Morgunblaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 39
Menning 39FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010
Í miðri kreppu
virðist sem auð-
menn fýsi að
festa fjármuni í
myndlist og
þannig hafa
margar myndir
selst á milljarða á
undanförnum
vikum. Fyrir
stuttu var þannig
málverk eftir
franska listamanninn Edouard Ma-
net slegið á um fjóra milljarða
króna, á uppboði í London. Aldrei
hefur jafn há upphæð verið greidd
fyrir verk eftir Manet. Gamla metið
var þrír milljarðar króna, sett í New
York árið 1989.
Verkið, sem kallast Manet A La
Palette, er sjálfsmynd listamannsins
með pípuhatt og með pensil í hönd.
Meðal annarra verka sem voru seld
á uppboðinu var listaverkið Arbres a
Colliuoure eftir franska listamann-
inn Andre Derain. Það fór á 16 millj-
ónir punda, um þrjá milljarða króna.
Verkið Odalisques Jouant Aux Da-
mes eftir Henri Matisse var selt á
sem samsvarar rúmum tveimur
milljörðum króna.
Á öðru uppboði í Lundúnum seld-
ist verk frá bláa tímabili Picassos á
6,6 milljarða króna. Alls seldust verk
fyrir tæpa 44 milljarða á því uppboði
og hefur aldrei verið selt fyrir hærri
fjárhæð á einu kvöldi í Bretlandi
fyrr. Fyrra metið er frá því febrúar
er seld voru verk fyrir 28 milljarða
króna á uppboði hjá Sotheby’s, að
því er segir í frétt BBC.
Myndlist
selst á
milljarða
Sölumetin falla og
falla á listmarkaði
Milljarðamyndin
eftir Picasso
Stúlknakórinn Graduale Nobili tek-
ur þátt í alþjóðlegri kórakeppni í
Llangollen í Wales á næstunni og
sjónvarpið í Wales hyggst senda
tökulið til að fylgjast með kórnum á
æfingum í Langholtskirkju. Einnig
verður farið að Gullfossi og Geysi og
fylgst með einstaka kórfélögum við
önnur störf eða áhugamál. Þátturinn
er hluti af kynningarefni keppninnar
sem er ein hin stærsta í heimi með
nokkur þúsund þátttakendur. Gra-
duale Nobili tók þátt í keppninni síð-
asta sumar og hreppti þá silfur- og
bronsverðlaun.
Næstkomandi sunnudag verður
fjáröflun á vegum kórsins í Lang-
holtskirkju sem hefst eftir messu og
stendur til kl. 18:00. Þar mun kórinn
syngja keppnisverkin og fjöldi ein-
söngvara og hljóðfæraleikara úr röð-
um kórfélaga kemur fram.
Þáttur um
Graduale
Nobili
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Sjónvarpsstjörnur Stúlknakórinn
Graduale Nobili.
Árleg Jónsmessuhátíð á Eyr-
arbakka verður haldin á morg-
un. Fjölmargt verður á dag-
skrá, þar á meðal ein-
söngstónleikar Karenar
Drafnar Hafþórsdóttur í
Eyrarbakkakirkju við undir-
leik Önnu Rúnar Atladóttur kl.
13:00, erindi Ófeigs Sigurðs-
sonar Stutt leit að langa-
langafa, Guðmundi bóksala í
Laugabúð kl. 15:00, og ávarp
Kristjáns Runólfssonar sagnaskálds kl. 22:00, áð-
ur en kveikt verður í Jónsmessubrennu. Bakka-
bandið spilar síðan undir söng og dansi fram á
nótt. Aðgangur að söfnum á Eyrarbakka verður
ókeypis þennan dag.
Bæjarhátíð
Jónsmessuhátíð á
Eyrarbakka
Frá Jóns-
messuhátíð
Sumarhefti tímaritsins Þjóð-
mála er komið út. Meðal efnis
eru andmæli Davíðs Odds-
sonar, fyrrverandi seðla-
bankastjóra, við skýrslu rann-
sóknarnefndar Alþingis um
hrun bankanna. Andmælin
fylgdu ekki hinni prentuðu út-
gáfu skýrslunnar og birtast því
í fyrsta sinn á prenti í þessu
hefti Þjóðmála. Björn Jón
Bragason fjallar um vinnu-
brögð stjórnvalda við yfirtöku ríkisins á Straumi-
Burðarási. Birt er áttatíu ára gömul ritgerð eftir
Árna Pálsson prófessor um vanda stjórnmála í
lýðræðisríkjum og Björn Bjarnason skrifar um
verkefni Sjálfstæðisflokksins.
Tímarit
Sumarhefti Þjóð-
mála komið út
Forsíða
Þjóðmála
Næstkomandi þriðjudag, 29.
júní, mun Ólöf Arnalds halda
tónleika í Norræna húsinu en
þetta eru fyrstu tónleikar henn-
ar hérlendis í þónokkurn tíma.
Tónleikarnir marka útgáfu á
fyrstu smáskífuplötu hennar
sem inniheldur lagið Close my
eyes eftir Arthur Russel. Lagið
kemur einnig út á nýrri plötu
hennar sem beðið er með eft-
irvæntingu og mun koma út á
vegum útgáfunnar One Little Indian í september.
Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 en auk Ólafar flyt-
ur tónlistarkonan Adda ljóð sín og lög, Guðrún Eva
Mínervudóttir mun lesa upp úr verkum sínum en
DJ Klara vermir húsið sem verður opnað kl. 20:00.
Tónleikar
Ólöf Arnalds í
Norræna húsinu
Ólöf Arnalds
Ásgerður Júlíusdóttir
asgerdur@mbl.is
Fjórðu tónleikar djasstónleikaraðar
Veitingastaðarins Jómfrúarinnar
verða haldnir á morgun og að þessu
sinni mun danska djasssöngkonan
Christine Legardh stíga á svið.
Legardh er þekkt í heimalandi
sínu og hefur komið víðsvegar í Evr-
ópu og Asíu á djasshátíðum og tón-
leikum. Hún segist upphaflega hafa
starfað sem tónlistarkennari en
ákveðið fyrir fjórum árum að snúa
sér alfarið að djasssöng. „Ég skrifa
einnig djass fyrir börn í Danmörku
sem er mjög skemmtilegt þannig ég
sinni ýmsum verkefnum er varðar
djassinn.“
Legardh kynntist Sigurði Flosa-
syni í djasstónlistarbúðum á síðasta
ári í Danmörku og þau skiptust á
geisladiskum. „Mér líkaði vel það
sem ég heyrði á þeim diski en á hon-
um var Sigurður að vinna með Krist-
jönu Stefánsdóttur djasssöngkonu.
Við ákváðum í kjölfarið að reyna að
þýða eitthvað af þessum textum en
það gekk ekki sem skyldi þannig
fljótlega fórum við að semja nýja tón-
list saman. Við eigum orðið mjög
mikið af efni og þess vegna viljum við
taka þetta efni upp og líka prófa að
flytja þetta fyrir áheyrendur þannig
við erum að reyna að halda eins mik-
ið af tónleikum og við getum.
Þetta byrjaði allt saman í janúar
þegar við fórum að skiptast á laga-
bútum og hljóðum á netinu. Síðan hef
komið þrisvar til Íslands á und-
anförnum tveimur mánuðum til að
vinna í tónlistinni ásamt Sigurði og
við höfum haldið tónleika hér áður.
Núna erum við að prófa okkur áfram
með hinum og þessum spilurum fyrir
plötuna og stefnum á upptökur síðla
sumars eða í haust.“
Legardh segist hlakka til tón-
leikanna á Jómfrúnni. „Við ætlum að
spila eitthvað af nýju lögunum okkar
og við erum alltaf að prófa okkur
áfram með eitthvað nýtt þannig þetta
verður áhugavert. Við munum auð-
vitað líka taka þekkt djassnúmer því
þetta eiga auðvitað fyrst og fremst að
vera léttir og skemmtilegir úti-
tónleikar sem allir geta eiga að geta
notið.“
Legardh og Sigurður stefna á að
fara á djasshátíðina í Kaupmanna-
höfn í næsta mánuði og verða þar
með tónleika 11. júlí. „Þar munum
við svo sannarlega fá tækifæri til að
flytja þessa nýju tónlist okkar og fá
að prufa hana betur á áheyrendum.“
Tilraunir með nýjan djass
Danska djasssöngkonan Christine Legardh syngur ný lög í bland við þekkt á
Jómfrúnni á laugardag Vinnur að breiðskífu með Sigurði Flosasyni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skemmtilegt Danska djasssöngkonan Christine Legardh hefur víða komið og haldið tónleika. Hún syngur meðal
annars lög sem hún vinnur með Sigurði Flosasyni á Jómfrúnni á morgun með íslenskum undirleikurum.
Nú stendur í Menningarmiðstöð Fljótsdalshér-
aðs í Sláturhúsinu á Egilsstöðum sýning sem
fengið hefur yfirskriftina 4konur, en á henni eru
sýnd verkefni sem samþætta myndlist og fata-
hönnun, en vinnsla verkanna felst í því að mál-
arinn litar efni og málar á flíkur eftir skipunum
hönnuðarins. Einnig eru sýnd málverk.
Sýnendur eru þrjár listakonur frá Egils-
stöðum, Kristín Rut Eyjólfsdóttir, sem er sjálf-
menntuð myndlistarkona, Halla Ormarsdóttir,
klæðskerameistari, og Sjöfn Eggertsdóttir list-
málari, og kanadíska listakonan Susan Wood.
Þetta er í fyrsta skipti sem Susan Wood sýnir á
Íslandi, en auk þess að vera myndlistarkona er
hún einnig prófessor við NSCAD háskólann í
Halifax.
Þær vinna saman í tveimur pörum, annars
vegar sem Meistarinn og amateurinn, Susan Wo-
od og Kristín Rut, og hinsvegar sem Klæðsker-
inn og listmálarinn, Halla og Sjöfn. Susan sýnir
blekteikningar sem eru vísindalegar stúdíur á
plöntum og lífi og dauða: visnuð blóm, skordýr
og dauðir fuglar. Kristín leitar líka í náttúruna
og sýnir fossamálverk sem öll eru unnin í akrýl.
Halla og Sjöfn sýna sameiginleg verk þar sem
Halla skapar kjóla sem eru allt eins skúlptúrar
eða sjónrænar tilraunir með ólík efnistök og
form, auk þess sem málverk Sjafnar skapa enn
ein pörin í tengslum náttúruaflanna.
Sýningarstjóri og listrænn stjórnandi er Ing-
unn Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar
sviðslista á Austurlandi.
4konur í Sláturhúsinu
Náttúra Frá sýningu fjögurra kvenna í
Sláturhúsinu á Egilsstöðum.
Verkefni sem samþætta myndlist og fatahönnun
Sigurður Flosason saxófónleikari
og tónsmiður stendur fyrir tón-
leikaröðinni Sumarjazz á Jómfrúnni
en þessi tónleikaröð hefur verið
starfrækt í 15 ár og hefur Sigurður
séð um hana frá upphafi.
Margir þekktir og óþekktir djass-
istar, bæði íslenskir sem og erlendir
hafa látið ljós sitt skína á þessari
tónleikaröð.
Níu tónleikar eru á dagskránni
þetta árið og meðal þeirra sem eiga
eftir að koma fram eru Catherine
Legardh og félagar sem spila næst-
komandi laugardag, Guitar Islancio,
Sporðdrekarnir og Kvartett Ragn-
heiðar Gröndal.
Tónleikarnir eru haldnir alla laug-
ardaga í júní og júlí fyrir utan veit-
ingastaðinn Jómfrúna á Lækjargötu
og standa laugardaga á milli kl. 15
og 17.
Sumarjazz á Jómfrúnni í 15 ár
Þetta er kannski enn
eitt merkið um lok
kalda stríðsins, eða kannski
fór þetta tímabil bara alveg
framhjá Þjóðverjum 42
»