverk
sitt við viðskiptavininn mjög alvar-
lega og mátti ekki til þess hugsa að
nokkur gengi ósáttur frá hans
borði.
Eftir að Jón fór að finna fyrir
þeim veikindum sem hann þurfti að
lúta í lægra haldi fyrir, hélt hann
lengi í vonina um að verða nógu
hress til að geta staðið sína vakt
enn eitt sumarið. Pantaði allar
vörur inn, fylgdist með því að þær
skiluðu sér og leiðbeindi um hvern-
ig allt skyldi vera þó hann væri
orðinn mjög veikburða. Við eigum
honum mikið að þakka.
Við Björg sendum Elsu og fjöl-
skyldu hans samúðarkveðjur.
Vernharður Gunnarsson.
Smávinir fagrir, fold-
arskart,
fífill í haga, rauð og
blá
brekkusóley, við
mættum margt
muna hvort öðru að segja frá.
Prýðið þér lengi landið það,
sem lifandi guð hefur fundið stað
ástarsælan, því ástin hans
allstaðar fyllir þarfir manns.
(Jónas Hallgrímsson)
Ljóðlínur „listaskáldsins góða“
koma mér í hug við ótímabært fráfall
nöfnu minnar, sem öðrum fremur
var gædd lífsgleði og krafti sem fáum
er eiginlegt að miðla. Mín fyrsta
minning um hana er frá foreldra-
fundi í Hólabrekkuskóla, þar sem
hún flutti erindi um börn sem standa
höllum fæti í samfélaginu. Það var
Guðrúnu eiginlegt að laða fram það
besta í fari hvers einstaklings og
virkja styrkleika í hverju einu sem
hugur stefndi til. Fyrir rúmum ára-
tug lágu leiðir okkar saman í verk-
efni sem okkur báðum var hugleikið,
Guðrún Þórsdóttir
✝ Guðrún Þórs-dóttir fæddist í
Reykjavík 28. júní
1951. Hún lést á heim-
ili sínu 25. maí 2010.
Útför Guðrúnar fór
fram frá Bústaða-
kirkju 3. júní 2010.
að leiða kynslóðir sam-
an. Að þessu komu
margir aðilar úr ólík-
um áttum, unnu verk-
efni, gagnkvæmar
heimsóknir eldri borg-
ara í grunnskóla og
börnin komu þangað
sem öldrunarþjónusta
var veitt. Í upphafi var
ákveðið að efna til
uppskeruhátíðar, þar
sem kynntar voru fjöl-
margar hugmyndir og
allir starfsstaðir áttu
fulltrúa. Mér er minn-
isstætt þegar kom að undirbúningi,
hve gott skipulag og yfirsýn Guðrún
hafði í stóru sem smáu. Við áttum
það sameiginlegt að hafa metnað fyr-
ir því að eftir þessu yrði tekið og
framtíðarsýn um að skólakerfið þró-
aðist í þá átt að vera áhugavert, bæði
fyrir nemendur og starfsfólk. Þegar
hún sagði mér að hún ætlaði að klæð-
ast peysufötum, „þá fer ég í upphlut-
inn minn“, – við vorum prúðbúnar.
Eftir þá miklu reynslu og þekkingu
sem varð til á þessum tíma ákváðum
við að halda áfram með „Kynslóðir
saman í Breiðholti“. Við lögðum upp
með vilja og áræði í farteskinu, án
þess að hafa nokkuð fyrir okkur ann-
að en ætlunarverkið, hún sá um
tækni og pappírsvinnu, ég aflaði að-
fanga og samstarfsaðila. Það hefur
margt áunnist á liðnum árum, und-
irritaðir samningar og veittar viður-
kenningar. Á sýningu um nýbreytni í
skólastarfi, „Skóli á nýrri öld“, var
Guðrún í fararbroddi við uppsetn-
ingu og móttöku þess efnis sem upp
var sett. Hún var kvik á fæti, kát og
glöð, ljósa síða hárið, sólgleraugun,
og hlátur hennar gleymist engum.
Þegar Þjónustumiðstöð Breiðholts
tók til starfa lágu leiðir okkar nær,
þar sem við störfuðum báðar í hverf-
inu. Við áttum marga og góða fundi
sem við kölluðum „borðshorn ósk-
ast“. Eitt sinn nefndi ég við sam-
starfsfélaga okkar að við hefðum
hist, „þá stendur eitthvað Guðrúna-
legt til“. Síðasta samstarfsverkefnið
okkar var „Garðurinn Breiðholt“,
samstarf Vinnuskólans og eldri
borgara. Við funduðum saman
vinnufélagarnir, hún og fulltrúi eldri
borgara í mars, eins og ætíð var Guð-
rún geislinn og gleðigjafinn, að þetta
yrði okkar síðasta samvera eigum við
erfitt með að átta okkur á að er stað-
reynd. Í mörg ár hittumst við á að-
ventunni og áttum okkur gæðastund,
þar var hún veitandinn og við skipt-
umst á gjöfum. Við náðum ekki sam-
an fyrr en eftir áramót og fór ég með
myndaalbúmið með sögu fyrstu kyn-
slóðar ársins. Við vorum sælar, og
hugsuðum til vinkonu okkar Ásdísar
Skúladóttur, og ætluðum að hitta
hana á vordögum. Seinna er aldrei,
vordagarnir urðu öðruvísi. Illvígur
sjúkdómur greindist og hörð barátta
framundan, af öllum, hún, lögð að
velli. Ljósið kom á þessum erfiða
tíma er fyrsta barnabarnið fæddist,
lítil Guðrún.
Guðrún Jónsdóttir.
Meira: mbl.is/minningar
Hún er látin, á
besta aldri, fyrrver-
andi tengdadóttir mín Elínborg
Harðardóttir, aðeins 43 ára.
Ellý mín háði harða baráttu við
illvígan sjúkdóm, sem dró hana til
dauða. Hún lést á krabbameins-
lækningadeild Landspítalans hinn
31. maí.
Ég vil minnast hennar með
nokkrum orðum.
Ellý kom inn á heimili okkar
sem unnusta hans Steina yngsta
sonar okkar. Hún var ung og góð
stúlka og þótti mér fljótlega mjög
vænt um hana, hún varð strax eins
og eitt af börnunum mínum.
Ellý og Steini voru ung, þau
héldu til á heimili okkar í nokkur
ár þar til þau gátu keypt sér íbúð
og stofnað sitt heimili. Þau giftu
sig og eignuðust Söndru mína, sem
nú sér á eftir mömmu sinni, en á
Elínborg Harðardóttir
✝ Elínborg Harð-ardóttir fæddist
19. janúar 1966 á
Ballará í Dalasýslu.
Hún lést á Landspít-
alanum 31. maí síðast-
liðinn.
Útför Elínborgar
fór fram frá Lang-
holtskirkju 8. júní
2010. Jarðsett var í
Ólafsvallakirkjugarði
á Skeiðum.
milli þeirra var ávallt
mikill kærleikur og
hlýja.
Því miður entist
sambúð Ellýjar og
Steina ekki nema í
nokkur ár, þau
skildu. Ellý giftist
Unnari Garðarssyni
og eignuðust þau
soninn Garðar.
Ellý mín var bæði
falleg, góð og
skemmtileg stúlka.
Áttum við margar og
góðar samverustund-
ir á liðnum árum.
Innilegar samúðarkveðjur sendi
ég og fjölskyldan mín til allra að-
standenda og bið góðan guð að
styrkja þau og blessa.
Ég kveð þig Ellý mín með þakk-
læti fyrir vináttu þína til margra
ára.
Guð blessi minningu Elínborgar
Harðardóttur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Þín
Ólöf Sigríður.